Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Qupperneq 12
Þ að fyrsta sem þú þarft að vita um Júníus Meyvant er að enginn heitir Júníus Meyvant í hljómsveit- inni. Önnur staðreynd, þrír bræður eru í sveitinni sem er hugarfóstur Unnars Gísla Sigurmunds- sonar, en yngri bræður hans, Ólafur Rúnar og Guðmundur Óskar, eru með honum í þessu verkefni. Í þriðja lagi var frumraun sveitarinnar, Floating Harmonies, valin poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Blaðamaður hitti bræðurna í æfingahúsnæði sveitarinnar í Reykjavík sem er fullt af hljóðfærum og gömlum húsgögnum. Unnar Gísli, sá sem gengur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, er elstur af þeim þremur. Sjö ár eru á milli hans og Ólafs og önnur þrjú á milli Ólafs og Guðmundar. Þeir ólust upp í Vestmanneyjum og eru þrjú af fimm börn- um hjónanna Sigurmundar Gísla Einarssonar og Unnar Ólafs- dóttur. Einar, elsti bróðirinn, spilaði reyndar inn á plötuna þó hann sé ekki með í hljómsveitinni en systirin Guðný fæst við önnur verkefni. „Einar er bestur af okkur,“ segir Guðmundur. „Á gítar,“ bætir Unnar við. „Og lærðastur. En Óli spilar á flest hjóð- færi,“ segir Guðmundur. „Ég held að Einar hafi æft sig mest á hljóðfæri af okkur öllum,“ segir Unnar og bræðurnir eru sammála því. „Ég og Guðmundur erum meira í því að semja en Einar og Óli hafa aðeins meira í sér að geta pikkað lög upp hratt,“ seg- ir Unnar. Það var samt engin pressa á að læra á hljóðfæri á æsku- heimilinu heldur voru hljóðfærin einfaldlega til staðar. For- eldrarnir voru mikið í tónlist. „Pabbi spilar á allt,“ segir Guð- mundur og þeir lýsa því að móðir þeirra syngi mikið og þá ekki síst um það sem hún sé að gera og einnig íslensk dæg- urlög. Byrjaði 21 árs að spila „Ég byrjaði tíu ára gamall, þá snerti ég fyrst hljóðfæri þó það væru öll þessi hljóðfæri í kringum okkur,“ segir Guðmundur. Ólafur byrjaði um svipað leyti en segist hafa byrjað að fikta fyrr, þegar hann var sjö ára en slíkt fikt er bara af góðum toga. „Óli var undrabarn þegar hann var ungur, gat pikkað allt upp strax,“ segir Guðmundur. „Ég byrjaði 21 árs að spila. Ég byrjaði mjög seint. Mér var meinaður aðgangur að tónlistarskóla, það var eiginlega þann- ig,“ segir Unnar og segist hafa lýst yfir áhuga á tónlistarnámi en ekki fengið að stunda það nám og segir ástæðu fyrir því. „Ég kláraði aldrei neitt, kláraði aldrei heimalærdóminn, kláraði aldrei matinn minn, mætti aldrei neitt á réttum tíma og ég gleymdi oft skólatöskunni heima. Ég var kannski með átta dönskubækur í töskunni minni því ég var alltaf að fá lán- aðar bækur,“ segir Unnar og bætir við að hann hafi ekki bar- ist fyrir þessu námi. „Það eina sem ég hafði áhuga á var að vera á hjólabretti og að teikna. Og reyndar hlustaði ég mjög mikið á tónlist.“ Guðmundur byrjaði í hljómsveitum og að semja tónlist þeg- ar hann var 11 ára og hefur tekið þátt í Músíktilraunum. Í gömlu fiskvinnsluhúsi í Eyjum áttu margar hljómsveitir æf- ingahúsnæði. Guðmundur segist á unglingsárunum hafa spilað þar á hverjum einasta degi, jafnvel þrisvar, fjórum sinnum á dag. „Þetta var það eina sem maður gerði á þessum aldri,“ segir Guðmundur. Hugsýkin tapaði Unnar segist heppinn að hafa kynnst fólki sem ýtti honum áfram. „Kristófer trommari sendi lagið sem ég tók upp með honum, „Color Decay“, til Haraldar Leví sem á Record Records. Ég er fyrsti maðurinn sem Haraldur tekur upp á sína arma. Hann ýtti á eftir mér og lætur mig fara í stúdíó til að taka upp. Ég væri bara ennþá í hugsýkinni eins og svo margir aðrir annars,“ segir hann og útskýrir nánar hvað hann á við með hugsýki. „Það er að ímynda sér að maður þurfi ann- að orgel eða annan gítar til að geta tekið upp. Það er mikill nágrannametingur í Íslendingum. Í litlu samfélagi er maður dálítið hræddur, það þarf allt að vera meiriháttar til að vera eitthvað,“ segir Unnar en það var gott fyrir hann að fá þrýst- ing til að gera þetta en lagið „Color Decay“ var valið lag Morgunblaðið/Golli 900 strákarnir Júníus Meyvant kann að hrista upp í hlutunum og byrjar alla tónleika á heimaslóðunum í Vestmannaeyjunum á því að segja: Áfram KR, burt með kvótann, kjósum Vinstri græna, svona aðeins til að fá blóðið til að renna hjá fólki. Þrír bræður eru í hljóm- sveitinni sem eru jafnvígir á tónlist og myndlist. Þeir ræða æskuna í Eyjum, trúarlegt uppeldi og tónleikaferðalög í viðtali. Bræðurnir Guðmundur Óskar, Unnar Gísli og Ólafur Rúnar Sigurmundssynir. Málverkið á veggnum er eftir Unnar og prýðir jafnframt plötuumslagið á frumraun Júníusar Meyvants, Floating Harmonies. Unnar er mjög hnyttinn og samtalið fór oft út fyrir efnið. Hann lærði að fara í trúðafötin sem barn og er fljótur í tilsvörum. Það eru greinilega sterk bönd á milli bræðranna, sem fengu ríkan skammt af sköpunargáfu í vöggugjöf og var kennt í æsku að bera virðingu fyrir öðru fólki. Það sem setur sterkast- an svip á æfingahúsnæði þeirra, fyrir utan öll hljóðfærin, eru tvö stór málverk eftir Unnar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.