Fréttablaðið - 24.11.2017, Side 50

Fréttablaðið - 24.11.2017, Side 50
Eliza og Eva María ræddu við konur sem halda til í Zaatari-búðunum og sækja griðastaði UN Women þar sem konur og börn þeirra hljóta vernd, öryggi og atvinnutækifæri. Nú stendur yfir söfnun fyrir nýbakaðar mæður á þessum slóðum undir heitinu Elsku mamma. Jólagjöf UN Women er mömmupakki fyrir nýbakaða móður í Zaatari-flótta- mannabúðunum í Jórdaníu. Eva María segir að fyrirfram hafi ferðalagið á þessar slóðir verið dálítið kvíðvænlegt. „Ég þekki mig ekki á þessum slóðum og þær fregnir sem berast hingað vitna allar um hörmungar og gríðarlega erfiðleika enda var áfangastaður- inn Zaatari-flóttamannabúðirnar sem eru staðsettar einungis 15 km frá landamærum Sýrlands. Þegar við mættum á staðinn upplifði maður svo mikla gestrisni, þakk- læti og gæsku. Allir voru ánægðir að fá gesti frá fjarlægum stað sem létu sér annt um ástand fólks og vildu miðla því til Íslendinga og hugsanlega fleiri. Samt fann maður líka fyrir vonleysi víða og gríðar- legum söknuði eftir þeim sem féllu í stríðinu í Sýrlandi. Þessi sorg hvílir yfir öllu þó að fólk brosi og geri að gamni sínu inni á milli,“ segir hún. Bágar aðstæður Eva María hafði ekki áður komið lengra austur en til Tyrklands og eina landið sem hún hafði heim- sótt sunnar var Mósambík en þangað fór hún á vegum Unicef árið 2008. „Ég hafði aldrei séð flóttamannabúðir áður og var bæði forvitin og spennt að dvelja nokkra daga á slíkum stað og vinna með fólkinu sem á þar heimili. Ég hafði auðvitað kynnst fólki frá arabíska menningarsvæðinu en þarna kynntist ég því á annan hátt og mjög innilegan. Það var mikið að gera þegar komið var á staðinn því eftir því sem leið á ferðina vildi fólk segja okkur meira frá sínum upplifunum og aðstæðum, sömuleiðis var fólk þakklátt fyrir að eftir því væri munað. Það gæti gerst að heilu kynslóðirnar alist upp í flótta- mannabúðum við bágar aðstæður og lendi í gildru fátæktar sem erfitt er að brjótast úr. Möguleikar þessa fólks til að njóta sín í lífinu eru ekki miklir. Þess vegna var mikilvægt fyrir það að fá utanað- komandi gesti til að minna á og miðla raunveruleika þess, hvetja fólk til að leggja hönd á plóg til að hjálpa til við að leysa úr vandanum sem risastórar flóttamannabúðir valda,“ segir Eva María. Gestrisni Þegar hún er spurð hvort ferðin hafi breytt sýn hennar á eigið líf, svarar Eva María: „Ferðin breytti mikið sýn minni á eigin vandamál. Mér finnst þau mjög auðkljúfanleg eftir að hafa séð hvernig fólk dregur fram lífið á slíkum stað. En svo þarf maður að muna að bera virðingu fyrir sínum eigin viðfangsefnum eða vandamálum og halda áfram að vinna í þeim, líta ekki niður á þau þótt vanda- mál annarra séu stærri og snúist bókstaflega um skilin á milli lífs og dauða. Fyrir ferðina var ég friðar- sinni en nú hef ég séð og fundið hinn nístandi sársauka sem stríð og vopnaskak veldur. Maður hefur því ímugust á stríðsrekstri og vildi svo gjarnan að mannkynið tæki stórstígum framförum í að leysa ágreining. Það væri kraftaverk. Mér er eftirminnilegust heim- sókn til sjö manna fjölskyldu sem bjó í tveimur gámum. Þarna voru aðstæður mjög bágbornar, þó kannski ekki á mælikvarða búðanna almennt. Allir sofa í flatsæng á gólfinu og hengja fötin sín á nagla sem standa út úr vegg. Samt voru börnin að stefna á að læra lögfræði, tónlist og sjálfsvörn, rétt eins og börnin hér á landi. Þau höfðu áhugamál og metnað og foreldrunum var umhugað um möguleika þeirra til að eiga gott líf óháð því að þau væru að Fyrir ferðina var ég friðarsinni en nú hef ég séð og fundið hinn nístandi sársauka sem stríð og vopnaskak veldur. Maður hefur því ímugust á stríðsrekstri og vildi svo gjarnan að mannkynið tæki stór- stígum framförum í að leysa ágreining. Það væri kraftaverk. Elín Albertsdóttir elin@365.is Upplifði nístandi sársauka Eliza Reid forsetafrú og Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari-flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Eva María segir ferðina erfiða reynslu. Eliza með nokkrum konum í flóttamannabúðunum. Það fæðast 60-80 börn í flóttamannabúðunum í hverri viku. Eva María segir að gestrisnin hafi verið ótrúleg hjá íbúum í Zaatari. alast upp í flóttamannabúðum. Ég gleymi þessari heimsókn aldrei og gestrisninni sem ég upplifði þarna, né heldur voninni í börnunum og áhyggjum foreldranna,“ segir Eva María og bætir við að umhyggjan hér á landi komi upp í hugann en sem betur fer eru margir tilbúnir að hjálpa og vinna í þágu þeirra sem búa við þessar hræðilegu aðstæður. „Það er ómetanlegt fyrir þá sem lifa sem flóttamenn í augnablikinu að fólki standi ekki á sama og það sé í raun tilbúið að gera eitthvað.“ Enginn tannlæknir Annað sem kom henni á óvart var tannheilsa fólksins. „Það sem ég hafði ekki hugsað út í fyrr en ég kom á staðinn var tannheilsa fólks í þessum aðstæðum. Þó hún varði sjaldnast hvort menn lifa eða látast þá var eftirtektarvert hvað skortur á vatni hefur mikil áhrif á tannheilsu allra á svæðinu. Börnin voru mörg með brenndar tennur og drekka sennilega meira af gosi og söfum en hreinu vatni. Einnig voru margar ungar konur búnar að missa einhverjar tennur og maður hugsaði til þess að tannlæknar og aðrir sérfræðingar um tannheilsu þyrftu að láta til sín taka á slíkum svæðum með því að sameinast um átak fyrir fólk í flóttamanna- búðum.“ Ómetanleg hjálp UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra þar sem konurnar hljóta vernd, öryggi og atvinnutækifæri og börn þeirra fá daggæslu. Á griðastöðum UN Women hafa konur á flótta tæki- færi til að afla sér tekna með því að sauma ungbarnaföt og burðar- rúm fyrir alla nýbura sem fæðast í búðunum. Nú er ískalt á þessum slóðum og lífsskilyrði erfið. Um 80 þúsund manns búa í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi. Yfir 64.000 íbúanna eru konur og börn þeirra. 60-80 börn fæðast í búðunum í hverri viku. Mömmupakki UN Women kostar 3.990 krónur og fæst hjá unwomen.is eða í síma 552-6200. Við pökkum inn jólunum með bestu jólatónlistinni! Jólastöðin þín 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 1 -3 5 C 0 1 E 5 1 -3 4 8 4 1 E 5 1 -3 3 4 8 1 E 5 1 -3 2 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.