Morgunblaðið - 13.03.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.03.2017, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Elskaður eiginmaður og faðir, PÉTUR PÉTURSSON hagfræðingur, Efstaleiti 10, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. mars klukkan 15. Björk Elín Jónsdóttir Sigríður Svana Pétursdóttir Arndís Erla Pétursdóttir Tryggvi Pétursson Katrín Pétursdóttir Ástkær föðursystir okkar, GYÐA ÞÓRÐARDÓTTIR, Vesturvegi 3, Þórshöfn, andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudaginn 7. mars. Útför hennar fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 18. mars klukkan 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helena Þórðardóttir Þórður Þórðarson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR K. ÞORGRÍMSSON, Borgarholtsbraut 34, Kópavogi, lést sunnudaginn 5. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. mars klukkan 13. Kristján Eiríksson Bergþóra Annasdóttir Gunnar Már Eiríksson Guðlaug K. Benediktsdóttir Eiríkur Steinarsson Oddný Helga Sigurðardóttir ✝ JóhannesHilmar Gísla- son fæddist í Kefla- vík 9. september 2000. Hann lést á heimili sínu 3. mars 2017. Foreldrar hans eru Gísli Jó- hann Sigurðsson, f. 24. júlí 1970, og Klara Sigrún Hall- dórsdóttir, f. 20. mars 1973. Systur Jóhannesar eru: Ásdís Hildur, f. 9. febrúar 2004, og Halldóra Rún, f. 2. apríl 2007. Foreldrar Gísla eru Sigurður Rúnar Gíslason, f. 1944, og Ás- dís Dröfn Einarsdóttir, f. 1948. Már og Sóley Tinna. b) Þuríður, f. 1974. Jóhannes gekk í Grunnskóla Grindavíkur og sótti eina önn sl. haust í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Þegar hann var á átt- unda ári kom í ljós að hann var með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast orkukornasjúkdómur. Greining tók langan tíma en ljóst var að enga lækningu var að fá. Hann missti mikla sjón á stuttum tíma, þrekið fór þverr- andi með tímanum og haustið 2014 varð hann mjög veikur. Kom þá í ljós að hann var með hjartabilun. Þann vetur gat hann lítið sótt skóla en styrktist svo aðeins eftir það og gat tekið meiri þátt í lífinu. Heilsunni hrakaði þó enn frekar og sl. þrjá mánuði var hann alfarið heima við með móður sinni. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 13. mars 2017, klukkan 14. Systkini Gísla eru: a) Gunnhildur, f. 1966. Eiginmaður hennar er Ingvar Kristinsson og syn- ir þeirra eru Unnar og Kári. b) Einar Örn, f. 1974. Sonur hans er Arnar Máni. c) Pétur Rún- ar, f. 1979. Dóttir hans er Ragnheið- ur Rós. Foreldrar Klöru eru Halldór Þorláksson, f. 1947, og Hildur Þyri Ketils- dóttir, f. 1947. Systur Klöru eru: a) Jóhanna, f. 1968. Eig- inmaður hennar er Frank Büc- hel og börn þeirra eru Tryggvi Það var erfið stund þegar elsku drengurinn okkar kvaddi þessa jarðvist í faðmi okkar að morgni 3. mars sl. Við höfum vitað að hverju stefndi í langan tíma en ekkert getur þó undirbúið mann undir svona stund. Elsku drengurinn okkar sem hafði í svo langan tíma glímt við sjaldgæfan sjúkdóm sem stöðugt lagði þyngri byrðar á herðar hans. Það hefur verið ótrúlegt að fylgj- ast með honum takast á við erf- iðleika sem geta auðveldlega bug- að sterkustu einstaklinga, aldrei kvartaði hann eða grét hlutskipti sitt. Þó svo að við syrgðum allt það sem hann fór á mis þá tók hann hverju sem kom með sama æðru- leysinu. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika tengda veikindum hans þá höfum við fjölskyldan gert svo ótrúlega margt og átt ómetanlegar stundir saman sem ylja okkur um ókomin ár. Jóhannesi fannst ekkert skemmtilegra en að fara til út- landa og við vorum svo heppin að geta farið saman til Tenerife sl. páska og svo í nóvember til Orlando. Við vissum fyrir víst að það yrði síðasta ferðin hans og hún reyndi mikið á, en hann naut þess engu að síður. Stundirnar urðu þó mun fleiri en við áttum von á, hann átti góð jól með okkur og hann sagði að þetta væru bestu áramótin hans. Líðanin var örlítið betri eftir áramót og við gátum farið í sund nokkrum sinnum sem var hans uppáhald. Einnig vorum við dugleg að fara út í gönguferðir á nýju rafskutlunni sem við feng- um í haust. Það á enginn að lifa börnin sín, en við fáum engu ráðið með það. Við höfum nýtt tímann vel og reynt eftir fremsta megni að hafa lífið hans eins innihaldsríkt og mögulegt var. Hann naut þess virkilega að fara í skólann og hefði helst vilja vera áfram þegar 10. bekk var lokið. En hann hóf nám í FS sl. haust sem var bæði honum og mömmuhjartanu svo erfitt. Hann hafði ekki heilsu til að ferðast á hverjum degi til og frá skóla en lagði það samt á sig. Sagði: „Mamma, hvað á ég annars að gera?“ Þessi elska var mikil fé- lagsvera og skemmti mörgum með skemmtilegum tilsvörum og bröndurum. Kennarar hans létu sér virkilega annt um hann og hann fann það. Það var einhvern veginn ekki annað hægt en að elska þennan strák. Vinir hans frá barnæsku héldu tryggð við hann allt til dauðadags og amma Hildur var ómetanleg í umönnun hans og verður seint þakkað fyrir allt. Við minnumst með hlýhug framtaksins sem sunddeildin stóð fyrir í haust, þar sem ótal margir tóku þátt með einum eða öðrum hætti og syntu maraþonsund heila helgi til styrktar honum. Samhug- ur og hlýja mætir okkur hvar- vetna í litla samfélaginu okkar sem stendur svo sannarlega sam- an þegar erfiðleikar og sorg knýr dyra. Það er svo mikils virði og gefur okkur mikinn styrk. Elsku hjartaknúsarinn okkar, það er svo erfitt að kveðja þig því við áttum eftir að gera svo margt saman, en við huggum okkur við að þú sért á betri stað og munum halda minningu þinni á lofti um alla tíð. Kveðjum þig með orðunum sem við sögðum við hvort annað á hverju kvöldi: Góða nótt, takk fyr- ir daginn, ég elska þig svo mikið. Pabbi og mamma. Elsku besti brói minn. Takk fyrir alla þá umhyggju og ást sem þú hefur gefið mér þessi 13 sl. ár. Það er komið stórt gat í hjartað mitt sem mun aldrei fyllast aftur. Það er mjög skrítið hérna án þín. Ég veit bara ekki hvað ég á að gera hér án þín, því allt sem ég gerði var með þér. Þú gerðir allt svo skemmtilegt. Það er svo tóm- legt að koma heim úr skólanum og heyra ekki: „Halló, Diddi minn.“ Þú varst alltaf svo duglegur að passa upp á mig þegar ég var lítil en þegar þú varst orðinn svo las- inn þá varð ég þín stoð og stytta. Þú áttir eftir að gera svo margt, t.d. horfa á Asíska drauminn, fara til Spánar, hlusta á framhald af bókum og margt margt fleira. Það var alltaf svo gaman að fara í úti- legur, utanlandsferðir og skutlu- ferðir með þér en því miður gátu þær ekki orðið fleiri. Mér fannst svo gaman að bera þig á hestbaki, heyra brandarana þína, keyra þig í hjólastólnum, horfa á myndir með þér, greiða þér, en best var þó að knúsa þig. Það hryggir mig að fá aldrei að gera þessa hluti með þér aftur. Líka það að ég fæ aldrei aftur að heyra þig segja „Það er alltaf svo góð lykt af þér, Diddi minn“ og „Ásdís, þú ert besta manneskja í heimi“ og „ég á bestu systur í heimi“. Þú hefur alltaf verið svo góður strákur og enn betri bróðir. Mér þykir óend- anlega vænt um þig, elsku kútur- inn minn. Kær ástarkveðja – Þín litla stóra systir, Ásdís Hildur. Elsku brói minn. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, þú varst besti bróðir sem hvaða fjöl- skylda gæti óskað sér en við vor- um svo heppin og fengum heil 16 ár með þér. Takk fyrir þessi æð- islegu ár, við vildum að við gætum fengið meiri tíma með þér en því miður leið tíminn svo hratt. Takk fyrir þessi 16 ár og við elskum þig meira en þú heldur, þú varst okk- ur allt. Ég man eftir því þegar við fórum saman í sturtu um daginn og ég tók greiðuna hans pabba og greiddi hárið þitt og greiddi bakið þitt og setti sjampó með eplalykt í hárið þitt. Þegar við komum út úr sturtunni sagðir þú svolítið sér- stakt, þú sagðir að þetta væri besta sturta sem þú hefðir farið í. Bara svo þú vitir var það gott að heyra. Kær kveðja, þín litla systir, Halldóra Rún. Elsku hjartans Jóhannes okk- ar. Það er þyngra en tárum taki fyrir ömmu og afa að skrifa minn- ingarorð um þig svona ungan, elsku hjartaknúsarinn okkar. Erf- ið voru sporin að fara í Sjávarhóla þegar pabbi þinn hringdi föstu- dagsmorguninn 3. mars og sagði að þú værir nýdáinn. En þegar við komum og sáum þig svona frið- sælan og fallegan á koddanum þínum, með elsku systur þínar þér við hlið og mömmu og pabba, þá hugsuðum við að nú væri þrautum þínum lokið og þú værir umvafinn hlýju frá langömmum og langöf- um sem hafa tekið svo vel á móti þér. Þú varst einstakur lítill dreng- ur alveg frá upphafi. Svo fljótur að byrja að tala, en amma vissi strax að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Það var svo erfitt að fá þig til að borða og eins og ömmur eru, alltaf að reyna að troða mat í alla. Þitt svar var „amma, margur er knár þótt hann sé smár“. Þú varst alltaf með svör- in á reiðum höndum. Það sýndi best æðruleysi þitt þegar þú sagðir fyrir alllöngu „Ég veit að ég er aðeins öðruvísi en hinir krakkarnir, en ég er alveg sáttur við mig eins og ég er.“ Þessi mörgu tilsvör þín sýna best hversu mikill karakter þú varst, elskan okkar. Það var alveg einstakt hvað krakkarnir í skólanum voru þér góð og yndislegar voru aðstoðar- konurnar þínar. Amma sótti þig eftir skóla og þá var oft slegið í spil. Þú fórst nú oft illa með ömmu í Skippó. Þú naust þess sannar- lega að spila, en svo dofnaði sjónin svo mikið og þá gripum við oft í bækur. Þú varst alltaf til í að fara á rúntinn og sérstaklega á nýju flottu tveggja sæta skutlunni sem var keypt fyrir peningana sem söfnuðust þegar Sunddeild Grindavíkur synti maraþonsund þér til heiðurs. Eiga þau Magnús Már og krakkarnir heiður skilinn fyrir þetta átak. Það var einstakt hvað bekkjar- félagarnir þínir voru tryggir og hvað þú naust þess að fá þá í heimsókn og ekki má gleyma hon- um Ingva Þór. Við erum svo ánægð yfir að hafa farið með þér og fjölskyld- unni til Tenerife í fyrra, þó að amma hafi verið draghölt, en minningarnar ylja okkur afa um hjartaræturnar. Það er margs að minnast. Þið systkinin gistuð stundum hjá ömmu og afa og þá var nú fjör á bænum. Búin til tjöld og virki á milli stóla úr teppum, og svo dróg- uð þið hvort annað á teppunum fram og til baka á ganginum. Það var tekið eftir því hvað samband ykkar systkinanna var einstakt og fallegt og ekki voru mamma og pabbi síðri. Það stendur upp úr hvað þú varst nægjusamur og æðrulaus. Það var ekki þinn stíll að vera að kvarta og kveina, og megum við hin taka það til fyrirmyndar. Það er tómlegt hornið þitt í sófanum sem var eins og þitt litla hreiður, með þína hluti sem þú þurftir á að halda. Elsku Jóhannes, þú gafst svo mikið af þér, svo lífsglaður og skemmtilegur drengur. Við viss- um í hvað stefndi, þér hafði hrak- að svo mikið upp á síðkastið. En seint er maður tilbúinn að kveðja, og sérstaklega ekki þig ekki eldri en þú varst. Við afi þökkum þér fyrir þín rúmlega 16 ár með þessum orð- um. Minningu þinni verður haldið á lofti um ókomin ár. Hvíldu í friði, elskan okkar, þín amma og afi, Hildur og Halldór (Dóri). Elskulegur litli frændi okkar og vinur, Jóhannes Hilmar, hefur kvatt okkur. Hann var okkur mjög kær enda frændi okkar beggja, við vorum afabróðir og ömmusystir hans. Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með glímu hans við þenn- an skelfilega sjúkdóm, ólæknandi orkukornasjúkdóm, sem ræðst eingöngu á börn og unglinga. Óskandi væri að læknavísindin fyndu svar við þessari lífsgátu. Aldrei heyrðum við þessa litlu hetju kvarta yfir sínu hlutskipti. Það verður tómlegt að fara í ferðalög og útilegur án hans og líka Gauja frænda sem er mikið veikur. En Jóhannes var heppinn í sínu takmarkaða lífi, hann átti yndislega fjölskyldu sem gerði allt fyrir hann til þess að hans stutta lífsganga yrði sem bærileg- ust. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón og Viktoría. Sumum er skammtaður styttri ævitími en öðrum og sumum er skömmtuð erfiðari ævi en öðrum. Þetta voru hlutskipti Jóhannesar, litla og sæta frænda míns, fyrsta barns systur minnar Klöru, sem lést 16 ára í faðmi fjölskyldu sinn- ar á sólríkum degi eftir löng og erfið veikindi. Þrátt fyrir þetta hlutskipti sitt var Jóhannes ávallt glaður og ánægður, kvartaði aldr- ei og tók á veikindum sínum af ótrúlegu æðruleysi og yfirvegun. Stundum velti maður fyrir sér úr hverju hann væri gerður og hvernig hann svona ungur gæti verið svona þroskaður. Það er al- veg óskiljanlegt hvað hægt er að leggja mikið á svona barn. Þótt þetta hafi verið hlutskipti elsku Jóhannesar var hann óskaplega heppinn líka, því hann fæddist inn í bestu fjölskyldu sem hann hefði getað valið sér. Fjölskyldu sem gerði allt sem hún gat til að láta honum líða betur, upplifa drauma sína og eiga innihaldsríkt og gott líf. Foreldra og systur sem hafa borið hann á höndum sér. Jóhann- es var svo sannarlega elskaður enda afskaplega góð sál sem kom vel fram við alla og mikill barna- og dýravinur. Jóhannes var algjör hetja en það er móðir hans einnig. Hvernig hún hefur hugsað um hann í gegnum árin er miklu meira en aðdáunarvert. Ávallt að leita leiða til að hjálpa honum að líða betur. Gera honum kleift að taka þátt í lífinu og gera hluti sem flestum þykir kannski sjálfsagt en eru það ekki þegar það kemur að Jóhannesi. Það er alveg með ólík- indum hvað hún hefur afrekað með honum. Þrátt fyrir að hann hafi lítið getað gengið síðustu árin hefur hann farið á fjöll, rennt sér á skíðum, ferðast á hverju ári til útlanda og innanlands. Fjölskylda Jóhannesar á fullt af dásamlegum minningum um yndislegan dreng sem elskaði fólkið sitt og var besti sonur, bróðir, barnabarn og frændi sem hægt var að hugsa sér. Elsku Klara, Gísli, Ásdís og Halldóra, ykkar missir er mikill og við munum öll sakna sæta gló- kollsins sem nú er orðinn engill er passar okkur að handan. Jóhanna Helga Halldórsdóttir. Jóhannes Hilmar Gíslason  Fleiri minningargreinar um Jóhannes Hilmar Gísla- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ast inn í Hitlersstúkuna. Þær komust svo með naumindum heim í stríðsbyrjun. Systurnar voru mjög samrýndar og sáu meðal annars um barnatíma útvarpsins um skeið undir nöfnunum Mjöll og Drífa. Árið 1940 giftist Jórunn Lárusi Fjeldsted. Þau hófu bú- skap á Grettisgötu og eignuðust soninn Lárus. Þá veiktist Lárus eldri hastarlega og var sendur til Bandaríkjanna í herflugvél til lækninga. Fékk hann góðan bata. Jórunn fór síðar á eftir honum til Bandaríkjanna í skipalest og hóf nám í Juilliard-skólanum. Þegar heim kom fluttu þau í íbúðina á neðri hæðinni á Laufásvegi 35 og þangað var alltaf gaman að koma. Þau eignuðust þar tvær dætur, Katrínu lækni og Lovísu sellóleik- ara. Jórunn og Lárus áttu sum- arbústað á Þingvöllum og þar undu þau sér vel á sumrin. Þau voru bæði mjög skemmtileg heim að sækja og heyri ég enn sérstak- lega dillandi hlátur Jórunnar enda voru þau bæði miklir húm- oristar. Jórunnar mun lengi verða minnst sem tónskálds og píanó- leikara og ég minnist hennar sem góðrar vinkonu um 80 ára skeið. Ég vil þakka Katrínu og Val- garði manni hennar að gera mér kleift að heimsækja Jórunni á Droplaugarstaði, síðast í febrúar síðastliðnum þar sem við spjölluð- um saman um gamla tíma. Ég spurði þá „á ég að koma aft- ur?“ og hún sagði „já komdu“. Ég votta fjölskyldu Jórunnar samúð mína. Blessuð sé minning Jórunnar Viðar. Sigfríður Nieljohníusdóttir. Ef einhver kona gekk mér í móðurstað, þegar mamma fór í víking til Ameríku og skildi mig eftir hjá afa og ömmu,var það hún Jórunn Viðar. Hún var gift Lárusi frænda, bróður mömmu. Þannig var að á sumrin fóru þær systur, Drífa og Jórunn, með börnin í sumarbú- staðinn sem afi hafði byggt á Þingvöllum og voru þar allt sum- arið. Ég fékk stundum að vera með eins og einn af krökkunum. Það var þá sem ég byrjaði að kalla hana Jórunn-Jórunn. Svo þegar ég fór í Verslunarskólann 1964 var ég í fæði hjá þeim Jórunni og Lárusi sem áttu heima á Laufás- vegi 35, næsta húsi við gamla Verzló. Í minni minningu bjó hún til dásamlegan mat. Bestu asp- assúpu sem ég hef á ævinni fengið og er ég nú lærður kokkur. Á þriðjudögum voru pylsur og fimmtudögum fiskgratín og salt- fiskur á laugardögum og ef Lovísa dóttir hennar fékk að ráða var hryggur og melóna á sunnudög- um. Jórunn gerði tilraun til að kenna mér á píanó, hún sagði ég hefði píanóhendur, en ég var svo latur að æfa mig að það varð aldr- ei neitt úr því. En hún kenndi mér það litla sem mér tókst að læra í þýsku í öðrum bekk, það þurfti mikla þolinmæði í það en af henni hafði hún nóg. Ég veit að amma hafði áhyggj- ur af því hvað yrði um mig þegar hún og afi féllu frá en hún hug- hreysti ömmu og sagði: hann Tommi getur alltaf farið að vinna i þjónustustörfum. Hún hafði sem sagt trú á mér enda fór það svo að ég hef unnið slík störf í 50 ár. Mér er mjög minnisstætt að í mörg ár var hún sú eina sem mátti klippa á mér neglurnar. Það var alltaf svo sérstök lykt á Laufásveginum. Hún fæddist á Laufásveginum og bjó þar alla sína tíð, ég hef alltaf öfundað hana af því. Því miður minnkaði ég komur mínar til hennar eftir að ég varð fullorðinn og sá ég hana sjaldan. Lalli, Anný og Lovísa, ég votta ykkur samúð mína. Kæra Jórunn, hvíl í friði. Tómas Andrés Tómasson.  Fleiri minningargreinar um Jórunni Viðar bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.