Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 16
ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 S ala á fasteignum hefur ekki verið líf- legri hérna í tíu til fimmtán ár,“ segir Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri í Snæfellsbæ. „Það var síð- ast hjá mér í morgun fólk sem hef- ur verið að leita að húsnæði frá því í janúar, án árangurs; þannig að það er talsverður skortur á húsnæði í sveitarfélaginu og lítið sem losn- ar.“ Að sögn Kristins er framboð á fasteignum í eigu einkaaðila lítið sem ekkert; það sem hægt er að leigja séu íbúðir í eigu sveitarfélagsins annars vegar og Íbúðalánasjóðs hins vegar sem sjóðurinn eignaðist í hruninu. „Þeir eru að leigja allar sínar íbúðir en mættu vera sneggri þegar skipt er um leigjendur. Það tekur of langan tíma.“ Snæfellsbær hefur heldur ekki farið var- hluta af aukinni leigu á húsnæði til ferða- manna, hinni svokölluðu Airbnb-væðingu, sem takmarkar eðli málsins samkvæmt framboðið. Þá segir hann aukin umsvif í ferðaþjónustu hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn enda kalli þau á fleira fólk, eins og víðast hvar á landinu. Það þýði svo aftur að fjölbreytni í störfum sé að aukast í sveitarfélaginu. „Öfugt við það sem var fyrir fimm árum erum við farin að reka ferðaþjónustuna á ársgrundvelli sem kallar á það að fólk er í auknum mæli farið að festa sig hérna,“ segir Kristinn og bætir við að bílaum- ferð hafi aukist um 85% frá 2013 til 2016. „Það koma orðið fleiri bílar út af Snæfellsnesi en fara um Holtavörðuheiði.“ Kristinn segir ánægjulegt hversu margt ungt fólk, sem lokið hefur námi, er að flytja á Snæfellsnesið. „Ég hef mjög gaman af því að ræða við þetta fólk og það talar um að það sé mun fljótara að spara peninga hér en í Reykja- vík. Það er ekki síst vegna þess að húsnæð- isverð er mun lægra,“ segir Kristinn. Í ljósi húsnæðisskortsins vonast bæj- arstjórinn til þess að fleiri komi á næstu misserum til með að treysta sér til að byggja í Snæfellsbæ. „Vandamálið í því sambandi er það, eins og svo víða á landsbyggðinni, að ekki er öruggt að fólk endurheimti peningana sem það leggur í bygginguna ákveði það seinna að selja. Í því sambandi er ánægjulegt að húsnæðisverð sé að hækka,“ segir Krist- inn. Fasteignaverð ekki nógu hátt Að sögn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæj- arstjóra í Ísafjarðarbæ, er staðan í húsnæðis- málum snúin í sveitarfélaginu. „Það er eig- inlega skortur á húsnæði, sérstaklega á Ísafirði, en vandamálið er flókið vegna þess að fasteignaverð hefur ekki verið nógu hátt og ekki í takti við leiguverð sem er hlutfallslega hærra,“ segir Gísli. Hann bendir þó á, að fasteignaverð hafi hækkað um 25% á undanförnum tveimur ár- um og sú hækkun standi enn yfir. Þannig að hagkvæmnibilið er að styttast og þar af leið- andi ætti að vera aukinn hvati til að byggja. „Okkar verkefni hjá sveitarfélaginu núna er að endurskoða skipulag, finna heppilegar lóð- ir og örva verktaka til húsbygginga,“ segir Gísli. Ísafjarðarbær hefur líka sótt um stofnfjár- framlag hjá Íbúðalánasjóði en það er fyrst og fremst vegna lítilla íbúða, fyrir tekju- og efna- minna fólk, og spurn eftir þeim er ekkert gríð- arlega mikil fyrir vestan, að sögn Gísla. „Samt vonumst við til að geta nýtt það sem kjölfestu í fjölbýlishúsum með stærri íbúðum á efstu hæð,“ segir hann. Annað sem hefur verið að eiga sér stað vestra er Airbnb-væðingin. „Hún er ekki stór- vægileg en við finnum vissulega fyrir henni,“ viðurkennir Gísli. Þá hafa verið brögð að því að fólk hafi verið að kaupa sér sumarhús í sveitarfélaginu, ekki síst á Flateyri, til að verja þar tíma í orlofum sínum. „Við erum auðvitað fegin því þegar hús eru keypt og tekin í gegn, það flikkar upp á þessi fallegu þorp okkar, en á móti kemur að um leið minnkar framboðið á húsnæði. Á Flat- eyri eru til dæmis um sextíu lögheimilislausar íbúðir sem er mjög hátt hlutfall og svipaður fjöldi og á Ísafirði,“ segir Gísli. Mikill vöxtur er fram undan í fiskeldi í Ísa- fjarðardjúpi sem Gísli segir kalla á nokkur hundruð ný störf. „Það gæti þýtt íbúafjölgun upp á meira en þúsund manns þannig að við þurfum að vera í startholunum. Sú þróun ætti á endanum að skila okkur réttu fasteignaverði en 200 til 300 fermetra einbýlishús hafa verið að seljast á 25 til 30 milljónir króna. Það er ekki hátt fermetraverð og þar af leiðandi hag- stætt að kaupa hérna fyrir vestan núna,“ segir Gísli. Hann segir fólki hafa verið að fjölga í sveit- arfélaginu, ekki síst fólki á barneignaraldri, og um leið hafi aldurspíramídinn verið að réttast af. Húsnæðisskortur haldi þó aftur af þessari þróun. „Fólk vill flytja út á land, meðal annars hingað til okkar, og atvinna er í boði, þannig að fjölgun yrði klárlega hraðari ef úrval húsnæðis væri meira.“ Hann segir sumt eldra fólk hafa áhuga á að minnka við sig en ekki sé nægilega gott fram- boð af slíku húsnæði, til dæmis þægilegu hús- næði með lyftu, og fyrir vikið haldi fólkið að sér höndum. „Við þurfum að fara að koma framkvæmdum við slíkt húsnæði af stað en um leið myndi losna um stærra húsnæði fyrir fjöl- skyldufólk,“ segir Gísli. Erum í stökustu vandræðum „Við erum í stökustu vandræðum; það er of lítið framboð á húsnæði hjá okkur,“ segir Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Sveit- arfélaginu Skagafirði. Lítið hefur verið byggt á svæðinu eftir hrun og kennir Ásta háum byggingarkostnaði og lágu fasteignaverði fyrst og fremst þar um enda þótt vísbend- ingar séu um að fasteignaverð fari nú hækk- andi. „Við erum að missa fólk út af húsnæð- isvandræðum sem er bagalegt þar sem við höf- um næga atvinnu og vantar fólk í vinnu. Við þurfum virkari leigumarkað og það er sáralítið á sölu. Sérstaklega vantar húsnæði fyrir fjöl- skyldufólk,“ segir Ásta og bætir við að Airbnb- væðingin hafi á síðustu mánuðum teygt anga sína norður. Ásta kveðst á sínum tíma hafa óskað eftir fundi með ASÍ vegna byggingarfélagsins Bjargs en fengið þau svör að það myndi ein- beita sér að höfuðborgarsvæðinu, alltént til að byrja með. Heldur er Eyjólfur þó að hressast og Ásta upplýsir að tvö einbýlishús séu þegar í bygg- ingu og framkvæmdir við sex eða sjö til við- bótar muni vonandi hefjast með vorinu. Þá festi verktaki kaup á gamla barnaskóla- húsnæðinu og hyggst setja þar upp ellefu íbúð- ir, auk þess sem Búhaldar, félag eldri borgara, eru að reisa sex íbúðir sem teknar verða í notkun í haust. „Sveitarfélagið setti líka á laggirnar sjálfseignarstofnun sem sótti um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs en við höfum ekki enn fengið svar,“ segir Ásta. 30% hækkun á fasteignaverði Það er orðið of lítið framboð á húsnæði hjá okkur,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveit- arstjóri Norðurþings. „Vandamálið í því sam- bandi hefur aðallega verið samspil sölu- andvirðis eigna á markaði á móti byggingarkostnaði sem aftrað hefur uppbygg- ingu til þessa, en sem betur fer höfum við verið að sjá um þriðjungs hækkun á fasteignaverði undanfarið ár eða svo, alla vega á Húsavík, vegna uppbyggingarinnar sem er að eiga sér stað í atvinnulífinu hjá okkur. Þetta mun ýta undir nauðsynlega fjölgun íbúða á svæðinu.“ Aðgerðir til að mæta vaxandi húsnæðisþörf eru þegar hafnar nyrðra en Kristján Þór tók einmitt fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi á Húsavík í vikunni. Þar eru tæplega þrjátíu lóð- ir fyrir tvíbýlishús og fjögurra eininga fjöl- býlishús og áformað að byggja 22 íbúðir til að byrja með en að sögn sveitarstjórans er rými í hverfinu fyrir annað eins og er annar áfangi í athugun. „Miðað við þær spár sem við höfum á borð- inu í tengslum við þessa uppbyggingu á svæð- inu er skortur á einhverjum hundrað íbúðum á næstu fimm árum,“ segir Kristján Þór. Norðurþing hefur ekki farið á mis við aukin umsvif í ferðaþjónustunni og líkir Kristján Þór leigumarkaðnum við villta vestrið í því sam- bandi. „Við höfum fundið fyrir þessari Airbnb- væðingu og höfum verið að reyna að vernda al- menna leigendur í leit að leiguhúsnæði á vett- vangi sveitarstjórnar enda eru íbúðir takmörkuð auðlind. Þetta er þó alls ekki ein- falt mál, þar sem menn vilja auðvitað sjá hverja einustu atvinnugrein vaxa og dafna.“ Húsnæðisskortur á landsbyggðinni Offramboð á húsnæði á landsbyggðinni heyrir sögunni til, að því er fram kemur í samtali Sunnudagsblaðsins við sjö sveitar- og bæjarstjóra víðs vegar um landið. Þvert á móti er víðast hvar skortur á húsnæði eða hann við það að bresta á, meðal annars vegna aukinna umsvifa í atvinnulífinu og Airbnb-væðingarinnar. Eðli málsins samkvæmt hækkar fasteignaverð því hratt um þessar mundir úti á landi og framkvæmdir víða hafnar eða að fara í gang. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frá Egilsstöðum. Þar er framboð á húsnæði minna en eftirspurnin. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.