Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 23
borða þau frosin. Bláber eiga að
vera fersk með rjóma og sykri eða
út á skyr. Það var því ansi átak-
anlegt fyrir afa þegar við fórum í
berjamó síðastliðið haust og kraft-
urinn leyfði ekki meira en hálf-
tíma tínslu. Afi hafði nefnt það þó
nokkrum sinnum við mig að ég
kæmi með honum austur til
Bjönda að tína bláber. Ég vissi að
hann hefði ekki orkuna og reyndi
að koma mér undan en lét þó til-
leiðast á endanum.
Þegar upp var staðið var þessi
dagur mjög átakanlegur. Það var
það erfiðasta sem ég hef séð þeg-
ar afi áttaði sig á hversu veikur
hann var orðinn. Í þessu sam-
hengi er mér minnisstætt ljóðið
Þrek og tár og ætla ég að leyfa
tveimur erindum úr því ljóði að
fylgja með:
Hví ég græt, ó burt er æskan bjarta
bernsku minnar dáin sérhver rós.
Það er sárt í sínu unga hjarta
að sjá hve slökkna öll hin skærstu
ljós.
Ó, hve fegin vildi ég verða aftur
vorsins barn og hérna leika mér.
Nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur
þunga sorg á herðum mér ég ber.
Hvað þá, gráta gamla æskudrauma
gamla drauma, bara órá og tál.
Láttu þrekið þrífa stýristauma
það er hægt að kljúfa lífsins ál.
Kemur ekki vor að liðnum vetri?
Vakná ei nýjar rósir sumar hvert?
Voru hinar fyrri fegri, betri?
Felldú ei tár en glöð og hugrökk vert.
(Guðmundur Guðmundsson)
Margt gott er hægt að segja
um afa Rabba, nóg til að fylla
miklu meira pláss en ég geri nú.
Afi ræktaði rósir af mikilli natni
og jarðarber til að gefa barna-
börnunum, afi saumaði svo fal-
legar myndir og skar út eins og
enginn væri morgundagurinn.
Einnig var hann ansi flinkur við
tölvuna miðað við aldur og ekki
nóg með að hann ætti Ipad og Fa-
cebook heldur var hann líka á
Snapchat til að geta fylgst með
ferðalögum mínum.
Margar góðar minningar
munu fylgja okkur um alla tíð og
er ég þakklát fyrir að hafa fengið
að eyða svo miklum tíma með afa
og ömmu.
Elsku afi, það sem ég á eftir að
sakna þess að kíkja í heimsókn og
spjalla við þig um lífið og til-
veruna. Við syrgjum þig en við
vitum að þú ert kominn til ömmu
þar sem þú vilt helst vera.
Takk fyrir allar samræðurnar,
faðmlögin og umhyggjuna í gegn-
um árin.
Þín
Ásta Guðrún Eydal.
Það er alltaf erfitt að missa
bróður sinn, jafnvel þótt hann
hafi verið orðinn fullorðinn og
ýmis veikindi farin að hrjá hann.
Rabbi bróðir, eins og hann var
kallaður í okkar fjölskyldu, var
töffari og harður af sér og alltaf
náði hann sér til baka eftir áföllin.
Rabbi var elstur af okkur
systkinunum, sex árum eldri en
ég, en við systkinin vorum fjögur,
sem ólumst upp í Ásgarði í Hrís-
ey. Tvær systur voru yngri. Það
var ýmislegt brallað á okkar upp-
vaxtarárum. Rabbi var stóri
bróðirinn sem litli bróðir leit upp
til og vildi helst elta. Rabbi hafði
gott lag á að plata litla bróður
smá, þegar hann vildi losna við
hann, og bað hann stundum að
hlaupa heim og spyrja mömmu
hvað klukkan væri og þá var
tækifæri til að stinga af með fé-
lögunum.
Rabbi átti skútu sem var sú
stærsta og flottasta sem sést
hafði í eyjunni, stundum fékk ég
að sitja í henni og Rabbi dró mig í
hring á tjörninni sem var stutt
frá heimili okkar, annars fékk ég
aldrei að snerta þennan dýrgrip.
Báðir vorum við svo heppnir
að eignast eiginkonur fyrir lífstíð
og börnin komu eitt af öðru í
heiminn og lífsbaráttan breyttist.
Börnin okkar bræðranna beggja
urðu fjögur talsins og barnabörn-
in komu eitt af öðru og ekki laust
við að talsverður metingur væri
okkar á milli með barnabarna-
fjöldann, en hann hélst framan af
svipaður, þangað til Rabbi kom
með útslagið. Hann hafði fengið
þrjú til viðbótar á einu bretti, þar
sem eitt barnanna fékk eigin-
mann sem átti þrjú börn fyrir.
Við hjónin erum þakklát fyrir
góðar minningar í gegnum tíðina,
sameiginleg ferðalög með börnin
okkar til Spánar, siglingu okkar
systkina og maka í Karíbahafið
og ferð okkar bræðra og maka til
Flórída.
Það er mikil eftirsjá að þeim
hjónum, Rabba og Öldu, en þau
voru svo samrýnd að varla var
hægt að segja annað nafnið án
þess að hitt kæmi upp í hugann.
Alda, stóra ástin hans, lést 3.
ágúst 2014 og því ekki langt á
milli þeirra hjóna.
Við hjónin og systurnar tvær
vorum saman að kvöldi til á Te-
nerife nú á Valentínusardaginn,
þegar símhringingin barst um lát
Rabba bróður. Það var sár stund,
en samt ljúfsár. Við héldum hvert
utan um annað og deildum sökn-
uðinum. Við lokuðum augunum
og í fjarska heyrðist eitt af uppá-
haldslögunum hans Rabba „My
way“ með Frank Sinatra.
Í okkar huga sameinuðust
Rabbi og Alda á ný á degi elsk-
enda.
Við sendum börnum og afkom-
endum Rabba og Öldu innilegar
samúðarkveðjur og vitum að þau
munu standa þétt saman hér eftir
sem hingað til.
Guð blessi minningu Rafns
Halldórs Gíslasonar.
Jónína Sigríður og Gísli
Hinrik Sigurðsson.
Ó faðir gjör mig lítið ljós.
(Matthías Jochumsson.)
Fráfall þitt bar óvænt að þrátt
fyrir veikindi þín undanfarna
mánuði. Ég vonaði og bað að þér
tækist að rífa þig upp með ein-
beittum baráttuvilja þínum. Við
höfum bæði misst mikið og fannst
gott að spjalla saman um söknuð
okkar en ekki síður áhugaverð og
skemmtileg efni. Fáir sem ég
þekki voru meiri áhugamenn um
þjóðmálin og vildu rökræða þau.
Eins gott að vita eitthvað um
málið ef maður vildi skiptast á
skoðunum við þig því annars var
maður illa staddur. Okkur fannst
líka gaman að minnast eyjunnar
okkar og lífsins þar þó að við vær-
um bæði ung þegar við fluttum
þaðan.
Mín fyrsta minning er frá
Hrísey þar sem við bjuggum í
æsku. Þá var ég á fjórða ári og
pabbi og mamma voru að lenda
með sjóflugvél. Við stóðum í fjör-
unni þar sem þú hélst í höndina á
litlu systur. Ég minnist líka
hversu gaman var að fylgjast
með þér sigla skútunni á pollin-
um fyrir neðan Ásgarð og fylgj-
ast með ykkur vinunum búa til
sprengjur í eldhúsinu hjá ömmu
fyrir gamlárskvöld.
Þó að töluverður aldursmunur
væri á okkur og þú færir ungur í
skóla á Akureyri tókst okkur að
kynnast vel í gegnum lífið. Ég
naut þess að heimsækja ykkur
Öldu á unglingsárunum, alltaf
nægt pláss í hjarta þó að húsa-
kynni væru ekki stór. Þú varst
einstaklega handlaginn og dug-
legur og gafst ekki upp þó að á
móti blési. Þú stundaðir bifvéla-
virkjun, tréskurð, útsaum og
rósaræktun, allt af sömu vand-
virkni og áhuga. Það er dýrmætt
að eiga fallega hluti sem hafa ver-
ið unnir með þínum höndum. Þú
hafðir mikla unun af íslenskri
tónlist og dægurlögum. Einn
mest spilaði geisladiskurinn
minn var gjöf frá þér þar sem þú
valdir falleg lög og settir á disk.
Börnin þín bera það með sér
hversu mikill fjölskyldumaður þú
varst. Þú varst alltaf tilbúinn að
styðja þau og styrkja og ekki fáir
tímarnir hér áður fyrr sem þú
hjálpaðir þeim við smíði eða að
mála. Veikindi ykkar hjóna hafa
líka reynt mikið á samheldni og
hjálpsemi þeirra.
Ég verð að minnast á gamalt
atvik þegar þið voruð í heimsókn
hjá okkur á Hornafirði. Önnur
dóttirin þá unglingur skilaði sér
ekki heim á réttum tíma og vor-
um við orðin nokkuð óróleg þegar
hún birtist. Þegar hún gekk inn
sagðir þú „nú ætla ég upp að sofa
úr mér reiðina og tala við hana á
morgun“. Af þessu mátti læra.
Það er mikið lán að eiga góða
stórfjölskyldu og við höfum átt því
láni að fagna. Margar skemmti-
legar samverustundirnar höfum
við átt í gegnum lífið með börnum
okkar og mökum, ekki síst á yngri
árum. En minningarnar tengjast
ekki síst heimsóknunum og mót-
tökum ykkar á Akureyri. Hvort
sem við vorum að keyra þar í gegn
eða dvöldum hjá ykkur vorum við
ætíð velkomin.
Þú skilur eftir fjársjóð minn-
inga og ég á eftir að sakna spjall-
stunda okkar. Ég þakka þér af al-
hug samfylgdina, kæri bróðir.
Elsku Anna, Vigdís, Gunni, Gísli
og fjölskyldur, ég bið góðan Guð
að veita ykkur styrk og huggun í
sorginni.
Sigurjóna.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
pabbi.
Þín
Ingibjörg (Inga) Sif.
Elsku besti pabbi minn, nú ertu
farinn og sorgin nístir hjartað. Ég
er svo þakklát og stolt af því að
vera dóttir þín. Traustur, blíður,
hlýr og skemmtilegur. Það var svo
gott að sitja bara hjá þér og halda
í þykkar hlýjar hendurnar. Þú
kallaðir mig princess. Það var
bara svo eðlilegt að setjast í fangið
þitt og ná sér í smá knús og hlýju.
Tengingin var svo góð að ekki var
séns að fela fyrir þér ef mér leið
illa. Alltaf kom þá spurningin:
Jæja, hvernig hefur þú það, Ragn-
hildur mín? Þú hringdir meira að
segja til útlanda þegar ég grét
þar. Bara vissir ef eitthvað kom
mér úr jafnvægi.
Á kveðjustund hrannast upp
minningar úr æskunni. Ferðalög-
in í tjaldinu, skautað á Seltjörn og
þú á Novunni út á ísinn. Skíði í
Bláfjöllum þar sem þú beiðst eft-
ir okkur með kakó og nesti. Að
veiða og ótal fjöruferðir. Enn í
dag sæki ég í fjörur til að slaka á
og finna orkuna frá hafinu.
Sem unglingur fór ég eitt sinn
á puttanum og þú varðst ösku-
reiður við mig. Þetta var bannað,
framvegis myndir þú keyra og
sækja mig. Sem þú gerðir jafnvel
um miðjar nætur. Þetta þótti vin-
konum mínum skrýtið en ég var
montin af þér. Þetta hef ég svo
gert fyrir mín börn af því að það
var mér svo dýrmætt.
Þegar ég hugsa um ykkur
mömmu kemur strax upp í hug-
ann hlýjan og ástin, þú fórst aldr-
ei út úr húsi án þess að faðma
mömmu og kyssa hana bless. Þið
unnuð líka vel saman í garðvinn-
unni og svo byggingunum á bæði
Baldursgarðinum og bústaðnum
sem varð sælureiturinn ykkar í
mörg ár. En vá, það sem þið gát-
uð tuðað hvort í öðru, en ef ég
fann að öðru hvoru ykkar þá stóð-
uð þið saman sem eitt.
Þið voruð bæði eldrauðir krat-
ar og oft hiti í umræðum um póli-
tík. Ég viðurkenni að ég vissi
ekki almennilega um hlutverk
þitt í VSFK, bara að þú varst í
einhverjum nefndum og fórst oft
á Víkina að hitta Karl Steinar og
fleiri. En ég hélt þetta væru að-
allega vinir þínir og þú sætir þar í
kaffispjalli.
Um tíma varstu svo í hesta-
mennsku og þú elskaðir hrossin
og félagsskapinn í kringum þau.
En trygglyndi þitt er svo skýrt,
þegar þú hættir þá komstu því
svo fyrir að elsti hesturinn þinn,
hann Straumur, kæmist heim í
sveitina þar sem þú keyptir hann
því þú gast ekki hugsað þér að
þessi sérvitri hestur lenti hjá
hverjum sem er. Bóndinn tók við
honum og þar fékk Straumur að
vera út lífið.
Ég sakna þín sárt en hugga
mig við að nú eruð þið mamma
saman á ný.
Guð geymi þig, elsku pabbi
minn. Þín
Ragnhildur.
Vinir mínir fara fjöld sagði
skáldið. Nú hefur Stefán J. Krist-
insson lokið æviferðinni. Við
kynntumst nokkuð er við unnum í
frystihúsi í Keflavík. Hann var
eldri en ég og á mælikvarða ung-
lingsins mikið eldri. Þar var hann
eldhress og greinilega metinn
fyrir dugnað. Smitandi hlátur
hans og lúmsk fyndni var þekkt
meðal vinnufélaga. Hann var oft-
ast nefndur Stebbi á Loftsstöðum
og var þá vísað í heimahagann.
Það var miklu síðar að leiðir okk-
ar lágu saman aftur. Í störfum
fyrir Verkalýðs- og sjómanna-
félag Keflavíkur og nágrennis. Í
afmælisblaði félagsins 1982 segir:
„Ég byrjaði að vinna á vellinum
fjórtán ára. Þá í uppvaskinu. Það
var að vísu kolólöglegt. Aldurs-
takmarkið sextán ár.“ En þetta
var ekkert einsdæmi. Hann var
einn af mörgum. Þeir lugu til um
aldur. Sögðust vera sextán, og
komust upp með það. Þetta var
árið 1947. Stefán gekk í verka-
lýðsfélagið 1948 og tók virkan
þátt í störfum þess. Hann var
snemma kjörinn trúnaðarmaður
á vinnustað, enda þótti hann lag-
inn og fylginn sér í samskiptum.
Síðar var hann valinn til hinna
ýmsu trúnaðarstarfa fyrir félagið.
Hann átti sér grundvallarhug-
sjónir um frelsi, jafnrétti og
bræðralag, sem honum fannst
falla vel að starfinu í verkalýðs-
félaginu. Hann mætti staðfast-
lega á alla fundi þess ef mögulegt
var. Honum var hugleikin reisn
hins vinnandi manns, krafðist
jafnréttis, fyrirleit yfirborðs-
mennsku og sérdrægni. Hann tók
virkan þátt í stefnumótun hverju
sinni. Við þær umræður kom mér
oft í hug að menntun og skóla-
ganga er sitt hvað. Hann var mik-
ils virði í vörn og sókn félagsins á
þessum árum. Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur gerði
hann að heiðursfélaga árið 1998.
Hann var ekkert að flýta sér að
festa ráð sitt. En þegar það gerð-
ist var hann heppinn með lífsföru-
naut. Guðný Jónasdóttir var kjöl-
festan í lífi hans. Saman áttu þau
tvær dætur, þær Ingu Sif og
Ragnhildi. Guðný átti fyrir soninn
Barða, sem Stefán gekk í föður-
stað. Hann var hreykinn af börn-
um sínum og barnabörnum og var
mjög annt um þau. Við hjónin
eignuðumst vináttu þeirra hjóna.
Voru það afar skemmtilegar
stundir sem við áttum saman,
hvar þau bæði tættu af sér gam-
ansögurnar enda höfðu þau bæði
gott skopskyn og kunnu að segja
frá. Aldur fer misvel með okkur.
Þegar Guðný féll frá fór heilsu
Stefáns að hraka mikið. Hrein-
skilinn sem hann alltaf var, sagði
hann mér fyrir nokkrum árum
brosandi: „Þeir voru að greina
mig með Alzheimer í gær.“ Það
var auðvitað hræðileg niðurstaða,
en Stefán tók þessum fréttum af
karlmennsku og æðruleysi. Hann
var reyndar til hins síðasta minn-
ugur á gamla tíma, sagði mér fyr-
ir stuttu er við ræddum saman
um verkalýðsfélagið: „Ég man nú
helst spennuna og lætin, þegar
þau voru.“
Við ræddum stundum um
dauðann. Hann var vel meðvitað-
ur um hvert stefndi. Eftir nokkra
baráttu hlaut hann hægt andlát í
faðmi dætra sinna. Ég dáist að
því hvað þær sinntu honum vel til
hinstu stundar og hve starfsfólk
Nesvalla, hvar hann bjó síðustu
árin, var honum gott. Við hjónin
sendum afkomendum og tengda-
fólki innilegar samúðarkveðjur.
Karl Steinar Guðnason.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MUNDA FRIEDEL
frá Sauðhúsum í Dalasýslu,
Münchener Str. 110, 47249 Duisburg,
Þýskalandi,
lést í Þýskalandi þriðjudaginn 7. febrúar.
Útförin fór fram miðvikudaginn 15. febrúar í kapellunni í
Duisburg Buchholz.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu.
Edda Schwarz Thomas Schwarz
Marc Julian Schwarz
Chiara Celine Schwarz
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍNBORGAR GUNNARSDÓTTUR
frá Læk, Skíðadal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Dalbæjar á Dalvík fyrir einstaka umönnun og kærleika.
Jóhanna Sigurjónsdóttir Hreinn Andres Hreinsson
Gunnar Sigurjónsson Guðrún S. Hilmisdóttir
Sigurður Sigurjónsson Elena Teuffer
Anna Sólveig Sigurjónsdóttir Rögnvaldur Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA MARÍA ÞORVALDSDÓTTIR
húsmóðir,
Sílatjörn 6,
áður Miðtúni 4, Selfossi,
lést á dvalarheimilinu Sólvöllum,
Eyrarbakka, fimmtudaginn 23. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. mars
klukkan 13.
Ásta Kristín Siggadóttir
Hannes Siggason Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir
María Siggadóttir
Þorvaldur Siggason Guðrún Kristín Ívarsdóttir
Sæunn Siggadóttir Gísli Þór Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Sumt fólk tekur
sér bólstað í hug og
hjarta manns – líkt
og stimplar sig end-
anlega inn – og verður partur af
lífinu. Sé nafn þess nefnt kallar
það fram bros og hlýjar tilfinn-
ingar og dýrmætar minningar,
sem fylgja manni alla tíð. Fjar-
lægð í tíma og rúmi haggar ekki
þeim sess, sem það hefur, og þeg-
ar fundum ber saman eru faðm-
lögin hlý og innileg og gömlu
glæðurnar reynast lifandi sem
aldrei fyrr.
Sigga Páls var þannig mann-
eskja – strax við fyrstu kynni
varð stórbrotinn persónuleiki
hennar hverjum þeim sem varð
þeirra aðnjótandi ógleymanleg-
ur.
Ég átti því láni að fagna að
starfa á sama vinnustað og Sigga
Sigríður Pálsdóttir
✝ Sigríður Páls-dóttir fæddist
30. september
1959. Hún lést 9.
febrúar 2017.
Útför Sigríðar
fór fram 24. febr-
úar 2017.
Páls á seinni hluta 9.
áratugarins. Smit-
andi hlátur hennar,
dugnaður, hlýtt við-
mót og vinarþel ein-
kenndi allt hennar
starf á þeirri litlu
stofnun – að ekki sé
minnzt á hispurs-
leysi í tali. Margur
unglæknirinn fékk
að roðna við kaffi-
stofuborðið, þegar
Sigríður lét gamminn geisa, enda
veitti stundum ekki af að koma
óhörðnuðum drengjunum í kynni
við almennilegan vestfirzkan
hugsunarhátt og tungutak.
Sigga Páls var stór í öllu –
hugsun, tali, tilfinningum, vinnu-
semi, vináttu og kærleika. Hún
var líka líkamlega mikil um sig,
og ár og dagar síðan ég hætti að
ná utan um hana. En inni fyrir sló
stórt og hlýtt hjarta. Nú er það
brostið, og mikill harmur kveðinn
að öllum þeim, sem áttu því láni
að fagna að eiga Siggu Páls að
vini.
Aðstandendum Siggu votta ég
mína dýpstu samúð.
Jósep Ó. Blöndal.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar