Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2017, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 17.11.2017, Qupperneq 66
Á myndina vantar systur Útrýmum ótímabærum hjarta- og æðaáföllum 907 1502 2.000 KR 907 1505 5.000 KR 907 1508 8.000 KR Söfnunarþá ur í opinni dagskrá á Stöð 2, 17. nóvember kl. 19.25 Það kemur reglulega fyrir að ég er beðin um að blessa heimili svo-kallaðri húsblessun og þá oftast í tengslum við flutninga í nýtt húsnæði, skírn barns eða önnur tímamót. Að beðið sé um blessun eða einhvers konar athöfn vegna þeirrar vissu eða tilfinningar að eitthvað illt sé á staðnum er töluvert óalgengari bón en kemur þó upp einstaka sinnum,“ útskýrir presturinn Jóhanna Gísla- dóttir sem hefur heimsótt nokkur heimili í gegnum tíðina og farið með húsblessun þar sem húsráðandi taldi draugagang vera á heimilinu. Aðspurð hvernig slík athöfn fari fram segir hún það fara eftir eðli vandans en best þykir henni að setjast niður með þeim sem leitar til hennar og hlusta á viðkomandi segja frá. „Stundum nægir fyrirbæn og blessun en oftar þá geng ég í hvert herbergi þar sem við biðjum fyrir nálægð Guðs, blessum rýmið og fólkið sem þar býr. Kveikjum svo á kertum og þökkum Guði fyrir að vera til staðar fyrir okkur, fyrir að veita okkur frið og umvefja okkur elsku,“ útskýrir Jóhanna. „Fólk er oftar en ekki með sterkar skoðanir á því til hvers það ætlast af prestinum við þessar aðstæður og ég reyni að koma til móts við það innan skynsemismarka. Ég legg þó alltaf áherslu á það við fólk í upphafi að ég geti verið því innan handar í því er snýr að einhvers konar helgi- og bænastund en ég er ekki andasæringamanneskja.“ „Ég hef í það minnsta aldrei þurft að koma oftar en einu sinni í hvert hús sem segir mér líklega að annað- hvort var ég algerlega gagnslaus og fólkið leitaði annað, eða vel tókst til og ég gat fært ábúendum einhvern frið í hjarta,“ segir Jóhanna þegar hún er spurð út í hvort alltaf hafi tekist vel til þegar fólk hefur beðið hana um að blessa heimili sitt vegna reimleika. „Viðbrögðin hafa alltaf verið góð og fólk þakklátt fyrir að hlustað sé á það. Oft er þetta eitthvað sem er búið að hvíla á því í einhvern tíma og það er alltaf frelsandi að viðra sínar áhyggjur í samtali við aðra. Ég lít svo á að mitt hlutverk sem prestur í aðstæðum, þar sem fólki Myndi seint titla sig sem draugabana í símaskránni Það kemur reglulega fyrir að séra Jóhanna Gísladóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, sé beðin um að blessa heimili af ýmsum ástæðum, meðal annars reimleika. Jóhanna hefur sjálf aldrei orðið vör við draugagang en segist með glöðu geði hlusta og hjálpa því fólki sem leitar til hennar vegna gruns um að andar haldi til á heimili þess. Presturinn Jóhanna Gísladóttir hefur nokkrum sinnum aðstoðað fólk sem var í vandræðum með draugagang heima hjá sér. Hún segir alltaf gott að geta hjálpað fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK líður illa og upplifir að eitthvað utanaðkomandi sé að valda því skaða, sé að reyna að tengja það við almættið, við þennan góða kraft frá Guði sem umlykur okkur öll en við eigum stundum erfitt með að tengja við þegar okkur líður illa. Ég myndi því seint titla mig drauga- bana í símaskránni en vil trúa því að aðkoma mín að þessum málum sé í versta falli skaðlaus og í besta falli veiti hugarró.” Hefur ekki sjálf orðið vör við draugagang Spurð út í hvort hún sjálf trúi á drauga segir Jóhanna: „Ég held að það sé margt við handanheiminn og líf eftir dauðann sem við vitum ekki og eigum ef til vill ekki að vita. Mér finnst það ekki vera mitt að segja af eða á um upplifun fólks þótt ég sjálf trúi ekki á drauga. Ég trúi því hins vegar að manneskjur séu mis- næmar fyrir umhverfinu og áreitinu allt í kring og fari stundum óhefð- bundnar leiðir í leit að hugarró.” Jóhanna varði miklum tíma hjá ömmu sinni í æsku og amma hennar sagði henni ýmsar skemmtilegar og forvitnilegar sögur. „Hún talaði við blómálfana sína á hverjum degi og trúði að hinir látnu dveldust meðal okkar. Hún sagði mér ófáar sögur fyrir svefninn af fjósadraugnum sem olli miklum usla í hennar heima- sveit fyrir norðan og ég er sannfærð um að amma upplifði þetta. En ég hef enga þörf sjálf fyrir að gera upp við mig hvort þessar sögur eigi allar við rök að styðjast. Það er svo margt sem má bara liggja á milli hluta.” Jóhanna hefur sjálf aldrei orðið vör við draugagang, ekki á þeim heimilum sem hún hefur verið beðin um að blessa né annars stað- ar. „En ég viðurkenni að ef ég er ein að vinna í kirkjunni seint um kvöld þá stendur mér ekki alltaf á sama. Líklega þó vegna þess að ég er svo svakalega myrkfælin frekar en að einhver nærvera að handan sé til staðar.“ Innt eftir því hvort það sé hennar upplifun að fólk sé feimið við að ræða allt sem snýr að draugum og ójarðneskum fyrirbrigðum segir Jóhanna: „Það virðist vera sterk tilfinning hjá öllum kynslóðum að vilja í það minnsta ekki útiloka möguleikann á því að hinir látnu geti haft afskipti af hinum lifandi. Það er ekki mikið rými í samfélag- inu okkar í dag fyrir umræðu um það sem við getum ekki séð eða snert en það er ekki þar með sagt að það sé ekki til staðar.“ Skemmtileg samtöl við fermingarbörn „Í mínu starfi er það frekar eldri kynslóðin sem ræðir við mig um upplifun sína af draugagangi, oft eitthvað úr æsku eða frá yngri árum. En það er ekki þar með sagt að unga fólkið ræði þetta ekki en það notar oft annan orðaforða. Veigrar sér kannski frekar við að skilgreina það nánar hvað það skynjar. Svo er það auðvitað svo, að í umræðu um Guð eða æðri mátt sem er algóður, þá kemur oft spurningin um hið illa og hvernig eða hvort það geti haft áhrif á okkur.“ Jóhanna hefur starfað mikið í æskulýðsstarfi kirkjunnar í gegnum tíðina og í því starfi hafa sprottið upp ýmis skemmtileg samtöl. „Skemmtilegustu samtöl sem ég hef átt um slík málefni eru við ferm- ingarbörnin ár eftir ár, þau eru svo hugsandi um allt milli himins og jarðar og þora að spyrja um það sem fullorðið fólk ræðir síður.“ gudnyhronn@365.is Mér finnst það ekki vera Mitt að seGJa af eða á uM upplifun fólks þótt éG sJálf trúi ekki á drauGa. 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r42 l í F i ð ∙ F r É T T A b l A ð i ð Lífið 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -2 C 7 0 1 E 3 E -2 B 3 4 1 E 3 E -2 9 F 8 1 E 3 E -2 8 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.