Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 Aðalfundur Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Víkingasal. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum mun Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri NLSH kynna áfangana í Hringbrautarverkefninu og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt hjá hönnunarteyminu Corpus3 segja frá hönnun meðferðarkjarna nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Lokaorð flytur Nichole Leigh Mosty alþingismaður og formaður velferðarnefndar Alþingis. Stjórnin. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Í tilefni dagsins ákváðum við að fara nokkrar stelpur inn á karlakló- settið á Háskólatorgi. Það var eng- inn karlmaður við pissuskálarnar en við sáum að þeim sem voru þar fyrir var dálítið brugðið jafnvel þó þeir hafi eingöngu verið við vaskinn að þvo á sér hendurnar,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, formaður jafnréttis- nefndar SHÍ, en í gær hófust Litlu jafnréttisdagar Stúdentaráðs og í til- efni af því voru klósett í byggingum skólans merkt kynlaus. „Með þessu viljum við vekja máls á því jafnréttismáli að salerni séu kynlaus. Í háskólanum, líkt og al- mennt í samfélaginu, er hópur fólks sem skilgreinir sig utan kynjakerf- isins, trans eða með öðrum hætti, og það getur valdið því fólki miklum kvíða og áhyggjum að gera jafn sjálf- sagðan hlut og fara á klósettið.“ Spurð um gagnrýni á verkefnið segist Ingileif ekki hafa orðið vör við sterk viðbrögð gegn kynlausum kló- settum en viðurkennir að vissulega vakni margvíslegar spurningar. „Þar sem hefðbundin klósett eru í lokuðum rýmum á þetta ekki að vera vandamál en vissulega eru á mörg- um karlaklósettum pissuskálar og eðlilega finnst einhverjum strákum það óþægilegt að stelpur gangi þar inn. Þetta snýst ekki um að útrýma pissuskálinni heldur benda á þann vanda sem ákveðinn hópur í sam- félaginu upplifir daglega,“ segir Ingileif og áréttar að átakið eigi að ýta undir umræðu. „Okkur finnst eðlilegt að í nýj- um byggingum háskólans sé gert ráð fyrir kynlausum klósettum og að reynt sé að koma því þannig fyrir að þar sem eingöngu er um hefðbundin klósett að ræða í eldri byggingum skólans séu klósett ekki merkt sér- staklega fyrir karlmenn eða konur.“ Kynlaus klósett í Háskólanum  Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur merkt klósett skólans kynlaus í tilefni Litlu jafnréttisdaganna  Ætla þó ekki að útrýma pissuskálinni Strákur eða stelpa? Fjöldi klósetta sem einstaklingur getur valið um hefur tvöfaldast í HÍ því engin sérmerking er lengur á klósettum skólans. Einn þekktasti knattspyrnumaður þjóðarinnar frá fyrri tíð, Ríkharður Jónsson, var jarðsung- inn frá Akraneskirkju í gær. Núverandi og fyrrverandi meistaraflokksmenn ÍA stóðu heið- ursvörð þegar kista Ríkharðs var borin út en það voru barnabörn hans sem báru kistuna. Fremstir voru Ríkharður Daðason og Rík- harður Jónsson, síðan Hallbera Rún Þórð- ardóttir og Stefán Orri Sverrisson, Hrafnhildur Ýr Kristjánsdóttir og Anna Anderson og aftast Ólafur Dór Baldursdóttir og Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir. Ljósmynd/Skessuhorn Stóðu heiðursvörð fyrir Ríkharð Jónsson Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hrinu innbrota á Selfossi að und- anförnu. Um vika er síðan brotist var inn í fjögur einbýlishús í bæn- um og í öllum tilvikum með sama lagi; brotin var rúða bakdyramegin og farið þar inn í húsin og stolið gjaldeyri, skartgripum og snyrti- vörum og miklu rótað til. „Verks- ummerki og aðferðir eru jafnan hinar sömu og það gefur tilefni til að ætla að þarna hafi sama fólk verið að verki í öllum tilvikum,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Á síðustu dögum hafa lögreglu- menn á Selfossi lagt talsverða vinnu í rannsókn og eftirgrennslan vegna þessa, án þess að hafa upp- lýst málið. „Svona tíð innbrot og öll með sömu aðferðum koma sjaldan hér í bæ,“ segir Þorgrímur Óli. Hann segir grunsemdir um að par hafi verið að verki og þegar erlend- um gjaldeyri sé stolið sé ekki úr vegi að ætla að gerendurnir séu af erlendu bergi brotnir. sbs@mbl.is Stela skarti, snyrtivörum og gjaldeyri  Innbrotahrina á Selfossi í rannsókn Jórunn Viðar tón- skáld lést í gær, mánudaginn 27. febr- úar, í Reykjavík, 98 ára að aldri. Jórunn fæddist 7. desember 1918 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Viðar, bankaritari og söngvari, og Katrín Viðar, píanókennari og verslunareigandi. Jórunn varð stúd- ent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1937. Hún lærði á píanó hjá móður sinni Katrínu Viðar, Páli Ísólfssyni og Árna Krist- jánssyni og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul árið 1936. Á ár- unum 1937-1939 stundaði Jórunn fram- haldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik í Berlín. Á stríðsárunum, 1943- 1945,var Jórunn í Ju- illiard School of Music í New York og lærði þar tónsmíðar. Að loknu námi sneri Jórunn aftur heim til Íslands en hún hefur sett sitt mark á ís- lenskt tónlistarlíf æ síðan. Jórunn samdi tónlistina við fyrsta ís- lenska ballettinn, Eldur, og fyrstu íslensku kvikmyndatónlistina við myndina Síðasti bærinn í dalnum. Þá samdi Jórunn ótal sönglaga sem eru mörg afar vinsæl meðal þjóð- arinnar eins og Jól og Það á að gefa börnum brauð. Jórunn kenndi í Söngskólanum í Reykjavík og vann mikið með Þuríði Pálsdóttur söngkonu. Hún spilaði oft undir á píanó með Þuríði en saman voru þær einnig með barna- tíma í útvarpinu í mörg ár. Jórunn var fyrsta og eina konan í Tón- skáldafélagi Íslands í um tvo ára- tugi. Hún hlaut heiðursverðlaun Ís- lensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og heiðurslaun listamanna frá Alþingi oftar en einu sinni. Tónlist Jórunnar hefur tekið sér bólfestu í hjarta íslensku þjóð- arinnar og naut Jórunn mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Jórunn kvæntist Lárusi Fjeldsted forstjóra (f. 1918, d. 1985). Þau eign- uðust þrjú börn, Lárus f. 1942, Katrínu f. 1946 og Lovísu f. 1951. Andlát Jórunn Viðar tónskáld Grípa þarf til aðgerða til að koma í veg fyrir kennaraskort á Íslandi, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt Rík- isendurskoðunar. Þar kemur fram að frá árinu 2009, þegar kenn- aranám var lengt úr þremur árum í fimm, hafi skráðum nemendum við kennaradeildir háskólanna fækkað mjög. Skólarnir nái ekki að brautskrá nógu marga til að viðhalda eðlilegri nýliðun í stétt- inni. Talið er að um 60% menntaðra leikskólakennara og um helmingur menntaðra grunnskólakennara séu við kennslustörf í leik- og grunn- skólum landsins. Það bendir til að kennaraskortur verði ekki ein- göngu leystur með fjölgun kenn- aranema heldur sé einnig mik- ilvægt að laða menntaða kennara til starfa og hvetja þá til að halda áfram störfum innan stéttarinnar. Kennara- skortur í uppsiglingu  Grípa þarf til aðgerða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.