Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 18

Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Smásölufyrirtækið Hagar er að taka umtalsverðum breytingum á skömmum tíma. Með fyrirhuguð- um kaupum á Olís, sem upplýst var um á miðvikudag, og Lyfju, sem greint var frá í nóvember, mun velta fyrirtækisins aukast um rúmlega 50%. Á sama tíma hefur það að miklu leyti dregið sig úr fataverslun og fækkað verslunar- fermetrum umtalsvert. Í kjölfar tilkynningar Haga um kaupin á Olís hækkaði gengi hluta- bréfa félagsins um 5,8% í Kaup- höllinni í gær. Aukin samkeppni Aðspurður segir Finnur Árna- son, forstjóri Haga, að sér þyki óviðeigandi að ræða hvaða tæki- færi hann sjái í rekstri Olís og Lyfju fyrr en fyrirtækið hafi feng- ið forræði yfir þeim. Í ViðskiptaMogganum í gær var haft eftir Finni að samkeppnisum- hverfið hefði breyst mikið, mun stærri fyrirtæki væru að koma inn á markaðinn og það kallaði á aukna stærðarhagkvæmni. Vert er að nefna að það styttist í opnun Costco og H&M. Jóhanna Katrín Pálsdóttir, sér- fræðingur hjá greiningardeild Ís- landsbanka, segir að sér lítist ágætlega á kaupin á fyrirtækjun- um tveimur og sjái ýmis samlegð- aráhrif. „Hagar eru vel fjármagn- að fyrirtæki sem ræður vel við kaupin. Hagar yrðu sömuleiðis góður birgir fyrir verslanir Olís, einkum úti á landi, meðal annars vegna hagkvæmari flutninga og hagstæðara verðs í innkaupum. Mögulega munu Lyfja og Hagar deila verslunarrými,“ segir Jó- hanna Katrín. Áttu Lyfju og Skeljung Elvar Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, rifjar upp að Hagar hafi til skamms tíma á árunum fyrir hrun átt Lyfju og Skeljung. Hann bendir á að ekki komi á óvart að samþætting sé að eiga sér stað á dagvöru- og elds- neytismarkaði. Costco muni selja eldsneyti og Festi, sem meðal ann- ars á Krónuna, hafi haft áhuga á að hefja eldsneytissölu. Hagar kaupa hlutafé Olís á 9,2 milljarða króna. Endanlegt kaup- verð getur þó tekið breytingum vegna afkomu Olís á árinu 2017. Hagar greiða um 57% af kaupverð- inu með eigin hlutum. Seljendur Olís, Samherji og FISK seafood, munu því eignast samanlagt um 8,8% í Högum, hvor um sig mun fara með 4,4%. Segir Elvar að það muni fleyta þeim á lista yfir tíu stærstu hluthafa fyrirtækisins. Samkvæmt hluthafalista er ein- ungis einn einkafjárfestir á meðal 20 stærstu. Það er SM Invest- ments í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur sem fer með 1,37% hlut. Fataverslunum lokað Eins og fyrr segir hafa Hagar dregið sig að mestu út úr fata- verslun, en fyrirtækið rekur enn Karen Millen, Zöru og Útilíf. Finn- ur segir að Topshop muni loka í maí í Smáralind og í ágúst í Kringlunni. Debenhams var lokað í janúar. Áður hefur fyrirtækið lok- að All Saints, Day, Coast, Dorothy Perkins, Evans og Warehouse. Jóhanna Katrín segir að fata- verslun eigi undir högg að sækja vegna smæðar markaðarins og geti t.d. erlendar netverslanir oft boðið betra verð en fæst hér á landi. Velta Haga eykst um rúm 50% við yfirtökur Velta og andvirði Lyfju Olís og Haga Velta og heildarandvirði fyrirtækjanna í milljörðum króna Velta fyrirtækjanna Heildarvirði fyrirtækjanna Hagar Olís Lyfja 9* 6,7 31** 15,1 78*** 57,8 *Árið 2015 **Árið 2016 ***Feb 2016/feb 2015  Hagar hafa á skömmum tíma keypt Lyfju og Olís og lokað tískuverslunum 2017 og heildar- eignir bankans 100 milljörðum króna. Sigurður Atli segir í tilkynn- ingu að það sé ánægjulegt hve vel hafi tekist til að búa til nýjan íslenskan banka og að þróun hans hefi tekist einstaklega vel. „Skýr markmið varpa ljósi á tækifærin. Núna er rétti tíminn fyrir mig til að gera breytingar.“ Sigurður Atli Jónsson mun á næst- unni láta af störfum sem forstjóri Kviku banka, en hann hefur verið forstjóri fjárfestingabankans og for- vera hans, MP banka, í tæplega 6 ár. Í tilkynningu segir að hann hafi far- sællega leitt uppbyggingu bankans, þar á meðal samruna MP banka og Straums árið 2015. Greint var frá því í gær að hagn- aður MP banka á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 397 milljónir króna, en til samanburðar nam hagnaður 176 milljónum króna á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Eigið fé Kviku nam tæp- lega 7,5 milljörðum króna í lok mars Forstjóri Kviku lætur af störfum Sigurður Atli Jónsson ● Gengi hlutabréfa í Símanum hækkaði um 4,8% í Kauphöllinni í gær í kjölfar tilkynningar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjóðungi. Hagnaður nam 774 milljónum á fjórðungnum og jókst um 150% á milli ára. Sala dróst lítið eitt saman milli tímabila og nam 6,6 millj- örðum. Rekstrarhagnaður dróst einnig saman og nam tæpum 2,3 milljörðum. Gengi hlutabréfa N1 lækkaði hins vegar um 3,0% í gær þrátt fyrir að fé- lagið hefði tilkynnt um 88,2% aukningu hagnaðar í fyrsta ársfjórðungi en hann nam 225 milljónum króna. EBITDA hækkaði um 39,4% frá sama fjórðungi í fyrra. Gekk því að hluta til baka hækkun á gengi félagsins í kjölfar jákvæðrar af- komuviðvörunar í lok síðustu viku. Síminn hækkaði og N1 lækkaði eftir tilkynningar 28. apríl 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.38 106.88 106.63 Sterlingspund 137.23 137.89 137.56 Kanadadalur 78.32 78.78 78.55 Dönsk króna 15.573 15.665 15.619 Norsk króna 12.424 12.498 12.461 Sænsk króna 12.014 12.084 12.049 Svissn. franki 107.03 107.63 107.33 Japanskt jen 0.9548 0.9604 0.9576 SDR 145.58 146.44 146.01 Evra 115.88 116.52 116.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.275 Hrávöruverð Gull 1264.3 ($/únsa) Ál 1957.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.81 ($/fatið) Brent ● Advania hefur gert kauptilboð í allt hlutafé sænska upplýsingatækni- fyrirtækisinsCaperio fyrir andvirði um 2ja milljarða króna. Við kaupin mun velta Advania í Svíþjóð tvöfaldast og eru þau í samræmi við stefnu Advania um aukinn vöxt á Norðurlöndum, að því er segir í tilkynningu. Caperio er skráð í kauphöllinni í Stokkhólmi. Fyrirtækið selur tölvubún- að og hugbúnaðarleyfi, en sinnir auk þess rekstri upplýsingatæknikerfa og skýjalausna og ráðgjafar í upplýsinga- tækni. Hjá félaginu starfa um 120 manns en tekjur félagsins voru tæplega 12 milljarðar króna í fyrra og EBITDA um 400 milljónir króna. Advania yfirtekur sænskt fyrirtæki STUTT ● Hagnaður Nýherja á fyrsta ársfjórð- ungi nam 71 milljón króna, en hann var 38 milljónir króna á sama fjórðungi í fyrra. Sala á vöru og þjónustu nam 4,0 milljörðum króna sem er 20% tekju- vöxtur á milli ára. Framlegð nam 976 milljónum króna, eða 24,4%, en framlegðin var 26,6% fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og af- skriftir, EBITDA, nam 242 milljónum króna, eða 6%. Til samanburðar var EBITDA 180 milljónir, eða 5,4%, á sama ársfjórðungi í fyrra. Eiginfjárhlutfall Nýherja var 39,7% í lok mars, samanborið við 33,7% um áramótin. Fram kemur í afkomutilkynn- ingu Nýherja til Kauphallar að vaxtaber- andi langtímaskuldir voru greiddar nið- ur um 300 milljónir á ársfjórðungnum. Tekjur Nýherja jukust um 20% á milli ára DAÐI FREYR FROSTASON* Mig langar til að gera við tölvur en ekki stela og lenda í fangelsi Ungt fólk í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, leiðist unnvörpum út í vændi og glæpi til þess eins að lifa af. Með markvissri aðstoð og iðngreinanámskeiðum öðlast þau þekkingu og sjálfstæði til að sjá fyrir sér á annan hátt. * Drengurinn á myndinni tekurþátt í verkefni Hjálparstarfskirkjunnar í Kampala. Nafnið er ekki hans rétta nafn en textinn lýsir raunveru- leikanum sem hann og fjöldi annarra ungmenna býr þar við. Hringdu í 907 2003 og gefðu 2500 kr. eða upphæð að eigin vali á framlag.is GEFUM ÞEIM SÉNS! ● Hagnaður Sjóvár nam 1.100 millj- ónum króna á fyrsta ársfjórðungi, en til samanburðar var hann 423 milljónir króna í sama fjórðungi í fyrra. Hagn- aður nam 136 milljónum króna af vá- tryggingastarfsemi og 1.024 milljónum króna af fjárfestingarstarfsemi. Eigin iðgjöld tímabilsins námu 3,7 milljörðum króna en eigin tjón hljóðuðu upp á 2,9 milljarða. Tjónahlutfall var 76,6% í samanburði við 75,1% fyrir ári. Í afkomutilkynningu til Kauphallar kemur fram í máli Hermanns Björns- sonar, forstjóra, að merkjanlegur bati sé á grunnrekstri Sjóvár frá sama tíma og í fyrra, þar sem samsett hlutfall hafi lækkað úr 106,9% í 103,5%. Sú afkoma geti samt sem áður ekki talist ásætt- anleg til lengri tíma og stefnt sé að því að koma hlutfallinu í 97-99% í lok árs. Hagnaður Sjóvár millj- arður á fyrsta fjórðungi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.