Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 18
Upplýsingaskortur getur verið afdrifaríkur þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Það
á við bæði í rekstri fyrirtækja og
ekki síður í rekstri ríkis og sveitar-
félaga. Tiltækar upplýsingar sem
varða ferðaþjónustu hafa ekki
legið á lausu hingað til. Þær hafa
verið óaðgengilegar, vistaðar hér
og þar og oft ekki verið nema fyrir
sérfræðinga að finna þær og vinna
úr þeim.
Mælaborð ferðaþjónustunnar er
ný vefsíða á vegum Stjórnstöðvar
ferðamála sem á eftir að breyta
miklu fyrir alla þá sem starfa við
ferðaþjónustu eða annað henni
tengt. Í Mælaborðinu er í fyrsta
skipti hægt að nálgast tölulegar
upplýsingar um ferðaþjónustuna á
einum stað. Tölurnar í Mælaborð-
inu eru settar fram með myndræn-
um hætti, sem gerir notendum auð-
veldara fyrir að átta sig á þróuninni
og spá í framtíðina.
Yfirsýn sem auðveldar
ákvarðanatöku
Vöxtur og þróun ferðaþjónustunnar
hefur verið með ólíkindum eins og
allir vita. Fyrirtækin hafa verið á
hlaupum að bregðast við, fjárfesta,
þróa, ráða starfsfólk, breyta og bæta.
Erfitt hefur verið að ná yfirsýn yfir
þær fjölmörgu breytur sem gefa til
kynna hvert stefnir. Í mörgum til-
fellum hafa fyrirtækin því þurft að
stökkva út í djúpu laugina með allt
of mikið af óþekktum stærðum í far-
teskinu og vona það besta. Með því
að hafa sem mest af upplýsingum
aðgengilegt á einum stað verður
hægt að gera markvissari áætlanir
en áður og stuðla að skynsamlegri
nýtingu framleiðsluþátta ferða-
þjónustunnar og gera markaðs- og
aðgerðaáætlanir lengra fram í tím-
ann.
Ferðaþjónusta
teygir anga sína víða
Ferðaþjónustan hefur töluverða sér-
stöðu sem atvinnugrein vegna þess
hvað hún snertir marga anga þjóð-
félagsins. Í ferðaþjónustu starfa um
28 þúsund manns. Auk þess byggir
gríðarlegur fjöldi einstaklinga og
fyrirtækja afkomu sína óbeint á
ferðaþjónustu. Breyturnar eru ótal
margar og viðsnúningur til hins
betra eða verra á einum stað getur
haft mikil áhrif á fjölda annarra.
Það er því mikilvægt fyrir fleiri en
þá sem reka ferðaþjónustufyrirtæki
að vera með á nótunum.
Upplýsingar úr öllum áttum
Meðal þess sem mælaborðið sýnir
til að byrja með er fjöldi ferða-
manna, framboð gistirýmis, nýting
hótel herbergja, nýting og tekjur
Airbnb gistingar, komur og dreifing
skemmtiferðaskipa, fjöldi starfs-
manna í atvinnugreininni, gjald-
eyristekjur og fjöldi bílaleigubíla.
Þessar tölur má skoða nánar eftir
árum, landsvæðum, sveitarfélögum,
atvinnugreinum, þjóðernum o.fl. Á
næstu misserum er áætlað að bæta
við miklu meira af upplýsingum.
Sem dæmi má nefna farþegaupp-
lýsingar, viðhorfskannanir meðal
ferðamanna og heimamanna og
landamærakannanir.
Allir hafa sama aðgang
Stór kostur Mælaborðsins er að allir
hafa sama aðgang að upplýsing-
unum. Lítil og stór fyrirtæki, bankar
og lánastofnanir, rannsakendur og
ráðgjafar, skólar og námsmenn, ríki
og sveitarfélög. Mælaborðið gefur
fyrirheit um að komin sé góð hreyf-
ing á það ákall frá ferðaþjónustunni
að samræma og bæta aðgengi að
upplýsingum. Gott aðgengi að upp-
lýsingum er öllum í hag og er það
von okkar sem störfum í greininni
að upplýsingaveitan gefi frekari
rannsóknum, könnunum og upp-
lýsingaöflun byr undir báða vængi.
Upplýsingaveita fyrir stærstu atvinnugreinina
Í Fréttablaðinu þann 16. nóvem-ber 2017 var slegið upp í fimm dálka fyrirsögn frétt um það að
Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur
við Subway, sem er skyndibitastað-
ur sem selur samlokur, hefði kært
undir ritaðan lögmann og skipta-
stjóra EK1923 ehf. (EK) til Héraðs-
saksóknara fyrir rangar sakargiftir
og einhvers konar þvinganir. Vegna
þessa telur undirritaður rétt að
koma á framfæri, á sama vettvangi,
óbrengluðum upplýsingum um hvað
kærur þrotabúsins á hendur kærðu
snúast um.
Niðurstaða rannsóknar skipta-
stjóra var sú að fyrrum fyrirsvars-
maður og samstarfsmenn hans
hefðu í viðskiptum EK við önnur
félög í eigu kærða annars vegar með
meintum refsiverðum hætti tileinkað
sér tæplega 50 mkr. úr sjóðum þess
og hins vegar að í tengslum við þessa
gerninga og fleiri ætti þrotabúið hátt
í 400 mkr. kröfu á hendur tveimur
félögum í eigu kærða.
Framsal endurkröfu á ríkið
Tvö félög í eigu kærða, EK og Sól-
stjarnan ehf., höfðu það verkefni að
flytja inn, geyma og selja vörur til
þriðja félagsins í samsteypu kærða,
Stjörnunnar ehf., sem rekur sam-
lokustaðina. Bæði félögin tóku þátt í
útboðum vegna innflutnings á land-
búnaðarafurðum og bæði félögin
eignuðust kröfur á hendur ríkissjóði
þegar gjaldtaka í tengslum við útboð-
ið var dæmd ólögmæt. Sólstjarnan
gerði endurkröfu á ríkissjóð og var
þeirri endurgreiðslu síðan ráðstafað
til Stjörnunnar. Í tilviki EK var hins
vegar endurkrafa á ríkið að fjárhæð
24 mkr. framseld Stjörnunni sam-
kvæmt sérstökum framsals samningi
og það félag krafði svo ríkið um
greiðsluna. Var þetta gert rétt rúm-
lega þremur mánuðum áður en krafa
um gjaldþrotaskipti var lögð fram.
Ekki var til pappírssnepill í fórum
EK um þetta framsal né var nokkuð í
bókhaldi EK sem gaf til kynna að EK
skuldaði Stjörnunni þessa fjármuni.
Hafði þáverandi framkvæmdastjóri
EK ekki hugmynd um þetta framsal.
Við skýrslutökur hjá skiptastjóra létu
menn þessa framsals í engu getið.
Byggir skiptastjóri á því að ásetn-
ingur hefði staðið til þess að leyna
þrotabúið þessum gerningi.
Bankabók tæmd
Á sama tíma og kærði keypti EK,
keypti fasteignafélag hans, Sjö-
stjarnan ehf., fasteign EK að Skútu-
vogi 3 í Reykjavík fyrir 475 mkr. Um
330 mkr. voru sannarlega greiddar af
kaupverðinu. Var EK gert að leigutaka
í eigninni. Haustið 2015 gerðu Reitir
tilboð í eignina upp á 670 mkr. Til
þess að kaupin gengju eftir varð EK
að leggja fram 21 mkr. leiguábyrgð.
Þar sem EK var ekki í stakk búið til
þess að reiða fram það fé, lánaði Sjö-
stjarnan EK 21 mkr. sem lögð var
inn á bankabók í eigu EK sem síðan
var handveðsett viðskiptabanka EK
þannig að gefa mætti út leiguábyrgð.
Tæplega tveimur mánuðum áður en
krafist var gjaldþrotaskipta var gert
samkomulag milli EK og Reita um
að rifta leigusamningi og þar sem
nýr leigutaki var kominn að húsinu,
ákváðu Reitir að ganga ekki að trygg-
ingunni. Strax í kjölfarið ákváðu fyrir-
svarsmenn EK og Sjöstjörnunnar að
EK skyldi greiða að fullu þessa kröfu
Sjöstjörnunnar. Var innistæðan milli-
færð á Sjöstjörnuna og bókin eyði-
lögð. Var það gert þrátt fyrir að fyrir
lægi á þessum tímapunkti, samkvæmt
þeim rekstrarráðgjafa sem vann að
endurskipulagningu og eignasölu,
að menn væru að vinna með 15-20%
nauðasamninga við kröfuhafa. Ekk-
ert var fært um þessa greiðslu í bók-
haldi EK og ekki var á hana minnst við
skýrslutökur hjá skiptastjóra.
Í kjölfar þess að tilkynnt var um rift-
un þessarar ráðstöfunar fékk skipta-
stjóri sendan lánasamning frá kærðu
þar sem innistæðan á umræddri bók
hafði verið veðsett á 2. veðrétti til Sjö-
stjörnunnar. Telur skiptastjóri að sá
samningur hafi verið gerður eftir á.
Steinn í götu
Héraðssaksóknari hefur ákveðið
að vísa ekki frá kærum skiptastjóra
heldur taka málin til rannsóknar.
Niðurstaðan kemur í ljós síðar. En
hvernig þetta getur flokkast undir
rangar sakargiftir er hulin ráðgáta.
Skiptastjóri vildi síðan gefa hinum
kærðu kost á því að vinda ofan af
þessu ætlaða undanskoti með því að
endurgreiða þrotabúinu og komast
með því hjá kæru, enda eru mál sem
þessi hvort eð er iðulega felld niður
hjá lögreglu ef samningar nást. Það
er heldur betur verið að snúa hlut-
unum á haus þegar slík sáttaboð eru
kölluð þvinganir.
Samlokan opnuð
Í burðarliðnum er ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðis-flokks og Framsóknar. Formenn
þessara flokka hafa talað um ríkis-
stjórn á „breiðum grunni“. Viðræður
hafa gengið svo vel að það má heita
vandræðalegt fyrir VG og Sjálf-
stæðisflokk sem skilgreint hafa sig
sem höfuðandstæðinga um áratuga
skeið. Rætt er um „sögulegar sættir“
og að hér gæti verið í burðarliðnum
langt og farsælt stjórnarsamstarf. En
markar sögulegt samstarf flokkanna
lengst til vinstri og hægri í hinu
pólitíska litrófi endalok stjórnmála-
átaka, líkt og talað var um endalok
hugmyndafræðinnar við lok kalda
stríðsins? Eða eru stjórnmálaátökin
einfaldlega að færast yfir á aðrar
víddir en áður?
Það hversu vel viðræður ganga
má rekja til þriggja þátta. Í fyrsta
lagi snýst stjórnarmyndunin fyrst
og fremst um forgangsröðun ríkis-
útgjalda. Í öðru lagi hafa öll helstu
ágreiningsefni verið lögð til hliðar.
Í þriðja lagi er rétt að hafa í huga að
þó svo langt sé á milli VG og Sjálf-
stæðisflokks á hinum klassíska
hægri/vinstri ás stjórnmálanna, þá
er mun styttra á milli flokkanna
þegar horft er til forsjárhyggju eða
frjálslyndis annars vegar og alþjóða-
hyggju eða einangrunarhyggju hins
vegar.
Það kemur ekki á óvart að
flokkarnir geti náð saman um for-
gangsröðun ríkisútgjalda. Allir
flokkar sem buðu fram til síðustu
þingkosninga lögðu megináherslu
á heilbrigðis-, mennta- og innviða-
mál. Ágreiningurinn snýst fyrst og
fremst um hvernig eigi að fjármagna
útgjöldin.
Ríkisstjórn þjóðernisíhaldsins
Þó helstu ágreiningsefni séu lögð til
hliðar við upphaf stjórnarsamstarfs
er líklegt að þau brjótist fram síðar.
Viðhorf flokkanna til umhverfis-
mála og atvinnuuppbyggingar
hafa t.d. verið mjög ólík. Afstaða til
innflytjendamála sömuleiðis. Ný
rammaáætlun verður eitt af fyrstu
viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar
og þar hafa VG og Sjálfstæðisflokk-
ur lengi eldað grátt silfur saman.
Að sama skapi einangraðist Sjálf-
stæðisflokkurinn í afstöðu sinni til
breytinga á útlendingalögum við
lok síðasta þings. Það þurfa margir
þingmenn að kyngja sannfæringu
sinni ef ekki má ræða ágreinings-
efnin.
Það sem sameinar þessa flokka
er sterkt þjóðernisíhald. Íhalds-
söm viðhorf til alþjóðasamstarfs
og rík forsjárhyggja. Þetta má sjá
ágætlega á svörum frambjóðenda
í kosningaprófi RÚV fyrir nýaf-
staðnar kosningar. Þrátt fyrir endur-
tekinn ástaróð sjálfstæðismanna til
frelsisins hefur flokkurinn litlu sem
engu áorkað í þeim efnum á undan-
förnum tveimur áratugum. Raunar
má segja að helstu afrekin í þeim
efnum hafi verið unnin í samstarfi
við Alþýðuflokkinn með gerð EES-
samningsins og þeirra margvíslegu
umbóta, m.a. í samkeppnisrétti og
neytendavernd, sem þeim samningi
fylgdu. Hefði barátta flokksins fyrir
einfaldara regluverki atvinnulífs-
ins verið jafn ástríðufull og barátta
hans fyrir óbreyttu landbúnaðar- og
sjávarútvegskerfi þá byggi íslenskt
atvinnulíf við talsvert önnur og ein-
faldari skilyrði en raun ber vitni.
Skjaldborg um óbreytt ástand
Flokkarnir þrír eiga auðvelt með
að sameinast um það sem þeir ekki
vilja gera. Þeir vilja engar breytingar
gera í sjávarútvegi eða landbúnaði.
Þá vill enginn þessara flokka kanna
hér möguleikann á upptöku annars
gjaldmiðils. Þrátt fyrir að íslenska
krónan kosti fyrirtæki og almenning
í það minnsta 200 milljarða króna í
hærri vaxtagreiðslum en ella á ári
hverju. Þrátt fyrir að óstöðugleiki
myntarinnar sé ein helsta ástæða
þess að hér þrífst illa útflutningur á
grundvelli hugvits og tækni. Hér eru
sérhagsmunir settir ofar almanna-
hagsmunum.
Í hinu síðastnefnda felst mesta
hættan. Þrátt fyrir að umhverfi
frumkvöðla hér á landi sé mjög
sterkt og nýsköpun sé þróttmikil
er afraksturinn rýr þegar kemur að
vægi tækni og þekkingar í útflutn-
ingi landsmanna. Allt of fá fyrir-
tæki á þessu sviði hafa náð að verða
stór og öflug. Helst eru nefnd Össur,
Marel og CCP. Hin tvö fyrrnefndu
komust á legg á tímum gengis-
stöðugleika áranna 1993-2000. Þau
brugðust síðan við gengisóstöðug-
leika undanfarinna ára með því að
vaxa utan Íslands.
Tækifæri þau sem blasa við okkur
tengd fjórðu iðnbyltingunni byggj-
ast fyrst og fremst á uppbyggingu
þekkingariðnaðar og möguleikum
hans til útflutnings í samkeppni við
fyrirtæki sem búa við mun stöðugra
gengisumhverfi og lægra vaxtastig.
Endurskoðun peningastefnunnar
með gengisstöðugleika að markmiði
er í því samhengi eitt mikilvægasta
verkefni íslenskra stjórnvalda ef við
ætlum að vera þátttakendur í fjórðu
iðnbyltingunni.
Flokkarnir þrír geta auðveld-
lega slegið skjaldborg um óbreytt
ástand. Að framtíðinni verði slegið
á frest enn um sinn. Ný ríkisstjórn
er skýrt merki um að átakalínur
íslenskra stjórnmála eru að breyt-
ast. Að átökin muni ekki snúast um
hefðbundna hægri og vinstri stefnu
heldur fremur um stöðu Íslands í
alþjóðlegu samstarfi og viljann til
að ráðast í nauðsynlegar umbætur
á íslensku samfélagi til að tryggja að
við verðum þátttakendur en ekki
áhorfendur í þeim miklu breyting-
um og tækifærum sem fylgja munu
fjórðu iðnbyltingunni.
Verður framtíðinni slegið á frest?
Þorsteinn
Víglundsson
félags- og
jafnréttismála-
ráðherra Flokkarnir þrír eiga auðvelt
með að sameinast um það
sem þeir ekki vilja gera. Þeir
vilja engar breytingar gera í
sjávarútvegi eða landbúnaði.
Þá vill enginn þessara flokka
kanna hér möguleikann á
upptöku annars gjaldmiðils.
Barnheiður
Hallsdóttir
framkvæmda-
stjóri Kötlu DMI
ehf. og Viator Stór kostur Mælaborðsins er
að allir hafa sama aðgang að
upplýsingunum. Lítil og stór
fyrirtæki, bankar og lána-
stofnanir, rannsakendur og
ráðgjafar, skólar og náms-
menn, ríki og sveitarfélög.
Sveinn Andri
Sveinsson
hæstaréttar-
lögmaður og
skipaður skipta-
stjóri í þrotabúi
EK1923 ehf.
visir.is Lengri útgáfu greinarinnar
má sjá á Vísi.
Vegna þessa telur undirritað-
ur rétt að koma á framfæri,
á sama vettvangi, óbrengl-
uðum upplýsingum um hvað
kærur þrotabúsins á hendur
kærðu snúast.
1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r18 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-0
4
F
0
1
E
3
E
-0
3
B
4
1
E
3
E
-0
2
7
8
1
E
3
E
-0
1
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K