Fréttablaðið - 17.11.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 17.11.2017, Síða 2
Veður Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi austan til á landinu og einnig allra nyrst. Hægari vindur í öðrum landshlutum. Bjart í veðri sunnanlands, en snjókoma eða él annars staðar. sjá síðu 30  Réttað í Stím-málinu á ný Aðalmeðferð í dómsmáli gegn Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsvið- skipta Glitnis, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Réttað er í Stím-málinu, eins og það hefur verið kallað, í annað sinn þar sem Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms sem féll í desember 2015. Fréttablaðið/anton brink Ferðaþjónusta Tekjur Hallgríms- kirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Fram- kvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðju- dag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildar tekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síð- asta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundur- liðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krón- ur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turn- inum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 full- orðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferða- manna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturn- inum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 millj- ónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljón- ir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messu- samskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varn- ings. mikael@frettabladid.is Turninn malar gull í sjóði Hallgrímskirkju Fjölgun ferðamanna gerði það að verkum að tekjur af seldum útsýnisferðum upp í kirkjuturn Hallgrímskirkju jukust um 47 prósent milli ára og námu 238 milljónum króna í fyrra. Nýttar til afborgana lána, rekstrar og í framkvæmdir. Útsýnið úr Hallgrímskirkjuturni malaði gull fyrir kirkjuna í fyrra. Fréttablaðið/GVa ✿ tekjur af turni Hallgríms- kirkju (í milljónum króna) 250 200 150 100 50 0 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 23 8 m ill jó ni r 16 2 m ill jó ni r 10 7 m ill jó ni r 80 ,7 m ill jó ni r 58 ,6 m ill jó ni r 39 ,6 m ill jó ni r 27 ,2 m ill jó ni r Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 GrillbúðinLASER 14.900Opið virka daga kl. 11-18 LED Laser ljóskastari Varpar jólaljósum á húsið Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is SEMKO gæðavottun Skynjari sem slekkur á Laser ef farið er of nálægt - Fjarstýring www.grillbudin.is Viðskipti Tekjur stóru kaffikeðjanna tveggja, Kaffitárs og Te og kaffi, námu alls rúmlega 2,2 milljörðum króna í fyrra. Afkoma þeirra var þó ólík og ljóst að nokkrar sviptingar hafa orðið í kaffibransanum. Kaffitár, sem velti tæplega 1.100 milljónum, skilaði tapi annað árið í röð þó heldur minna en árið 2015. Í fyrra nam tapið 10,5 milljónum en var 19,7 milljónir árið áður. Eftir verulega jákvæða afkomu árin 2012 og 2013 þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna hafa síðustu þrjú rekstrarár verið erfið. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi. Í skýrslu stjórnar segir að rekstur ársins 2016 hafi mótast nokkuð af uppbyggingu dótturfélagsins. Í fyrra voru fest kaup á húsnæði að Stór- höfða 17 og opnað þar kaffihús og þá gerði félagið samning um veit- ingarekstur í Perlunni sem hófst í ár. Forstjóraskipti urðu hjá fyrirtækinu í fyrra þegar stofnandi og aðaleigandi Kaffitárs, Aðalheiður Héðinsdóttir, lét af störfum og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir tók við. Kaffitár rekur að auki kaffibrennslu og sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu. Te og kaffi, sem velti rúmum 1.150 milljónum króna, skilaði hagnaði upp á rúmar 6,5 milljónir króna árið 2016. Dregst hagnaður fyrirtækisins nokkuð saman milli ára en hann nam 19,7 milljónum árið 2015. Te og kaffi rekur 13 kaffihús samhliða kaffifram- leiðslu. – smj Risarnir seldu kaffi fyrir 2,2 milljarða í fyrra te og kaffi skilaði 6 milljóna króna hagnaði. Fréttablaðið/Valli Menning Vigdís Grímsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, veitti verðlaunin við athöfn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Þá veitti ráðherra Gunnari Helgasyni sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu henn- ar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. – jhh Vigdís heiðruð fyrir störf sín Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. 1 7 . n ó V e M b e r 2 0 1 7 F Ö s t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 D -F 6 2 0 1 E 3 D -F 4 E 4 1 E 3 D -F 3 A 8 1 E 3 D -F 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.