Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2017næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 24
Körfubolti „Þetta mun gera lands- byggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hatt- ar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“- leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s- deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslensk- um leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor. Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltapláss- unum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn. Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leik- mannamál fyrir mig persónu- lega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarlið- unum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strák- ana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meist- arar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leik- menn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson. tomas@365.is Þurfum að horfa til framtíðar Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Domino’s-deildinni í körfubolta, segir að frjálst flæði Bosman- leikmanna muni hjálpa landsbyggðinni. Hann vonast þó til að íslensk lið fyllist ekki af erlendu vinnuafli. Domino’s-deild karla Höttur - Keflavík 66-92 Höttur: Kevin Michaud Lewis 16, Gísli Þórarinn Hallsson 15, Mirko Virijevic 11. Keflavík: Stanley Earl Robinson 15, Hilmar Pétursson 14, Daði Lár Jónsson 14, Ágúst Orrason 11, Þröstur Leó Jóhannsson 10. ÍR - Valur 76-90 ÍR: Ryan Taylor 29/14 fráköst/6 varin, Da- nero Thomas 14, Matthías Sigurðarson 12. Valur: Urald King 31/14 fráköst, Austin Magnus Bracey 19, Oddur Pétursson 13. KR - Haukar 66-81 KR: Jalen Jenkins 19, Björn Kristjánsson 15, Brynjar Björnsson 10, Darri Hilmarsson 9. Haukar: Kári Jónsson 21, Haukur Óskarsson 17, Paul Anthony Jones III 16, Finnur Atli Magnússon 12/11 fráköst. Stjarnan - Þór Ak. 92-84 Stjarnan: Collin Anthony Pryor 21/19 frá- köst, Róbert Sigurðsson 19, Hlynur Elías Bæringsson 15/17 fráköst. Þór Ak.: Ingvi Rafn Ingvarsson 18, Sindri Davíðsson 15, Pálmi Jónsson 14, Hreiðar Vilhjálmsson 13, Marques Oliver 12/18 frák. Tindastóll - Þór Þ. 92-58 Tindastóll: Christopher Caird 20, Sigtryggur Arnar Björnsson 20, Brandon Garrett 13/3 varin, Helgi Rafn Viggósson 13, Viðar Ágústsson 7. Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 29/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 10. Efst Tindastóll 11 Keflavík 10 ÍR 10 Grindavík 8 Haukar 8 KR 8 Neðst Njarðvík 8 Valur 6 Stjarnan 6 Þór Ak. 4 Þór Þorl. 2 Höttur 0 Nýjast Í dag 18.30 PGS RSM Classic Golfstöðin 19.00 CME Tour Champ Golfstöðin 19.25 Stuttg. - Dortmund Sport2 19.50 Njarðvík - Grindavík Sport 22.00 Domino’s-körfukvöld Sport 01.00 Spurs - Thunder Sport Domino’s-deild karla: 20.00 Njarðvík - Grindavík Njarðv. 4+1 Reglan var tekin í gildi árið 2012 en líklega verður bara áfram einn Bandaríkjamað- ur. leyfður í hverju liði. Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Viðar Örn Hafsteinsson FYRIRLESTUR Á ENSKU CHRISTOPHER VASEY Andlát og handanheimar Samkvæmt Gralsboðskapnum Skipuleggjandi: Stofnunin Stiftung Gralsbotschaft www.gralsbodskapur.org • info@gralsbodskapur.org • Sími: 842 2552 Þriðjudaginn 21. nóvember | kl. 20:00 HARPA Salur: Stemma Austurbakki 2 | Reykjavík Aðgangseyrir 500,-- kr. Á myndina vantar pabba Útrýmum ótímabærum hjarta- og æðaáföllum 907 1502 2.000 KR 907 1505 5.000 KR 907 1508 8.000 KR Söfnunarþá ur í opinni dagskrá á Stöð 2, 17. nóvember kl. 19.25 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f ö S t u D A G u r24 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð spoRt Valskonur með fimm stiga forskot í Olís-deildinni eftir sigur á ÍBV Komin í gegn Díana Dögg Magnúsdóttir er hér búin að spóla sig í gegnum vörn ÍBV í gær og skorar eitt marka sinna. Valskonur halda áfram að koma verulega á óvart í Olís-deildinni og eru mjög óvænt með stórt forskot á toppi deildarinnar. FRéTTAblAðið/STEFáN 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 E -2 7 8 0 1 E 3 E -2 6 4 4 1 E 3 E -2 5 0 8 1 E 3 E -2 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 271. tölublað (17.11.2017)
https://timarit.is/issue/395238

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

271. tölublað (17.11.2017)

Aðgerðir: