Fréttablaðið - 17.11.2017, Page 4

Fréttablaðið - 17.11.2017, Page 4
Ferskur andardráttur með Flux Fresh Flux Fresh, munnskol og munnsogstöflur gefa þér ferskan andardrátt og vinna gegn andremmu Fæst í apótekum Nánari upplýsingar á www.fluxfluor.is Ferðaþjónusta Sveitarstjórn Dala- byggðar hefur borist tilboð í ferða- þjónustuþorpið Laugar í Sælings- dal. Tilboðsgjafinn hefur óskað eftir trúnaði en sveitarstjórinn segir kauptilboðið vel undir 530 milljóna króna verðmiða sveitarfélagsins. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir fresti til næsta þriðjudags til að svara. Um er að ræða tilboð í jörð- ina, jarðhitaréttindi, tjaldsvæði, 20 herbergja hótel og aðrar fasteignir, þar á meðal heimavist með 26 her- bergjum, íþróttamiðstöð og 25 metra langa sundlaug, á svæðinu eða alls um fimm þúsund fermetra. „Þetta er innlendur aðili sem er með ósköp heilbrigð áform um hótel rekstur. Í grunninn er þetta gamall grunnskóli og fyrir 17 árum var elsti hluti hans tekinn í gegn og breytt í hótel. Þetta er dásemdar- staður og ég heyri ekki betur en að áformin séu mjög jákvæð og hann hyggst fjölga hótelherbergjum,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Dalabyggð auglýsti Laugar í Sælingsdal til sölu í september í fyrra. Sveitarfélagið keypti fast- eignirnar af ríkinu árið 2013 og er ásett verð nú 530 milljónir króna. Á Laug um var áður rek inn grunn skóli með heima vist en á seinni árum hef ur þar verið rekið sum ar hót el á veg um Hót els Eddu, dótturfélags Icelandair-hótela,  og skóla búðir Ung menna fé lags Íslands fyr ir börn í 9. bekk grunn skóla að vetr in um. Þá er þar einnig að finna byggða- safn Dalamanna. haraldur@frettabladid.is Meta tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal Laugar í Sælingsdal fóru í sölu í september 2016. FréttabLaðið/Gar skipulagsmál Stórtæk áform eru nú uppi hjá félaginu Svarinu ehf. um uppsetningu þjónustustöðva fyrir ferðamenn við þjóðveginn víða um land. Skipulagsstofnun kynnir hug- myndir  Svarsins í bréfi til Rangár- þins eystra. Þar kemur fram að einn aðstandenda félagsins, Halldór Páls- son, hafi sent stofnuninni erindi og kynnt málið starfsmönnum hennar á fundi  fyrir rúmum tveimur mán- uðum. „Um er að ræða hugmynd um byggingu þjónustustöðva fyrir ferðamenn sem byggðar verði við þjóðvegi víðs vegar um landið. Þær verði með salernum, veitingasölu/ verslun í sjálfsölum, upplýsingum til ferðamanna auk möguleika á lítilli mannaðri verslun. Þá er gert ráð fyrir hleðslu fyrir raftæki og rafbíla, rusla- gámum og losun fyrir salernisúrgang frá húsbílum,“  útskýrir  Skipulags- stofnun. Þá segir að gert sér ráð fyrir að þjónustumiðstöðvunum sé valinn staður við þjóðveg og auk framan- greindra mannvirkja verði bílastæði, hjólastæði, bekkir og borð. „Með erindinu fylgdu teikningar af þjónustumiðstöð sem samanstendur af upplýsinga- og þjónusturými og gangi með salerniseiningum, en fram kemur að þjónustumiðstöðvarnar geti verið misstórar, eftir því hvað gert er ráð fyrir mörgum salernum. Auk framangreinds kalla þjónustu- miðstöðvarnar á tengingu við veitur vegna vatns, rafmagns og fjarskipta, auk rotþróa,“ segir Skipulagsstofnun. Í bréfi Skipulagsstofnunar til Rangárþings eystra er bent á að huga þurfi að því hvernig áformin sam- ræmist skilgreindri landnotkun og stefnu sveitarfélaga  um þjónustu- svæði fyrir ferðamenn. Skoða þurfi hvernig áformuð staðsetning sam- ræmist öðru framboði á þjónustu til ferðamanna á svæðinu. Eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá forsvarsmönnum Svarsins í gær sendu þeir frá sér til- kynningu um málið. „Svarið ehf. hefur í samvinnu við Arkís arki- tekta, EFLU verkfræðistofu, Ernst & Young endurskoðunarfyrirtæki, ásamt öðrum sterkum fyrirtækjum unnið hörðum höndum að lausn við salernismálum okkar Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu stöðv- arnar verði settar upp á Suðurlandi á næsta ári. „Þjónustumiðstöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og inni- halda sjálfhreinsandi salerni sem þrífa bæði gólf og setu eftir hverja notkun. Einnig verða gagnvirk upp- lýsingaborð á nokkrum tungumálum með upplýsingum um nærumhverf- ið, internetaðgangur, hleðsla fyrir raftæki og rafbíla, íslenskur mark- aður, sjálfsalaverslun með ýmsum vörum svo sem heitum og köldum drykkjum, matvörum, minjagripum og nauðsynjavörum fyrir ferðafólk,“ segir meðal annars. „Þar sem fyrirtækið gerir ráð fyrir sömu hönnun á öllum sínum stöðv- um þarf að hafa í huga að staðbundin sérkenni og aðstæður geta kallað á að gerðar séu kröfur um mismunandi útfærslu þjónustumiðstöðvar með tilliti til staðhátta,“ undirstrikar Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkaði fyrir kynninguna en tók enga afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is Þjónustustöðvar víða um land Fyrirtækið Svarið ehf. áætlar rekstur þjónustustöðva fyrir ferðamenn við þjóðvegi víða um land. Þar eiga að vera snyrtingar, hleðslustöðvar, veitingasala, internetaðgangur og móttaka salernisúrgangs frá húsbílum. Hönnun arkís á þjónustuhúsum Svarsins er sögð vera í „nútímalegum torfbæjarstíl“. Mynd/arkíS Þar sem fyrirtækið gerir ráð fyrir sömu hönnun á öllum sínum stöðvum þarf að hafa í huga að staðbundin sérkenni og aðstæður geta kallað á að gerðar séu kröfur um mis- munandi útfærslu. Skipulagsstofnun DanmÖrk Þörf er fyrir fleiri vinnandi hendur í Póllandi um þessar mundir, einkum í byggingariðnaði, félagslegri þjónustu og heilbrigðiskerfinu. Efna- hagslífið blómstrar og atvinnuleysið hefur sjaldan verið minna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Sendiherra Póllands í Danmörku, Henryka Moscicka-Dendys, hefur að undanförnu heimsótt vinnustaði þar sem Pólverjar eru við störf. Þar hefur hún greint frá því að laun hafi hækk- að í Póllandi og að vinnuaðstæður séu orðnar betri. Um 38 þúsund Pólverjar eru nú við störf í Danmörku. Samtök iðnaðarins þar hafa áhyggjur af mögulegri brott- för pólskra verkamanna. Þeir séu nú yfir fjórðungur erlends vinnuafls frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. – ibs Pólverjar þurfa meira vinnuafl Halldór Pálsson, forsvarsmaður Svarsins ehf.BanDaríkin Öldungadeildarþing- menn beggja flokka í Bandaríkj- unum kölluðu í gær eftir því að siðanefnd þingsins rannsakaði ásakanir á hendur Als Franken, öldungadeildarþingmanns Demó- krata. Fréttakonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að hafa troðið tungu sinni  upp í hana óumbeð- inn. Þá birti hún myndir þar sem Franken sást káfa á henni sofandi. Chuck Schumer, þingflokksfor- maður Demókrata í öldungadeild- inni, sagðist vonast eftir rannsókn sem fyrst. „Kynferðisleg áreitni er aldrei í lagi og hún verður ekki liðin,“ sagði Schumer. – þea Vilja rannsókn á máli Franken Um 38 þúsund Pólverjar eru nú við störf í Danmörku. Samtök iðnaðarins þar hafa áhyggjur af mögulegri brottför pólsks verkafólks. slys Tvær erlendar konur slösuð- ust alvarlega í árekstri jepplings og snjóruðningstækis á þjóðvegi eitt við Ketilsstaði, skammt austan afleggjarans við Dyrhólaey síðdegis í gær. Konurnar voru á ferðalagi um Ísland. Sjúkrabílar sóttu ferðamennina og óku með þá til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan tók við þeim við Skóga og flutti  kon- urnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni slasaðist ökumaður snjó- ruðningstækisins ekki. Bæði öku- tækin voru óökuhæf eftir slysið. Þjóðveginum var lokað fyrst eftir slysið en síðan var umferð hleypt á í hollum á meðan lögreglumenn rannsökuðu vettvang slyssins. Lög- reglumenn voru við störf fram eftir kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var snjóþekja eða hálka víða á Suðurlandi í gær. – jhh Alvarlegt bílslys varð á Suðurlandi Snjóruðningstækið var óökufært eftir áreksturinn. Mynd/HaLLi GíSLa 1 7 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 F Ö s t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 E -0 9 E 0 1 E 3 E -0 8 A 4 1 E 3 E -0 7 6 8 1 E 3 E -0 6 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.