Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 44
Samkvæmt þessu er meira en tvö stór vínglös eða þrír stórir bjórar í einu ofdrykkja og ef þú drekkur meira en átta bjóra eða sjö vínglös á viku eykur þú líkur á neikvæðum heilsufars- áhrifum talsvert. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Margir njóta þess að fá sér í glas eftir vinnu eða um helgar þó að við vitum öll að áfengi getur verið mjög skað- legt í of miklu magni. Færri eru hins vegar með á hreinu hvað er of mikið. Ef litið er á ráðleggingar lækna kemur í ljós að fleiri gætu verið að drekka frá sér heilsuna en gera sér grein fyrir því. Hvað er of mikið? Samkvæmt skilgreiningu bresku heilbrigðisþjónustunnar telst það ofdrykkja ef einhver drekkur meira en sex áfengiseiningar á einum degi og landlæknir miðar við 21 einingu á viku fyrir karla en 14 fyrir konur. Þá er gert ráð fyrir jafnri drykkju yfir vikuna, ekki allt á einum degi. Landlæknir segir að ef vikuleg áfengisneysla fer yfir þessi mörk séu líkur á neikvæðum áhrifum talsvert meiri. Einn stór bjór (0,5 l) sem er 5% áfengur jafngildir 2,5 áfengisein- ingum og stórt vínglas (0,25 l) sem er 14% áfengt jafngildir þremur. Samkvæmt þessu er meira en tvö stór vínglös eða þrír stórir bjórar í einu ofdrykkja og ef þú drekkur meira en átta bjóra eða sjö vínglös á viku eykur þú líkur á neikvæðum áhrifum talsvert. Þessar tölur eru vissulega umhugsunarefni, því margir drekka þetta magn ef þeir drekka á annað borð án þess að skilgreina sig sem ofdrykkjufólk. Dr. Nick Sheron, sérfræðingur í lifrarsjúkdómum við Southamp- ton háskóla, segir að þeir sem geta ekki hugsað sér föstudagskvöld án þess að að finna svolítið á sér séu þegar örlítið háðir áfengi. Dr. John Larsen hjá bresku góðgerðarsam- tökunum DrinkAware, sem reyna að minnka skaðleg áhrif áfengis, segir að ef fólk tekur eftir því að áfengisþol þess hafi aukist gæti það verið vegna þess að líkaminn hafi vanist mikilli áfengisneyslu og að það gæti verið merki um að það sé að ánetjast áfengi. Hver er skaðinn? Áfengi skaðar heilsuna bæði til lengri og skemmri tíma, eins og flestir þekkja. Til skemmri tíma veldur áfengi aukinni slysahættu og áhættusækni vegna áhrifanna á jafnvægi, samhæfingu og rök- hugsun og í allra versta falli getur of stór skammtur stöðvað öndun eða hjartslátt. Neyslan hefur líka skaðleg áhrif á minni og skap og veldur timburmönnum. Til lengri tíma getur áfengi valdið skaða á líffærum, sérstak- lega heila og lifur, og valdið eða ýtt undir þunglyndi, kvíða og sumar tegundir krabbameins. Heilsufarsvandamál tengd áfengi byrja ekki að segja til sín umsvifa- laust, þannig að hægt er að valda sér skaða án þess að gera sér grein fyrir því. Hvað er til ráða? Læknar segja að það sé betra að dreifa áfengisneyslunni yfir nokkra daga frekar en að spara sig og drekka „leyfilegt“ magn fyrir vikuna á einum degi og það er til einföld leið til að snúa neikvæðri þróun við. Besta leiðin er að minnka áfengisneyslu verulega eða einfaldlega hætta henni. Greinin er byggð á „Are You A Binge Drinker in Denial? This Is What You Are Doing to Your Body“ af vef Huffington Post og „Klínískum leiðbeiningum um greiningu og meðhöndlun áfengisvanda í heilsugæslu“ frá Landlæknisembætti. Auðvelt að skaða sig með áfengi Það þarf ekki að drekka mjög mikið áfengi til að valda sér skaða. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Hugsanlega eru einhverjir sem gætu flokkast sem ofdrykkjumenn þótt þeim finnist þeir ekki drekka mikið. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Við vitum öll að áfengi getur verið mjög skaðlegt í miklu magni. En það er óljósara hvað telst mikið magn og það gæti verið að fleiri drekki nóg til að valda sér skaða en gera sér grein fyrir því. SMÁRALIND YFIRHAFNIR 20% afsláttur af völdum yfirhöfnum! 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -4 F 0 0 1 E 3 E -4 D C 4 1 E 3 E -4 C 8 8 1 E 3 E -4 B 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.