Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 LESBÓK F yrsta bók Jonas Hassen Khemiri, Ett öga rött, kom út 2003 og vakti höfund- urinn þá strax mikla at- hygli. Bókin seldist í liðlega 200.000 eintökum í Svíþjóð og var mest selda kilja ársins 2004. Bókin hefur verið gefin út í Noregi, Finnlandi, Dan- mörku, Þýskalandi, Hollandi og Serbíu og fljótlega eftir að hún kom út var gerð kvikmynd eftir sögunni. Leikritið [um það bil] eftir Khem- iri var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum misserum og fékk afar góða dóma en Allt sem ég man ekki (Allt jeg inte minns), sem kom út hjá Bjarti fyrir skömmu, er fyrsta bók Khemiris sem þýdd er á íslensku. Tíminn stendur í stað Bókin segir frá rithöfundi sem reynir að afla sér upplýsinga um mann að nafni Samúel, sem lést ungur að ár- um. Rithöfundurinn ræðir við vini og ættingja Samúels til að draga upp mynd af síðasta degi hans. Bókin fékk frábærar viðtökur hvarvetna, þegar hún kom út 2015 og hlaut m.a. August-verðlaunin, helstu bók- menntaverðlaun Svía. Blaðamaður Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins ræddi við Khemiri í tilefni útkomu bókarinnar hérlendis. – Hvers vegna snérirðu þér að skrifum eftir nám í hagfræði? Varstu ef til vill löngu byrjaður? „Ég nam bæði bókmenntir og hag- fræði, en draumurinn um að verða rithöfundur er miklu eldri; hann hófst með því að ég varð heillaður af bókum, hvernig þær fengu tímann til að standa í stað, hvernig bókin megn- aði að hvísla því að lesandanum að hann væri, á einhvern einkennilegan máta, ekki einsamall í raun, öllu heldur að höfundur og lesandi væru á sama báti, að alltaf væri möguleiki á að finna aðra heima, annan veruleika handan grámósku hvunndagsins þar sem svo margt þætti nauðsyn – eins og að leggja stund á bókmenntir eða hagfræði.“ Khemiri hóf ungur að skrifa af al- vöru, ef svo má að orði komast. „Eftir stúdentspróf vann ég hluta- starf í fatabúð, annars staðar í hluta- starfi við uppvask en varði öllum frí- tíma við að reyna að ljúka við fyrstu skáldsög- una, sem ég kall- aði því hátíðlega nafni: Tjarn- arvörður í vanda eða Aytaollah er titill. Ég var viss um, 18 ára gam- all, að sagan ylli straumhvörfum í sænskri skáldsagnagerð. Nú, þegar ég er orðinn 38 ára, er ég mjög þakk- látur fyrir að hún var aldrei gefin út. Ég vann að henni í mörg ár, varði síðan sex mánuðum í að hnika til kommum. Ég forðaðist eins og heit- an eldinn að sýna nokkrum manni textann. Að endingu sendi ég hann svo til útgefanda.“ Khemiri segist hafa gert sér grein fyrir því, á meðan hann beið svar- bréfsins, „sem ég kveið mjög fyrir“, að textinn þyrfti að taka miklum breytingum. „Skyndilega gerði ég mér grein fyrir því að fléttan var of skipulögð. Áttaði mig á að symból- ismi var allt of áberandi, að margar samlíkingarnar áttu alls ekki við,“ segir hann. „Í stuttu máli áttaði ég mig á því að þessi texti hafði í raun ekki komið úr mínum eigin penna heldur gerði ég hvað ég gat til að skrifa eins og átrúnaðargoð mín í hópi rithöfunda: Nabakov, Duras og Nas. Í stað þess að bíða svars útgef- andans hófst ég því handa við nýtt verkefni, þar sem ég reyndi að skrifa þannig að það væri sjálfum mér nautn. Þau skrif urðu að fyrstu skáldsögu minni, Ett Öga Rött.“ Síðan hefur Khemiri skrifað fjórar skáldsögur og sex leikrit. – Þú fékkst afar góðar viðtökur og gagnrýnendur luku skrif þín lofsorði strax frá byrjun. Var erfitt að fá svo góða dóma eða bara uppörvandi? „Ég hef alltaf litið á jákvæð við- brögð sem hvatningu til að gera bet- ur og vonandi verða enn djarfari í næsta verki.“ – Minningar eru mismunandi, eins og glögglega kemur fram í bók þinni. Maður veltir því fyrir sér hvort minningar tengist ætíð raunveruleik- anum og hvernig eitthvað verður að minningu. Hvers vegna er bókin eins og raun ber vitni; er sérstök ástæða fyrir því hvernig þú skrifar um ann- ars vegar innflytjendur og hins veg- ar minninguna? „Þessi saga hygg ég að hafi verið tilraun til að fanga það hvernig ég man. Aldrei hefur verið á minni mitt treystandi þegar ég þarf að segja sögur, en ég get kallað fram minn- ingabrot. Oft er eins og nafnlausar raddir séu á vappi í hausnum á mér, deilandi um hvað átti sér stað í raun og veru. Í þessari sögu tókst mér að laða fram þessar raddir til þess að endurskapa Sam- úel.“ – Að muna eða ekki muna; þar er efinn! Eða ætti ég að segja, hvernig man maður og hvernig ekki. Er ef til vill eðlilegt, eins og maður hefur á til- finningunni með Samúel, að reyna að búa svo um hnútana að minningin um mann verði betri en maður telur sjálfur líklegast? „Samúel er í sífelldri leit að ein- hvers konar reynslu sem getur orðið eilíf, einhverju sem lifir hann. Þess vegna er hann svo heillaður af sínu eigin minni og annarra. Og þegar öllu er á botninn hvolft held ég ein- mitt að vegna þessa eigi hann svo erfitt með að dvelja í núinu. Hann er stöðugt með hugann við hvað lifi áfram af daglegri reynslu hans. Alla jafna glími ég við slíkan ótta með orðið að vopni. Stundum finnst mér Samúel vera ég, hefði ég ekki komist upp á lag með að skrifa.“ Við og „hinir“ – Mikið var fjallað um opið bréf þitt til dómsmálaráðherra Svíþjóðar árið 2013 [um framkomu í garð innflytj- enda]. Í Allt sem ég man ekki leika innflytjendur í Svíþjóð stórt hlut- verk; var bréfið á einhvern hátt hluti af vinnu við að skrifa bókina eða tengt því verki á einhvern hátt? Fjalla ekki um inn- flytjendur heldur Svíþjóð samtímans Jonas Hassen Khemiri þykir einn merkilegasti rithöfundur Svía um þessar mundir. Hann er 38 ára, hefur sent frá sér skáldsögur og leikrit og jafnt og þétt hlotið margvíslegar viðurkenningar síðan fyrsta skáldsaga hans kom út árið 2003. Faðir Khemiri er frá Túnis en móðirin sænsk og málefni innflytjenda koma iðulega fyrir í verkum þessa kraftmikla rithöfundar. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Sænskir borgararmeð mjög ólíkan bak-grunn eru ekki með-höndlaðir eins vegna þess að sumt áhrifafólk lítur á þá sem hina; vísar til þeirra sem innflytjenda, jafnvel þótt þeir séu Svíar Í bókinni Undur Mývatns segir Unnur Jökuls- dóttir frá landslagi og lífríki Mývatns og Mý- vatnssveitar, sýnir fjallahringinn og útskýrir hvernig landslagið varð til, tekur þátt í fuglataln- ingu, fylgist með lífshlaupi húsandarinnar, vitjar um varp, veiðir gjáarlontur með heimafólki, rýn- ir í mýflugur og vatnaverur og segir frá silungs- veiði og veiðibændum. Myndir í bókinni eru eftir Árna Einarsson og Margaret Davies. Mál og menning gefur út. Undur Mývatns á bók Þýðingasetur Háskóla Íslands hefur hrint úr vör ritröð með tvímála útgáfum af klassískum text- um. Fyrsta bókin í röðinni er sagan Bartleby skrifari eftir Herman Melville. Rúnar Helgi Vign- isson þýddi bókina og skrifar eftirmála við hana. Þar kemur meðal annars fram að sumir hafi sagt söguna af Bartleby fyrstu nútímasmásöguna, enda sé hún „fullsköpuð smásaga í nútímaskiln- ingi, saga þar sem aðalpersónan, ónefndur lög- maður, er raunsæisleg manneskja“. Sagan af Bartleby skrifara Konan sem hvarf eftir Anna Ekberg segir frá Louise sem býr með rithöfundinum Joachim í litlu þorpi og rekur þar kaffihús. Sólríkan sum- ardag birtist þar maður sem hún hefur aldrei séð, ávarpar hana sem Helene og segist vera eig- inmaður hennar og hafi leitað hennar frá því hún hvarf fyrir þremur árum. Anna Ekberg er höfundarnafn þeirra Anders Rønnow Klarlund og Jacob Weinreich. Veröld gefur bókina út, Árni Óskarsson þýddi. Konan sem hvarf Í skáldsögunni Musa segir myndlistamaðurinn Sigurður Guðmundsson frá því er hann sest nið- ur í hótelherbergi á Hainan-eyju í Suður- Kínahafi til að skrifa sig frá myndlistarkrísu. Musa, gyðja sköpunarinnar, er honum horfin og honum finnst sem líf sitt hafi glatað tilgangi. Skrifin hafa dugað honum vel í glímu við slíkar krísur á undanförnum árum, en þegar hann sest við í þetta sinn bregður svo við að ekkert gengur – hann er haldinn ritstíflu. Crymogea gefur út. Í leit að Musu Sundkrogsgade 30 2150 Nordhavn, Kbh. Tel +45 8818 1111 Søren Frichs Vej 34 D 8230 Åbyhøj, Aarhus Tel +45 8818 1100 Sj á ná na r á br uu n- ra sm us se n. dk Po ul H en ni ng se n: „P H -5 /3 “. St an dl am pi m eð st ön g og fe st in ga rú r pa tin er uð u, br ún uð u m es si ng i, m eð sk er m iú rr au ðu /b ro ns uð u zi nk i. H am ar sh ög g: 17 0. 00 0 DK K. Hittið sérfræðinga Bruun Rasmussen Verið velkomin á Grand Hótel, Gullteig B, Sigtúni 38, Reykjavík miðvikudaginn 29. mars kl. 15-19 Þar munu reynslumiklir sérfræðingar okkar meta listaverk af öllu tagi, með sérstakri áherslu á nútímalist, „design“, fornmuni, silfurmuni, skartgripi, armbandsúr, mynt og frímerki. Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga – með hugsanlega sölu á uppboði í huga. Dagana 28. – 30. mars er boðið uppá heimsóknir í heimahús, eftir því sem tími leyfir. Nánari upplýsingar veita Össur Kristinsson, 5554991 og 6984991 og Peter Beck 45 88181186 / e-mail pb@bruun-rasmussen.dk Fáið mat á verðmætin ykkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.