Fréttablaðið - 24.11.2017, Side 18

Fréttablaðið - 24.11.2017, Side 18
Í hlýlegu og fallegu húsi í Hrafnagils- hverfi í Eyjafirði búa hjónin Einar Geirsson og Heiðdís Fjóla Pétursdótt- ir. Í maí á þessu ári misstu þau son sinn í slysi á Eyjafjarðarbraut sunnan Hrafnagils. Óliver Einarssyni, syni þeirra, sem fæddist í síðasta mánuði ársins 2004, er lýst sem uppátækja- sömum og glaðværum orkubolta sem fór sínar eigin leiðir og hafði gaman af lífinu. Þegar þau rifja upp þennan dag segja þau vinnulagið á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa komið þeim á óvart og að betur megi gera þegar hlúð er að aðstandendum í sáru áfalli eftir ást- vinamissi. Fyrsti vinnudagur Ólivers „Hann Óliver er að koma úr vinnu. Það eru þemadagar í skólanum og hann fær leyfi til að gerast vinnu- maður hjá frændfólki okkar að Hranastöðum. Þetta var því fyrsti vinnudagurinn hans sem fjósamaður á Hranastöðum hjá mágkonu minni og svila. Hann var staðráðinn í að vera alvöru vinnumaður þetta sumar,“ segir Einar. „Við höfðum farið yfir hlutina hvaða leið hann skyldi fara til vinnu. Hann fer á hjólinu sínu, er alvanur hjólamaður, og hjólar fyrir utan veg frá heimili sínu að Hrana- stöðum. Hins vegar þarf að fara yfir þjóðveginn á einum stað.“ Óliver var mjög vanur að hjóla og hafði stundað þá iðju um nokkurt skeið. Í eftirmiðdaginn var Óliver svo á leið heim eftir vinnu þegar Einar heyrir sírenuvæl æða í gegnum Hrafnagilshverfið. „Ég var utandyra með strákunum mínum að mála grindverkið, það var góðviðrisdagur og ég heyri sírenuvælið koma. Ég var ekkert að velta því fyrir mér en fannst þetta síðan verða heldur mikið þegar ég heyri bæði í sjúkrabílum og lög- reglu og þeir stansa rétt sunnan við Hrafnagil,“ segir Einar og ákvað þá að hringja upp á Hranastaði og spyrja hvort ekki væri allt í lagi þar. „Þar er mér tjáð að allt sé í stakasta lagi þar og er spurður á móti hvort Óliver sé ekki kominn heim. Þá vissi ég að eitthvað væri að og rauk af stað.“ Þegar Einar kemur að slysstað sér hann hjól sonar síns. Óliver hafði hins vegar verið fluttur í snatri á sjúkra- húsið á Akureyri. „Heiðdís og elsta dóttir okkar eru í bænum að undirbúa fermingu hennar og því koma þær á undan á sjúkrahúsið. Þar lendum við í nokkuð skringilegum aðstæðum,“ bætir Einar við. Tildrög fyrst ókunn „Alvarlegt umferðarslys varð á Eyja- fjarðarbraut vestari rétt fyrir klukk- an 16 í dag. Slysið varð á veginum skammt sunnan við Hrafnagil,“ segir í frétt Vísis af slysinu örlagaríka. Enn fremur segir í tilkynningu lög- reglunnar að strax hafi orðið ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og viðbragðsaðilar hefðu verið sendir á staðinn í hæsta forgangi. Tildrög slyssins voru þau að bif- reið var ekið suður Eyjafjarðarbraut. Þegar Óliver þarf að þvera veginn á litla bifhjólinu sínu verður hann í vegi bifreiðarinnar og lendir undir henni. Keyrt er yfir brjóst hans og hjálmurinn lendir í klafanum undir jeppanum. „Það sem kemur okkur svo mikið á óvart er að bílstjórinn gat ekki með nokkru móti sagt frá því hvað gerðist. Það kemur svo í ljós að hann hafði ekki fundið fyrir högginu þegar hann keyrir yfir drenginn og var því ekki viss um hvort hann hefði verið valdur að slysinu,“ segir Heiðdís Fjóla. „Einstaklingurinn sem kemur að slys- inu sér hann bara einan á götunni því maðurinn sem ók á hann var þá far- Segja ekki haldið nógu vel um fólk í sorg Hjónin Heiðdís Fjóla Pétursdóttir og Einar Geirsson misstu son sinn í maí síðastliðnum. Þau segja viðmót og aðstoð sjúkrahússins á Akureyri ekki hafa verið upp á marga fiska þar sem þau fengu litla sem enga áfallahjálp á slysadeild eftir slysið sunnan Hrafnagils. Hjónin Heiðdís Fjóla Pétursdóttir og Einar Geirsson misstu son sinn Óliver í maí síðastliðnum í slysi sunnan Hrafnagils. Fréttablaðið/Auðunn Við ákváðum bara að opna heimilið. Leyfa fólki að koma og hitta okkur. Einar Geirsson, faðir Ólivers inn af vettvangi til að leita aðstoðar. Þegar hann kemur svo aftur segist hann kannski eiga þátt í þessu en er ekki viss.“ „Maðurinn sem ók á son okkar var 86 ára gamall með mikla heyrnar- skerðingu og maður spyr sig svona eftir á hvað þessi maður var að gera með bílpróf svona á sig kominn,“ segir Einar. „Líklegast vegna þess að hann bjó einn lengst inni í firði og þurfti að komast í búð og aftur heim til sín. Þetta er auðvitað bara ömurlegt slys fyrst og fremst og engum verður kennt um slysið. Einnig verður líka að segjast að við erum á gráu svæði að leyfa honum að fara á hjólinu því hann þarf að þvera þarna veginn. En hann var þrælvanur hjólamaður, það er ekki það,“ segir Einar og Heiðdís Fjóla bætir við: „Hann hefði alveg eins getað lent í þessu slysi á reiðhjóli.“ Ökumaður bifreiðarinnar sem varð Óliver að bana þennan örlagaríka dag varð bráðkvaddur 11 dögum síðar á heimili sínu. Á almennri biðstofu Þegar Heiðdís Fjóla kemur upp á bráðadeildina á sjúkrahúsinu er henni boðið að setjast niður á bið- stofunni innan um veika einstaklinga sem biðu eftir læknatíma. „Maður kemur inn í mikilli geðshræringu, vitandi að barnið mitt er inni alvar- lega slasað. Mér er sagt í móttökunni að bíða í anddyrinu innan um fullan biðsal af fólki. Mér fannst eins og eng- inn vissi hvernig þetta ætti að vera. Ég settist á stól alveg við innganginn á bráðadeildina því mér fannst ég ekki eiga heima þarna. Svo þegar Einar kemur er okkur fljótlega vísað inn í fjölskylduherbergið,“ segir Heiðdís. „Við fáum síðan að fara inn í fjöl- skylduherbergið. Þar bíðum við fregna og manni fannst eins og fólkið væri ekki undirbúið undir áfall sem þetta hjá aðstandendum. Á þessum tíma höfðum við enn ekki fengið neinar upplýsingar um strákinn okkar og hvernig honum liði.“ Þegar þau höfðu beðið inni í fjöl- skylduherbergi á deildinni kemur læknir til þeirra og segir að slysið hafi verið alvarlegt og endurlífgun sé í gangi. Reynsla Einars og Heið- dísar Fjólu af veru sinni á bráðadeild sjúkrahússins á Akureyri þennan dag er ekki góð. Að þeirra mati vantaði ríkara utanumhald um aðstandendur sem biðu. „Hjúkrunarfræðingur sem kom til okkar færði okkur vatn og bauðst til að hringja á prest. Þannig var okkar upplifun. Við fengum enga sálgæslu eða áfallahjálp á sjúkrahús- inu frá starfsmönnum þess á meðan við vorum þar. Það var í raun ekki hlúð að okkur í sorg fyrr en prestur mætir á svæðið."  Bæklingar um næstu skref Það sem Heiðdísi Fjólu finnst erfiðast í minningunni er að hennar mati sú ákvörðun hjúkrunarfræðings að láta hana taka við bæklingum um hvað taki við. „Svo kom hún með þessa helvítis bæklinga. Bæklingar um að nú þurfum við að finna föt handa stráknum okkar, um kistulagningu, að það þurfi að finna prest og fara að undirbúa jarðarför. Þetta er það sem við tökum með okkur af sjúkrahús- inu.“ Heiðdís og Einar telja sig hafa verið á bráðadeildinni í um þrjú korter þar til tveir læknar koma til þeirra með þær fréttir að sonur þeirra, 12 ára gamall, sé látinn. „Það eina sem við fáum svo er að fara út bakdyramegin, með bæklingana í höndunum,“ segir Heiðdís. Erfitt að fá aðstoð við svefn Hjónin lýsa því að þá um kvöldið hafi fjölskyldumeðlimur farið á stúfana til að útvega þeim aðstoð við að sofna þá um nóttina. Mikilvægt hafi verið fyrir þau að hvílast að einhverju ráði. „Svili minn fór í það verkefni fyrir okkur að fá svefntöflur eða eitthvað róandi fyrir okkur svo hægt væri að sofna,“ segir Einar. „Við vorum ekki í neinni stöðu til að leggjast á koddann í því sálar- ástandi sem við vorum í þetta kvöld. Þetta gengur hálf brösuglega en á end- anum fær hann kríaðar út þrjár töflur af Sobril fyrir okkur á sjúkrahúsinu,“ bætir Heiðdís við. „Þegar mágur minn er kominn upp eftir að ná í töflurnar þrjár fær hann yfirlestur um það hversu ávanabind- andi þessar töflur nú séu og bent á rannsóknir þessum orðum þeirra til stuðnings. Við ættum sko að fara varlega,“ segir Heiðdís og er nokkuð niðri fyrir. „Í guðs bænum; við vorum þarna, fjölskyldan, í sjokki heima fyrir eftir að hafa misst barnið okkar og það hefst með herkjum að hjálpa okkur að sofna.“ Félagsauðurinn Það er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í því felst að sam- félagið sem heild, tengsl manna og samheldni búi í sameiningu að upp- eldi barnanna. Þegar lífið gengur sinn vanagang eru þessir kraftar að mestu ósýnilegir. Það er hins vegar í áföllum sem félagsauðurinn verður hverjum manni augljós. Á sama tíma og það tekur heilt þorp að ala upp barn, þá á það einnig við um það þegar kveðja á barn; samfélagið reis upp og aðstoð- aði sem mest það mátti. „Við fengum ótrúlega hjálp í kjöl- farið, segir Heiðdís Fjóla. „Sá hópur sem stendur að handverkshátíðinni steig fram og aðstoðaði við svo margt. Íbúar elduðu fyrir okkur fyrstu dag- ana og sáu til þess að við hefðum tíma til að hugsa um okkur sjálf. Vinir Ein- ars úr kokkasamfélaginu aðstoðuðu við veisluna að lokinni jarðarförinni og svo mætti lengi telja. Þetta gerði svo margt fyrir okkur og við erum svo þakklát fólkinu okkar.“ Einar bætir við að þau hafi fljótlega ákveðið að loka ekki á samfélagið. „Við ákváðum bara að opna heimil- ið. Leyfa fólki að koma og hitta okkur. Bekkjarsystkini barna okkar fengu að koma og ræða við okkur í rólegheit- um, við bara buðum fólki að koma í heimsókn og svo gerðum við jarðar- förina barnvæna,“ segir Einar. „Þetta var ekki týpísk jarðarför, þetta var meira í hans anda, að hafa gaman.“ Fór eigin leiðir Óliver var að sögn foreldra sinna atorkusamur og gerði það sem hann langaði til að gera. „Ef honum leidd- ist í skólanum þá átti hann það til að fara út um gluggann í kennslu- stofunni,“ segir Einar og hlær. Hann hafði gaman af lífinu og við fráfall hans skildi hann eftir nokkurt tóma- rúm í lífi fjölskyldunnar. „Maður þarf Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r16 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 0 -C 4 3 0 1 E 5 0 -C 2 F 4 1 E 5 0 -C 1 B 8 1 E 5 0 -C 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.