Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 12 þriðjudaginn 7. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ ÍMARK DAGUR Af því tilefni gefur Morgunblaðið út sérblað, tileinkað ÍMARK deginum föstudaginn 10. mars Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur með veglegri ráðstefnu í Hörpu 10. mars. i8 Gallery tekur eins og undan- farin ár þátt í listkaupstefn- unni The Armory Show í New York, en hún fer fram um næstu helgi og er hald- in í sýningar- skálunum á Bryggjum 92 og 94 á Manhattan. Að þessu sinni setur i8 upp sýn- ingu með verkum eftir sjö af lista- mönnum gallerísins, þau Hrein Friðfinnsson, Kristján Guðmunds- son, Sigurð Guðmundsson, Roni Horn, Callum Innes og Ragnar Kjartansson. The Armory Show er önnur af tveimur helstu listkaupstefnum með myndlist sem haldnar eru í Bandaríkjunum ár hvert. Síðast sóttu um 65 þúsund gestir sýningar helstu gallería samtímans þá þrjá daga sem sýningar voru opnar. i8 tekur þátt í Armory Show Sigurður Guðmundsson Kvartett Halla Guðmunds kemur fram á djasskvöldi Kex Hostels við Skúlagötu í kvöld, þriðjudag. Leiðtogi kvartettsins er kontra- bassaleikarinn Haraldur Ægir Guð- mundsson en aðrir meðlimur kvart- ettsins eru þeir Snorri Sigurðarson sem leikur á trompet, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Scott McLemore á trommur. Kvartettinn hyggst leika frum- samið efni auk vel valinna stand- arda. Flutningurinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis. Kvartett Haraldar Ægis leikur á Kex Bassaleikarinn Haraldur Ægir Guð- mundsson leiðir kvartettinn. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er ofboðslega vel samið verk,“ segir Magnús Ragnarsson, stjórnandi Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu, um hið fræga tónverk Johannesar Brahms, Þýska sálu- messu, Ein deutsches Requiem, sem kórinn flytur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20. Verkið verður að þessu sinni flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur og verður hljóðfæraleik- urinn í höndum píanóleikaranna Guðríðar St. Sigurðardóttur og Brynhildar Ásgeirsdóttur og Egg- erts Pálssonar sem leikur á pákur. Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón fara með einsöngshlutverkin tvö. Sex sinnum áður Johannes Brahms (1833-1897) er jafnan talinn í hópi mestu tón- skálda 19. aldar. Þýsk sálumessa, sem var frumflutt árið 1868, er lík- lega frægasta verk Brahms og sker sig frá hefðbundnum sálu- messum vegna textans sem sóttur er í lútersku biblíuna og er, eins og heitið gefur til kynna, á þýsku. Messuna tileinkaði hann vini sín- um, tónskáldinu Robert Schu- mann, móður sinni og mannkyni öllu. Söngsveitin Fílharmónía hefur flutt Þýska sálumessu Brahms sex sinnum áður, fyrst árið 1961 og síðast árið 2014. Fyrir þann flutn- ing fékk kórinn tilnefningu til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarviðburð ársins. Býsna krefjandi raddlega Söngsveitin Fílharmónía gjör- þekkir Þýska sálumessu og tekur hana nú aftur upp. Hvers vegna? „Þetta er stórkostlegt verk og alltaf gaman að takast á við það,“ segir Magnús. „Síðast fluttum við það fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári og okkur fannst öllum gaman að taka það fram að nýju. Sjálfum finnst mér til að mynda athygl- isvert að sjá hvað breytist hjá manni í nálguninni og í túlkun eft- ir því sem maður þroskast með aldrinum.“ Magnús segir að kórinn hafi ætlað að halda af landi brott í keppnisferð síðar á árinu en hafi svo ákveðið að fresta því um ár og safna meiru í ferðasjóðinn. „Í stað- inn vorum við sammála um að flytja þetta meistaraverk Brahms,“ segir hann. Í kórnum eru nokkrir nýir söngvarar sem hafa þurft að læra verkið. „En þegar flestir kunna það vel þá gengur hraðar fyrir hina að læra. Verkið er býsna krefjandi radd- lega, það fer ansi hátt og þetta er mikill söngur, nánast stanslaus kórsöngur í sjötíu mínútur. Ég æfði Þýska sálumessu fyrst árið 2008 með Fílhamóníu fyrir flutning með Sinfóníuhljómsveit- inni, og það var erfitt því margir voru að læra verkið og þótti það erfitt, en þegar upp var staðið tókst flutningurinn mjög vel. Fyrir tveimur og hálfu ári gekk mun betur og núna hafa æfingar svo flogið áfram …“ Einsöngvararnir Ágúst og Hall- veig hafa áður sungið sálumessuna með kórnum. Hallveig var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir frammistöðu sína fyrir tveim- ur og hálfu ári en Ágúst söng barí- tónrulluna árið 2008. „Hann fór þá með okkur til Pól- lands þegar við fluttum þetta þar, en ég stýrði þá flutningi kórsins með Ludoslawski-fílharmóníu- hljómsveitinni í Wrocław,“ segir Magnús. „Ágúst syngur þetta gríðarlega vel. Kristinn Sigmunds- son ætlaði að syngja með okkur en þurfti að fara til Portúgal að syngja í Wagner-óperu en Ágúst gat hlaupið í skarðið. Hallveig söng þetta með okkur síðast og var þá að gera það í fyrsta skipti en hún er sem fædd í þetta hlutverk. Rödd hennar hent- ar hlutverkinu einstaklega vel, lín- urnar eru langar og krefjast þess tæknilega valds sem hún býr yfir, tærleika í röddinni en þroska um leið.“ Dramatískt og blæbrigðaríkt Þýsk sálumessa er eitt allra vin- sælasta stóra kórverkið. Hvernig skýrir Magnús vinsældirnar? „Ég er mikill aðdáandi verka Brahms en alls ekki allra kórverka hans. En þetta verk er einstakt. Það er mjög dramatískt en blæ- brigðaríkt um leið, og vefnaðurinn er glæsilegur, með endurteknum stefjum. Kórinn er í krefjandi að- alhlutverki í verkinu en mér finnst mjög gaman að gera þetta með tveimur píanóum og pákum, eins og nú. Við getum unnið meira með dýnamík en ef við flyttum verkið með hljómsveit, til að mynda get- um við sungið veikar í ákveðnum köflum og þá er þetta eins og kammerverk. Þegar kórinn er svo á fullu þá er leikið á píanóin á full- um krafti og jafnvægið verður afar fínt. Svo bætast pákurnar við og þær gefa mjög skemmtilegan blæ.“ „Þetta verk er einstakt“  Söngsveitin Fílharmónía flytur hið þekkta kórverk eftir Johannes Brahms, Þýska sálumessu  Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir einsöngvarar Kórinn Þetta verður í sjöunda sinn sem Söngsveitin Fílharmónía tekst á við Þýska sálumessu eftir Brahms. „Kórinn er í krefjandi aðalhlutverki í verkinu,“ segir Magnús Ragnarsson stjórnandi en með er leikið á tvö píanó og pákur. Hollenski meistarinn Johannes Vermeer (1632-1675) er einn dáð- asti málari myndlistarsögunnar. Sérfræðingar eru einungis sam- mála um að eigna honum 34 mál- verk, sem flest sýna sama her- bergið með svipuðum uppstill- ingum en tvö sýna sjónarhorn utandyra í heimaborginni Delft. Opnuð hefur verið í Louvre- safninu í París sýningin Vermeer et les maîtres de la peinture de genre, þar sem gefur að líta 12 hinna þekktu og dáðu verka málarans, auk málverka eftir evrópska sam- tímamenn sem unnu með svipuð myndefni, eins og daglegt líf borg- aranna. Verkin eru fengin að láni í mörgum helstu söfnum Vestur- landa, eins og Rijksmuseum í Amst- erdam, National Gallery í Wash- ington DC og Metropolitan Museum í New York. Gagnrýnendur ausa sýninguna lofi og stjörnum og segja hana ein- stakt tækifæri til að sjá svo mörg meistaraverkanna saman komin. Þá sé val annarra verka einnig áhugavert, en þau eru meðal ann- ars eftir hollenska samtímamenn Vermeer; Gerard ter Borch, Ni- colaes Maes og Gerrit Dou. „Svo miklum ljóma slær af verk- um nokkurra snillinga að önnur verk verða grá í samanburðinum,“ skrifar Jonathan Jones, rýnir The Guardian, í umsögn sinni og segir Vermeer vera einn þeirra fáu. AFP Meistaraverk Fréttamaður beinir linsunni að stúlku með mjólkurkönnu, einu af kunn- um verkum Vermeer frá 17. öld. 12 af 34 þekktum verkum hans eru sýnd í Louvre. Einstök sýning á verkum eftir Vermeer í Louvre með um þriðjungi verka hans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.