Fréttablaðið - 24.11.2017, Síða 40
Við ökum suður með Kleifarvatni, suður í Krýsuvík, sýnum umhverfinu vakandi
áhuga og sjáum að landið hefur
margbreytilega ásýnd. Augljós ein
kenni eru víða um uppblástur og
gróðureyðingu. Þegar við erum
komin langleiðina að Suður
strandar vegi, tekur steininn úr.
Skyndilega umbreytist landið, úr
mýrlendi í gróðursnauða auðn.
Þetta er undravert því við erum
hvorki uppi á hálendi né er hér sér
lega þurrkasamt. Það er í raun fátt
sem þjakar þetta land, ekki annað
en íslenskar aðstæður. Á þessu land
svæði erum við í u.þ.b. 100 m hæð
yfir sjó, u.þ.b. 3 km frá suðurströnd
inni og þarna er sannarlega enginn
skortur á úrkomu. Samt er eins og
gróður hafi verið gerður útlægur
héðan. Myndin sem hér fylgir gefur
ögn fyllri lýsingu, frá miðjum sept
ember þegar gróður er í hámarki.
Brún moldin, hnullungar og berg
mylsna. Hvar er gróðurinn?
Leitum í sögunni til glöggvunar.
Byggð hefur verið í Krýsuvík frá
landnámi og ýmsar sagnir, sumar
æði dularfullar, eru til um landnám
þar. Þetta þótti ein af betri fjár
jörðum landsins um aldir. Örlaga
ríkasta augnablikið í sögu staðarins
tengist því að árið 1880 hóf búskap
í Krýsuvík einn fjárríkasti bóndi
landsins sem flutti þangað af jörð
sinni í VesturSkaftafellssýslu með
um 2.000 fjár. Þessari stóru fjárhjörð
ætlaði hann að beita á stórt land
Krýsuvíkurjarðarinnar, ekki síst á
það land sem hér um ræðir.
Þær áætlanir hafa ekki verið
mótaðar undir heillastjörnu. Hinn
alræmdi níundi áratugur 19. aldar
reið í garð með sína tíðarfarsbresti,
sem m.a. leiddu til mjög aukins
landflótta til Vesturheims.
Það voru sannarlega erfiðir tímar
og um þetta leyti yrkir séra Matthías
um fósturjörðina:
Volaða land,
horsælu hérvistar slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!
Áform bóndans í Krýsuvík fóru
fyrir lítið en það sem meira var,
landgæði glötuðust til langframa.
Veðráttan og búnaður bóndans
flettu landið af gróðri og skógi.
Afrakstursgeta jarðvegsins fauk
sömu leið. Náttúran og maðurinn
unnu hér saman að varanlegri
gróður og jarðvegseyðingu. Í hnot
skurn, harmsaga gróðurs og jarð
vegs í þessu landi.
Landið hefur ekki náð sér síðan
og lengi vel voru engar ráðstafanir
gerðar því til lífs. Gömul örnefni
geyma þó þann hugblæ sem landið
vakti með búendum fyrr á tíð. Para
dís var t.d. nafn á trjálundi sem stóð
undir Geitahlíð, en er nú horfinn.
Öldin er sú 21., ekki sú 19. Annað
tíðarfar, annar tíðarandi. Verkefni
sem kallast Vistvangur er komið af
stað og er unnið að frumkvæði sam
takanna Gróður fyrir fólk í Land
námi Ingólfs (GFF) í samvinnu við
Hafnarfjarðarbæ og með aðkomu
hafnfirskra félaga og stofnana, eins
og t.d. Skógræktarfélags Hafnar
fjarðar, Flensborgarskólans og
grunnskóla í Hafnarfirði. Helsta
markmið með Vistvangi er að færa
landinu líf með notkun lífrænna
úrgangsefna.
Notað verður hrossatað úr
Hafnar firði og ýmislegt annað líf
rænt sem fellur til. Verkefnið hófst
í apríl 2016 með trjáplöntun 140
nemenda úr Flensborg og þegar er
búið að taka við næstum 1.500 rúm
metrum af hrossataði. Ætlunin er
að „nota ferðina“ og virkja skólana
til að stunda útiskóla og að svæðið
megi nýta til ýmissa rannsókna.
Vonir standa til að önnur sveitar
félög á höfuðborgarsvæðinu taki
þátt í verkefninu enda er svæðið
stórt, um 300 ha. Vistvangur er
umtalsverð afborgun landsmanna
upp í skuldina við landið.
Vistvangur – lífgun á örfoka landi
Björn
Guðbrandur
Jónsson
framkvæmda-
stjóri GFF
Jónatan
Garðarsson
formaður Skóg-
ræktarfélags
Hafnarfjarðar
Mynd tekin til vesturs á Vistvangi þann 10. sept. sl. Sjá má móta fyrir Krýsu-
víkurvegi ofarlega yst til vinstri. Arnarfell ofarlega fyrir miðri mynd og Reykja-
nesfjöllin þar að baki. U.þ.b. 3 km eru til sjávar. Græni liturinn sem sést móta
fyrir kemur upp úr taðhrúgum sem þar bíða uppgræðslu næsta árs.
Mynd frá Vistvangi þann 9.okt sl. Stóra-Eldborg í baksýn, Geitahlíð til vinstri.
Næst er tað sem dreift var 2017, um miðja mynd er gróðurþekja sem lögð
voru drög að á upphafsárinu 2016 og fjær sjást taðhaugar sem koma til
dreifingar árið 2018.
Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án
tillits til kynferðis, trúarbragða, skoð
ana, þjóðernisuppruna, kynþáttar,
litarháttar, efnahags, ætternis og
stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna
að verulega skortir á það hér á landi að
eftir þessu sé farið.
Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu
(MSE) var lögfestur hér á landi árið
1994 og nokkur helstu efnisatriði hans
í kjölfarið tekin upp í stjórnarskrána
var því almennt fagnað af þeim sem
láta sig slík málefni einhverju varða.
Staðreyndin er hins vegar sú að erfið
lega hefur gengið að fá dómstóla og
ákæruvald hér á landi til að fara eftir
þessum reglum þegar á hefur reynt.
Í september sl. gekk dómur í
Hæstarétti þar sem ákvæði MSE um
bann við tvöfaldri refsingu og tvö
faldri málsmeðferð út af sama atviki
var til sérstakrar umfjöllunar. Hér var
mikið í húfi, því að Mannréttinda
dómstóll Evrópu hafði fyrr á þessu ári
komist að niðurstöðu um að brotið
hefði verið á tveimur mönnum hér á
landi með dómi Hæstaréttar í sam
kynja máli. Hæstiréttur ákvað að sjö
dómarar skyldu dæma í þessu máli.
Allir sjö dómararnir höfðu sakfellt
menn í samkynja málum áður, en
nú skyldi verða til nýtt dómafordæmi
til framtíðarbrúks. Niðurstaðan er
öllum kunn – sex dómarar af sjö fóru
ákveðna hjáleið framhjá kjarna máls
ins og kváðu upp dóm sem er í sam
ræmi við fyrri afstöðu réttarins.
Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar
hefur engu að síður leitt til þess að
ákæruvaldið hefur ákveðið að fylgja
ekki eftir refsikröfum í allmiklum
fjölda mála sem voru til meðferðar
á þeim tíma sem dómur Hæsta
réttar gekk í september. Jafnframt
hefur ákæruvaldið ákveðið að fylgja
öðrum samkynja málum eftir fyrir
dómi og hafa þar uppi ítrustu refsi
kröfur. Af dæmum sem undirritaður
hefur séð virðist það ráða ákvörðun
ákæruvaldsins í þessum málum, að
hafi sakborningur ákveðið að skjóta
ágreiningi um skattskyldu til yfir
skattanefndar og ekki fengið álagn
ingu fellda niður þar skuli hann fá að
svara til saka fyrir dómi líka.
Jafnræðisreglu ekki fylgt
Í þessum tilvikum er augljóst að
áðurnefndri jafnræðisreglu stjórnar
skrárinnar er ekki fylgt. Meðan regl
unni um bann við tvöfaldri refsingu
er fylgt gagnvart sumum eru aðrir
sóttir til saka fyrir dómi án tillits
til reglunnar. Hér er ekki um tilvilj
anir að ræða, heldur ákvarðanir sem
teknar eru að yfirlögðu ráði.
Ég skora á embætti héraðssak
sóknara að birta hið fyrsta opinber
lega upplýsingar um eftirfarandi:
l Hve mörg mál voru í biðstöðu
hjá embættinu meðan beðið var
dóms í hæstaréttarmálinu nr.
283/2016? Í hve mörgum þeirra
hafði sakborningur borið ágrein
ing um skattskyldu undir yfir
skattanefnd?
l Í hve mörgum þessara mála hafði
verið gefin út ákæra og hve mörg
voru á rannsóknarstigi hjá emb
ættinu?
l Hve mörg málanna sem ákært
hafði verið í hafa verið eða stendur
til að fella niður af ákæruvaldinu?
Í hve mörgum þeirra hafði sak
borningur borið ágreining um
skattskyldu undir yfirskatta
nefnd?
l Hve mörg málanna sem voru til
rannsóknar hjá embættinu hafa
verið felld niður? Í hve mörgum
þessara mála hafði ágreiningur
um skattskyldu verið borinn undir
yfirskattanefnd?
Eru allir jafnir fyrir lögum?
Ragnar Halldór
Hall
lögmaður
Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heima
byggð hans. Orð hans voru eftir
minnileg og opnuðu mér glugga að
viðhorfi fólks um allt land, jafnvel
óháð trú eða vantrú. Hann sagði:
„Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan
er hluti af okkur. Við viljum halda
í hana og hafa hana fallega.“ Svo
skýrði hann mál sitt og mér vitrað
ist að kirkjan var honum mun meira
en bara guðsþjónusturými. Hún
var manninum tákn um líf fólksins
hans, sögu þess og menningu. Víða
hef ég heyrt fólk tala með svipuðum
hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra
eru ástarsögur, ekki um spýtur,
steypu og gler, heldur um líf fólks
og menningu.
Kirkjuhúsin þjóna ekki einu
heldur mörgum og mismunandi
hlutverkum. Ferðafólk á leið um
landið vitjar þeirra. Margir skoða
kirkjur og garðana umhverfis þær
vegna þess m.a. að þar eru menn
ingarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf
fólks í sókninni og getu samfélags
ins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu
falleg og þykir ótækt að þau grotni
niður þó erfitt sé að finna fé til að
kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel
haldið við eftir að allt fólk er flutt úr
sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð
um mikilvægustu athafnir í lífi fólks,
staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri
umgjörð á að vera í samræmi við
inntakið.
Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu
viðkomandi byggðar og samhengi
þeirra kynslóða, sem eiga sér sam
eiginlegan helgidóm, jafnvel um
aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa
til gilda og tilgangs. Hvert sam
félag þarfnast skírskotunar um sið
og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki
aðeins því hlutverki að teikna línur
í landslag, vera kennileiti í sveit eða
augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús
eru tákn um að mannfélag eigi sér
dýpri rök og gilt samhengi, sem
ekki bregst í hverfulum heimi. Það
er skírskotun helgistaða.
Ástartjáning fólks gagnvart
kirkjum þeirra heillar. Og rímar við
ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristn
innar um að lífið sé gott og dauðan
um sterkara. Við mannfólkið erum
aðilar þeirrar sögu.
„Meðan kirkjan stendur mun
þessi byggð standa,“ var sagt um
kirkju í VesturSkaftafellssýslu.
Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við
höfum til menningar okkar. Við
seljum ekki eða förgum því sem við
elskum heldur verndum og gætum.
„Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona
við mig og átti bæði við húsið og
erindi hennar. Góðar ástarsögur
hrífa.
Ástarsögur
Kirkjur eru gjarnan tákn um
sögu viðkomandi byggðar og
samhengi þeirra kynslóða,
sem eiga sér sameiginlegan
helgidóm, jafnvel um aldir.
Sigurður Árni
Þórðarson
prestur
Meðan reglunni um bann
við tvöfaldri refsingu er fylgt
gagnvart sumum eru aðrir
sóttir til saka fyrir dómi án
tillits til reglunnar. Hér er
ekki um tilviljanir að ræða,
heldur ákvarðanir sem
teknar eru að yfirlögðu ráði.
Þegar við erum komin
langleiðina að Suður-
strandarvegi, tekur steininn
úr. Skyndilega umbreytist
landið, úr mýrlendi í gróður-
snauða auðn.
visir.is Sjá má lengri útgáfu
greinarinnar á Vísi.
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r38 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
1
-2
B
E
0
1
E
5
1
-2
A
A
4
1
E
5
1
-2
9
6
8
1
E
5
1
-2
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K