Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 LESBÓK H elstu ástæður þess að Brynjar Karl Ótt- arsson hóf fyrir all- mörgum árum að safna efni um Krist- nes í Eyjafirði eru þær að hann vildi halda til haga ýmsu um sögu þorps- ins. Jafnframt langaði hann að skrifa óð til staðarins þar sem hann ólst upp. Hann hefur nú sent frá sér bók- ina Lífið í Kristnesþorpi – Frá upp- vexti til blómaskeiðs og tilvist- arkreppu þar sem hann fjallar um byggingarsögu staðarins, þróun þétt- býlis og mannlíf. Verkefninu er fráleitt lokið því önnur bók er í smíðum og kemur von- andi út í haust, í tengslum við 90 ára afmæli Kristneshælis. Fyrri bókin „er samsafn af hinum og þessum heimildum í máli og myndum sem ég set saman og hræri í og vona að út úr því komi bragðmikill grautur sem verður til þess að les- andinn fær einhverja innsýn í sam- félagið,“ segir höfundurinn. Í seinni bókinni verður mannlíf á staðnum enn frekar í brennidepli. „Foreldrar mínir fluttu í Kristnes árið 1974 með tvö börn og ég fæddist 1975. Segja má að lok áttunda ára- tugarins, allur sá níundi og hluti þess tíunda hafi verið minn tími í Krist- nesi. Ég þekki staðinn mjög vel; vann þar í 14 sumur í lóðavinnu, síðustu ár- in sem Kristneshæli var ríkisstofnun og þónokkur ár eftir að Sjúkrahúsið á Akureyri tók við rekstrinum 1993,“ segir Brynjar Karl. Upphaf verkefnisins má rekja til þess er Brynjar Karl var við nám í Kennaraháskóla Íslands um alda- mótin. „Þegar kom að því að gera lokaverkefni ákvað ég að skrifa um berklatímann í Kristnesi. Ég vissi að ég þekkti söguna í grófum dráttun en þegar ég fór að kynna mér hana bet- ur í tengslum við lokaritgerðina kom ýmislegt í ljós sem ég hafði aldrei heyrt um. Margt kom mér á óvart. Mér brá til dæmis þegar ég las ævi- sögu manns sem hafði verið sjúkling- ur á hælinu. Sú saga kom mér á spor- ið.“ Umræddur maður var Pétur Finn- bogason. Hann dó seint á fjórða ára- tugnum „og lýsingar í dagbók hans af Hælinu á þessum tíma voru all svaka- legar. Eftir að ég útskrifaðist hélt ég áfram að taka saman heimildir og hef nú unnið að þessu í ein 15 ár með hléum.“ Í dagbókum og sendibréfum lýsir Pétur Finnbogason hlutskipti sínu. „Taka verður með í reikninginn að hann veit hvert stefnir; ekkert bíður hans annað en dauðinn og Pétur er því eðlilega neikvæður. En ástandið var greinilega mjög slæmt, hann lýsir því til dæmis hve aðbúnaður sjúk- linga var slæmur, bæði varðandi mat og annað. Það var talið gott fyrir sjúklinga að anda að sér súrefni og vera mikið úti og það gekk svo langt á upphafsárum Hælisins að gluggar voru jafnvel hafðir opnir yfir nótt um hávetur þannig að snjóaði inn í stof- urnar. Allt var neikvætt, ekkert við að vera, allir á Hælinu biðu bara í for- dyri hvíta dauða. En svo því sé haldið til haga áttaði á mig á því, þegar ég fór að lesa bók- ina betur og kynna mér nánar, að verstu sögurnar eru komnar frá Merkilegt samfélag í Kristnesi Brynjar Karl Óttarsson er fæddur og uppalinn í Kristnesi við Eyjafjörð. Hann skrifar um bygging- arsögu, þróun þéttbýlis og mannlíf á staðnum. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Doktor Vilhjálmur G. Skúlason hefur, samhliða starfi og rannsóknum hjá Háskóla Íslands, ritað margt um lyfjafræði og vísindi, gefið út bækur og skrifað greinar í tímarit og blöð. Í nýrri bók hans, Blöndu, er að finna ýmsar greinar og ritgerðir um sitthvað vísindatengt, svo sem erfðafræði, geðsjúkdóma, stera, súlfalyf, streptomycin, insúl- ín og vítamín. Í bókinni svarar Vilhjálmur meðal annars spurningunni um hvað vítamín séu, segir frá steinefnum, snefilefnum og næringarefnum, rekur þætti úr sögu erfðafræði, geðsjúkdóma og stera, fjallar um lyf og litarefni, uppgötvun insúlíns og upphaf álvinnslu. Í inngangi bókarinnar segir Vilhjálmur að von sín sé að bókin „verði lesendum, ef nokkrir verða, til gagns og fróðleiks. En því ber ekki að leyna, að bókin er einnig skrifuð til heiðurs öllum þeim vís- indamönnum, sem starfað hafa „undir gunnfána lífsins“.“ Vilhjálmur gefur bókina út sjálfur. Framan af nýjustu bók Jo Nesbø um Harry Hole, Löggan, er Harry víðsfjarri þó andi hans svífi yfir vötnunum. Það er í það minnsta í hans anda sem fyrrverandi samstarfsmenn hans mynda óop- inberan hóp innan norsku rannsóknarlögregl- unnar til að glíma við raðmorðingja sem einbeitir sér að lögreglumönnum sem komið hafa að rann- sóknum á morðmálum. Á sama tíma liggur maður í dái á sjúkrahúsi í Ósló undir strangri lög- regluvernd. Enginn veit hvort hann muni komast til meðvitundar en hann býr yfir hættulegri vitneskju og sumir vilja ekki að hann vakni. Þó samstarf hópsins nái langt dugir það ekki til, en þegar Harry slæst í hópinn um miðja bók fara hjólin loks að snúast. Þetta er tíunda bókin í röðinni um Harry Hole og sú tíunda sem JPV gefur út. Bjarni Gunnarsson þýddi bókina. Harry Hole og löggan Kristján Jón Guðnason hefur verið iðinn við að gefa út teiknimyndasögur sínar og fyrir stuttu kom út kverið Rauða musterið þar sem söguhetjan Mundi gerir sitt til að skapa betri heim. Eins og Kristján lýsir bókinni fjallar sagan um hófsemi og nægjusemi „sem eru fornar dyggðir í öll- um trúarkerfum og ef allir færu að tileinka sér þær að einhverju marki þá hrynur stórkapítalisminn“. Bókaúgtáfan Óþurft gefur bókina út líkt og fyrri bækur Kristjáns, en hann hefur gefið út nokkrar bækur, aðallega teiknimyndasögur, en líka ljóðabækur. Kristján stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskólann í Reykjavík og við Statens håndverks- og kunstindustriskole í Ósló. Mundi og musterið Eins og fram hefur komið vakti það óánægju margra að bókaforlagið Simon & Schuster hygðist gefa út bók eftir breska hægrimanninn Milo Yiannopoulos, sem frægur er fyrir glannalegar yfirlýsingar um aðskiljanleg málefni. Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay er líka þekkt fyrir að liggja ekki á skoð- unum sínum eins og birtist ræki- lega í því að hún rifti útgáfusamn- ingi við Simon & Schuster og innkallaði bók sem koma átti út á næstunni til að mótmæla þvi að for- lagið hygðist gefa út bók eftir Yiannopoulos. Roxane Gay er meðal annars þekkt fyrir metsölubókina Bad Feminist, starfar sem prófessor við Purdue-háskóla í Indiana og skrif- ar reglulega í New York Times. Í yfirlýsingu segist Gay ekki vilja koma í veg fyrir að Yiannopoulos gefi út bækur. Henni hugnist þó ekki að vera á mála útgefanda sem gefi út bækur eftir slíka höfunda, en tekur það fram að hún fari ekki fram á að aðrir geri slíkt hið sama. Bandaríski rithöfundurinn og femínistinn Roxane Gay er samkvæm sjálfri sér. Gay mótmælir Milo ÚTGÁFUSVIPTINGAR Vísinda- og fræðablanda Skútuvogur 1c, 104 Reykjavík | Sími 550 8500 | www.vv.is sjáu mst! Frískleg og hugvitsamleg hönnun, þau eru afar létt og þæginleg í notkun. Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi. • Ljósstyrkur: 220 lm • Drægni: 130 m • Þyngd: 93 g • Endurhlaðanlegt • Vatnsvarið: IPX6 • Stillanlegur fókus og halli • Hvítt kraftmikið LED ljós og eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón Útsölustaðir: Gangleri Outfitters, Hverfisgötu 82, Rvk. Afreksvörur, Gæsibæ, Rvk. Byko Granda, Rvk. KM Þjónustan, Vesturbraut 20, Búðardal. Eins og fætur toga, Bæjarlind 4, Kópavogi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.