Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 24.11.2017, Qupperneq 88
Leikkonan Heiða Rún Sig-urðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kallar sig í Bretlandi þar sem hún býr og starfar, er stolt af afrakstrinum en hún fer með hlutverk Stellu Blómkvist í samnefndri þáttaröð sem brátt verður frumsýnd og er framleidd af Sagafilm. Henni fannst gaman að glíma við hlutverkið og spegla sig í eiginleikum Stellu. Engar glansmyndir „Það var hressandi að bregða sér í hlutverk Stellu, jafnvel svolítið frelsandi því hún er svona frekar frökk týpa og er alveg sama hvað öðrum finnst. Gerir það sem hún vill og með sínu lagi. Hún er ein- fari, lögfræðingur sem tekur að sér mál, annaðhvort sem hún fær mikið borgað fyrir eða sem hún hefur sér- stakan áhuga á. Hún er ólík mér, ég er klaufaleg en Stella er svöl,“ segir Heiða Rún sem segir ekki endilega eftirsóknarvert að halda sér í skefj- um eins og Stella. „Hún er tilfinn- ingalega bæld og hefur ekki unnið vel úr sinni fortíð.“ Heiða Rún gætir þess að gefa ekki af sér glansmynd á samfélagsmiðl- um. „Mér finnst það mikilvægt, ég er ekki til í að halda úti samfélagsmiðl- um þar sem ég er í einhverju hlut- verki. Ég vil bara fá að vera ég sjálf og vil gefa mynd af hversdeginum. Allar þessar óraunverulegu staðalmyndir skaða okkur, ég vil ekki vera hluti af því.“ Stritið í London Heiða Rún útskrifaðist úr London Drama Center School árið 2010. Eftir útskrift hlaut hún nokkur smærri hlutverk í breskum glæpaþáttum þar til hún landaði hlutverki Elizabeth í Poldark. Hún hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í þáttunum. Það hefur veitt henni öryggi um tíma enda þekkir hún vel hlutskipti atvinnu- lausrar leikkonu. „Ég bý við aðeins meiri stöðugleika en áður en er samt auðvitað í óvissu um framtíðina. Líf mitt hefur ekki breyst mjög mikið, það kemur kannski fólk upp að manni sem þekkir mann og ég sæki fleiri viðburði en áður. Ég bý í Norður-London, aðeins fyrir utan miðbæinn. Í rólegu og þægilegu hverfi. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að búa og starfa í London sem leikkona. Ég kom meira að segja heim til Íslands í nokkra mánuði fyrir nokkrum árum, alveg búin að fá nóg. London er skárri þegar maður býr við örugga atvinnu. Ég gleymi því ekkert hvernig það var þegar ég var atvinnulaus, það voru mínir erfiðustu tímar í borginni. Ég veit ekki hvort gæfan endist. Poldark mun ekki endast að eilífu. En ég kann betur á lífið í London í dag,“ segir Heiða Rún og gefur góð ráð til ungra leikara sem hyggja á frama í borginni. „Ef ég gæti gert eitthvað öðruvísi þá hefði ég reynt að forgangsraða betur. Tekið miklu ódýrara húsnæði fram yfir að búa á vinsælum stað í London. Síðustu árin hef ég þrátt fyrir að vera í vinnu búið fyrir utan mitt gamla hverfi sem ég sóttist áður eftir að búa í.“ Hún segir einnig mikilvægt að hafa trú á eigin velgengni. „Ég held að það sé stór og mikilvægur hluti af því að láta hlutina gerast. Þú verður að sjá sjálfan þig fyrir þér eins og þig dreymir um.“ Heiða Rún trúlofaðist síðasta sumar Sam Ritzen berg, sem er bandarískur fram leiðandi. „Við erum ekki búin að negla neitt niður, við erum með einhverjar tíma- setningar í huga en það er flókið að skipuleggja enda erum við sitt frá hvorum staðnum í heiminum,“ segir Heiða Rún sem hefur komið til Íslands með unnustanum í hvíld frá stórborginni. „Mér finnst gott að slappa af hér heima þótt þetta séu stuttar heimsóknir. Ég er mest heima við þegar ég kem hingað. Við eigum fjölskylduhund sem ég fæ að sjá þegar ég kem heim og kúra með,“ segir hún. Jólunum ætlar hún þó ekki að verja á Íslandi eins og vanalega. „Nei, nú förum við til San Francisco og verðum þar yfir jólin með fjölskyldu unnusta míns. Það er mjög spennandi.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Frelsandi að leika óheflaða týpu Heiða Rún með unnusta sínum Sam Ritzenberg. Heiða Rún Sigurðar- dóttir, ein aðal- leikkona þáttanna Poldark á BBC, ver jólunum í fyrsta sinn í San Francisco með fjölskyldu unnusta síns. Hún fer með hlutverk Stellu Blóm- kvist í nýjum sam- nefndum þáttum. Bretland og #metoo Heiða Rún hefur ekki farið var- hluta af umræðu um kynferðis- lega áreitni og ofbeldi í flestum geirum samfélagsins. Hún segir minni umræðu um þessi mál í Bretlandi en Hollywood. „Hér hafa ekki flóðgáttir opnast eins og í Hollywood og maður vonar að hlutirnir séu skárri hér. En því miður þá er þetta alls staðar og það er mikilvægt að það ríki ekki þöggun um þessi mál. Þetta er rosalega sorglegt því það lítur út fyrir að þessar frásagnir taki engan enda. En vonandi förum við samt ekki til baka, heldur áfram úr þessari menningu. Það er svo margt sem við þurfum að breyta. Ég sjálf hef ekki lent í alvarlegri áreitni en ég, eins og aðrar stelpur, afsaka ýmislegt, leiði hjá mér hluti sem eru alls ekki í lagi. En ég hef trú á því að með aukinni umræðu breytist hlutirnir. Heiða Rún hefur í huga að gæfan endist ekki að eilífu, minnug þess þegar hún stritaði í London sem atvinnulaus leikkona. Mynd/Saga Heiða Rún í tökum á þáttunum um Stellu Blómkvist. MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r70 l í F i ð ∙ F r É T T A b l A ð i ð Lífið 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 0 -B F 4 0 1 E 5 0 -B E 0 4 1 E 5 0 -B C C 8 1 E 5 0 -B B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.