Fréttablaðið - 17.11.2017, Side 50

Fréttablaðið - 17.11.2017, Side 50
Fótbolti Viljum við lenda í „auð- veldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rúss- landi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Í riðli með Englandi og Brasilíu Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma. Ísland verður í þriðja styrkleika- flokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þess- ari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleika- flokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjölda- takmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópu- þjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Bras- ilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú. Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir styrkleikaflokkana og enn fremur hvað er í boði ef við lendum með annaðhvort Evrópuþjóð eða Amer- íkuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki. ooj@frettabladid.is Ein önnur Evrópuþjóð í okkar riðli Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is 2i2 Studio kr. 32.900 ✿ Styrkleikaflokkarnir (Sæti á næsta FIFA-lista) Fyrsti flokkur Rússland (65) Þýskaland (1) Brasilía (2) Portúgal (3) Argentína (4) Belgía (5) Pólland (7) Frakkland (9) Annar flokkur Spánn (6) Perú (11) Sviss (8) England (15) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (21) Króatía (17) Þriðji flokkur Danmörk (12) Ísland (22) Kosta Ríka (26) Svíþjóð (18) Túnis (27) Egyptaland (31) Senegal (23) Íran (32) Fjórði flokkur Serbía (37) Nígería (50) Ástralía (39) Japan (55) Marokkó (40) Panama (56) Suður Kórea (59) Sádi-Arabía (63) n Liðunum var raðað í styrk- leikaflokka eftir stöðu þeirra á FIFA-listanum sem var gefinn út í október en það kemur nýr listi út í næstu viku. Nú er endanlega ljóst hvaða 31 þjóð mun taka þátt í HM í Rússlandi með okkur Íslendingum næsta sumar. Áhugasam- ir geta dundað sér við að setja saman drauma- riðlana sína fram að drættinum sem verður 1. desember. n Átta riðlar verða á HM í Rússlandi og fjórar þjóðir í hverjum riðli. Efstu tvær þjóðirnar í hverjum riðli tryggja sér síðan sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Rússland, Þýskaland, Portúgal, Belgía, Pólland eða Frakkland Þá getur Ísland lent með þessum þjóðum 2. styrkleikaflokkur: Perú, Kólumbía, Mexíkó eða Úrúgvæ 4. styrkleikaflokkur: Nígería, Ástralía, Japan, Marokkó, Panama, Suður-Kórea eða Sádi-Arabía. Allar aðrar þjóðir úr hinum styrkleikaflokkum en þær sem koma frá Evrópu. ✿ Ef Ísland lendir í riðli... með Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki ekki með Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki Brasilía, Argentína Þá getur Ísland lent með þessum þjóðum 2. styrkleikaflokkur: Spánn, Sviss, England, Mexíkó eða Króatía 4. styrkleikaflokkur: (Serbía), Nígería, Ástralía, Japan, Marokkó (Panama), Suður-Kórea eða Sádi-Arabía. Ef Ísland fær Mexíkó í sinn riðil úr öðrum styrkleika- flokki þá getur íslenska liðið lent í riðli með Serbíu en ekki með Panama. 1 7 . n ó v E m b E r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r26 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -2 2 9 0 1 E 3 E -2 1 5 4 1 E 3 E -2 0 1 8 1 E 3 E -1 E D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.