Fréttablaðið - 20.11.2017, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
01 Smærri
viðgerðir
Hraðþjónusta HEKLU.
Hringdu í 590 50 30 eða renndu við.
Hekla.is
Eitthvað sem
hvorki
Seðlabankinn
né íslenskir
kjósendur
eiga lengur að
þurfa að þola
af völdum
hinna yfir-
gangssömu
sérhagsmuna-
afla sem of
lengi hafa hér
svo gott sem
öllu ráðið.
Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælis dagur barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989.
Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira
en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013.
Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu
samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur
þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst.
Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mann-
réttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið
almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna
en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag
barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og
réttindi á öllum sviðum samfélagsins.
Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í
viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn
vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn
sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra;
börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem
verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa
við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn
sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða
öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni
er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega
við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barna-
sáttmálanum.
Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í
átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur.
Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður
standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá
sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafar-
þinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja
ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmál-
inn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd.
Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!
Alþjóðlegur dagur barna
– Til hamingju með
daginn
Salvör Nordal
umboðsmaður
barna
Hlustum á
börn og
setjum
hagsmuni
þeirra í
forgang!
Aðgengi fjölmiðla að upplýsingum og ábyrg meðhöndlun þeirra er lykilforsenda starf-hæfs lýðræðis. Ríki sem stýra upplýsingum út frá hagsmunum valdhafa, útvalinna stétta, fyrirtækja og einstaklinga og beina þeim upplýsingum í gegnum þeim þjónk-
andi fjölmiðla eru einfaldlega spillt. Markmið slíkra
aðgerða er alltaf að vera að villa um fyrir kjósendum eða
leyna þá sannleikanum og hafa þannig óeðlileg áhrif á
framgang lýðræðisins.
Síðastliðinn laugardag birti Morgunblaðið hið
margfræga símtal Geirs H. Haarde, þáverandi forsætis-
ráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns
bankastjórnar Seðlabanka Íslands en núverandi ritstjóra
þessa sama fjölmiðils. Í símtalinu kemur fram það sem
reyndist vera vond ákvarðanataka tveggja manna og átti
eftir að verða þjóðinni dýr en þrátt fyrir allt er það ekki
stóra málið.
Stóra málið er að samtalið skuli birt nú og með þessum
hætti. Íslenskir fjölmiðlar hafa lengi kallað eftir því að
þetta mikilvæga samtal verði birt almenningi. Enginn
fjölmiðill hefur sótt það af viðlíka eftirfylgni og vef-
miðillinn Kjarninn og það jafnvel með því að stefna
Seðlabankanum með tilheyrandi kostnaði. Eftirfylgni
Kjarnans ber með sér skýran vilja til þess að upplýsa
þjóðina að fullu um það hvað gerðist í efnahagshruninu
en hún felur líka í sér þá staðreynd að upplýsingar á borð
við umrætt samtal eru verðmæti. Í þessu tilviki verðmæti
sem Seðlabanki Íslands var reiðubúinn til þess að verja
fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði.
Morgunblaðið hefur hvorki falast eftir afriti af
umræddu samtali frá Seðlabankanum né fengið það
afhent. Því er óhjákvæmilegt annað en að álykta að rit-
stjóri Morgunblaðsins hafi haft það á brott með sér með
ólögmætum hætti – gögn tilheyra stofnunum og fyrir-
tækjum en ekki starfsmönnum – þegar hann var rekinn
frá SÍ. Birting samtalsins nú veldur Kjarnanum fjárhags-
tjóni en staðfestir líka svo ekki verður um villst að vald-
hafar á borð við Davíð Oddsson eru reiðbúnir til þess
að stýra upplýsingum eftir eigin hagsmunum fremur en
almennings. Veita kjósendum upplýsingar eftir henti-
stefnu og óumflýjanlegri nauðsyn fremur en opinni og
ábyrgri upplýsingastefnu.
Að samtalið skuli dúkka upp í Morgunblaðinu á þess-
um tíma og með þessum hætti, án allrar staðfestingar um
að það sé birt í heild sinni eða rétt með farið, er einstakt
dæmi um gagnaleka í íslenskri stjórnsýslu. Gagnalekar
sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitt-
hvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum
ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt
fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér
upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt
upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir
hentugleika jafnvel mörgum árum síðar, er eitthvað allt
annað. Eitthvað sem hvorki Seðlabankinn né íslenskir
kjósendur eiga lengur að þurfa að þola af völdum hinna
yfirgangssömu sérhagsmunaafla sem of lengi hafa hér
svo gott sem öllu ráðið. Það er mál að linni.
Gagnaleki
Iðjusemin
Greint var frá því á dögunum
að nýkjörnir þingmenn hefðu
sótt námskeið á Alþingi til að
fræðast um framtíðarvinnu-
staðinn. Að öðru leyti vitum
við lítið um það hvað þing-
menn hafa verið að sýsla við
upp á síðkastið. Fyrir utan
þingmenn Pírata, þá Helga
Hrafn Gunnarsson og Smára
McCarthy, sem nýttu helgina til
þess að hjálpa tölvufyrirtækinu
1984 við að endurheimta gögn
sem fyrirtækið tapaði og varð
til þess að fjöldi vefsíðna liggur
enn niðri. Verðum við ekki að
fagna því að drengirnir hafi
eitthvað við að vera þangað til
Alþingi kemur saman?
Gagnrýnin
Þeir Þorsteinn Víglundsson
og Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson eru ekki bjartsýnir á
þá ríkisstjórn sem er í fæðingu.
Báðir lýstu þeir viðhorfum
sínum á Bylgjunni í gær. „Þetta
er svo sannarlega ekki stjórn
sem byggist á einhverri til-
tekinni pólitískri stefnu eða
skýrri framtíðarsýn,“ sagði
Sigmundur Davíð. Það er
kannski mikilvægt fyrir stjórn-
málamenn að geta tekið skýra
afstöðu til pólitískra andstæð-
inga. En væri ekki eðlilegt að
leyfa stjórninni að verða til og
sýna á spilin sín áður en tekin
er afstaða til stefnumálanna?
jonhakon@frettabladid.is
2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r10 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
2
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
1
-5
C
5
C
1
E
4
1
-5
B
2
0
1
E
4
1
-5
9
E
4
1
E
4
1
-5
8
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K