Morgunblaðið - 13.03.2017, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017
✝ Jórunn Viðar,tónskáld og
píanóleikari, var
fædd í Reykjavík 7.
desember 1918.
Hún lést 27. febrúar
2017 á 99. aldurs-
ári. Faðir hennar
var Einar Viðar,
bankaritari og
söngvari (1887-
1923), Indriðason
Einarssonar leik-
skálds. Jórunn var fjögurra ára
þegar faðir hennar lést. Móðir
Einars Viðar var Marta, dóttir
Péturs Guðjohnsen dómorg-
anista. Móðir Indriða var Eu-
femía dóttir Gísla Konráðssonar
fræðimanns, en faðir Indriða
Einar bóndi á Húsabakka í
Skagafirði. Móðir Jórunnar var
Katrín Viðar, píanókennari
(1895-1989), dóttir Jóns Norð-
mann útgm. á Akureyri og Jór-
unnar Einarsdóttur, dóttur Ein-
ars Baldvins Guðmundssonar
alþm. á Hraunum í Fljótum og
Kristínar Pálsdóttur sálma-
skálds í Viðvík Jónssonar. Systir
Jórunnar Viðar var Drífa Viðar
(1920-1971), rithöfundur og
myndlistarmaður. Seinni maður
Katrínar var Jón Sigurðsson
(1895-1979), skólastjóri Laug-
arnesskólans. Jórunn hóf píanó-
börnum brauð og Jól, og radd-
setti þjóðlög og þulur; hún kom
oft fram sem einleikari. Þá
samdi Jórunn píanókonsertinn
Sláttu. Í tuttugu ár var Jórunn
eina konan í Tónskáldafélagi Ís-
lands.
Jórunn og Lárus eignuðust
þrjú börn. Þau eru Lárus Fjeld-
sted, fv. forstjóri Optima; Katrín
Fjeldsted, læknir, fv. alþm. og
borgarfulltrúi, og Lovísa Fjeld-
sted, sellóleikari í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Barnabörn
eru tíu.
Jórunn starfaði lengi við
Söngskólann í Reykjavík. Hún
vann náið með frænku sinni Þur-
íði Pálsdóttur óperusöngkonu og
fluttu þær m.a. útsetningar Jór-
unnar á barnagælum.
Jórunn var heiðruð á margan
hátt: var sæmd riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu, var
borgarlistamaður Reykjavík-
urborgar árið 1999 og naut
launa úr heiðurslaunasjóði lista-
manna frá Alþingi. Hún fékk
heiðursverðlaun Íslensku tón-
listarverðlaunanna árið 2004 og
menningarverðlaun DV 2009.
Gerð var sjónvarpsmynd um fer-
il Jórunnar, höfundur Ari Alex-
ander Ergis Magnússon. Jórunn
bjó lengst af á Laufásvegi 35 í
Reykjavík en lést á dvalarheim-
ilinu Droplaugarstöðum. Útför
Jórunnar fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag, 13. mars
2017, og hefst hún klukkan 13.
nám kornung, fyrst
hjá móður sinni,
síðan hjá Páli Ísólfs-
syni og svo Árna
Kristjánssyni, lauk
burtfararprófi frá
Tónlistarskólanum
í Reykjavík 1937 og
stúdentsprófi sama
ár. Sumarið 1937
fór Jórunn til Berl-
ínar til framhalds-
náms í píanóleik og
þar nam hún næstu tvö ár við
Hochshule für Musik. Hún yfir-
gaf Þýskaland sumarið 1939,
rétt áður en heimsstyrjöldin
skall á. Jórunn giftist Lárusi
Fjeldsted (1918-1985) í júlí 1940.
Foreldrar hans voru Lárus
Fjeldsted hrl. frá Hvítárvöllum
og Lovísa Fjeldsted. Jórunn og
maður hennar settust að í New
York í stríðinu, þar sem Jórunn
nam tónsmíðar við hinn virta
Juilliard-háskóla í tvö ár. Að
stríði loknu fluttu þau til Íslands
og hófst þá ferill Jórunnar sem
einleikara og jafnframt tók hún
til við tónsmíðar. Hún samdi
fyrst íslenskra tónskálda ballett-
tónlist, Eld og Ólaf Liljurós, og
tónlist við kvikmynd, Síðasta
bæinn í dalnum, auk þess sem
hún samdi fjölda söngverka,
meðal annars Það á að gefa
Uppi í háa hamrinum býr
huldukona. Jórunn Viðar er geng-
in til hvíldar á 99. aldursári. Ég
var aðdáandi hennar. Hún var fág-
uð manneskja, gáfuð og með kúlt-
úr í blóðinu. Með aldri og næmi
varð hún eins og hluti af listasögu
þessa lands, gangandi listasaga.
Hún varð ung handgengin kúlt-
úr Mið-Evrópu á námsárum sín-
um í Berlín fyrir stríð. Jórunn
dvaldi síðar vestanhafs og náði þá
kynnum við listheim þeirrar
heimsálfu. En síðan hafði Jórunn
sérstakan aðgang að menningu
eigin þjóðar: Afi hennar, Indriði
Einarsson leikskáld, var náinn
Konráði Fjölnismanni móður-
bróður sínum, Jóni forseta og Sig-
urði málara.
Amma og alnafna Jórunnar var
dóttir Einars á Hraunum í Fljót-
um, föðurbróðir hans var Baldvin
Einarsson frelsishetja. Og Jórunn
varð samferða tilurð listastofnana
hér í landinu og þróun þeirra,
gangandi listasaga. Dýrmætt er
að umgangast fólk með kúltúr í
blóðinu. Sagan heldur áfram þótt
Jórunn gangi til hvíldar.
Valgarður Egilsson.
Jórunn amma mín kvaddi jarð-
lífið á fallegum vetrardegi, 98 ára
að aldri. Hún hlaut tónlistargáfu
frá báðum foreldrum og stundaði
fyrst píanónám hérlendis en hélt
svo í framhaldsnám til Berlínar.
Hún sneri heim rétt fyrir stríð.
Hún nam svo tónsmíðar í New
York og vann síðan sem píanóleik-
ari og tónskáld.
Framlag ömmu minnar til ís-
lenskrar tónlistar er dýrmætt.
Hún samdi tónlistina við fyrsta ís-
lenska ballettinn, Eld, og fyrstu
kvikmyndatónlistina, við Síðasta
bæinn í dalnum. Einnig samdi hún
fjölda sönglaga, leikhústónlist,
kórverk, tónlist við ballettinn Ólaf
Liljurós, píanókonsert, píanó- og
kammerverk, útsetningar, til-
brigði o.fl. Í tvo áratugi var hún
fyrsta og eina konan í Tónskálda-
félagi Íslands. Hún sótti í íslensk-
an tónlistararf í tónsmíðum sínum
en léði tónlistinni einnig evrópsk
áhrif. Þekktast laga hennar er Það
á að gefa börnum brauð, sem
margir halda að sé þjóðlag.
Margs er að minnast. Þegar ég
lék mér lítill undir flyglinum henn-
ar; heimsóknir á Borgarbókasafn-
ið og þaðan til ömmu; sælustundir
á Þingvöllum; amma að spila
Heims um ból á píanóið á hverjum
jólum eða þegar ég rembdist við
að læra þýsku, frönsku og latínu í
stofunni hjá ömmu. Hún reyndist
stálminnug frá eigin skólagöngu.
Ég man líka þegar ég heyrði
ömmu lítill spila stef sem hún svo
bað mig að þegja yfir, það var lag í
vinnslu. Ég byrjaði strax að raula
það, en stóð við loforðið. Seinna
heyrði ég lagið klárað, Stóð ég við
Öxará, voldugt kórverk með org-
eli og flautu, og þótti alltaf vænt
um að hafa fengið að deila þessu
leyndarmáli með ömmu. Þá var
ógleymanlegt að flytja henni, sem
meðlimur Háskólakórsins, verk
sitt, Mansöng, ásamt Sinfóníu
unga fólksins árið 2014.
Eitt sinn á afmæli ömmu heyrð-
um við píanóleik í útvarpinu.
Ömmu verður að orði hve vel þetta
sé spilað og veltir augnablik fyrir
sér hvort píanóleikarinn sé hún
sjálf, en ýtir hugmyndinni frá sér.
Þetta reyndist síðan hún að leika
Chopin á upptöku frá sjötta ára-
tugnum.
Amma mín var einstaklega
skemmtileg kona, margfróð, hafði
frábæra frásagnargáfu og glettinn
húmor. Hún gat haft ákveðnar
skoðanir, t.a.m. hvað henni þótti
góð eða slæm tónlist, hvað var
hreinn tónn og hvað ekki. Það
heyrði hún undir eins. Amma
hafði líka alveg sérstaka „sál“ í
verkum sínum, og sést það e.t.v.
best í sönglögum hennar. Hún
hafði yndi af ljóðum, fann iðulega
kviku þeirra og endurspeglaði í
tónlistinni, svo manni fannst að
lag og ljóð hefðu alltaf átt að fara
saman.
Amma var lengst af ern en mik-
ið hafði dregið af henni undir það
síðasta. Þó spilaði hún enn prelúd-
ur og etýður eftir Chopin á píanóið
á Droplaugarstöðum.
Fáar manneskjur hafa orðið
mér jafn kærar og amma mín.
Hún skilur eftir sig minningu um
einstaka konu. Svo lengi sem fólk
ber skynbragð á sönn verðmæti
og fegurð trúi ég að tónlist hennar
muni lifa.
Ég lýk þessum orðum á niður-
lagi ljóðs eftir Halldór Laxness
sem amma samdi lag við og nefn-
ist Glugginn.
Ó mildu vitru augu, augna hnoss,
umliðna stund
þess ljóss er brann, sjá ennþá
lýsirðu oss
upp þetta dimma sund.
Einar Steinn Valgarðsson.
Elsku amma.
Það er víst komið að því að
kveðja. Og hvað segir maður við
ömmu sína á kveðjustund? Ömmu
sem sat með mig á hné sér og söng
og spilaði frumsamið lag: „Hún er
að dansa litla dansinn sinn“, text-
inn var víst ekkert mikið lengri og
ég man ekki eftir þessu því ég var
bara eins árs. Ömmuna sem las
Andrés önd (og lék allar persón-
urnar) fyrir mig áður en ég lærði
dönsku sjálf. Bjó til hefðir í kring-
um ferðir í Vælukot með afa, það
var alltaf stoppað í Mosfellsbæ að
kaupa hnetutopp. Og við sungum
alltaf Öxar við ána þegar við
keyrðum fram hjá Öxará. Og vá
hvað það hlýtur að hafa reynt á
þitt fullkomna tóneyra þar sem við
bróðir minn erum ekki alveg
þekkt fyrir fagran söng. Þú heyrð-
ir hverja einustu feilnótu. Ég man
vel eftir píanótímum þar sem ég
var að spila og þú að vesenast í
eldhúsinu og það heyrðist kallað
„Góga, það er C ekki D!“ ef ég hitti
ekki á réttu nótuna. Ömmuna sem
bjó til barnabitabrauð handa mér
og aðstoðaði mig í frönsku þegar
ég ákvað að byrja á málabraut á
miðri önn. Konrektor hló að mér
en með þinni hjálp var ég búin að
ná hinum á einni helgi. Ekki ónýt
kennsla það. Ömmuna sem hjálp-
aði mér í þýsku, sá til þess að við
systkinin færum í óperuna og
hafði einstakan húmor. Var alltaf
til staðar í te og ristað brauð og
spjall. Hugrökku ömmuna sem
dreif sig í bílpróf þegar hún fékk
nóg af því að vera upp á aðra kom-
in með bílfar og söng hárri raustu
„amma, góði bílstjóri“ og hló sín-
um smitandi hlátri. Já, hvað vill
maður segja?
Amma, þú gegndir mörgum
hlutverkum í lífinu, þú varst móð-
ir, eiginkona, dóttir, amma, systir,
frænka, tónskáld, kennari, vin-
kona og ýmislegt fleira og á und-
anförnum dögum hafa margir
þakkað fyrir framlag þitt til menn-
ingararfs þjóðarinnar, tónlistina
þína sem er vissulega ástæða til að
þakka fyrir. Þetta er merkileg arf-
leifð. En það sem stendur samt
upp úr fyrir mér ert þú, konan
sjálf. Svo ég vil bara segja takk.
Takk, fyrir samfylgdina, að vera
góður vinur og manneskja sem
var til staðar. Takk fyrir allt það
sem þú kenndir mér og fyrir að
vera þú, amma „krossfiskur“. Þín
Jórunn K. Fjeldsted (Góga).
Elsku amma, tilveran þín á
meðal okkar hinna var alltaf eins
og ólgusjór á kyrrum degi. Innra
með þér barðist eitthvað sem við
hin munum aldrei geta náð utan
um og birtingarmynd þess var
mikil og mögnuð sem við, sem heil
þjóð, munum búa að um ókomna
tíð.
Þú ert stærsti karakter sem ég
hef hitt og magnaðasta fyrirmynd
sem hægt er að velja sér. Ein-
hvers konar ofurhetja raunveru-
leikans. Ég fékk píanóbakteríuna
á menntaskólaárunum og skellti
mér í nám til þín. Þessir tímar
sitja ofarlega í minninu hjá mér
sem einhverjir skemmtilegustu
og fróðlegustu tímar sem ég hef
átt. Ég átti mér enga von í píanó-
leik en þú lést mér líða eins og ég
væri tónlistin í lífi þínu á meðan á
tímunum stóð og leyfðir mér að
halda að mér færi eitthvað fram.
En það sem ég naut mest við
þessar stundir voru samtölin sem
við áttum eftir tímana. Sögur af
því hvernig þú kynntist afa, sögur
af námstímum og ferðum um
heiminn; þar á meðal ferð á skipi
til Bandaríkjanna, sem eina kon-
an í allri skipslestinni, á stríðs-
tíma. Þú sagðir mér frá því með
stóískri ró hvernig síðasta skipið í
lestinni hefði farist á leiðinni og
hvernig þið komust í gegnum síð-
ustu dagana áður en í land var
komið á mygluðu brauði og vatni
þar sem allt annað var uppurið.
Þín skref voru svo miklu stærri
en okkar hinna. Þú varst hug-
rekkið uppmálað og óðst áfram
þegar aðrir hefðu gefist upp. Ég á
þér að þakka að skilja mikilvægi
þess að segja það sem mér finnst.
Það er fátt annað en hreinskilni
og einlægni sem kemur manni á
leiðarenda. Þú kenndir mér að
vera samkvæm sjálfri mér og lifa
fyrir eigin sannfæringu.
Elsku amma, takk fyrir allt það
sem þú hefur gefið okkur hinum,
fyrir allar þær brautir sem þú hef-
ur rutt og það veganesti sem þú
gefur gefið mér.
En fyrst og fremst, takk fyrir
að vera amman mín.
Ágústa Magnúsdóttir.
Það orð sem mér er efst í huga
þegar ég kveð Jórunni frænku
mína er þakklæti. Grein sem þessi
endist ekki til að telja upp allt það
sem hún hefur gefið mér með tón-
list sinni og kærleiksþeli. Það
liggur við að ég fái samviskubit yf-
ir þeim tíma sem hún sinnti mun-
aðarlausum systursyni sínum í
uppvextinum þegar hún hefði get-
að gefið þjóðinni af tónlistargáfu
sinni.
Ég var ráðvilltur menntaskóla-
nemi sem naut þeirrar gæfu að
eiga ömmu og frænku sem í svo
mörgu voru festa mín í lífinu. Það
var einmitt á menntaskólaárunum
þegar við Hallgrímur Hilmarsson
mældum hvor upp í öðrum töff-
araskapinn. Einhverju sinni
kynnti ég hann fyrir Jórunni og
Halli sagði: „Mikið er hún frænka
þín skemmtileg.“ Þannig var hún
hafin yfir þörf kynslóðanna til að
marka sér sérstöðu með stælum.
Kímnigáfa hennar var sannarlega
á beltum sem festust aldrei í
snjóalögum tímans.
Þessi dásamlega kímnigáfa
birtist svo oft í tónsmíðum henn-
ar, hvort sem það var með aug-
ljósum hætti eins og í laginu um
karlinn undir klettinum eða bund-
in fínni þráðum eins og í undir-
spilinu við Fúsintesarþulu sem ég
get aldrei hlustað á án þess að
fara að hlæja. Ekki bauð henni í
grun hve mikla upphefð hún sýndi
mér þegar hún lék undir söng
mínum, en saman fluttum við
þessa þulu í brúðkaupsveislu
nöfnu hennar Valgarðsdóttur.
En hún gat líka verið innileg og
talað við þennan ómótaða frænda
sinn sem jafningja um persónu-
legar skoðanir eða málefni sam-
tímans. Og þar sem hann var orð-
inn býsna leitandi snertum við
stundum reitina í heimi hennar
sem voru bundnir tökum meist-
arans. Þá fékk ég skotsýn inn í
þann heim og mun seint gleyma.
Og talandi um töfraheim tón-
listarinnar. Líklega mun mér
aldrei hlotnast þvílíkur heiður aft-
ur eins og þegar Jórunn spilaði og
skýrði fyrir okkur Lovísu píanó-
konsertinn sinn til að reyna
hvernig hann virkaði. Að hún
skyldi hafa haft þá dirfsku að
prófa slíka perlu á mínu óreynda
eyra er mér enn í dag óskiljanlegt
en kenndi mér fyrir lífstíð hvernig
miklir listamenn fara ekki í mann-
greinarálit.
Þegar ég hlusta á tónlist henn-
ar spannar hún endalausar víddir.
Hjá Jórunni verður íslenska þjóð-
vísan blíðust allra mála en svo
þegar sá gállinn er á henni syngja
í henni tröllin.
Elsku Lalli, Anný, Lossý, börn,
barnabörn og fjölskyldur: Inni-
legar samúðarkveðjur frá Nonn-
asi, Kristínu og stelpunum.
Jón Thoroddsen.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg;
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Grímur Thomsen.)
Við fráfall Jórunnar Viðar
kennara míns, vinkonu og frænku
hvarflar hugurinn til baka til þess
tíma er ég var nemandi þeirra
Jórunnar og Þuríðar Pálsdóttur
við Söngskólann í Reykjavík. Þær
frænkur voru um margt ólíkir
persónuleikar en einmitt þess
vegna mynduðu þær frábært
kennarateymi sem ég fullyrði að
kom öllum þeirra nemendum til
einhvers þroska. Í söngtímunum
var oft tekist á um ýmsa hluti sem
tilheyra tónlistinni og hefur þá
mátt greina dillandi hlátur Böddu
frá hlátrasköllum okkar Níníar
úti um víðan völl.
Í minningunni voru allir tím-
arnir með henni Böddu minni ein-
tóm gleði. Hún sá eitthvað gott og
kómískt við alla hluti og það leiddi
af sjálfu sér að öllum leið vel í ná-
vist hennar. Hennar yndislegi
húmor og skilningur á eðli hlut-
anna skilar sér vel í tónverkum
hennar, ekki síst sönglögunum.
Það var ekki amalegt að hafa
tónskáldið sjálft til leiðsagnar við
píanóið þegar Jórunnarlögin voru
sungin og leikin. Vort líf, Gesta-
boð um nótt, Unglingurinn í skóg-
inum sem var uppáhald okkar
beggja og allar hinar perlurnar
lifna í minningunni og ylja um
hjartarætur.
Jórunn Viðar var hvorki hávax-
in né fyrirferðarmikil en samt svo
stór. Raunar stærri en flestir sem
ég hef kynnst.
Að leiðarlokum kveð ég Böddu
mína með þakklæti fyrir allar
ánægjustundirnar í þessu jarðlífi.
Ég óska henni góðrar ferðar til
fyrirheitna landsins og veit að það
verður vel tekið á móti henni því
að
„þar bíða vinir í varpa
sem von er á gesti“.
Ég sendi öllum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Valgerður Jóna
Gunnarsdóttir.
Jórunn Viðar er dáin, eftir við-
burðaríka ævi sem stóð í rúmlega
98 ár. Börn Jórunnar, Lárus,
Katrín og Lovísa, stóðu eins og
klettur við hlið mömmu sinnar
síðustu árin og því fengum við að
kynnast, starfsfólk Droplaugar-
staða á 4. hæð. En þangað kom
Jórunn í byrjun árs 2010.
Ævi mannsins skiptist í mörg
tímabil, sumum hlotnast sú gæfa
að fá að lifa þau öll og Jórunn var
ein af þessum lánsömu sem það
fengu. Bernska, æska, nám, ástin,
hjónabandið, börnin, að fá að
fylgjast með þeim dafna og þrosk-
ast um leið og ævistarfið í tón-
smíðum, kennslu og einleik. Fá að
fullorðnast, njóta þess að fá
barnabörnin hvert á eftir öðru og
upplifa gleði og sorg þeirra sem
og barnanna, verða gamall, já,
verða gamall. En það eru einmitt
þau ár sem ég þekkti Jórunni, síð-
ustu sjö ár ævi hennar. Fyrsta ár-
ið hennar á Droplaugarstöðum
var henni erfitt, að þurfa að flytja
af Laufásveginum, en þar var
heimili hennar lengst af og hug-
urinn sótti mikið þangað, og þurfa
að fá aðstoð við athafnir daglegs
lífs, en það þótti Jórunni erfitt að
sætta sig við, en um leið og hún
var búinn að ná sátt við okkur
starfsfólkið og hlutskipti sitt tók
hún gleði sína og varð allra, kát,
glöð og hnyttin, enda er það ein
besta minning mín með henni
þegar við trömpuðum eftir gang-
inum og fórum með ljóð og lag
hennar um Ólaf Liljurós með
djúpri röddu.
Lovísa kom svo til daglega til
mömmu sinnar upp úr kl. 15, að-
stoðaði hana að komast að píanó-
inu, fór með hana niður í matsal
að spila eða spjalla og út í garð á
góðviðrisdögum. Lárus kom líka
svo til daglega kl. 19.30 og gekk
með mömmu sína eftir ganginum
og þurfti Jórunn oft að hvíla sig á
milli. Þannig kynntumst við Lár-
us, þegar ég var að dást að þraut-
seigju hans að fara með mömmu
sína í þessa göngutúra, en við
Lárus höfum verið saman í tæp
fimm ár, allt mömmu hans að
þakka. Ég sé fyrir mér svipinn á
henni þegar hún segir „þekkir þú
hann“, en hún hélt alltaf bliki í
auga og spaugsömum svip. Katr-
ín kom líka oft til mömmu sinnar
en hún var oftast á ferð um kvöld-
matarleytið og þá var oft glatt á
hjalla við kvöldverðarborðið. Við
hlið Jórunnar sat Pétur, fyrrum
forstjóri Álafoss, fæddur sama ár
og Jórunn en hann hélt sér and-
lega alveg fram í andlátið á síð-
asta ári. Eva, sem varð 101 árs,
sat á móti Jórunni, hún var svo til
hætt að tala en fylgdist vel með,
Þórdís dóttir hennar var öll kvöld
hjá mömmu sinni og hélt uppi
skemmtilegu samræðuflæði við
borðið. Barnabörn Jórunnar
komu líka oft. Sérstaklega Einar
Steinn og Vésteinn, en þeir komu
þau kvöld sem Lárus komst ekki
og þá eftirmiðdaga sem Lovísa
átti annríkt við annað, þeir lásu
fyrir ömmu sína og rifjuðu upp
gamla tíma. Börn Drífu, systur
Jórunnar sem hún talaði mikið
um með miklum söknuði, heim-
sóttu móðursystur sína reglulega
svo og Fríða, gömul vinkona; nei,
það var ekki einmanalegt hjá
henni frú Jórunni síðustu æviárin
enda þótti okkur starfsfólkinu
vænt um hana og höfðum gaman
af félagsskap hennar. Jórunn
bauð okkur góðan dag á íslensku
en góða nótt á þýsku.
Eftir viðburðaríkan dag og
langt kvöld er komin nótt, nú ferð
þú að leita uppi ævintýrin á himn-
um, kæra Jórunn, njóttu þess og
takk fyrir samfylgdina hér.
Kveðja til himna,
Anna Lydía.
Að leiðarlokum langar mig til
að minnast vinkonu minnar Jór-
unnar. Ég tengdist heimili móður
hennar, Katrínar Viðar, fyrir
meira en 85 árum. Við Drífa syst-
ir Jórunnar vorum skólasystur
frá 10 ára aldri og urðum við ævi-
langar vinkonur. Þá kynntist ég
eldri systur Drífu, Jórunni. Við
Drífa litum mjög upp til Jórunnar
fyrir hennar tónlistarhæfileika en
einnig var hún flinkur leikari,
hafði sýnt dans ung að árum þeg-
ar hún var í dansskóla hjá Ástu
móðursystur sinni og svo var hún
góður námsmaður.
Sumarið 1936 var eftirminni-
legt. Þá vorum við á Hraunum hjá
Ólöfu ömmusystur þeirra systra
og Guðmundi Davíðssyni. Þá
hafði Jórunn lokið prófi úr tónlist-
arskólanum. Þar áttum við sæl-
ustundir. Þar um sumarið dvaldi í
vikutíma Davíð Stefánsson skáld,
sem var systursonur Guðmundar
bónda. Um haustið sendi hann
henni ljóðabækur sem á var letr-
að „þú berð allar listir í brjósti
þér“.
Á þessum árum breyttist hag-
ur Katrínar. Hún giftist Jóni Sig-
urðssyni skólastjóra, þeim ágætis
manni og áttu þau mörg sameig-
inleg áhugamál. Jórunn lauk
stúdentsprófi frá MR með sæmd
1937 og um haustið sigldi hún til
Berlínar til frekara náms. Árið
1939 fór Drífa í heimsókn til Berl-
ínar og hitti Jórunni. Þar fóru
þær í Óperuna og sögðu mér að
þær hefðu fyrir mistök nærri álp-
Jórunn Viðar