Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 66
S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð
KörFuBoLti Flestum körfubolta-
áhugamönnum kom það mikið
á óvart þegar bandaríski körfu-
boltamaðurinn Kyrie Irving tók þá
ákvörðun síðasta sumar að hann
vildi losna frá Cleveland. Hann var
í risastóru hlutverki hjá einu allra
besta liði NBA-deildarinnar, var
búinn að vinna meistaratitilinn einu
sinni og spila til úrslita um titilinn
þrjú ár í röð.
LeBron James var vissulega ennþá
kóngurinn í Cleveland en LeBron er
ekkert unglamb lengur og margir
sáu fyrir sér Kyrie Irving taka við
Cleveland-liðinu í næstu framtíð.
Laus úr skugganum
Kyrie Irving var hins vegar kominn
með nóg af því að vera í skugga
kóngsins í Cleveland. Hann vildi
sýna það og sanna að hann væri klár
í að vera aðalmaðurinn í sínu liði.
Körfuboltaspekingar hafa ekkert
klikkað á því að hrósa hæfileikum
Kyries Irving á síðustu árum og
margir hafa þakkað frammistöðu
hans það að Cleveland náði að
tryggja sér NBA-titilinn með sigri
í oddaleiknum eftirminnilega árið
2016.
Það var hins vegar enginn að fara
að segja að Cleveland væri liðið hans
Kyries Irving. Kyrie var að festast í
Robin-hlutverkinu þegar bestu ár
hans voru fram undan og hann vildi
fá sitt lið.
Skiptin á milli Boston og Cleve-
land voru ein stærsta fréttin í NBA
á síðustu árum og í framhaldinu
mátti Kyrie Irving þola ýmislegt á
samfélagsmiðlum og annars staðar.
Aftur með súperstjörnu
Kyrie Irving gat aftur á móti ekki
verið ánægðari og hefur verið að
upplifa sannkallaða draumadaga
allar götur síðan hann klæddist
Boston-treyjunni í fyrsta sinn.
Frammistaða hans og liðsins
á tímabilinu til þessa hefur ekki
aðeins fullvissað hann sjálfan um
að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun
heldur einnig sannfært allan körfu-
boltaheiminn um að Kyrie Irving var
maður sem gat borið kórónu líka.
Stuðningsmenn Boston Celtics
fagna því á móti að liðið er aftur
komið með súperstjörnu í sitt lið.
Isaiah Thomas og fleiri hafa verið
stjörnuleikmenn með liðinu á síð-
ustu árum en framganga Kyries í
upphafi tímabils sýnir þeim hvern-
ig er að hafa súperstjörnu í sínum
röðum.
Tölfræði Kyries Irving hefur þó
ekki tekið neinum stakkaskiptum
á nýjum stað. Hann er meira að
segja með aðeins lakari meðaltöl
í Boston en í Cleveland. Þegar á
reynir er Kyrie hins vegar alltaf klár
að taka af skarið á úrslitastundu og í
sigurgöngunni var það öðru fremur
stórbrotin spilamennska hans sem
skildi á milli.
Efni í nýtt meistaralið
Sigursælu liðin hans Larrys Bird og
liðin hans Bills Russell unnu bæði
aðeins einu sinni fleiri leiki í röð
en Boston Celtics á síðustu fimm
vikum. Bill Russell vann ellefu
meistaratitla með Boston-liðinu og
Larry Bird og félagar bættu þremur
við á níunda áratugnum. Nú sjá
stuðningsmenn Boston aftur efni í
meistaralið í Boston Garden.
Boston Celtics er varnarlið með
sterka liðsheild þar sem þjálfarinn
Brad Stevens hefur gert frábæra hluti
með misgóðan mannskap síðustu ár.
Kyrie Irving hefur smollið inn í liðið
og án þess að breyta grunngildum
Celtic-manna.
Hann er frábær sóknarmaður
sem skorar á þig úr öllum áttum
og frá öllum stöðum á vellinum en
hann er einnig viljugur varnarmaður
og stórkostlegur sendingamaður.
Celtics- liðið er því að fá hugrakkan
og hæfileikaríkan leikmann til að
gera út um jafna leiki á sama tíma og
sá hinn sami fellur vel inn í menn-
ingu liðsins.
Það er þó enn frekar spila-
mennska Kyries á lokamínútum
jafnra leikja sem eru að koma
honum inn í umræðuna um mikil-
vægasta leikmann deildarinnar.
Allt í einu í MVP-umræðunni
Kyrie var aldrei inni í þeirri umræðu
sem liðsfélagi LeBrons James en
menn fá stjörnur í augun við að
skoða tölfræði hans á úrslitastundu
í vetur. 65 stig, 62 prósenta skot-
nýting, 10 stoðsendingar og enginn
tapaður bolti á 38 mínútum á síð-
ustu fimm mínútum í leikjum þegar
munur á liðunum hefur verið fimm
stig eða meira. Þetta eru MVP-tölur.
Boston vann svo sannarlega í
happadrættinu með þessum skipt-
um en á móti hefur ólukkan bankað
nokkrum sinnum upp á á tímabil-
inu. Boston landaði einum stærsta
bitanum á markaðnum í sumar
þegar Gordon Hayward samdi við
liðið en hann fótbrotnaði á hræði-
legan hátt eftir aðeins sex mínútur í
fyrsta leiknum. Al Horford missti af
leikjum eftir höfuðhögg, Kyrie var
sleginn út í einum leiknum á fyrstu
mínútu og Jaylen Brown spilaði
þrátt fyrir að hafa misst einn sinn
besta vin. Boston-liðið hélt áfram
þrátt fyrir öll áföllin og hélt áfram
að vinna leiki sína.
Hörkutól eftir þungt högg
Hafi eitthvað sannfært stuðnings-
menn Boston endanlega um að
Kyrie væri fyrir alvöru maðurinn
sem gæti leitt liðið til metorða þá
er það frammistaða hans eftir að
bein brotnaði í andliti hans við
þungt slysahögg frá samherja.
Kyrie missti bara af einum leik
og mætti til baka með grímu og í
hetjustuði. Hann hjálpaði Boston
að vinna meistarana í Golden State
og skoraði síðan 77 stig úr aðeins
34 skotum í sigurleikjum á Atlanta
og Dallas.
Sigurgangan endaði reyndar
með tapi á móti Miami Heat í fyrri-
nótt en stuðningsmenn Boston
geta þakkað fyrir margt um þessa
þakkargjörðarhátíð og flestir
þeirra munu örugglega þakka
fyrir að einn Kyrie Irving klæðist
nú grænu.
ooj@frettabladid.is
Kyrie Irving er fullkominn fyrir Boston Celtics og Boston Celtics er fullkomið lið fyrir Kyrie. Það er því ekkert skrýtið að kappinn brosi sínu breiðasta þessa dagana. FréttABLAðIð/NordICPHotos/GEtty
Kyrie Irving er með 25,6
stig og 5,9 stoðsendingar á
hverjar 36 mínútur með
Boston en var með 25,9 stig
og 6,0 stoðsendingar á
hverjar 36 mínútur með
Cavs á síðasta tímabili sem
var hans besta til þessa.
Kyrie er nýi
kóngurinn
í Boston
Sextán leikja sigurganga Boston Celtics er ekki
aðeins ein sú lengsta hjá þessu sögufræga NBA-liði
heldur einnig ein sú athyglisverðasta í NBA-deildinni
á síðustu árum. Það dylst nú engum að grasið var
grænna fyrir Kyrie Irving hinum megin við lækinn.
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
SVARTUR
FÖSSARI
24. NÓV ALVÖ
RU
AFS
LÁT
TUR
AÐEINS
1 DAG!
BRÉF OG FRÁSAGNIR
ÍSLENSKRA PILTA
Í VÍTI HEIMSSTYRJALDAR
MAMMA, ÉG ER Á LÍFI
Jakob Þór Kristjánsson
Þeir gengu glaðir
í kandadíska herinn
haustið 1914
til að þjóna sínu
nýja föðurlandi
en áttu eftir að upplifa
hreint helvíti.
2 4 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 F ö S t u D A G u r48
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
5
1
-3
0
D
0
1
E
5
1
-2
F
9
4
1
E
5
1
-2
E
5
8
1
E
5
1
-2
D
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K