Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Jennifer Aniston bar af 2. Skringilegt klapp Nicole … 3. Hvað klikkaði með umslagið? 4. Hjallastefnan byrjar með … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Guðmundur Sigurðsson organisti kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 12:15. Á efnisskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Thomas Adams, Thomas Attwood og Henry G. Ley. Aðgangur er ókeypis. Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju  Svissneska myndlistarkonan Rebekka Künis fjallar um áhrif Ís- lands í verkum svissneskra sam- tímalistamanna í þriðjudagsfyrir- lestri í Listasafn- inu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag kl. 17. Künis lauk námi frá Hochschule der Künste í Bern í Sviss. Sl. ár hefur hún kennt myndlist og þýsku við MA. Aðgangur er ókeypis. Áhrif í verkum sviss- neskra listamanna  Anna Jónsdóttir sópran, Ólöf Sig- ursveinsdóttir á selló og Sophie Schoonjans á hörpu flytja Hvítu- vötn, verk í sjö hlutum, eftir Óliver Kentish við ljóð Ingimars Erlends Sigurðssonar á háskólatónleikum á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Tón- leikarnir verða í Kapellunni á fyrstu hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands og er aðgang- ur ókeypis. Hvítuvötn flutt á háskólatónleikum Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Hæg austlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Norðan 8-13 m/s austast á landinu og lítilsháttar él. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Norðan 8-13 m/s austast á landinu og lítilsháttar él. Kólnandi veður, frost 1 til 10 stig. VEÐUR Gregg Popovich, sem nýlega setti met í NBA-deildinni yf- ir flesta sigra þjálfara með sama liðinu, var aðstoð- arþjálfari San Antonio Spurs þegar Pétur Guð- mundsson lék með liðinu tímabilið 1988-1989. Morg- unblaðið spjallaði við Pétur um Popovich sem þá var lítt þekktur þjálfari, að sögn Péturs, og með óvenjulegan bakgrunn tengdan varn- armálum. »2-3 Pétur starfaði með Popovich „Stór hluti af uppbyggingunni er ekki bara að komast í nógu gott stand til þess að geta lagt lóð á vogarskál- arnar með KR heldur langar mig að komast í landsliðið fyrir EM og gera eitthvað af viti með því á EM, það er langtíma- markmiðið. Í eig- ingirni minni hugsa ég um sumarið með landsliðinu og það að ná að vera í nægilega góðu formi til þess að vera með,“ segir körfu- boltamað- urinn Pavel Ermolinskij. »4 Hugsar ekki bara um KR heldur líka um EM Ísland byrjaði afar vel í B-riðli 2. deildar kvenna á heimsmeist- aramótinu í íshokkí. Ísland skellti Rúmeníu á Akureyri í gærkvöldi. „Það er skemmst frá því að segja að ís- lensku valkyrjurnar tóku Rúmena í al- gjöra kennslustund og unnu öruggan 7:2 sigur,“ segir Einar Sigtryggsson meðal annars í umfjöllun sinni í íþróttablaðinu í dag. »2-3 Rúmenar teknir í kennslustund ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Varðskipið Óðinn er veigamikill þáttur í sýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík og setur mikinn svip á gömlu höfnina. Nú þarf að taka Óðin í slipp vegna viðhalds. Slipptakan og það sem henni fylgir kostar allt að tíu milljónir króna, að sögn Guðmundar Hallvarðssonar, formanns Hollvina- samtaka Óðins og fyrrverandi al- þingismanns. „Við vonum að stjórnvöld standi við bakið á okkur í þeirri fram- kvæmd, eins og þau hafa gert hing- að til,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að Hollvinasamtökin væru þakklát fyrir að njóta nú fastra fjár- framlaga frá menntamálaráðuneyt- inu vegna daglegs reksturs skips- ins. Slipptaka og viðhald væri þó þar fyrir utan. Guðmundur benti á að það þætti eðlilegt að vernda gömul hús og miklu væri varið til þeirra mála. „En þegar kemur að einhverju eins og varðskipinu Óðni, sem á mjög merkilega sögu bæði sem varðskip og sem björgunarskip, gegnir öðru máli,“ sagði Guðmundur. Varðskipið Óðinn lítur mjög vel út að innan í dag. Farið er að bera á ryð- skemmdum á ytra byrðinu og að- eins farið að gæta leka inn í yfir- bygginguna, að sögn Guðmundar. Félagar í Hollvinasamtökunum hafa lagt fram mikla sjálfboðavinnu við viðhald Óðins. Vélbúnaðurinn í Óðni hefur ekki verið gangfær. Guð- mundur sagði mikils virði að koma honum í gang, en það kostaði mikla fjármuni. Torsótt yrði að fá fé í það á meðan pen- inga vantaði til að halda skipinu þokkalega við. Hann sagði að áhugi hefði verið á að tengja viðhald véla Óðins við Véltækniskólann. Því miður hefði það ekki enn náð fram að ganga. Hann benti á að ekki væru lengur til margar vélar af gerðinni Bur- meister & Wain eins og eru í Óðni. Saga landhelgisbaráttunnar Guðmundur sagði að mörgum gesta Sjóminjasafnsins þætti mest varið í að koma um borð í Óðin. Grunnskólanemar heimsæktu Sjó- minjasafnið og enduðu um borð í Óðni. Þar væri saga þorskastríð- anna meðal annars rifjuð upp fyrir þeim og sagt frá útfærslu landhelg- innar. Guðmundur kvaðst telja hollt að halda því hátt á lofti meðal æsku landsins hve mikið hefði verið haft fyrir því að færa út og verja land- helgina. Vs. Óðinn þarf að fara í slipp  Slipptaka og viðhald kostar um tíu milljónir króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipið Óðinn Skipið er veigamikill þáttur í sýningu Sjóminjasafnsins. Grunnskólabörn fá þar m.a. fræðslu um landhelgisbaráttuna. Félagar í Hollvinasamtökum Óðins hafa unnið mikið að viðhaldi skipsins í sjálfboðavinnu. „Það er mjög sérstakt að í Bretlandi hafi menn sameinast um að varðveita togarann Arctic Corsair í stað þess að setja hann í ofninn og að hér á landi hafi menn sameinast um að koma í veg fyrir að varðskipið Óðinn yrði selt úr landi,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Hollvina- samtaka Óðins. Bæði skipin komu við sögu í þorska- stríðunum. Guðmundur sagði að borgaryfirvöld í Hull hefðu á sínum tíma lýst áhuga á að kaupa Óðin til að hafa á safni þar. „Mér finnst að það að selja Óðin úr landi hefði verið algjör vanvirða við þá sem unnu ötullega að út- færslu landhelginnar öll þau ár sem þorskastríðin stóðu. Það er alla embættismenn, stjórnmálamenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar.“ Bretar vildu kaupa vs. Óðin VARÐSKIPIÐ ÓÐINN TÓK ÞÁTT Í ÖLLUM ÞORSKASTRÍÐUNUM Guðmundur Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.