Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 66

Fréttablaðið - 24.11.2017, Page 66
S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð KörFuBoLti Flestum körfubolta- áhugamönnum kom það mikið á óvart þegar bandaríski körfu- boltamaðurinn Kyrie Irving tók þá ákvörðun síðasta sumar að hann vildi losna frá Cleveland. Hann var í risastóru hlutverki hjá einu allra besta liði NBA-deildarinnar, var búinn að vinna meistaratitilinn einu sinni og spila til úrslita um titilinn þrjú ár í röð. LeBron James var vissulega ennþá kóngurinn í Cleveland en LeBron er ekkert unglamb lengur og margir sáu fyrir sér Kyrie Irving taka við Cleveland-liðinu í næstu framtíð. Laus úr skugganum Kyrie Irving var hins vegar kominn með nóg af því að vera í skugga kóngsins í Cleveland. Hann vildi sýna það og sanna að hann væri klár í að vera aðalmaðurinn í sínu liði. Körfuboltaspekingar hafa ekkert klikkað á því að hrósa hæfileikum Kyries Irving á síðustu árum og margir hafa þakkað frammistöðu hans það að Cleveland náði að tryggja sér NBA-titilinn með sigri í oddaleiknum eftirminnilega árið 2016. Það var hins vegar enginn að fara að segja að Cleveland væri liðið hans Kyries Irving. Kyrie var að festast í Robin-hlutverkinu þegar bestu ár hans voru fram undan og hann vildi fá sitt lið. Skiptin á milli Boston og Cleve- land voru ein stærsta fréttin í NBA á síðustu árum og í framhaldinu mátti Kyrie Irving þola ýmislegt á samfélagsmiðlum og annars staðar. Aftur með súperstjörnu Kyrie Irving gat aftur á móti ekki verið ánægðari og hefur verið að upplifa sannkallaða draumadaga allar götur síðan hann klæddist Boston-treyjunni í fyrsta sinn. Frammistaða hans og liðsins á tímabilinu til þessa hefur ekki aðeins fullvissað hann sjálfan um að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun heldur einnig sannfært allan körfu- boltaheiminn um að Kyrie Irving var maður sem gat borið kórónu líka. Stuðningsmenn Boston Celtics fagna því á móti að liðið er aftur komið með súperstjörnu í sitt lið. Isaiah Thomas og fleiri hafa verið stjörnuleikmenn með liðinu á síð- ustu árum en framganga Kyries í upphafi tímabils sýnir þeim hvern- ig er að hafa súperstjörnu í sínum röðum. Tölfræði Kyries Irving hefur þó ekki tekið neinum stakkaskiptum á nýjum stað. Hann er meira að segja með aðeins lakari meðaltöl í Boston en í Cleveland. Þegar á reynir er Kyrie hins vegar alltaf klár að taka af skarið á úrslitastundu og í sigurgöngunni var það öðru fremur stórbrotin spilamennska hans sem skildi á milli. Efni í nýtt meistaralið Sigursælu liðin hans Larrys Bird og liðin hans Bills Russell unnu bæði aðeins einu sinni fleiri leiki í röð en Boston Celtics á síðustu fimm vikum. Bill Russell vann ellefu meistaratitla með Boston-liðinu og Larry Bird og félagar bættu þremur við á níunda áratugnum. Nú sjá stuðningsmenn Boston aftur efni í meistaralið í Boston Garden. Boston Celtics er varnarlið með sterka liðsheild þar sem þjálfarinn Brad Stevens hefur gert frábæra hluti með misgóðan mannskap síðustu ár. Kyrie Irving hefur smollið inn í liðið og án þess að breyta grunngildum Celtic-manna. Hann er frábær sóknarmaður sem skorar á þig úr öllum áttum og frá öllum stöðum á vellinum en hann er einnig viljugur varnarmaður og stórkostlegur sendingamaður. Celtics- liðið er því að fá hugrakkan og hæfileikaríkan leikmann til að gera út um jafna leiki á sama tíma og sá hinn sami fellur vel inn í menn- ingu liðsins. Það er þó enn frekar spila- mennska Kyries á lokamínútum jafnra leikja sem eru að koma honum inn í umræðuna um mikil- vægasta leikmann deildarinnar. Allt í einu í MVP-umræðunni Kyrie var aldrei inni í þeirri umræðu sem liðsfélagi LeBrons James en menn fá stjörnur í augun við að skoða tölfræði hans á úrslitastundu í vetur. 65 stig, 62 prósenta skot- nýting, 10 stoðsendingar og enginn tapaður bolti á 38 mínútum á síð- ustu fimm mínútum í leikjum þegar munur á liðunum hefur verið fimm stig eða meira. Þetta eru MVP-tölur. Boston vann svo sannarlega í happadrættinu með þessum skipt- um en á móti hefur ólukkan bankað nokkrum sinnum upp á á tímabil- inu. Boston landaði einum stærsta bitanum á markaðnum í sumar þegar Gordon Hayward samdi við liðið en hann fótbrotnaði á hræði- legan hátt eftir aðeins sex mínútur í fyrsta leiknum. Al Horford missti af leikjum eftir höfuðhögg, Kyrie var sleginn út í einum leiknum á fyrstu mínútu og Jaylen Brown spilaði þrátt fyrir að hafa misst einn sinn besta vin. Boston-liðið hélt áfram þrátt fyrir öll áföllin og hélt áfram að vinna leiki sína. Hörkutól eftir þungt högg Hafi eitthvað sannfært stuðnings- menn Boston endanlega um að Kyrie væri fyrir alvöru maðurinn sem gæti leitt liðið til metorða þá er það frammistaða hans eftir að bein brotnaði í andliti hans við þungt slysahögg frá samherja. Kyrie missti bara af einum leik og mætti til baka með grímu og í hetjustuði. Hann hjálpaði Boston að vinna meistarana í Golden State og skoraði síðan 77 stig úr aðeins 34 skotum í sigurleikjum á Atlanta og Dallas. Sigurgangan endaði reyndar með tapi á móti Miami Heat í fyrri- nótt en stuðningsmenn Boston geta þakkað fyrir margt um þessa þakkargjörðarhátíð og flestir þeirra munu örugglega þakka fyrir að einn Kyrie Irving klæðist nú grænu. ooj@frettabladid.is Kyrie Irving er fullkominn fyrir Boston Celtics og Boston Celtics er fullkomið lið fyrir Kyrie. Það er því ekkert skrýtið að kappinn brosi sínu breiðasta þessa dagana. FréttABLAðIð/NordICPHotos/GEtty Kyrie Irving er með 25,6 stig og 5,9 stoðsendingar á hverjar 36 mínútur með Boston en var með 25,9 stig og 6,0 stoðsendingar á hverjar 36 mínútur með Cavs á síðasta tímabili sem var hans besta til þessa. Kyrie er nýi kóngurinn í Boston Sextán leikja sigurganga Boston Celtics er ekki aðeins ein sú lengsta hjá þessu sögufræga NBA-liði heldur einnig ein sú athyglisverðasta í NBA-deildinni á síðustu árum. Það dylst nú engum að grasið var grænna fyrir Kyrie Irving hinum megin við lækinn. Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is SVARTUR FÖSSARI 24. NÓV ALVÖ RU AFS LÁT TUR AÐEINS 1 DAG! BRÉF OG FRÁSAGNIR ÍSLENSKRA PILTA Í VÍTI HEIMSSTYRJALDAR MAMMA, ÉG ER Á LÍFI Jakob Þór Kristjánsson Þeir gengu glaðir í kandadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi en áttu eftir að upplifa hreint helvíti. 2 4 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 F ö S t u D A G u r48 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 1 -3 0 D 0 1 E 5 1 -2 F 9 4 1 E 5 1 -2 E 5 8 1 E 5 1 -2 D 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.