Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 4

Morgunblaðið - 28.04.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 ✆ 897 2225 info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is Við smíðum fyrir þig eldhúsbekki, borðstofuborð, innréttingar, veggklæðningar, skápahurðir, rennihurðir eða bara hvað sem þér dettur í hug, eftir teikningu arkitekta eða bara eftir hugmyndum þínum. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við fyrirtækið Bergrisa ehf. um gjaldtöku við Seljalandsfoss á Suðurlandi í samræmi við ákvörðun fundar sem haldinn var með landeigendum og fulltrúum sveitarstjórnar. Samningurinn gildir til eins árs, en lengi hefur staðið til að taka upp gjaldtöku á nýjum bílastæðum við fossinn. „Við erum ekki búin að skrifa undir, en það stendur hins vegar til að gera samning við Bergrisa,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, en félagið hefur m.a. gert samn- ing um uppsetningu stöðumæla á Þingvöllum í tengslum við gjald- töku þar. Aðspurður segir Ísólfur Gylfi ekki enn búið að taka ákvörðun um fyrirhugað gjald við Seljalandsfoss. „Það er ekki alveg búið að ákveða það, en hugmyndin er á bilinu 500 til 700 krónur,“ segir hann og bætir við að tekjurnar fari í uppbyggingu á göngustígum, bílastæðum, klósettaðstöðu og síðar þjónustuhúsi sem kann að verða reist við bílastæðin. Stefnt er að því að hefja gjaldtöku um og eftir miðjan næsta mánuð.  Ferðamenn þurfa þá að reiða af hendi 500 til 700 krónur Morgunblaðið/Eggert Íslandsferð Ferðamenn við Seljalandsfoss. Búið að ákveða gjald- töku við Seljalandsfoss Alls um 70 manns tóku þátt í fyrsta móti sumarsins í fjallahjólreiðum í gær. Tekinn var Morgunblaðshring- urinn, það er um nágrenni Rauða- vatns í Reykjavík og Hádegismóa þar sem höfuðstöðvar Morgunblaðs- ins eru. Keppendur voru ræstir um kl. 18 og á áttunda tímanum fóru þeir að skila sér í hús og var þá boðið upp á hressingu. „Keppnisbrautin er alls sjö kíló- metrar og liggur um fjölbreytt og mishæðótt landslag við Rauðavatn. Aðstæður eru krefjandi; farið er um moldarflög, yfir trjárætur og undir- lag sem er bæði grýtt og laust. Hér er allt sem þarf að vera á góðu fjalla- hjólasvæði,“ segir Bjarni Már Gylfa- son formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur, en það stóð að keppn- inni í samstarfi við Morgunblaðið. Fjallahjólreiðar njóta mikilla vin- sælda og það er margt á döfinni. Í Öskjuhlíðinni verður bikarmót í þessari grein haldið á næstunni og mörg mót verða í sumar. Þá fer flest af besta fjallahjólafólki landsins á Smáþjóðaleikana sem haldnir verða í borgríkinu San Marínó eftir um mánuð héðan í frá. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprettur Morgunblaðshringurinn er fyrsta fjallahjólamótið í ár og keppendur iðuðu því í skinninu þegar þeir tóku á rás til að reyna sig í þrautunum. Hjóluðu um hæðir í Hádegismóum  Fjallahjólafólk tók Morgunblaðs- hringinn í gær Torfæra Brautin í Hádegismóum liggur um þýfða móa, malarslóða, skóglendi, beygjur og allskonar brekkur. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Aldrei hafa fleiri konur farið í fóstur- eyðingu hér á landi en í fyrra. Þá var gerð 1.021 fóstureyðing, sem eru tæplega 100 fleiri aðgerðir en voru gerðar árið á undan, og í fyrsta skipti sem árlegur heildarfjöldi fóstureyð- inga fer yfir þúsund. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Talnabrunns Embættis landlæknis. Á árinu 2016 voru framkvæmdar 13 fóstureyðingar miðað við hverjar þúsund konur á frjósemisaldri, sem telst vera frá 15 til 49 ára, en með- altal áranna á undan er 12,4. Til sam- anburðar voru framkvæmdar 13,3 fóstureyðingar á hverjar 1.000 konur á frjósemisaldri á Norðurlöndunum árið 2015. Sé litið til fjölda fóstureyðinga miðað við 1.000 lifandi fædd börn hér á landi í fyrra varð líka fjölgun. Þá voru framkvæmdar 253,1 fóstureyð- ingar á hverja 1.000 lifandi fædda á Íslandi sem er hærri tala en sést hef- ur frá upphafi. Í fyrsta skipti hjá flestum Flestar þær konur sem fóru í fóst- ureyðingu í fyrra voru búsettar á Suðurnesjum og á höfuðborgar- svæðinu, en fæstar á Vesturlandi og Austurlandi. Sé litið til aldurshóp- anna voru flestar fóstureyðingar framkvæmdar hjá konum á aldrinum 20 til 24 ára en þær hafa lengst af verið flestar meðal kvenna í þeim aldurshópi. Fóstureyðingum í yngsta aldurshópnum, 15 til 19 ára, hefur fækkað allmikið undanfarna tvo áratugi. Meginhluti þeirra kvenna sem gekkst undir fóstureyðingu árið 2016 hafði ekki gengist undir slíka aðgerð áður eða tæplega 63%. Ríflega 25% kvennanna áttu hins vegar að baki eina fyrri fóstureyðingu og um 12% tvær eða fleiri. Þá hafði meira en helmingur kvennana áður fætt barn eða börn, segir í Talnabrunni land- læknis. 625 ófrjósemisaðgerðir Í fyrra voru framkvæmdar 625 ófrjósemisaðgerðir hér á landi sem er svipaður fjöldi og undanfarin tvö ár. 508 þeirra voru gerðar á körlum og 117 á konum. Ófrjósemisaðgerðir hafa lengi verið algengastar hjá fólki á aldrinum 35-44 ára. Á það bæði við um karla og konur Þúsund í fóstur- eyðingu  Aldrei fleiri fóstr- um eytt en árið 2016

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.