Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 56

Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 56
Svartur föstudagur hefur markað upphaf jólaverslunar í Bandaríkjunum frá árinu 1951. Dagurinn er alltaf fjórði föstudagur í nóvember og miðast við þakkargjörðarhátíðina sem er fjórða fimmtudag í nóvember en hún er brennidepill verslunar fram að þessum degi. Verslunar- eigendur hafa haft fyrir sið að opna búðir sínar eldsnemma daginn eftir, föstudaginn svarta, klukkan sex, fimm og jafnvel fjögur á morgnana. Og viðskipta- vinir láta sig margir hverjir hafa það að gista í tjöldum fyrir framan verslanir til að komast sem fyrst inn þegar opnað er. Ástæðan er gríðargóður afsláttur og tilboð sem gilda aðeins þennan dag. Sögulega þótti ekki við hæfi að auglýsa jólavarning fyrr en eftir að þakkargjörðarhátíðinni, sem sameinar alla Bandaríkjamenn, var lokið og er þessi tilboðsdagur viðbragð kaupmanna til þess að koma jólaversluninni af stað af krafti. Svarta viðurnefnið á deginum á sér ýmsar skýringar. Ein er sú að á þessum degi breyttust hagn- aðartölur verslana úr rauðu sem þýðir mínus yfir í svart sem þýðir að þær séu í plús og önnur eldri skýring segir að liturinn vísi til þess að verkamenn hafi stundað að tilkynna veikindi þennan dag til að ná sér í fjögurra daga helgi en föstudagurinn eftir þakkargjörðar- daginn er ekki opinber frídagur og þar af leiðandi ekki rauður dagur í dagatalinu heldur svartur. Aðrir segja að það vísi í umferðaröng- þveitið sem skapast þegar allir flykkjast í verslanir til að ná sér í jólagjafir á góðu verði. Þá eru sumir sem benda á ofbeldisverk sem hafa verið framin af kaup- glöðum viðskiptavinum. Eitt það óhugnanlegasta er þegar æstur múgur tróð öryggisvörð undir í Valley Stream, smábæ í New York ríki, árið 2008 með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Þá hafa fjölmargir látist af skotsárum í bardögum um bílastæði, stað í röð eða síðasta eintakið af vöru á einstöku tilboðsverði og kona ein í Kaliforníu sprautaði piparúða á fólk sem var á undan henni í röð í leikfangaverslun. Síðustu ár hefur stór kúfur af svarta föstudeginum færst yfir í netverslun mánudaginn eftir sem hefur verið kallaður Cyber Monday eða netheimamánudagur. Þetta dregur vissulega úr slysum og ofbeldi, í raunheimum að minnsta kosti. Netmánudagurinn er svar minni söluaðila við föstudeginum svarta og er mest keypt af fatnaði og tískuvörum þann dag og mun meira en á föstudeginum. Neytendasamtök víða um heim hafa bent á að eins og með aðra afslætti borgi sig samt að athuga hversu mikill afslátturinn er í raun og veru með því að bera saman fyrri verð á vörum við verð með afslætti á stórtilboðsdögum og ekki láta glepjast af smitandi kaupgleðinni. Hérlendis hefur svartur föstu- dagur eða svartur fössari eins og sumir vilja kalla hann náð æ meiri fótfestu, fyrst í netverslun en nú má sjá honum stað í raftækja- verslunum, ritfangaverslunum og jafnvel hefur það gerst að bif- reiðaumboð bjóða einstök tilboð á þessum degi. Markar upphaf jólaverslunar Jólaverslunin hefst ekki fyrr en fimm vikum fyrir jól í Bandaríkjunum en þá spýtir fólk líka heldur betur í lófana. Hugtakið „svartur föstudagur“ á sér langa sögu í Bandaríkjunum en hérlendis er tiltölulega stutt síðan sá siður verslunareigenda að bjóða mikinn afslátt fjórða föstudag í nóv- embermánuði náði fótfestu. Jólakötturinn kemur í heimsókn í C is for Cookie á sunnudaginn. Jólabækurnar flæða nú yfir land og lýð og því bera vitni fjölmörg upplestrarkvöld sem haldin eru víða um land. Á kaffihúsinu C is for Cookie sem stendur við Óðinstorg verður lesið úr jólabókum í næstu viku og eitthvað fram eftir jólaföst- unni. Á sunnudaginn klukkan tvö verður áherslan á barna- og ungl- ingabækur en þá lesa Brian Pilk- ington og Sævar Helgi Bragason úr nýútkomnum bókum sínum um jólaketti og geimverur. Næsta þriðjudagskvöld, 28. nóvember, klukkan átta verður áherslan á ævisögur og endurminningar en þá lesa Silja Aðalsteinsdóttir, Jón Gnarr og Sigmundur Ernir Rúnarsson úr verkum sínum og fimmtudags kvöldið 30. nóvem- ber klukkan átta eru það svo Gísli Pálsson, Adolf Smári Unnarsson og Orri Páll Ormarsson sem fá sviðið með bækur sínar. Á dag- skránni í desember eru meðal annars ljóðakvöld 5. desember og sitthvað fleira sem kemur í ljós þegar nær dregur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir en nánari upplýsingar má fá á Facebook-síðunni C is for Cookie. Lesið úr jólabókum við Óðinstorg 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N Óv e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 1 -3 A B 0 1 E 5 1 -3 9 7 4 1 E 5 1 -3 8 3 8 1 E 5 1 -3 6 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.