Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 46

Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 46
Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 30% VALDAR VÖRUR TILBOÐ GILDIR 22-26. NÓV Íris Lind segir minnst tvær ættir á landinu bera eftirnafnið Santos og að enginn skyldleiki sé þar á milli. MYND/ERNIR Ég er handviss um að eiga enn fleiri systur eða bræður því margar íslenskar konur lifðu í skömm á þessum árum þegar það þótti mikið tabú að deita útlending og hvað þá skáeygðan,“ segir Íris sem er fædd 5. desember 1977 og ber nafn móður sinnar að eftirnafni. „Pabbi var karatekennari sem kom til Íslands með Bandaríkjaher og þjálfaði hermenn í bardaga- listum á Vellinum. Hann var mikill sjarmör, þótt ekki væri hann hár í loftinu, eða 159 sentimetrar, og var einn af stofnendum Karate- félagsins Þórshamars þar sem hann kenndi ungum og fallegum konum sem heilluðust af hæfileikum hans í karate,“ segir Íris um föður sinn Reyni Santos sem kom ötullega að karatekennslu þegar hann bjó á Íslandi. „Þegar pabbi hætti að starfa fyrir herinn festi hann ráð sitt og eignað- ist enn fleiri börn. Hann er rafeinda- virki og rak verkstæði þar sem hann varð til dæmis frægur fyrir að búa til svokallaða sjóræningjalykla. Í þá daga afhenti Stöð 2 afruglara fyrir dagskrána en pabbi fékk nokkra lykla sem hann útbjó þannig að eitt númer dugði á þá alla. Þetta var óvinsælt og var pabbi heimsóttur í beinni útsendingu og tekinn í bakaríið fyrir að leyfa vinum sínum að njóta dagskrár Stöðvar 2 á einu og sama númerinu,“ segir Íris og brosir í kampinn að minningunni. Þegar Íris var tíu ára stóð hún í þeirri meiningu að hún væri einka- barn. „Þá hringir ein af barnsmæðrum pabba með þá sniðugu hugmynd að ná okkur systkinunum saman. Ég heyrði hvert orð sem sagt var í símtólið og þegar mamma sagði nei, sagði ég jú, ég vil hitta þau! Þar með kynnist ég óvænt sex systkinum en einn var enn týndur. Við erum öll í góðu sambandi í dag,“ segir Íris og er hamingjusöm með afdrifaríka Íslandsdvöl föður síns sem skilaði af sér mörgum fögrum ávöxtum. „Ég er auðvitað þakklát fyrir frjó- semi pabba því hennar vegna er ég til og á yndislegt líf. Þau mamma voru kærustupar í stuttan tíma og það var þeirra síðasta nótt saman þegar ég kom undir. Í æðum mínum rennur því íslenskt blóð en líka filippseyskt, kínverskt og spænskt frá pabba. Ég hef útlitið líka að mestu frá pabba en hann virðist samt hafa verið búinn með eitthvað af litarefnunum þegar kom að mér,“ segir hún hláturmild og gullfalleg. Systkini Írisar samfeðra eru fædd á 22 ára tímabili og eru bæði tvö elstu og tvö yngstu alsystkin. „Ég er einhvers staðar í miðju systkinahópsins og komst aðeins í kynni við pabba á unglingsárunum en nú býr hann í Suður-Afríku með lítil sem engin tengsl við börnin sín á Íslandi.“ Heilluð af skordýrum Íris og móðir hennar, Vera Lind Þorsteinsdóttir, eru samrýmdar og segir Íris móður sína hafa staðið sig frábærlega sem einstæð móðir. „Mamma er hörkukvensa sem lét ekkert stoppa sig og var dugleg að gera það sem henni datt í hug. Hún var ein fyrstu kvenna sem unnu á skurðgröfu og komst í fréttir fyrir þær sakir að hafa klesst niður staur, en það hefði vart þótt tiltökumál ef um karl hefði verið að ræða. Ég hef alltaf verið stolt af mömmu sem sótti mig stundum á skurðgröfu í leikskólann, sem fæst börn fá að upplifa,“ segir Íris. Þær mæðgur flökkuðu á milli landshluta þegar Íris var 3 til 6 ára. „Þá réð mamma sig sem ráðskona í sveit og ég undi mér vel í sveitinni. Bændurnir voru einstæðir karl- menn sem sumir ætluðust til þess að mamma ynni líka næturvinnu í bólinu en hún vildi það bara alls ekki og tók okkur þá upp og við fórum á næsta stað,“ segir Íris sem naut sín ekki síst innan um dýrin. „Ég hef sérstakan áhuga á skor- dýrum. Ég er ekkert hrædd við að handfjatla skorkvikindi og mér þykja þau heillandi. Um daginn sá ég í sjónvarpinu fólk sem hámaði í sig risastórar, hvítar og sprelllifandi lirfur beint upp úr jörðinni og þegar ég sá hvernig fólkið át lirfurnar af nautn fékk ég nánast vatn í munn- inn,“ segir Íris og hlær dátt. Efast ekki um tilvist Guðs Trú er stór þáttur í lífi Írisar og á uppvaxtarárunum fóru mæðgurnar alltaf með bænir fyrir svefninn. „En það er eitt að fara með bænir eins og ljóð og vita að Guð sé til staðar, en annað að uppgötva að til- vist hans sé raunveruleg. Að upplifa nærveru einhvers sem er svo miklu stærri og æðri en maður sjálfur, og að hann sé í alvöru að hlusta á bænir manns og svara þeim. Þá verður trúin miklu persónulegri en það gerðist ekki fyrr en ég kynnist Jesú í gegnum Krossinn,“ útskýrir Íris sem var unglingur þegar hún fylgdi elstu systur sinni á samkomu í Krossinum og ekki varð aftur snúið. „Helmingur ævi minnar fór í kirkjulíf Krossins og þar fann ég líka eiginmann minn í gítarleikara kirkjunnar, Emil Hreiðari Björns- syni. Mér fannst hann skemmti- legur karakter með flottar hendur og flottan háls,“ segir Íris sem gafst Emil sumarið 1998, þá tvítug að aldri. Saman eiga þau þrjú börn. „Ég fór í Hússtjórnarskólann til að undirbúa mig því ég vildi verða óaðfinnanlega góð eiginkona. Ég er þó lítt gefin fyrir heimilisstörf og vil vinna úti. Námið var gagnlegt fyrir unga brúði og handavinnan höfðaði sérstaklega til mín,“ segir Íris sem langaði að verða járnsmiður eftir nám í hönnun, en hafði ekki nægan metnað til að ljúka því námi. Hún starfar nú sem deildarstjóri, vakt- stjóri og trúnaðarmaður hjá Rúm- fatalagernum. „Ég vann um tíma í Tónlistarhúsi Kópavogs en var þar yngst á fjögurra manna vinnustað og fann mig ekki sökum þess hve ég er félagslynd. Ég vil hafa líf í tuskunum, fullt af fólki í kringum mig og Rúmfó er einstak- lega skemmtilegur vinnustaður.“ Íris er nú í hvítasunnusöfnuð- inum í Fíladelfíu. „Eftir að hafa tileinkað Kross- inum stóran hluta lífs míns var það áfall þegar hann hrundi eins og spilaborg árið 2011. Það þurfti tíma til að jafna sig á slíku. Maður getur ofkeyrt sig í þjónustu og þótt verkefnin séu göfug og gefandi má ekki gleyma að hlúa að sjálfum sér og fjölskyldunni. Það hafði ég gert. Ég stíg því enn varlega til jarðar og tek aðeins að mér verkefni sem mig langar að taka þátt í og treysti mér til,“ segir Íris, en þau hjónin hafa tekið að sér að leiða lofgjörð og söng í hinum ýmsu kirkjum, þar á meðal Fíladelfíu, Kefas, Catch the fire og Smárakirkju. „Ég skynja návist Guðs á hverjum degi og er ekki í neinum einasta vafa um að Guð sé til. Hann er eins raunverulegur fyrir mér og að ég er að tala við þig. Mér þætti ekki eins létt að takast á við lífið ef ég ætti ekki Guð að. Hann er mitt haldreipi í lífinu og ég get lagt allt í hendur Hans, börnin mín, heimilið, fjár- haginn; hvað sem er. Ég á öryggi og hvíld í Guði og vildi ekki skipta á því fyrir nokkurn hlut.“ Ekki tilbúin að verða fertug Íris stendur á fertugu 5. desember næstkomandi. Sama dag og hún syngur einsöng á jólatónleikum Fíladelfíu, sem landsmenn hafa notið að hlýða á á Stöð 2 undan- farin aðfangadagskvöld. Hún hefur lengi starfað með Óskari Einarssyni sem stjórnað hefur kór Fíladelfíu í áraraðir. „Jólatónleikarnir hafa oftar en ekki farið fram á afmælisdegi mínum og ég hef meira að segja fengið afmælissöng frá öllum salnum. Ég vona bara að látið verði sem ég sé tvítug en ekki fertug ef fólk brestur í söng á stórafmælinu því ég er ekki tilbúin að verða fertug né líður mér eins og fertugri frú,“ segir Íris og hlær. Hún mun líka syngja einsöng með gospelkór Óskars á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Hörpu í desember. „Ég elska kröftugt gospel en líka svokallaða gráttónlist sem snertir svo við manni að maður á bágt með að halda aftur af tárunum. Annars finnst mér gaman að syngja allt á milli himins og jarðar, og mamma stóð sig vel í tónlistaruppeldinu heima með óperur, þungarokk, harmóníkutónlist, dægurtónlist og allt þar á milli,“ segir Íris sem árið 2012 tók þátt í undankeppni Euro- vision með lagið Aldrei segja aldrei. „Lagið og textinn er eftir bróður minn sem ég hafði þá nýlega kynnst. Ég væri vissulega til í að taka þátt sem sólóisti í Eurovision, ef ég hefði trú á laginu, en mér líður ótrú- lega þægilega í bakröddum og fór utan með Svölu sem var ógleyman- leg upplifun.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 1 -2 6 F 0 1 E 5 1 -2 5 B 4 1 E 5 1 -2 4 7 8 1 E 5 1 -2 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.