Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017
L
engi hafa ríki reynt að hafa auga með
samsærismönnum. Oftast vegna þess
að rétthöfum almannavaldsins (veitt
af kjósendum eða guði eftir atvikum)
stafaði hætta frá þeim. Enn er minnst
dánardægurs Sesars 15. mars og rifj-
að upp er samsærismenn lögðu til hans með hnífum í
gömlu Senatsbyggingunni. Sesar var mest hissa á
Brútusi.
Góðir samsærismenn
Þeir samsærismenn áttu sinn málstað. Þeir töldu að
Sesar hefði tekið sér alræðisvald og væri að festa það í
sessi. Þeir litu á sig sem lýðsins menn, og það má vera
rétt. En kannski í bland valdabraskarar að hugsa um
sitt.
Umboðslausir samsærismenn geta svo sannarlega
verið riddarar þess góða sem verðskulda virðingu og
aðdáun. Ekki síst þeir sem takast á við ofurvald ein-
ræðis í einhverri mynd. Samsærismennirnir sem
reyndu að tortíma Adolf Hitler börðust fyrir góðan
málstað. Sumir þeirra höfðu vissulega fylgt foringj-
anum lengi vel en sáu að eins og mál þróuðust yrði
Þýskaland rjúkandi rúst réði hann ferðinni áfram.
Sumir reyndu fyrr á valdaferli foringjans að andæfa og
finna leið til að ryðja honum úr vegi. Þá hafði öllum lýð-
ræðislegum leiðum til andspyrnu verið kyrfilega lokað.
Leynilögreglan Gestapo og SS-eðalsveitir foringjans
voru á hverri þúfu. Samsæri fárra var eini kosturinn
sem í boði var. Það voru aðeins hetjur brennandi í and-
anum sem lögðu á ráðin um morðtilraun þegar allt
gekk Hitler í haginn og mikill meirihluti þjóðarinnar
horfði til hans sem óskeikuls handhafa alls valds. Þess-
um fámennu en kjörkuðu hópum hugnaðist ekki stefna
hans, hatur og tryllingur. Öllum þessum samsæris-
hópum mistókst. Stundum fyrir helbera óheppni.
Sprengjur sem tekist hafði að koma í einkaflugvél for-
ingjans sprungu ekki. Þessi langorði ræðufauti hvarf
af óskiljanlegum ástæðum úr ræðustól miklu fyrr en
ætla mátti og var því horfinn þegar sprengjan sem
hefði bundið enda á líf hans sprakk. Og síðasta til-
ræðið, sem heppnaðist best, náði aðeins að særa ein-
ræðisherrann og tæta sundur föt hans þar sem
sprengja í skjalatösku endaði vitlausu megin við
massífan burðarfót fundarborðsins sem foringinn var
við. Í flestum þessara tilvika biðu hetjanna hryllileg ör-
lög, pyntingar og kvalafullar aftökur.
Hinir
Í lýðræðisríkjum hafa leiðtogum líka verið brugguð
banaráð. Iðulega hafa það fremur verið geðfelldu leið-
togarnir sem hafa lent verst i því.
Í Bandaríkjunum var það eðalmennið Abraham
Lincoln sem fyrstur forseta féll fyrir byssukúlu morð-
ingja. Það var um það leyti sem loks sá fyrir enda á
mesta hörmungartíma í sögu Bandaríkjanna. Það var
lán að lýðræðiskerfið hafði náð að leiða fram besta
manninn sem völ var á. Það blasti ekki endilega við að
Abraham Lincoln væri sá maður. Sumir kusu hann af
því að hann væri ekki „ofstækismaður gegn þræla-
haldi“. Þessi friðsami maður, hugsuðurinn og góð-
mennið, stóð í öndvegi þegar bræður börðust og féllu í
hrönnum. Slagurinn stóð um það hvort halda mætti
stórum hópi manna áfram í þrælkun og stunda með
það fólk kaupskap eins og lausafé og búpening. Og
hvort slíta mætti í sundur ríkið vegna þess.
Annar forseti Bandaríkjanna sem féll fyrir byssu-
kúlu morðingja var John F. Kennedy. Yngsti forseti í
sögu Bandaríkjanna. Við vitum nú að hann var ekki
sama úrvalseintakið og Lincoln. En hann naut á sinni
tíð mikillar vinsemdar og aðdáunar hjá meirihluta
Bandaríkjamanna. Tveir forsetar aðrir voru myrtir á
þeirri öld sem leið á milli morða Lincolns og Kennedys.
Það voru þeir Garfield og McKinley.
Mörgum þótt táknrænt að varaforseti Lincolns héti
Johnson eins og varaforseti Kennedys. Og þá var það
undur oft nefnt að einkaritari Kennedys hét Evelyn
Lincoln og stundum var því haldið fram að ritari Lin-
colns hefði heitið Kennedy, en það er ekki trúlegt. For-
setarnir voru þeir fyrstu sem fæddir voru á sömu öld
sem þeir þjónuðu á. Þeir voru báðir skotnir í höfuðið á
föstudegi og með eiginkonur sínar sitjandi við hlið sér.
Báðir forsetarnir eignuðust fjögur börn og báðir
misstu son á meðan þeir bjuggu í Hvíta húsinu. Lin-
coln var myrtur í Ford-leikhúsinu og Kennedy í Lin-
coln-bifreið framleiddri af Ford. Mjög margt annað,
sem þótti sérkennilegt, var tínt til. Ekkert af því skipti
máli, en var til þess fallið að ýta undir dulúð.
Tveir forsetar Bandaríkjanna hlutu skotsár við
morðtilraunir, þeir Theodore Roosevelt og Ronald
Reagan. Sá síðarnefndi slapp mjög naumlega. Í flest-
um þessara tilvika voru árásarmennirnir taldir veikir á
geði. Fjölmargar samsæriskenningar hafa þó blossað
upp og verið lífseigar, t.d. tengdar morðinu á Kennedy.
Fjöldi bóka, blaðagreina, sjónvarpsþátta og kvik-
mynda hefur verið gerður til að styðja samsæriskenn-
ingar. Ekki hefur þó enn tekist að gera það með trú-
verðugum hætti.
Sá eini
Í nágrannaríki okkar Bretlandi hafa 54 menn gegnt
embætti forsætisráðherra. Ekki liggja fyrir haldgóðar
upplýsingar um það hversu oft hefur verið reynt að
myrða forsætisráðherrann þar. En hitt liggur fyrir að
aðeins einu sinni hefur það tekist. Sá sem féll fyrir
morðingja hendi er ekki einn af þekktustu forsætis-
ráðherrunum. Sá hét Spencer Perceval. Hann hafði
gegnt allmörgum ráðherraembættum og hlaut til að
mynda lof fyrir störf sín sem fjármálaráðherra. Hann
varð forsætisráðhera árið 1809 en 11. maí 1812 féll
hann fyrir byssukúlu frá John Bellingham í almenningi
þinghússins. Hann dó samstundis. Perceval var í hópi
fátækustu einstaklinga sem gegnt hafa embætti for-
sætisráðherra í Bretlandi, en til þess var tekið hversu
örlátur hann var á sitt takmarkaða fé. Forsætisráð-
herrann og kona hans Jane voru trúföst og kirkjuræk-
in með afbrigðum og það þótti fögur sjón að sjá þegar
ráðherrahjónin sóttu kirkju sína á hverjum sunnudegi
og leiddu þangað öll börnin sín 12. Sá barnaskari var
ekki hjálplegur fjárhag forsætisráðherrans.
Árásarmaðurinn John Bellingham var ekki geðtrufl-
aður í almennri merkingu orðsins. Hann hafði verið
fangelsaður í Rússlandi sem hermaður og taldi að
breska ríkið skuldaði sér skaðabætur. Varð hann
algjörlega heltekinn af því máli og hafði rætt það við
þingmenn og ráðherra, og þar á meðal forsætisráð-
herrann, án árangurs. Þess vegna myrti hann ráð-
herrann. Það voru hafðar hraðar hendur í sakamálum
á þessum tíma. Fjórum dögum eftir að Perceval var
veginn, hinn 15. maí, var réttað yfir Bellingham, sem
sýndi enga iðrun. Kviðdómur tók sér 10 mínútur til að
Göngum hægt og
göngum hljótt
þá grunar öngvan
nokkuð ljótt
’
En það eru margir sem hafa aldrei sýnt á
spilin sín. Þeir eru hættulegastir.
Þýska lögreglan telur sennilegt að um 10 þús-
und hryðjuverkamenn hafi komið með þeim
hundruðum þúsunda sem tekið var fagnandi,
þótt úr fagnaðarlátum hafi dregið.
Reykjavíkurbréf24.03.17