Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 8
Aðalfundur
Aðalfundur Vörubílastöðvarinnar Þróttar hf.
verður haldinn að Sævarhöfða12, þriðjudaginn
5.desember n.k. kl. 20
Dagskrá fundarins samkv. samþykktum
félagsins.
Vörubílastöðin Þróttur hf.
Vörubílastöðin Þróttur hf.
Sævarhöfða 12,
110 - Reykjavík
Reykjavík 16.nóv.2017
Á myndina
vantar bróður
Útrýmum ótímabærum hjarta- og æðaáföllum
907 1502
2.000 KR
907 1505
5.000 KR
907 1508
8.000 KR
Söfnunarþáur í opinni dagskrá
á Stöð 2, 17. nóvember kl. 19.25
Reykjavík Ávaxtatré, stór klukka
á Hlemm, dorgpallur og parkour-
útivistarsvæði eru meðal þeirra
220 verkefna sem kosið er á milli í
hverfa kosningunni „Hverfið mitt“.
Kosningin, sem er rafræn, stendur
yfir til sunnudagsins 19. nóvember
næstkomandi. Alls eru 450 milljónir
í pottinum en þeim hefur verið skipt
á milli hverfa eftir íbúafjölda. Jón
Halldór Jónasson, upplýsingafull-
trúi Reykjavíkurborgar, er ánægður
með kosningaþátttökuna. Síðdegis
í gær var hún um 7,5 prósent. Það
er að sögn Jóns Halldórs nokkuð
betri þátttaka en á sama tíma í fyrra.
Hann býst fastlega við að nýtt met
verði sett í ár.
Dýrasta verkefnið sem hlaut kosn-
ingu á síðasta ári var vatnsrennibraut
í sundlaug Grafarvogs. Í ár er dýrasta
verkefnahugmyndin einnig í Grafar-
voginum en nú stendur hverfis búum
til boða að bæta vaðlaug við sund-
laugina. Áætlaður kostnaður eru
42 milljónir. Atkvæðagreiðslan er
leynileg og viður kennir Jón Halldór
að margir bíði spenntir eftir því að
sjá hvaða verkefni verða valin. Þau
munu koma til framkvæmda árið
2018. Kosningin fer fram á síðunni
hverfidmitt.is. – kc
Kosningunni lýkur á sunnudaginn
Meðal hugmynda er stór klukka við Mathöllina á Hlemmi Fréttablaðið/Eyþór
Hluti þeirra hugmynda sem íbúar Reykjavíkur
geta kosið á milli
l Sjónauki við Eiðisgranda 2
milljónir
l Í fótspor Þórbergs 6 milljónir.
l Stór klukka á Hlemm 10 milljónir
l Tjörn með gosbrunni á Klambra
túni 35 milljónir
l Ávaxtatré á opnum svæðum 3
milljónir
l Sauna í Laugardalslaug 16
milljónir
l Bæta aðgengi að fjöru á Laugar
nestanga 4 milljónir
l Vaðlaug við Grafarvogslaug 42
milljónir
l Gönguleið meðfram Suður
landsvegi 29 milljónir
l Kaldur pottur í Árbæjarlaug 3
milljónir
l Snjóbrettabrekka yfir sumarið
við Dalsel 25 milljónir
l Leiktæki og tartan í Breiðholts
laug
Sádi-aRabía Saad al-Hariri, fráfar-
andi forsætisráðherra Líbanons, er
frjáls ferða sinna og mætti ferðast
til Frakklands hvenær sem er. Þetta
sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkis-
ráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði
hann fund sinn með Hariri í Sádi-
Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri
heill heilsu og hann myndi senn
snúa aftur til Líbanons.
Líbanskir ráðamenn hafa haldið
því fram undanfarið að Hariri sé
haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arab-
íu og að Sádi-Arabar hafi neytt hann
til að segja af sér á dögunum. Fæstir
hafa gert það undir nafni en Michel
Aoun forseti gerði það opinberlega
á miðvikudag. Sádi-Arabar voru
sagðir þrýsta á Hariri vegna lélegs
gengis í baráttunni við Hezbollah-
samtökin. Átök líbanska hersins við
Hezbollah eru leppstríð í eins konar
köldu stríði Sádi-Araba og Írans og
styður síðarnefnda ríkið Hezbollah.
Sádi-Arabar hafna þó ásökunum
Líbana. Adel al-Jubeir utanríkisráð-
herra sagði til að mynda að Hariri
væri staddur þar í landi af fúsum og
frjálsum vilja.
Frakkar hafa reynt að miðla
málum í þessari deilu og var Le
Drian staddur í Sádi-Arabíu af því
tilefni. BBC greinir frá því að Frakk-
ar fari fram á að Hariri fái að ferðast
til Líbanons til að tilkynna um
afsögn sína í eigin persónu. Því eru
Sádi-Arabar sagðir hafa hafnað og
því virðist sem svo að samkomulag
hafi náðst sem gengur út á að Hariri
fái að ferðast til Frakklands. – þea
Fráfarandi ráðherra
sagður brátt á heimleið
Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra líbanons. NordicpHotoS/aFp
S tj ó R n m á l L æ k ku n t e k j u -
skatts er mjög til umræðu sem einn
þáttur í aðkomu ríkisins að kjaravið-
ræðum, í stjórnarmyndunarviðræð-
um Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna
og Framsóknarflokks.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er helst rætt um lækk-
un skatthlutfalls einstaklinga í
lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun
persónuafsláttar hefur einnig verið
haldið á lofti í viðræðunum sem
vænlegri kosti. Til mótvægis við
þessar aðgerðir er stefnt að því
að auka skattheimtu af fjármagns-
tekjum annaðhvort með því að
hækka skattprósentu fjármagns-
tekjuskatts, en skatturinn er 20 pró-
sent, eða gera annars konar breyt-
ingar á innheimtu skattsins svo sem
með útvíkkun skattstofnsins. Þá
herma heimildir blaðsins að stefnt
sé að því að ríkið hlaupi undir bagga
með fyrirtækjum sem standa þurfa
undir launahækkunum, með lækkun
tryggingagjalds.
Umbætur í velferðarmálum sem
einnig tengjast kjaramálunum eru
til umræðu; meðal annars útvíkkun
fæðingarorlofs. Breytingar á tekju-
skatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki
til umræðu samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins.
Ekki liggur enn fyrir hvort bar-
áttumál Vinstri grænna um kol-
efnishlutleysi skili sér að fullu í
málefnasamning flokkanna en
flokkurinn lagði mikla áherslu á
loftslagsmálin í aðdraganda kosn-
inga. Markmið VG í loftslagsmálum
eru nokkuð djörf og ganga lengra
en Parísarsamkomulagið, en sam-
kvæmt heimildum blaðsins hefur
Katrín lagt þunga áherslu á málið í
viðræðum flokkanna.
Réttarstaða þolenda í kynferðis-
brotamálum og stuðningur við þá
fær einnig sinn stað í stjórnarsátt-
málanum, verði af samstarfi flokk-
anna, og verður lögð áhersla á að
tryggja aðstoð fyrir þá um allt land.
Ekki er einhugur í flokkunum um
hve mörg ráðuneytin eigi að vera.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær
hefur komið til tals að skipta fjár-
málaráðuneytinu í tvö ráðuneyti,
enda ráðuneytið mjög þungt með
öll ríkisfjármál og málefni banka og
fjármálafyrirtækja að auki. Viðmæl-
endur Fréttablaðsins úr Framsóknar-
flokki og Sjálfstæðisflokki segja verk-
efni ráðuneytisins á næstu misserum
afar viðfangsmikil, bæði vegna kjara-
viðræðna og nauðsynlegra breytinga
á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í.
Vinstri græn hafa hins vegar ekki
tekið undir þessa breytingu á ráðu-
neytaskipan, nema síður sé. Þá
herma heimildir Fréttablaðsins að
embættismenn í fjármálaráðuneyt-
inu séu mótfallnir uppskiptingu
þess. adalheidur@frettabladid.is
Leiðtogar flokkanna
ræða skattalækkanir
Komandi kjaraviðræður eru stór þáttur í viðræðum um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar. Áhersla lögð á tekjulægstu hópana. Vilji stendur til þess að ríkið komi
til móts við atvinnulífið vegna launahækkana með lækkun tryggingagjaldsins.
Katrín Jakobsdóttir mætti glaðbeitt til fundar í ráðherrabústaðinn í gær. Fréttablaðið/Eyþór
1 7 . n ó v e m b e R 2 0 1 7 F Ö S t U d a G U R8 F R é t t i R ∙ F R é t t a b l a ð i ð
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-3
1
6
0
1
E
3
E
-3
0
2
4
1
E
3
E
-2
E
E
8
1
E
3
E
-2
D
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K