Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 33
KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 1 7 . n óv e m b e r 2 0 1 7 KoNUR í FeRÐAþjóNUSTU Með Upplýsingamiðstöðinni rækir Reykjavíkurborg hlutverk sitt sem höfuð- borg Íslands,“ segir Karen María Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna (UMFR) sem rekin er af Höfuðborgarstofu með fjárframlagi frá Reykjavíkur- borg, styrk frá Ferðamálastofu og sjálfsaflafé, í samstarfi við bók- unarþjónustu Guide to Iceland og Landsbjörg – Safetravel. „UMFR annast almenna upp- lýsingamiðlun til erlendra ferða- manna, veitir þeim hlutlausar upplýsingar, faglega þjónustu og uppfyllir þar með ákvæði Ferða- málastefnu og aðgerðaráætlunar Reykjavíkurborgar í ferðamálum,“ útskýrir Karen. Áhugaverður áfangastaður Upplýsingamiðstöð ferðamanna var stofnuð 1987. Hún var fyrst um sinn með starfsemi í Bankastræti en fluttist í Aðalstræti 2 árið 2002. Eftir að hafa sprengt utan af sér veggina þar í ársbyrjun 2017 fluttist hún í Ráðhús Reykjavíkur. „Samhliða flutningnum í Ráð- húsið var miðstöðin færð inn í útlit og anda vörumerkisins „Reykjavík loves“, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu,“ upplýsir Karen, en til viðbótar við sameiginlega markaðssetningu tekur samstarfið til upplýsingamála í ferðaþjónustu með það að mark- miði að vekja athygli á afþreyingu, menningu og þjónustu sem höfuð- borgarsvæðið hefur upp á að bjóða. „Í Upplýsingamiðstöðinni geta ferðamenn fundið upplýsingar um náttúru og þjónustu á einstökum svæðum á landinu, og um ferðir, gistingu og samgöngur. Samhliða kynningu á ferðaþjónustu á lands- byggðinni var svo líka innleidd á árinu víðtæk áhersla á menningu, listir og borgar- og sveitalíf,“ segir Karen og markvisst hafi verið unnið að því að byggja upp samstarf við söfn, sýningar, menningarhús og viðburðahaldara um allt land á þessu ári. „Með því samstarfi búum við til áhrifaríka mynd af landsvæðum innan og utan höfuðborgarsvæðis- ins sem áhugaverðum áfangastað menningar, lista og þjóðlífs, sam- hliða stórbrotinni náttúru.“ Sölustarfsemi og bókunar- þjónusta er ekki hluti af almanna- þjónustu UMFR en til að veita ferðamönnum sem besta þjónustu er lögð áhersla á að samþætta hana við upplýsingagjöf. „Upplýsingamiðstöðin hóf á árinu samstarf við Guide to Iceland, sem er öflugt nýsköpunarfyrir- tæki á sviði bókunarþjónustu,“ útskýrir Karen. „Með samstarfinu er hagsmuna aðilum í ferðaþjónustu gert betur kleift en nokkru sinni að koma vöru sinni á framfæri við ferðamenn í UMFR. Með því móti er líka reynt að byggja undir það markmið að sem flestir njóti tekna af ferðamönnum og að álagið á við- kvæma náttúru og staði dreifist eins og kostur er.“ Ábyrg ferðaþjónusta Mikil fjölgun ferðamanna allan ársins hring kallar á nýja nálgun þar sem öryggi ferðamanna er í fyrirrúmi. „Upplýsingamiðstöðin gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að öryggi ferðamanna og miðlun öryggisupplýsinga. Tilraunaverk- efni í miðlun öryggisupplýsinga, sem við unnum með Safetravel á árinu 2015, og árangur sem af því hlaust, varð til þess að samstarfið var byggt upp á ársgrundvelli,“ útskýrir Karen. „Safetravel þjónust- ar nú daglega ferðamenn í framlínu í UMFR og á Skype, en markmiðið er að tryggja að ferðamenn fái sem bestar og nákvæmastar upplýsingar er varða öryggi þeirra á ferð um landið.“ Ábyrg ferðaþjónusta sé leiðar- ljós í starfsemi Upplýsingamið- stöðvar ferðamanna sem er aðili að Vakanum og stefnir ótrauður að gullmerki umhverfiskerfisins. „Með því vill UMFR vera fyrirmynd annarra þegar kemur að gæða- og umhverfisstjórnun, og leggja sitt af mörkum til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu,“ segir Karen. „Í upplýsingamiðlun er lögð áhersla á að gestir gangi vel um landið og virði náttúruna, að öryggi þeirra á ferðalaginu sé tryggt og að dreifing þeirra sé með þeim hætti að vera þeirra hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið.“ Gestum til halds og trausts Upplýsingamiðstöð ferðamanna er fjölsóttasta upplýsingamiðstöð landsins, með yfir 550 þúsund gesti árið 2017. Ábyrg ferðamennska er leiðarljós í starfseminni. Karen María er deildarstjóri hjá Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna. MYND/eRNIR Leiðarljós okkar á Höfuðborgar-stofu er að tryggja að Reykjavík verði áfram eftirsóttur áfanga- staður sem ferðamenn gefa hæstu einkunn. Borg þar sem gestir fá notið menningar, afþreyingar og þjónustu allt árið um kring. Við viljum enn fremur stuðla að því að ferðaþjónustan sé í sátt við mannlíf og umhverfi Reykjavíkur, tryggja öryggi ferðamanna, stuðla að betri dreifingu þeirra um landið og ýta undir ábyrga ferðahegðun,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu. Áshildur hefur í mörg horn að líta í sínu starfi. Hún ber meðal annars faglega, rekstrarlega og stjórnunar- lega ábyrgð á Höfuðborgarstofu, þar með talið fjármálum og mannauðs- málum. „Meginmarkmið okkar eru meðal annars að styrkja stöðu höfuðborgar landsins í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála. Stuðla að því að gestir Reykjavíkur fái framúrskarandi móttökur, góða þjónustu og jákvæða upplifun. Þá er okkar hlutverk að miðla traustum upplýsingum um allt landið til gesta borgarinnar í gegnum Upplýsingamiðstöð ferðamanna sem við rekum í Ráðhúsi Reykja- víkur,“ útskýrir Áshildur. Höfuðborgarstofa hefur undan- farið verið að þróast frá því að vera fyrst og fremst stofnun sem sér um að kynna áfangastaðinn Reykjavík, yfir í að vinna stöðugt og markvisst að því að skilgreina sóknarfæri og styrkleika borgarinnar á sviði ferða- mála. Aukin áhersla hefur verið lögð á samráð og samstarf milli stofnana Reykjavíkurborgar, stjórnvalda, sveitarfélaga, markaðsstofa og hags- munaaðila í ferðaþjónustu. „Við höfum unnið að fjölbreyttum og nauðsynlegum breytingum í sam- ræmi við breyttar áherslur borgar- yfirvalda á sviði ferðamála og nýlega aðgerðaráætlun sem er hluti af Ferðamálastefnu Reykjavíkur. Með því viljum við renna styrkari stoðum undir fjölbreytt mannlíf, atvinnulíf og menningarstarf í tengslum við ferðaþjónustu hér á landi, og nýta þannig sóknarfæri og styrkleika Reykjavíkur sem áfangastaðar allt árið um kring,“ segir Áshildur. Samstarf lykill að árangri Höfuðborgarstofa leiðir samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi ferðaþjónustu á sterkum grunni vörumerkisins „Reykjavík loves“ og áfangastaðaáætlunar um uppbyggingu ferðaþjónustu- tengdra innviða á svæðinu (DMP: Destin ation Management Plans), í samvinnu við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. „Sú vinna mun hafa mikil áhrif á stefnumörkun á sviði ferðamála og skipulagsmála næstu fimm árin. „Reykjavík loves“ hefur gengið vel í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum og verður í framtíðinni notað í auknum mæli gagnvart Íslendingum undir vöru- merkinu „Reykjavík elskar“. Við munum sömuleiðis efla markaðs- samstarf Höfuðborgarstofu og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum „Reykjavík loves“ og gera stofnunum og fyrirtækjum mögulegt að nýta vörumerkið í sinni markaðssetningu gagnvart ferðamönnum. Við höfum auglýst menningarstofnanir og sundlaugar borgarinnar undir þessum merkjum, kynnt hátíðir og viðburði með „Reykjavík loves“ og þá hafa ýmis fyrirtæki, þar með talið Harpa og Whales of Iceland, nýtt sér vöru- merkið,“ upplýsir Áshildur. Samskipti og samstarf við hags- munasamtök í ferðaþjónustu, menn- ingarstofnanir á höfuðborgarsvæð- inu, markaðsstofur landshlutanna, ferðamálayfirvöld, sveitarfélög og fyrirtæki í ferðaþjónustu, eru líka á könnu Áshildar. „Þá hef ég líka aukið samskipti og samráð við íbúa vegna vaxandi áhrifa ferðamanna og ferða- þjónustu á borgarmenningu, innviði og mannlíf og hef mikil samskipti og samstarf við rekstraraðila í mið- borginni,“ segir Áshildur. Gagnaöflun, greining og framsetn- ing á lykiltölum um stöðu og þróun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæð- inu hefur byggst upp undir forystu Áshildar. „Við höfum byggt upp traustan grunn undir stefnumarkandi ákvarð- anatöku um uppbyggingu, þróun og markaðssetningu á áfangastaðnum Reykjavík og í ársbyrjun 2018 mun fyrsta skýrslan um stöðu ferðamála á höfuðborgarsvæðinu líta dagsins ljós en stefnt er að árlegri útgáfu hennar.“ í sátt við íbúa og ferðamenn Starfs síns vegna á Áshildur sæti í fjölmörgum stjórnum, ráðum, nefndum og stýrihópum á sviði ferðamála innanlands og utan. Hún er formaður stjórnar Meet in Reykjavík og í þriggja manna framkvæmdastjórn Iceland Naturally, ásamt því að sitja í fagráði ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu og stýrihóp um áfangastaðaáætlun (DMP). „Helstu verkefni næsta árs verða að tryggja að áfangastaðurinn Reykjavík einkennist áfram af gæðum, gestrisni og einstakri upplifun. Þá munum við leggja áherslu á að vinna með íbúum til að tryggja að ferðaþjónusta byggist upp í sem mestri sátt við íbúa og umhverfi. Höfuðborgarstofa kannar árlega viðhorf íbúa allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna og áhrif ferða- þjónustu á nærumhverfi þeirra. Stofnunin hefur líka frá árinu 2004 gert könnun meðal ferðamanna í Leifsstöð til að meta viðhorf þeirra til Reykjavíkur,“ segir Áshildur sem árið 2018 mun áfram vinna að framkvæmd nýrrar ferðamála- stefnu fyrir höfuðborgina, en þar til ný stefna lítur dagsins ljós verður áfram unnið eftir grunnstoðunum fjórum: Að Reykjavík sé vetrarborg, menningarborg, heilsuborg og ráð- stefnuborg. „Í febrúar verður vorráðstefna European Cities Marketing, sem eru samtök visit-skrifstofa, ráðstefnu- skrifstofa og ferðamálastofa stærstu borga Evrópu, haldin í Reykjavík í samstarfi við Höfuðborgarstofu, CP Reykjavík og Meet in Reykjavík og ég hlakka mikið til,“ segir Áshildur. „Það er mikill akkur fyrir ferðaþjón- ustuna að fá lykilstjórnendur á sviði ferðamála í Evrópu til borgarinnar.“ Reykjavík elskar íbúana Höfuðborgarstofa leggur áherslu á að reykjavíkurborg sé vingjarnlegur og öruggur áfangastaður. borgin sé nútímaleg menningar-, ráðstefnu- og heilsuborg í nábýli við einstæða náttúru. Áshildur Bragadóttir er forstöðumaður Höfuðborgarstofu. MYND/eRNIR 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -2 7 8 0 1 E 3 E -2 6 4 4 1 E 3 E -2 5 0 8 1 E 3 E -2 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.