Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 38
Ferðaþjónusta hefur afar margþætt og flókin áhrif á þróun samfélaga, getur verið drifkraftur til góðs, en líka haft neikvæð áhrif,“ segir Ólöf og bætir við að æ fleiri líti á ferðalög sem hluta af hversdagslegum lífsgæðum sínum. „Fólk ferðast sem aldrei fyrr og sú staða hefur leitt af sér marg- víslegar áskoranir. Víða um heim er ferðaþjónustan farin að hafa áhrif á lífsgæði gestgjafa, bæði að góðu, eins og dæmin eru um í auknu þjónustuframboði, betra efnahags- ástandi og bættum atvinnumögu- leikum, en einnig með neikvæðum hætti, og er nærtækast að horfa til umræðunnar um húsnæðismál.“ Hún segir nauðsynlegt að nálgast ferðaþjónustuna með hliðsjón af þróun hennar á undanförnum árum og með hliðsjón af því hvern- ig við viljum að hún þróist. „Hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á íbúa, náttúru, samfélagið í heild og einstakar byggðir?“ Hún bendir á að ef við horfum til íslenskrar ferðaþjónustu á síðasta áratug sjáum við að bylting hefur orðið. „Atvinnugreinin í dag er ekki sú sama og hún var í aðdraganda efnahagshrunsins þegar aðstæður voru um margt erfiðar. Gengi krónunnar var til að mynda sterkt, sem hafði áhrif á neyslu erlendra ferðamanna, en gengissveiflur höfðu ekki síður áhrif á afkomu fyrirtækja. Ferðaþjónustan var samt sem áður vaxandi, en í hugum margra Íslendinga kannski enn ekki orðin raunveruleg atvinnu- grein. Við efnahagshrunið gjör- breyttust aðstæður, en frá 2010 má segja að vöxtur ferðaþjónustunnar, ekki bara hér á landi heldur á heimsvísu, hafi verið stöðugur þó svo að vöxturinn hér hafi verið meiri en nokkurs staðar annars staðar sem ég þekki til.” Hún segir þetta hafa kallað á að hið opinbera, sem ber ábyrgð á almannagæðum, almannaþjónustu og almannafé, skilgreini ný verk- efni til að skapa atvinnugreininni sjálfbæra og ábyrga umgjörð til framtíðar. „Á undanförnum tíu árum hefur Ferðamálastofa mætt þessum áskorunum með margvís- legum hætti. Á árunum 2009-10 lagði Ferðamálastofa áherslu á að setja af stað vinnu við að móta Vakann, gæða- og umhverfis- kerfi íslenskrar ferðaþjónustu. Á árunum 2010-12 beindist kast- ljósið að uppbyggingu, öryggis- og skipulagsmálum á ferðamanna- stöðum, enda fóru áhyggjur fólks vaxandi af álagi á íslenska náttúru vegna vaxandi ferðamennsku. Rannsóknir og gagnaöflun fyrir ferðaþjónustuna voru í öndvegi hjá Ferðamálastofu á árunum 2013-2015, til dæmis var stutt myndarlega við þolmarkarann- sóknir af ýmsu tagi á árunum 2014 og 2015.  Frá árinu 2014 höfum við einbeitt okkur að svæðisbundinni þróun ferðaþjónustunnar, m.a. með því að setja af stað verkefni um gerð áfangastaðaáætlana um allt land, þar sem framtíðarþróun ferðaþjónustunnar er skilgreind á heildstæðan og hlutlægan hátt. Það verkefni er í fullum gangi nú um stundir undir stjórn markaðsstofa landshlutanna, en Ferðamálastofa fjármagnar vinnuna.“ Ólöf bendir á að Íslendingar hafi þurft að takast á við þær áskor- anir sem velgengni á sviði ferða- þjónustu hefur orðið upphafið að, á mun styttri tíma en flestar aðrar þjóðir. „Enda vöxturinn verið krappari hér en eiginlega bara alls staðar annars staðar í heiminum. Efnahagslegt vægi atvinnugreinar- innar er óumdeilt, og nú er að setja henni ramma og hlúa að henni, þannig að hún dafni í sátt við land og þjóð til langrar framtíðar.“ Ferðaþjónustan er í dag viðurkennd sem ein mikilvægasta atvinnugrein landsins, en jafnframt er það líka viðurkennt að hennar margþættu áhrif geta verið mikil. „Ferðamálin snerta tilfinningalega strengi í brjóstum okkar og þau eiga að gera það, því að við eigum öll að láta okkur ferðaþjónustu varða.“ Ólöf hefur nú ákveðið að venda sínu kvæði í kross og leita nýrra ævintýra. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa innan þessa geira undanfarinn áratug – takast á við áskoranirnar, en það er mér sérstaklega dýr- mætt að hafa fengið að taka þátt í og tengjast þeirri endurmótun íslensks samfélags sem ferðaþjón- ustan hefur átt svo stóran þátt í. “ Ferðaþjónustan snertir alla Ólöf Ýrr Atladóttir hefur sinnt starfi ferðamálastjóra undanfarin tíu ár en lætur af störfum 1. janúar næstkomandi. Hún lítur hér yfir farinn veg á umbrotatímum í íslenskri ferðaþjónustu. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is BRÉF OG FRÁSAGNIR ÍSLENSKRA PILTA Í VÍTI HEIMSSTYRJALDAR MAMMA, ÉG ER Á LÍFI Þeir gengu glaðir í kandadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi, en áttu eftir að upplifa hreint helvíti. Í hispurslausum og oft átakanlegum bréfum til ættingja og vina lýstu þeir veruleika stríðsins, fjarri glansmynd áróðursmeistaranna. Jakob Þór Kristjánsson Ólöf Ýrr Atladóttir lætur af störfum eftir tíu ár á Ferðamálastofu. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . N Óv e m B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RKoNuR í FeRÐAþjÓNustu 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -1 3 C 0 1 E 3 E -1 2 8 4 1 E 3 E -1 1 4 8 1 E 3 E -1 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.