Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Agnes Bragadóttir
Guðrún Hálfdánardóttir
Lagt er til að Útlendingastofnun
verði lögð niður í núverandi mynd,
samkvæmt skýrslu Alþjóða-
málastofnunar og Háskóla Íslands
um stöðu flóttafólks og innflytjenda
hér á landi. Skýrslan var unnin að
beiðni innanríkisráðuneytisins og vel-
ferðarráðuneytisins og kynnt í gær.
Fram kom í máli Þorsteins Víg-
lundssonar, félags- og jafnréttis-
málaráðherra, að hann vænti þess að
skýrslan yrði mikilvægur liður í um-
ræðu um móttöku flóttafólks. Vægi
íbúa af erlendu bergi brotnu hefði
aukist og gert íslenskt samfélag
betra. Ráðherra benti á í ávarpi sínu
að aldrei hefðu fleiri verið á hrak-
hólum í heiminum og nú og það væri
skylda ríkja heimsins að gera betur.
Í skýrslunni er lagt til að tekið
verði upp nýtt samstarfsskipulag,
með aðkomu nokkurra ráðuneyta,
þar sem dómsmála- og velferðar-
ráðuneyti leiði samstarf stofnana rík-
is og sveitarfélaga og félagasamtaka.
Með þessu samstarfi verði mynduð
ein stofnun sem miðli upplýsingum,
afgreiði umsóknir og annist skipulag
og samhæfingu á allri þjónustu við
útlendinga, innflytjendur, hælisleit-
endur og flóttafólk.
Hrædd við að svara
Lagt er mat á stöðu flóttafólks hér
á landi og viðhorf þess til þeirrar
þjónustu sem því stendur til boða.
Könnunin tekur til 255 einstaklinga
sem fengu dvalarleyfi hér á landi á
árunum 2004 til 2015. Niðurstöður
könnunarinnar eru sagðar hafa tak-
markað gildi, þar sem einungis 15%
flóttafólks sem hér hefur sest að
svöruðu. Helsta ástæðan fyrir lélegu
svarhlutfalli er sögð vera ótti fólks við
að svör þess fari lengra eða að svörin
kunni að verða notuð gegn því. Því
segja skýrsluhöfundar að eingöngu
ætti að nota svörin sem vísbendingu
um raunverulega stöðu flóttafólks.
88% kvótaflóttafólks fengu hús-
næðisaðstoð, samkvæmt könnuninni,
en einungis 32% þeirra sem komu til
landsins á eigin vegum.
Þá fengu 88% kvótaflóttafólks að-
stoð stuðningsfjölskyldu á vegum
Rauða krossins en einungis 18%
þeirra sem komu á eigin vegum.
Mikið traust á
Rauða krossinum
Meirihluti svarenda þekkti ekki til
Fjölmenningarseturs, 67% bera mik-
ið eða mjög mikið traust til Rauða
krossins, um 50% bera mikið eða
mjög mikið traust til Útlendinga-
stofnunar og lögreglu og rúm 30%
bera mikið eða mjög mikið traust til
félagsþjónustunnar.
Um 70% svarenda eru með 300
þúsund krónur eða minna í heildar-
tekjur á mánuði fyrir skatt og aðeins
16% svarenda sögðu fjárhagsstöðu
sína góða. 42% svarenda eru í laun-
uðu starfi, 18% í námi, 13% í atvinnu-
leit og 21% öryrkjar.
Um helmingur svarenda telur sig
skilja og tala íslensku vel eða mjög
vel en allir svarendur hafa áhuga á að
læra hana betur, enda telja þeir að ís-
lenskukunnátta sé lykillinn að ís-
lensku samfélagi. 83% svarenda vilja
helst búa á Íslandi og 73% eru nokk-
uð eða mjög hamingjusöm.
83% svarenda
vilja helst búa
hér á landi
Lagt til að Útlendingastofnun í
núverandi mynd verði lögð niður
Morgunblaðið/Eggert
Flóttafólk Allir þeir sem svöruðu
vilja ná betri tökum á íslenskunni.
Þjónusta við flóttafólk
» Flóttafólk vill fá meiri
íslenskukennslu og að hún
verði einstaklingsmiðuð.
» Einungis 15% svörun var
meðal flóttafólksins og virðist
ástæðan hafa verið hræðsla
við að svörin færu lengra eða
yrðu notuð gegn svarendum.
» 83% svarenda vilja helst
búa á Íslandi og 73% eru nokk-
uð eða mjög hamingjusöm.
Nýr vinnubátur fyrir sjókvíaeldi
Arctic Fish í Dýrafirði mun ger-
breyta vinnuaðstöðu starfsfólks og
auka öryggi við eldið. Báturinn var
smíðaður í Póllandi og er sömu gerð-
ar og fiskeldisbátar sem norsk fisk-
eldisfyrirtæki láta smíða fyrir sig í
sömu stöð.
Báturinn er tæplega 15 metra
langur og 9 metra breiður. Hann er
tvíbytna og er því mjög stöðugur. Þá
er hann búinn öflugum krönum og
spilum. Hjalti Proppé Antonsson
vélstjóri segir að báturinn verði not-
aður í alla þjónustu við fiskeldis-
búnaðinn, til dæmis við taka upp og
setja út sjókvíar og flytja fóður út á
kvíarnar. Þyngstu stykkin geta vegið
hálft annað tonn og því er mikilvægt
að hafa stöðugan bát. Nýi báturinn
léttir á gömlum fiskibátum sem Arc-
tic Fish hefur notað við sjókvíaeldið.
Hjalti segir að vinnubáturinn létti
vinnuna mikið. Þá sé hægt að stjórna
krönum og spilum úr brúnni eða úti á
dekki, eftir því hvað hentar hverju
sinni. Segir hann að kaup á fullkomn-
um vinnubáti sýni að eigendum fyr-
irtækisins sé full alvara með starf-
seminni og vilji standa almennilega
að málum.
Með skipi frá Danmörku
Báturinn hefur fengið nafnið
Hafnarnes. Heimahöfn hans er á
Þingeyri. Pétur Sigurðsson, sem
hafði eftirlit með smíðinni, segir að
bátnum hafi verið siglt til Danmerk-
ur og hann síðan fluttur með skipi til
Reykjavíkur. Vonast hann til að
hægt verði að fara með bátinn vestur
einhvern næstu daga. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Páll
Vinnubátur Hafnarnes er stuttur en breiður bátur sem notaður verður við fiskeldið hjá Arctic Fish í Dýrafirði.
Bætir vinnuaðstöðu
og eykur öryggi
Nýr vinnubátur Arctic Fish kominn til landsins
Stúlkur mega nú, samkvæmt nýjum
úrskurðum mannanafnanefndar
sem birtir eru á heimasíðu innan-
ríkisráðuneytisins, heita Lofthildur
og Vivian, og eins mega drengir
bera nafnið Fannþór.
Mannanafnanefnd segir í úr-
skurði sínum að nafnið Vivian hafi
áunnið sér hefð. En í máli þessu
reyndi á þriðja skilyrði þess að
hægt sé að samþykkja nýtt eigin-
nafn, þ.e. að nafnið sé ritað í sam-
ræmi við almennar ritreglur ís-
lensks máls nema hefð sé fyrir
öðrum rithætti.
„Ritháttur nafnsins Vivian getur
ekki talist í samræmi við almennar
ritreglur íslensks máls þar sem a er
ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á
nafnið er því aðeins heimilt að fall-
ast ef umbeðinn ritháttur þess telst
hefðaður samkvæmt lögum um
mannanöfn,“ segir í úrskurði.
Var bent á að fimm konur bera
nafnið Vivian í Þjóðskrá Íslands og
uppfylla þær skilyrði vinnulags-
reglna mannanafnanefndar varð-
andi hefð, en sú elsta er fædd 1950.
Zetan er illa séð
Þá var eiginnafninu Baltazar
hafnað í þriðja skipti, þar sem rit-
háttur nafnsins hefur ekki verið
hefðaður í skilningi laga um manna-
nöfn. „[B]ókstafurinn z telst ekki til
íslenska stafrófsins þótt hann komi
fyrir í nokkrum mannanöfnum sem
hafa unnið sér hefð,“ segir í úr-
skurði nefndarinnar. khj@mbl.is
Stúlkur beri nafnið Vivian
Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt stúlknanöfnin
Lofthildur og Vivian Baltazar neitað í þriðja sinn