Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 35
KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 7 . n óv e m b e r 2 0 1 7 KoNUR í FeRÐAþjóNUSTU Soffía Helgadóttir stýrir við- skiptadeild VITA og hefur langa reynslu á sínu sviði.Soffía segir að við-skiptaferðir hafi tekið miklum breytingum á undan- förnum árum, sérstak- lega þar sem stórfyrir- tæki hér á landi séu með starfsstöðvar um allan heim. „Á þeim tíma sem bókunarvélar komu á markað og símafundir urðu vinsælir töldum við að tími okkar væri búinn,“ segir Soffía. „Við héldum að leggja þyrfti niður vinnu þessarar sterku kvennastéttar. Það varð nú alls ekki og í dag er rifist um reynslumikla starfsmenn sem kunna á „Amadeus“ bókunar- kerfi í alþjóðaumhverfi flugfélaganna,“ heldur hún áfram en Soffía fór fljótlega inn á viðskipta- sviðið þegar hún hóf störf í ferðaþjónustu. Fylgja nýjustu tækni „Viðskiptaferðamarkaðurinn hefur kallað á breytingar og við hjá VITA höfum svarað þeim kröfum. Við gerðum okkur grein fyrir því að ef við ætluðum að stíga inn í fram- tíðina yrðum við taka upp þær nýjungar sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Við höfum í samstarfi við stóran ferðaskipuleggjanda, Carlson Wagonlit, innleitt tæki og tól sem auðvelda viðskiptaferðir til muna. Markmiðið er alltaf að veita viðskiptavininum bestu þjónustu sem völ er á varðandi öryggi, ferða- tíma og góðan aðbúnað á áfanga- stað,“ útskýrir Soffía. „Hagkvæmni skiptir auð- vitað máli fyrir öll fyrirtæki og þar komum við sterk inn. Við höfum aðgang að öllum flugfélögum í heimi og samninga við þau. Fyrir- tæki kalla á gott utanumhald og vilja hafa allan ferðakostnað inni í einum og sama „portal“ þar sem hægt er að greina niður gistinætur erlendis, flugtíma og áfangastaði. Þessu fylgir öflugt smartsímaapp með öllum upplýsingum um ferða- lagið, einnig ef upp koma breyt- ingar. Við hjá VITA fylgjum nýjustu tækni og höfum innleitt umhverfis- staðal hjá okkur, ISO 14001, og veljum ábyrga samstarfsaðila í samræmi við það,“ segir Soffía og bætir við að konurnar hjá VITA séu stoltar af vinnu sinni. Öflugar konur „Íslenski ferðageirinn einkennist af öflugum konum með mikla sér- þekkingu. Okkar sterka sérhæfða kunnátta og langa starfsreynsla gerir okkur að sérfræðingum. Eftir öll þessi ár í faginu er ég enn að læra. Heimurinn hefur opnast með tilheyrandi byltingu á ferðalögum. Heilsuferðir hafa stóraukist og ég get nefnt sem dæmi jóga-, göngu-, skíða-, golf- og hjólaferðir. Við erum vitaskuld enn þyrst í afslöpp- un á strönd og í menningarferðir til spennandi borga. Okkar svið er allur heimurinn,“ segir Soffía en þess má geta að ferðaskrifstofan VITA var stofnuð í júní 2008 og er dótturfélag Icelandair Group. Markmið VITA er að bjóða upp á fjölbreytt úrval ferða frá Íslandi, góða þjónustu, úrval hótela og flug- kost á samkeppnishæfu verði. Allur heimurinn er okkar svið Soffía Helgadóttir stýrir viðskiptadeild vITA sem þjónustar mörg af stærstu fyrirtækjum Íslands ásamt því að sinna þeim sem þyrstir í óhefðbundin ferðalög. Soffía hefur 25 ára reynslu. Hefðbundin ráð- stefnu- og fundar- höld munu halda áfram að verða þýðingarmikil. Helga Lára Guðmundsdóttir er deildarstjóri ráðstefnu- deildar hjá Iceland Travel. Iceland Travel Ráðstefnur, PCO Professional Congress Organizer, er deild innan Iceland Travel sem er leiðandi í að markaðssetja Ísland á erlendum markaði ásamt því að vera í forystusveit á íslenska ráðstefnumarkaðin- um. „Við erum sterkt teymi átta starfsmanna með góða menntun og mikla reynslu eftir margra ára starf innan ferðaþjónustunnar,“ segir Helga Lára en hún hefur til fjölda ára sérhæft sig í skipulagningu á ráðstefnum, fundum og ýmsum stærri viðburðum fyrir erlenda og innlenda aðila. „Ég hef verið í forsvari fyrir ráð- stefnudeild fyrirtækisins í um 25 ár. Ég er með BA-próf í frönsku og heimspeki frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í uppeldis- og kennslu- fræðum frá Uppsalaháskóla. Það að hafa lært tungumál og búið í Svíþjóð til fjölda ára var mjög gott veganesti í upphafi þegar við settum ráðstefnuþjónustuna á koppinn. Flestir okkar erlendu viðskiptavinir komu þá frá Norðurlöndunum og því mjög mikilvægt að geta tjáð sig á þeirra tungumáli. Iceland Travel studdi mig síðan til enn frekara náms og lauk ég þriggja ára fjarnámi frá Corn ell-háskóla í fundarfræðum, CMM eða Certificate in meeting management, ásamt prófi frá Leið- söguskólanum í Kópavogi. Stöndum vel að vígi „Við erum stolt af Íslandi sem ráð- stefnulandi. Kostir landsins eru miklir og erlendum ráðstefnum fjölgar stöðugt. Hefðbundin ráðstefnu- og fundarhöld munu halda áfram að verða þýðingar- mikil. Sumir velta því fyrir sér hvort ráðstefnuhald sé á undanhaldi og síma- og netfundir komnir í staðinn. Ég tel svo ekki vera, vægi þess að mynda persónulegt samband þegar fólk hittist hefur aukist frekar en hitt með tilkomu tækninnar,“ segir Helga Lára og bætir við að heimur- inn hafi minnkað í þeim skilningi að samskipti hafa aukist milli landa og því vaxi þörfin fyrir að hittast. „Fleiri fyrirtæki eru nú með starfsstöðvar um allan heim og þurfa því að finna staði til að hittast, þar stöndum við vel að vígi,“ segir hún. Gæði og góð þjónusta Helga Lára segir að mikil áhersla sé lögð á gæði þjónustunnar, að hún sé persónuleg og að ekkert fari úrskeiðis þegar tekið er á móti gestum. „Þannig ná viðskipta- vinirnir að njóta þess besta sem völ er á hverju sinni bæði í þjónustu og afþreyingu. Að gæta fagmennsku og skara fram úr hvað hana snertir verður æ mikilvægara. Tæknin hefur breytt mestu við skipulagningu ráðstefna síðustu ár. Haldið er utan um allar skráningar í sérstöku skráningarkerfi, það heldur utan um skráningu, staðfestingu til viðskipta- vinanna og reikningagerð. Í gegnum kerfið er hægt að koma SMS-skila- boðum til viðskiptavinanna, þeir geta nýtt Snapchat og lesið dagskrár á sérhönnuðu appi auk þess að bóka fundi með öðrum gestum ráð- stefnunnar svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Helga Lára. Lengra tímabil Mikið er að gerast á ráðstefnu- markaðnum á Íslandi. Tíma- bilið er alltaf að lengjast og nú eru ráðstefnur, bæði innlendar og erlendar, alla mánuði ársins. „Til gamans má geta þess að Reykjavík hefur verið útnefnd besti ráðstefnu- og fundarstaður í Evrópu. Með tilkomu Hörpu og stærri hótelanna sem bjóða upp á ráðstefnuaðstöðu erum við betur í stakk búin að taka á móti stærri hópum en á árum áður. Ísland er með þegar kemur að vali á ráðstefnustað. Aðstaðan og öll tækni er líka til fyrirmyndar og stenst fullkomlega samanburð við það besta erlendis. Við höfum einnig lagt okkur fram um að beina ráðstefnum og fundum út á land þegar það hentar. Víða hafa risið góð hótel sem bjóða upp á ráð- stefnuþjónustu. Þau geta tekið á móti stórum hópum og boðið upp á fjölbreytta afþreyingu.“ Ísland vinsælt fyrir ráðstefnur Helga Lára Guðmundsdóttir er deildarstjóri ráðstefnudeildar hjá Iceland Travel. Deildin er sérhæfð í skipulagningu á öllu sem viðkemur ráðstefnum, fundum og viðburðum af öllum stærðum. Það eru forréttindi fyrir mig að vinna innan Iceland Travel með öflugum hópi kvenna sem hafa stuðlað að framgangi og vexti fyrir- tækisins og ferðaþjón- ustu á Íslandi í heild sinni. jakobína Guðmundsdóttir er forstöðumaður stærstu markaða Iceland Travel.Iceland Travel er eitt elsta ferðaþjónustu-fyrirtæki á Íslandi. Vörumerkið hefur verið þekkt frá árinu 1999. Frá upphafi hefur fyrir- tækið lagt áherslu á að þjónusta erlenda ferða- menn hér á landi. Iceland Travel er eitt af dótturfélögum Icelandair Group og er sölu- og markaðsfyrirtæki sem starfar aðal- lega á fyrirtækjamarkaði. „Viðskiptavinir okkar eru um allan heim. Evrópa hefur lengi verið stærsti markaðurinn en undanfarið hefur mesti vöxturinn verið í Norður-Ameríku. Fjar- markaðir eru líka ört stækk- andi, þá einkum Indland, Kína og Suðaustur-Asía. Það er mikil breidd í þjónustu okkar, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Allt frá dags- ferðum, hringferðum með bíla- leigubíl eða rútu ásamt leiðsögn og upp í sérsniðna vöru fyrir þá sem það kjósa. Við skipuleggjum ferðalög fyrir erlenda ferðaheildsala með aðal- áherslu á afþreyingar- ferðaþjónustu. Einnig sinnum við MICE sem stendur fyrir ráðstefnu-, funda-, viðburða- og hvata- ferðaþjónustu ásamt því að þjónusta skemmtiferðaskip. Ein nýjasta deild fyrirtækisins er Nine Worlds en það er vörumerki sem þjónustar lúxus-viðskiptavini. Einkenni okkar og áhersla er hátt gæða- og þjónustustig en upp- lifunin er kjarninn í þjónustunni,“ segir Jakobína. Víðtæk þekking Iceland Travel er þekkingarfyrir- tæki sem byggir á öflugum konum og körlum sem hafa ástríðu fyrir starfi sínu og víðtæka þekkingu á ólíkum menningarheimum. „Við leitumst við að sinna mismunandi þörfum viðskiptavinanna. Lang- flestir starfsmenn Iceland Travel eru með háskólamenntun, mikla starfsreynslu og gríðarlega góða þekkingu á Íslandi sem er sölu- varan okkar. Við leggjum áherslu á virka starfsþróun og sí- og endur- menntun, rekum meðal annars okkar eigin Iceland Travel skóla því fyrir okkur er það fjárfesting sem skapar verðmæti og viðheldur hæfni innan fyrirtækisins,“ segir Jakobína enn fremur og bætir við. „Sem kona í viðskiptalífinu eru það forréttindi fyrir mig að vinna innan Iceland Travel með öflugum hópi kvenna sem hafa stuðlað að framgangi og vexti fyrirtækisins og ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni.“ Löng starfsreynsla Jakobína hóf störf í ferðaþjónustu árið 1993. Fyrst hjá innanlands- deild Samvinnuferða-Landsýnar. Þaðan fór hún til München í Þýska- landi og vann hjá Island Tours við sölu á ferðum til Íslands. Frá árinu 1997 starfaði hún hjá Ferðaskrif- stofu Íslands sem sameinaðist Úrvali Útsýn 1999 og fékk við það nafnið Iceland Travel. Jakobína hefur gegnt starfi forstöðumanns í sölu- og markaðsdeild frá árinu 2006. Hún hefur náð fádæma árangri á sínum mörkuðum með virkri og stöðugri viðskiptaþróun, uppbyggingu nýrra dreifileiða og öflugri vöruþróun. Væntingar til núverandi markaðsstarfs Jakobínu á nýmörkuðunum á Indlandi, í Kína og Suðaustur-Asíu eru miklar og segja má að fyrirætlanir hennar séu með þeim metnaðarfyllri innan fyrirtækisins. Umhverfisvernd Jakobína segir að ör vöxtur ferða- þjónustu undanfarin misseri hafi ekki komið af sjálfu sér. „Við sinnum gríðarlega öflugu sölu- og markaðsstarfi á öllum okkar mörkuðum. Starfsemin er alltaf skipulögð með verndun umhverfis og lands í huga. Við höfum til að mynda byggt upp skóglendi við Haukadal þar sem gestir okkar geta plantað trjám og spornað við þeim umhverfissporum sem þeir skilja eftir sig á landinu. Okkur finnst þó vanta að stjórnvöld leggi meiri áherslu á ferðaþjónustuna. Komi með heildarstefnu með markvissari uppbyggingu á inn- viðum og aðstöðu víða um land. Stefna til framtíðar verður að vera fagleg.“ Þekking og reynsla eflir ferðaþjónustu Jakobína Guðmundsdóttir er forstöðumaður stærstu markaða Iceland Travel ehf. og er ábyrg fyrir öllu sölu- og markaðsstarfi félagsins í Ameríku, Asíu, Ástralíu og bretlandi. Hún hefur setið í yfir- stjórn Iceland Travel í ellefu ár og hefur verið virkur þátttakandi í stefnumótun og þróun félagsins. 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -1 3 C 0 1 E 3 E -1 2 8 4 1 E 3 E -1 1 4 8 1 E 3 E -1 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.