Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ég get ekki að því gert en mér þykir orðið „orðræða“ alltaf jafnskondið.Ég meina, hefur þú, lesandi góður, einhvern tíma heyrt um ræðu ánorða? Líklega ekki. Sú ræða yrði í öllu falli fremur tilþrifalítil. Ég veit mætavel að orðið stendur á gömlum merg og er gott og gilt í ís- lensku máli. Á Vísindavefnum skilgreinir Guðrún Kvaran prófessor „orð- ræðu“ með eftirfarandi hætti: „Orðið orðræða merkir ‘tal, samræða, um- ræða’ og nær yfir máleiningu sem er stærri en setning. Þar getur verið um að ræða til dæmis fyrirlestur eða ræðu, hugleiðingar í töluðu máli eða rituðu og spjall eða samtal um eitthvert efni.“ Gott og vel. En er „orðræða“ samt ekki ofhlaðið orð? Dytti okkur til dæmis í hug að nota orðið „akstursbifreið“ yfir bíl? Blasir ekki við að bifreið er notuð til aksturs? Nú eða „áhorfssjónvarp“? Flestum er ljóst að sjónvarp er hannað til að horft sé á það. Sumt er þó líklega komið í hring; eins og „talsími“. Lengi vel þurftum við ekki á því gamla orði að halda, „sími“ dugði, enda var téð tæki einkum til þess fallið að tala í það. Nú á tímum, þeg- ar fólk gerir allt mögulegt annað við símana sína, er upplagt að nota orðið „talsími“ um síma sem eingöngu er hægt að tala í. Fyrirfinnist þeir þá lengur. Fleiri orð eru ofhlaðin, eins og til dæmis „valkostur“, sem merkir það sama og „val“ og „kostur“. Svo eru það tvítekningarnar, eins og „oft og tíðum“, sem merkir auð- vitað bara „oft og oft“. Sumir segja reyndar „oft á tíðum“, og fá stund- um skömm í hattinn frá málvönd- unarsinnum, þar sem ekki er eins löng hefð fyrir því sambandi en bæði hafa þau þó unnið sér þegnrétt í málinu. Kannski þykir okkur Íslendingum bara gaman að skreyta mál okkar og gera það myndrænt. Við notum til dæmis orðið „skriðdreki“ yfir hern- aðartæki sem enskumælandi fólk kallar einfaldlega „tank“ en ekki „crawling dragon“. Þá eiga fáar þjóðir mergjaðri orð um snjó; hundslappadrífa, kafalds- hjastur, snjóbörlingur og skafkafald eru þar á meðal. Sérlega vandað orð, skafkafald! Orðið bifreið kom snemma inn í íslenskt mál, eftir að slík tæki námu hér fyrst land, en Alþingi samþykkti hins vegar að hafna því en taka þess í stað upp orðið „sjálfrenningur“. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum festist það ekki í málinu. Af öðrum tillögum sem komu fram snemma á seinustu öld má nefna „þeysivagn“, „þeysir“, „sjálfrennireið“ og „skellireið“. Það hefur verið lífleg orðræða – í eiginlegri merkingu þess orðs. Þarna var jú verið að ræða um tiltekið orð. Bifreið, þeysivagn, sjálfrennireið eða skellireið? Morgunblaðið/Jim Smart Ræða án orða Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Dytti okkur til dæmisí hug að nota orðið„akstursbifreið“ yfir bíl?Blasir ekki við að bifreið er notuð til aksturs? Nú eða „áhorfssjónvarp“? Fanný Jónmundsdóttir Ég get ekki fylgst með því. Mér þykir allt of vænt um hann til að sjá hann verða særðan. SPURNING DAGSINS Fylgist þú með Gunn- ari Nelson og hans bardögum? Sigurður B. Benediktsson Já, þetta er útrás fyrir Íslendinga sem hafa áhuga á þessu og gaman að horfa á þetta. Morgunblaðið/Ásdís Marta María Arnarsdóttir Voðalega lítið. Mér finnst þetta svo gróf íþrótt að ég þoli ekki að horfa á það. Vilhjálmur Vilhjálmsson Já, það geri ég mikið. Ég er mikill aðdáandi. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvernig þættir eru Framapot og fyrir hverja? Þetta eru þættir sem fjalla í grófum dráttum um menntun, menntahroka og fordóma í samfélaginu. Við lögðum af stað í þetta ferðalag þegar við vorum sjálfar týndar í von um að vinda ofan af fordómum sem við fund- um fyrir í samfélaginu og hjá okkur sjálfum. Þetta eru svona viðtals-heimild- arþættir þar sem við skoð- um mismunandi starfsstéttir og leiðir að þeim og möguleika að loknu námi. Þættirnir eru fyrir alla sem eru og hafa verið í þessum hugleiðingum. Hvernig kviknaði hugmyndin af þáttunum? Hugmyndin kviknaði fyrir þremur árum þegar við vorum að vinna saman á veitingastað. Við vorum frekar týndar af því við fundum að við vorum ekki á þeim stað sem við vild- um vera á í lífinu. Við höfðum báðar fengið hafnanir úr skólum og fannst erfitt að vita hvað við vildum læra. Við vorum í sumarvinnunni okkar og leið hvorugri neitt rosa- lega vel. Við vildum búa okkur til eitthvað verkefni sem við hefðum áhuga á og fengum þá hugmynd að þessum þáttum og gerðumst svo djarfar að hringja í Saga film þrátt fyrir að hafa hvorugar verið nokkuð í sjónvarpi áður og kynna hugmyndina fyrir þeim. Við vissum að það voru miklu fleiri en bara við tvær sem upplifðu sig týnd og ekki með framtíðina á hreinu. Nú er margt ungt fólk sem veit ekki hvert það stefnir, komið þið með lausnina? Ekki lausnina, nei. Við erum meira að pota í fordómana sem við höfum og velta fyrir okkur á hvaða forsendum okkur finnst þetta nám betra en annað. Hvert stefnið þið sjálfar? Við áttuðum okkur á því í öllu þessu ferli að það að ákveða eitthvað núna er alls engin lokaákvörðun. Það eina sem við getum gert eins og er er að fylgja því sem okkur langar að gera í dag. Við höfðum allavega mjög gaman af því að gera þessa þætti og sjáum svo hvað setur, vitum það ekki ennþá. Eruð þið sjálfar með allt á hreinu? Alls ekki. Og það er svo frábært að sjá að það eru ekkert allir aðrir með allt á hreinu. Við bara missum okkur í samanburði og samkeppni sérstaklega núna með samfélagsmiðla og allt í kringum okkur. Það er bara frábært að vera leitandi. Þá lærir maður svo margt. Hvað er síðan í vændum hjá ykkur? Við erum að vinna í Reykjavíkurdætrasýningunni sem verður frumsýnd 5. maí í Borgarleikhúsinu. Við verðum líka aðeins á faraldsfæti með hljómsveitinni í sumar. Sara er annars í fullu námi á sviðshöfundabraut í LHÍ og mun fljúga hjá Icelandair í sumarfríinu. Steiney sýnir spuna í Þjóðleikhúskjallaranum með Improv Ísland, veislustýrir og fer með ferðamenn inn í Langjökul. Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURLAUG SARA GUNNARSDÓTTIR OG STEINEY SKÚLADÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Frábært að vera leitandi SITJA Forsíðumyndina tók Golli Framapot er ný þáttaröð sem hefur göngu sína á RÚV, fimmtudaginn 30. mars kl. 20:05. Þar kynnast þær Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir því hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.