Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 28
Það er alltaf eitthvað svo hlýlegt að koma íNorræna húsið. Í gamla daga var algengtað skreppa þangað á myndlistarsýningu,
lesa norræn blöð, fá sér jafnvel kakó og vöfflu og
horfa yfir Vatnsmýrina með öllu sínu fuglalífi. Í
dag má finna þar veitingastaðinn AALTO Bistro
sem tekur á móti gestum í hádegismat, síðdeg-
iskaffi alla daga vikunnar, og kvöldmat allt að
fjögur kvöld í viku. Innanstokksmunir sem lang-
flestir eru eftir hinn finnska heimsfræga arkitekt
hússins, Alvar Aalto, hafa lítið breyst í áratugi og
sami notalegi andinn er þar enn í dag. Veitinga-
staðurinn heitir í höfuðið á honum til að heiðra
einstaka arfleifð hans í Vatnsmýrinni. „Við fáum
stundum fólk sem kemur í kaffi og er í smá nos-
talgíukasti,“ segir Sveinn og bætir við að stemn-
ingin sé dálítið eins og að vera í sveitinni.
„Svo er gríðarlegt fuglalíf hér og þó að þú
sért með Hringbrautina nálægt þá ertu samt
kominn út í sveit.“
Veitingastaðinn AALTO Bistro má finna í Norræna húsinu.
Yfirkokkurinn Sveinn Kjartansson segir matinn í norrænum
anda en undir áhrifum frá Miðjarðarhafslöndum og er áhersla
lögð á ferskleika og frumleika. Útsýnið yfir Vatnsmýrina
skemmir ekki fyrir og stutt er fyrir kokkana að sækja
kryddjurtir og grænmeti sem vex rétt fyrir utan gluggann.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Krafa um vegan-rétti
Sveinn segir nóg að gera en viðskiptavinir eru
blanda af erlendum ferðamönnum og Íslend-
ingum. „Við erum að reyna að gera öllum til
hæfis og erum til dæmis með jafn marga kjöt-,
fisk- og vegan-rétti á matseðlinum,“ segir
Sveinn og segir að fólk í dag gerir kröfur um
að hægt sé að fá vegan-rétti. „Það er skemmti-
leg nýjung að vera með marga vegan-rétti og
heldur manni vakandi,“ segir hann.
„Við förum okkar eigin leiðir í að nálgast hrá-
efni og verslum mikið við smáframleiðendur,
bæði í fiski og grænmeti,“ segir Sveinn. „Við
erum líka með gróðurhús á sumrin þar sem við
ræktum okkar eigin kryddjurtir og smámat-
jurtagarð þar sem við ræktum grænmeti.“
Matarmenningar mætast
Maturinn byggist á norrænum grunni með
Miðjarðarhafsútfærslu. „Þegar ég tala umMorgunblaðið/Ásdís
Norrænn Miðjarðarhafsmatur
Sveinn Kjartansson hefur eldað
fisk og kjöt í áratugi. Nú tekst
hann einnig á við vegan-rétti.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017
MATUR
Fyrir 4
4 andaleggir
8 msk fínt borðsalt
10 stk kardimommur
rifinn börkur af ½ appelsínu
½ tsk engiferduft
700 g andafita
3 lárviðarlauf
svört piparkorn
1 appelsína
1 msk teriyaki sósa
4 stk tortillur
Hreinsið leggina vel, stráið helm-
ingnum af saltinu á bakka og legg-
ið fuglinn á bakkann.
Myljið kardimommurnar, börk-
inn af appelsínunni, engiferduftið
og lárviðarlaufin fínt og stráið yfir.
Stráið síðan restinni af saltinu yfir
og geymið í 8 klst.
Hreinsið saltið af fuglinum með
köldu vatni og þerrið vel.
Leggið í eldfast mót, hitið and-
arfituna og hellið yfir fuglinn í
mótinu, bætið timjani og svörtum
piparkornum í mótið. Lokið og
setjið í 150°C heitan ofn í um 5
klst.
Takið út úr ofninum, skafið kjöt-
ið af beinunum, skrælið appelsínu
og skerið kjötið í fína bita og setjið
saman við kjötið ásamt teriyaki-
sósunni.
JARÐARBERJA-LINSUSALAT
200 gr brúnar linsubaunir
6 jarðarber
ENGIFER-KÓRIANDER
KRYDDLÖGUR
20 gr engifer
5 stönglar kóriander
2 msk sesamolía
3 msk sæt chilisósa
3 msk repjuolía
Maukið engiferinn í matvinnsluvél
ásamt kóriander, bætið síðan chili-
sósunni og olíunum saman við og
maukið aðeins betur.
Sjóðið linsubaunir og kælið,
skerið jarðarberin og bætið út í
ásamt engifer-kóriander krydd-
leginum.
Setjið salatið á fjóra diska. Setj-
ið öndina inn í tortillur, skerið þær
í tvennt og setjið ofan á salatið.
Hægeldaðir andaleggir í tortillu á
linsubauna-jarðarberjasalati
Kældur límónuleginn
saltfiskur
Fyrir 4
300 g vel útvatnaður saltfiskhnakki
8 stk blandaðar ólífur
2 vel þroskaðir kirsuberjatómatar
safi úr 1 límónu
nýmulinn svartur pipar
repjuolía
bergmynta
Skerið saltfiskinn í þunnar sneiðar
og leggið á stóran disk þannig að
sneiðarnar séu þétt saman en liggi
ekki hver ofan á annarri. Piprið.
Skerið ólífurnar í litla bita. Skerið
kjötið utan af tómötunum í litla
bita og dreifið ólífunum og tómöt-
unum yfir saltfiskinn. Kreistið lím-
ónuna yfir fiskinn og sáldrið repju-
olíunni yfir ásamt
bergmyntulaufum.
Berið fram vel kalt og gott að
bera fram með ristuðu brauði.