Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 10
Svartur Fössari Svartur F i Kíktu á öll tilboðin á elko.is 1963 Núverandi ákvæði um Landsdóm og ráð- herraábyrgð lögfest. 24. maí 2007 Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Samfylking- arinnar, sem Geir H. Haarde fór fyrir, tók við stjórn landsins. 6. október 2008 Geir mælir fyrir frumvarpi að neyðarlögunum. 17. desember 2008 Rannsóknarnefnd Alþingis komið á fót með lögum um rann- sókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. 26. janúar 2009 Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 26. apríl 2010 Rann- sóknarnefnd Alþingis skilar af sér skýrslu um aðdraganda hrunsins. Í kjölfarið var skipuð níu manna nefnd þing- manna til að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis við niður- stöðum skýrslunnar. 11. september 2010 Þings- ályktun um málshöfðun gegn Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra áðurnefndrar stjórnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkis- ráðherra og Björgvin G. Sigurðssyni viðskipta- ráðherra. 28. september 2010 Alþingi samþykkir með atkvæðum 33 þing- manna að höfða mál gegn Geir. Aðrar tillögur voru felldar. 12. október 2010 Sigríður Friðjónsdóttir, þá vararíkissaksóknari, kosin ákærandi málsins. 10. maí 2011 Ákæra gefin út í málinu. 10. júní 2011 Kröfu Geirs um að átta dómarar í mál- inu, af fimmtán, vikju sæti var hafnað. Milli þess að Alþingi samþykkti máls- höfðun og þess að ákæra var gefin út hafði kjörtímabil dómara Landsdóms runnið út. 3. október 2011 Frávís- unarkröfu Geirs í málinu hafnað að stærstum hluta. Tveimur ákæru- liðum af sex var vísað frá dómi. Einn dómari, Ástríður Gríms- dóttir, skilaði sératkvæði og taldi að vísa ætti málinu frá í heild þar sem Sigríður sak- sóknari hafði gefið álit á mögulegri saksókn á fyrri stigum málsins. 23. apríl 2012 Dómur kveðinn upp í málinu. Geir var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur fyrir að hafa látið fyrirfarast að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmála- efni líkt og kveðið er á um í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. 17. október 2012 Geir kærir niðurstöðu Lands- dóms til Mannréttinda- dómstóls Evrópu (MDE). 13. nóvember 2013 MDE ákveður að taka mál Geirs fyrir efnislega. ✿ Aðdragandi og endalok Landsdómsmálsins DÓMSMÁL Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, af Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strasbourg í gær. Niður- staða MDE um sýknu ríkisins var mjög afdráttarlaus. Geir taldi að málsmeðferð íslenska ríkisins í málinu hefði brot- ið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) en hún kveður á um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá taldi hann einnig að brotið hefði verið gegn 7. gr. sátt- málans sem kveður á um að óheim- ilt sé að gera manni refsingu nema hann hafi brotið gegn lögum. Í máli Geirs fyrir dómnum var meðal annars sett út á rannsókn þingmannanefndarinnar, að brotið hafi verið gegn rétti hans til að tjá sig á rannsóknarstigi málsins og að málsókn gegn honum hafi verið pólitísk. Þá hafi aðgangur hans að gögnum málsins ekki verið full- nægjandi. Þá taldi Geir saksóknara málsins, Sigríði Friðjónsdóttur, vera vanhæfa þar sem hún hafði gefið sérfræðiálit á meðan á rannsókn málsins stóð. Þessu hafnaði dómurinn. Benti hann meðal annars á að Geir hefði staðið til boða að tjá sig en hann ekki nýtt sér það. Þá taldi dómurinn að þó ákvörðun um málsóknina hafi verið tekin af þinginu hafi málsmeðferðin í kjölfarið ekki brotið gegn ákvæðum sáttmálans. Þá var ekki talið að 6. gr. MSE fæli í sér rétt til þess að saksókn- ari málsins væri hlutlaus. Þá taldi Geir það brjóta gegn rétti hans að lagaákvæði þau sem hann var talinn brjóta gegn væru ekki nægilega skýrar og afdráttarlausar refsiheimildir. Háttalag hans í starfi sem forsætisráðherra hefði verið í samræmi við áratuga venju. Í dómi Landsdóms var talið að óformleg samtöl leiðtoga ríkisstjórnarinnar gætu ekki leyst forsætisráðherra undan þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Yrði að virða Geir það til „stórkost- legs gáleysis“ að hafa látið farast fyrir að taka fyrir á stjórnarfundum þann háska sem yfirvofandi var. Dómarar MDE voru sammála um að sýkna ríkið af kröfum sem varða brot gegn 6. gr. MSE. Einn dómari af sjö skilaði hins vegar sératkvæði varðandi brot gegn 7.  gr. MSE og tók undir þau sjónarmið sem fram komu í atkvæði minnihluta Lands- dóms um að refsiheimildin hafi ekki verið nægilega skýr. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdóms- málið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá [MDE] hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn [MSE],“ segir í yfirlýsingu frá Geir H. Haarde. Hann bætir því við að hann virði niðurstöðu MDE. „Mér finnst skiljanlegt að Geir hafi látið á þetta reyna enda var mál hans mjög merkilegt og um óvenju- leg réttarhöld að ræða,“ segir hæsta- réttarlögmaðurinn Geir Gestsson. „Það kemur mér nokkuð á óvart, miðað við hvað niðurstaða MDE í málinu er afgerandi, að málið hafi fengið efnismeðferð fyrir dómnum í upphafi. Slíkt þýðir oft að þú sért með sterkan málsstað og í raun bjóst ég ekki við fyrirfram að ríkið yrði sýknað,“ segir Geir. Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans en ekki var fallist á rök hans. Einn dómari skilaði sératkvæði í málinu. Hæstaréttarlögmaður segir óvænt hve afdráttarlaus niðurstaðan var í ljósi þess að málið fékk efnismeðferð. Að mati Geirs vann hann Landsdómsmálið efnislega. Hann unir niðurstöðu MDE. FréttAbLADið/viLHELM ArgentínA Óvenjulegur, stakur, stuttur og kraftmikill atburður, lík- legast sprenging, mældist í Suður- Atlantshafi nærri þeirri staðsetn- ingu þar sem horfinn argentínskur kafbátur sást síðast. Frá þessu var greint í gær en kafbáturinn, ARA San Juan, hvarf á miðvikudag. Argentínski herinn greindi frá hinni líklegu sprengingu í gær en alls hafa á annan tug ríkja boðið yfirvöldum þar í landi aðstoð sína við leitina að kafbátnum. Vonir aðstandenda skipverjanna 44 um að áhöfnin væri enn á lífi dvínuðu við þessi tíðindi og greinir BBC frá því að aðstandendur hafi brugðist bæði sorgmæddir og reiðir við þegar þeir heyrðu tíðindin. Aðstandendur voru staddir í sjó- herstöðinni í Mar del Plata þar sem herforingjar sögðu þeim frá spreng- ingunni. Sökuðu sumir aðstandenda herinn um að hafa logið að sér og vakið falskar vonir. Aðrir bentu á ríkisstjórnina sem sögð var ekki hafa fjárfest nóg í hernum og að hún hafi leyft spillingu að grassera innan hans. Áhöfnin hafi þess vegna þurft að sigla óöruggum og hættulegum kafbát. „Þeir drápu bróður minn, helvít- is fíflin. Þeir drápu bróður minn,“ sagði bróðir eins skipverja við arg- entínska dagblaðið Clarin í gær. – þea Áhöfn kafbátsins líklega látin Aðstandendur áhafnarinnar eru reiðir yfirvöldum. NorDicpHotos/AFp Jóhann Óli Eiðsson johannoli@frettabladid.is 2 4 . n Ó v e M b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A g U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 0 -F 0 A 0 1 E 5 0 -E F 6 4 1 E 5 0 -E E 2 8 1 E 5 0 -E C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.