Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 24

Morgunblaðið - 28.04.2017, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 ✝ Friðfinnur Her-mannsson fæddist 4. júní 1963 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild Landspítalans 17. apríl 2017. Foreldrar Frið- finns eru Guðríður S. Friðfinnsdóttir, f. 17. janúar 1942, og Hermann Árnason, f. 4. september 1942. Bræður Friðfinns eru: Árni, f. 14. mars 1969, maki Hildigunnur Smáradóttir, f. 7. febrúar 1969, og eiga þau þrjú börn. Tómas, f. 16. júlí 1971, maki Anna Margrét Mar- inósdóttir, f. 4. október 1967, og eiga þau fjögur börn og Jóhann Gunnar, f. 2. janúar 1980, maki Berglind E. Jónsdóttir, f. 30. október 1979, og eiga þau fjögur börn. Eiginkona Friðfinns er Berglind Svavarsdóttir, f. 2. des- ember 1964, hæstaréttar- lögmaður en þau gengu í hjóna- var framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík frá 1994 til 2007. Að því loknu starfaði hann við ráðgjaf- arstörf til dauðadags, fyrst hjá Capacent og Gekon en síðustu árin hjá ráðgjafarfyrirtækinu Nolta Nordic Leadership train- ing en hann var einn stofnenda og eigenda þess fyrirtækis. Frið- finnur tók mikinn þátt í fé- lagsstarfi af ýmsum toga. Hann var öflugur í skátunum á sínum yngri árum á Akureyri. Hann lék knattspyrnu með meist- araflokki KA 1979-1988 og franska liðinu Villeurbanne árið 1989-1990 og sat í stjórn knatt- spyrnudeildar KA eftir að knatt- spyrnuferlinum lauk. Friðfinnur hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og félagasamtaka. Hann var formaður 50 ára af- mælisnefndar Húsavíkur árið 2000 og sat í bæjarstjórn Húsa- víkur frá 2002 til 2006. Hann tók virkan þátt í starfi Leikfélags Húsavíkur og síðar Kópavogs, söng með kórum og hafði gít- arinn alltaf við höndina. Þá var hann vinsæll og eftirsóttur veislustjóri. Útför Friðfinns fer fram frá Lindakirkju í dag, 28. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. band 23. júlí 1988. Foreldrar Berg- lindar eru Svavar Eiríksson, f. 12. febrúar 1939, d. 24. mars 2006, og Birna Sigurbjörnsdóttir, f. 13. september 1942. Börn Frið- finns og Berglindar eru: Freyr, BSc í hugbúnaðarverk- fræði, fæddur 13. maí 1992, Ari, stúdent frá Versl- unarskóla Íslands, fæddur 14. júlí 1996, og Sólveig Birna, nemi við Álfhólsskóla, fædd 7. júní 2001. Friðfinnur útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1983 og lauk prófi í við- skiptafræði við Háskóla Íslands árið 1989. Þá stundaði hann frönskunám í Lyon í Frakklandi veturinn 1989-1990. Hann lauk meistaragráðu í stjórnun heil- brigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Friðfinnur Með hjarta úr gulli, Heart of Gold. Þegar æxlin í heilanum virtust vera að taka yfirhöndina og síminn bað um svör við örygg- isspurningum þar sem Freddi var búinn að fikta svo í honum að hann læstist – og við héldum að hann myndi ekki neitt – kom spurningin: Hver var fyrsta plat- an sem þú keyptir? Ég spurði Fredda og hann virtist ekki lík- legur til svars. Eftir smástund byrjaði hann að raula Heart of Gold. Ég gúgglaði það – Heart of Gold var vinsælasta lagið á plöt- unni Harvest með Neil Young. Rétt svar! Og við gátum opnað símann aftur. Heart of Gold vís- aði veginn. Hjarta úr gulli – því var hann sannarlega gæddur. Hann var mesti gleðigjafi sem varð á vegi fólks, alltaf hress, alltaf í stuði, alltaf hrókur alls fagnaðar og tilbúinn að leiða hópinn í gleði og söng. Það líkaði öllum vel við Fredda. Hann talaði ekki illa um fólk, virti skoðanir þess og var góður við alla. Hann var frábær pabbi og besti félagi sem hægt er að hugsa sér. Ég er sex árum yngri en fannst alltaf að við værum jafn- gamlir. Ég leit upp til hans, vildi helst alltaf fá að vera með honum og gerði allt það sama og hann. Hann var fyrirmynd mín í einu og öllu. Stóri bróðir minn. Fótbolti, handbolti, skátarnir, gítarspil, limrurnar, MA og viðskiptafræð- in. Ég gerði allt eins og hann. Sumt lá vel við og annað ekki. Þótt mér þætti í raun og veru hundleiðinlegt í skátunum, þá fannst mér ég verða að taka þátt í þeim eins og Freddi. Hann leiddi veginn og ég elti. Ef mig vantaði góð ráð eða brandara í ræðu, þá hringdi ég í hann. Hann átti alltaf eitthvað handa mér. Það er þyngra en tárum taki að nú sé hann farinn fyrir fullt og allt. Hann var á besta aldri og átti svo margt ógert. Hann var stút- fullur af hugmyndum og það sem meira var; hann var ákaflega duglegur að framkvæma þær. Og sama hversu framandi þessar hugmyndir oft hljómuðu, þá var sannfæringarkrafturinn svo sterkur að maður trúði alltaf á þær. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig svo margir fastir punkt- ar í tilverunni, þar sem Freddi var miðpunktur, verða í framtíð- inni. Umhverfið var alltaf betra ef hann var á staðnum. Tilveran og lífið léttara. Hann skipti máli fyrir samfélagið og var duglegur að bæta það. Missir okkar í fjölskyldunni og vina hans er óendanlega mikill en mestur er hann auðvitað hjá Berglindi og krökkunum. Við verðum öll að læra að lifa án hans og halda minningu Fredda á lofti með því að vera góð hvert við annað og láta gleðina og bjart- sýnina stýra lífi okkar eins og hann gerði. Hugsum um smitandi hláturinn og okkur líður betur – eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Blessuð sé minning Fredda bróður. Árni. Ert þú ekki litli bróðir Fredda? Á Akureyri var ég alltaf litli bróðir Fredda. Það vissu allir hver hann var. Hann var for- sprakkinn. Alltaf boðinn og búinn að að- stoða fólk í vanda. Sérstaklega ef halda átti veislu. Það fílaði hann best. Hann var stórmeistari í að njóta augnabliksins. Það skipti hann engu máli hversu vel eða illa hann var undirbúinn. Alltaf naut hann þess og smitaði aðra. Hann var methafi í því að gleðja aðra. Hvort sem hann var í réttri tón- tegund eða ekki. Rétt tóntegund er aukaatriði. Það vita allir. Rétt tóntegund er bara fyrir amatöra. Hann var fyrirliðinn í Perra- bandinu. Hljómsveit sem við bræður, Freddi, Árni og Jói, sett- um saman við stærri og minni til- efni. Vinir okkar voru stundum í bandinu, allt eftir því hvað stóð til. Perrabandið hafði áratuga reynslu í að koma fram. Aldrei kom upp tónlistarlegur ágrein- ingur í bandinu. Aldrei. Jú, utan einu sinni. Þá fannst frontmann- inum við hafa gengið of langt í textagerðinni. Þetta væri of mik- ill perraskapur. Hann gæti ekki komið fram þetta kvöldið með þessa texta. Ég trúði þessu ekki. Við vorum á hátindi frægðarinn- ar, aðalskemmtiatriði kvöldsins, og maðurinn sem kenndi mér á gítar ætlaði ekki að koma fram með okkur. Hann sem hafði kennt mér að spila Í bláum skugga. Hann kenndi mér að spila Kodachrome, hann kenndi mér að spila Help! Hann kenndi mér allt sem ég kann. Hann var ábyrgðarmaðurinn á fyrsta láninu mínu, sem fór í van- skil. Kvöldið rann upp og bandið taldi í. Leiðtoginn sat úti í sal. Við byrjuðum að spila. Við vorum óvenjuþéttir þetta kvöld. Við vor- um með góða vini í bandinu sem gerðu það enn betra. Freddi horfði á okkur í smástund. Hann gat þetta ekki. Hann gat bara ekki setið úti í sal. Hvað með það þó að textarnir væru kannski að- eins of mikið af því góða. Hann stóð upp og þokaði sér að sviðinu. Rólega vippaði hann sér upp. Fyrirliðinn tók um míkrófóninn. Hann var mættur í sína stöðu. Náttúrulega. Nú sit ég hér við eldhúsborðið heima og set saman nokkrar lín- ur um stóra bróður minn. Ég finn svo óþyrmilega fyrir því að geta aldrei talað við hann aftur. Ég get aldrei talað við hann um neitt sem mig langar að gera, gefa út eða búa til. Hann útilokaði aldrei neitt. Sá alltaf bara tækifærin. Sá eitthvað gott í öllum sem hann hitti. Hann var besti stóri bróðir í heiminum. Hann var mitt sumar, vetur, vor og haust. Sumardaginn fyrsta 2017, Tómas Hermannsson. Elskulegur mágur minn, hann Freddi, er látinn. Hversu ósann- gjarnt getur þetta líf verið? Það hefur greinilega vantað hressan gítarleikara á himnum. Þegar ég hugsa um þennan mikla öðling, sé ég fyrir mér brosandi andlit, hann með gítar í hönd uppi á sviði, í stiganum í Goðabyggðinni eða einhvers staðar á mannamóti. Alltaf reif hann upp stemninguna, hvort sem áhorfendurnir voru þrír eða þrjú hundruð. Hann hafði mikla reynslu í veislustjórn og naut Árni minn góðs af reynslu stóra bróður. Það voru ófá símtölin til Fredda bróð- ur til að athuga hvort hann lum- aði ekki á góðri sögu eða brand- ara þegar á þurfti að halda. Skemmtilegri og jákvæðari manni hef ég ekki kynnst. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með honum í veikindunum, hvernig hann hefur tekið húmor- inn á þetta. Allar skemmtilegu athugasemdirnar sem hafa komið frá honum, hvort heldur sem er heima eða á spítalanum og hefur fengið okkur og starfsfólkið til að hlæja. Þessar minningar hafa ylj- að okkur og kætt undanfarið á erfiðum tímum. Ég kom inní fjölskylduna fyrir nákvæmlega þrjátíu árum. Ég fann strax að elsti bróðirinn væri sá sem hinir yngri litu upp til. Þeir hafa eflaust fengið gleðina og húmorinn að miklu leyti frá honum, enda með eindæmum gaman þegar við komum öll sam- an og Freddi með sinn smitandi hlátur hló alltaf hæst. Hann hefur skipað stóran sess í lífi okkar Árna. Hann vissi fyrst- ur af því að við værum að verða foreldrar. Setti saman bræðra- bandið í brúðkaupinu okkar, sem var skipað bræðrum okkar beggja, spilaði undir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu fram á nótt. Ógleymanlegur var söngurinn í þrítugs- og fertugs afmælunum okkar. Og ekki má gleyma frá- bærri fjölskylduferð til Ítalíu, skíðaferð til Austuríkis og Frakklandsferðinni síðasta sum- ar. Við höfum alltaf getað treyst því að stuðið fylgdi Fredda. Hann var einstaklega hlýr maður og alltaf að spyrja mig hvernig ég hefði þó fársjúkur væri. Hann var bjartsýnn á bata og ný lyf sem myndu lækna hann og uppgjöf var ekki til í hans orðabók. Ég hef verið svo heppin að geta eytt miklum tíma með honum undanfarna mánuði, að- stoðað hann og einfaldlega reynt að stytta honum stundir með samveru. Tíminn, allar götur frá því að komum heim frá Frakk- landi, þar sem hann var orðinn fárveikur í lokin, var honum erf- iður. Þrátt fyrir veikindin reyndi hann að njóta og taka þátt í lífinu með okkur. Mætti á fótboltaleiki og studdi Árna bróður í uppbygg- ingu á gulu og bláu liði í Reykja- vík, en hjarta hans sló þó alltaf með því gula og bláa á Akureyri. Það er okkur einstaklega dýr- mætt að hann skyldi vera með okkur í fermingu Hrafnhildar 2. apríl. Við vorum ekki viss um hvort hann gæti komið en hann var mjög ákveðinn í að mæta. Við fjölskyldan höfum misst svo mik- ið, en við munum halda minningu hans hátt á lofti, taka fram gít- arinn og syngja saman á góðum stundum honum til heiðurs. Ég bið góðan Guð að styrkja Berglindi og krakkana. Hildigunnur Smáradóttir. Freddi frændi er ógleyman- legur. Hann var alltaf í stuði og kom öllum í kringum sig í gott skap. Hann gafst aldrei upp og var hrókur alls fagnaðar. Við eig- um fullt af góðum minningum um hann sem við munum aldrei gleyma, eins og þegar við fórum til Ítalíu, Austurríkis og til Frakklands á EM, öll spilakvöld- in, matarboðin, söngstundirnar og svo margt fleira. Við elskum þig og söknum þín alveg svaka- lega mikið. Hvíldu í friði, elsku Freddi. Mundu mig, ég man þig. Hrafnhildur og Auður. Í dag verður einn allra besti maður sem ég hef kynnst á ævi minni jarðsunginn. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og kvaddi Freddi þennan heim alltof snemma eftir erfiða baráttu við krabbamein. Freddi mun alltaf eiga stað í hjarta mér og allra sem kynntust honum. Hann var alltaf í góðu skapi og það var allt- af gaman að vera í kringum hann. Í öllum fjölskylduboðum var hann alltaf aðalmaðurinn, annað hvort að segja brandara eða með gítarinn á lofti. Ég naut þerra forréttinda að fara með honum í fjölmörg fjölskylduboð og ferðir bæði innanlands og utan. Allar minningar mínar, bæði í æsku og eftir að ég fullorðnaðist sem tengjast Fredda, eru fullar af hlátri, gleði og söng en hann var með mest smitandi og skemmti- legasta hlátur sem að ég hef heyrt. Allar keppninirnar á milli hans og bræðra hans voru alltaf skemmtilegar og hafa þeir alltaf gefið sér tíma í gegnum tíðina að leyfa okkur börnunum þeirra að vera með. Mér hefur alltaf fund- ist ég vera heppinn að eiga svona skemmtilega föðurbræður og hef ég notið þess mikið að umgangast þá alla. Freddi var okkur öllum góð fyrirmynd bæði yngri bræðr- um sínum og okkur barnabörn- unum. Ef allir væru jafn jákvæð- ir, skapgóðir og skemmtilegir og hann var væri heimurinn betri staður. Ég mun sakna Fredda mikið og verður lífið aldrei eins án hans fyrir okkur öll sem stóð- um honum næst, en minningin um hann mun lifa að eilífu í hjört- um okkar allra. Hermann Árnason, yngri. Freddi er dáinn. Ótrúleg og ömurleg staðreynd sem erfitt er að kyngja. Þrátt fyrir að grunur hafi læðst að okkur um þennan ótíma- bæra endi var samt eins og tím- inn hafi stöðvast og minningarn- ar um góðan dreng hrannast upp í hugann. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast Fredda okkar sem lést eftir erf- iða baráttu við krabbamein. Freddi hefur verið hluti af okkar fjölskyldu undanfarin 34 ár eða frá því að hann og Berglind systir fóru að rugla saman reyt- um. Það er óhætt að segja að koma hans í fjölskylduna hafi fært öllum gleði því alls staðar þar sem Freddi var fór saman gleði og jákvæðni og höfum við átt fjölmargar góðar samveru- stundir sem ljúft er að minnast á þessum tímum. Freddi var ávallt hrókur alls fagnaðar með gítar- spili, söng og skemmtilegri fram- komu hvort sem það var í jóla- boðum, afmælum eða hverju því sem fjölskyldan gerði saman. Fyrst og fremst erum við afar þakklát fyrir að hafa fengið að verja stórum hluta af okkar lífi með Fredda og hann var okkur öllum traustur og góður vinur með sérlega góða nærveru. Tárin renna. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna og við syrgjum einstakan mann en vert er að muna að við grátum mest yfir því sem veitti okkur mestu gleðina. Með léttu skapi og gamanyrðum tókst honum að virkja það besta í okkur hinum og þannig munum við minnast hans. Við kveðjum með miklum sökn- uði frábæran félaga og fjöl- skylduvin og munum halda í heiðri þeirri gleði og umhyggju sem hann ávallt sýndi þeim sem hann var í samskiptum við. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Berglind systir, Freyr, Ari og Sólveig Birna. Þótt erfitt sé að trúa því núna þá mun rofa til og það er von okkar að birtan framundan gefi ykkur styrk til þess að takast á við lífið, hafandi með í farteskinu einstakar minn- ingar um mætan, traustan og ein- staklega frábæran eiginmann, pabba og vin. Minning hans er svo sannarlega ljós í lífi okkar allra. Hildigunnur, Anna Margrét, Sveinn og fjölskyldur. Minn kæri vinur, Friðfinnur, er fallinn frá. Friðfinnur var fjölhæfur með eindæmum. Hann var fjölskyldu- maður, vinur, íþróttamaður góð- ur, skáti ávallt skáti, leikari og hafði mikla ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tók að sér. Síðast en ekki síst var hann ein- staklega félagslyndur, tók öllum opnum örmum og eignaðist mikið af vinum hvar sem hann kom og var. Ég kynntist Fredda þegar við vorum rétt að losa fyrsta tug- inn í Barnaskóla Akureyrar og í skátunum. Við urðum strax góðir vinir og þau vináttubönd áttu eft- ir að styrkjast enn meir á ung- lingsárunum þegar við vorum skólabræður í MA, sveitarfor- ingjar í skátunum og nýliðar í hjálparsveit skáta. Eins og geng- ur á þessum árum voru helgar oft nýttar í skemmtanir og þá var Freddi hrókur alls fagnaðar, mættur með gítarinn og spilaði og söng af mikilli innlifun og dreif alla með í söng og gleði. Það var ekki hægt annað en að hrífast með og taka þátt. Samkomurnar voru bara hálfar ef Fredda vant- aði. Þessum eiginleika tapaði Freddi aldrei og ófáir hafa nýtt sér það og fengið hann til að stjórna fundum og samkomum sem hann gerði alltaf af stakri snilld, samtvinnaði atvinnu- mennskuna og gleðina. Friðfinnur eignaðist góðan lífsförunaut þegar hann kynntist Berglindi sinni í MA. Þau stofn- uðu heimili og áttu saman þrjú börn. Heimili þeirra endurspegl- aði lífsskoðanir þeirra um mikil- vægi samveru fjölskyldunnar og vina og að njóta augnabliksins. Elsku Freddi, mér finnst við hæfi að kveðja þig með texta eftir uppáhaldshljómsveitina okkar, texta sem við sungum oft saman þegar við hittumst og þú spilaðir undir. Tætum og tryllum og tækið nú þenjum í botni eitthvað lengst upp í sveit, tröllum og tjúttum og tökum svo lagið í lundi hvar enginn veit. Allir eru í fínu formi, enginn nennir neinu dormi því nóttin er löng þó að lífið sé stutt og allir fara í sveitarferð. Allt er fína og enginn vill sýna af sér sút eða sorg í kvöld, Konráð og ræna, hani og hæna, fatt’að hér er gleðin við völd. Allir eru í fínu formi, enginn nennir neinu dormi því nóttin er löng þó að lífið sé stutt og allir fara í sveitarferð. Ég mun sakna vinar míns en hugsa með hlýjum huga til allra þeirra samverustunda sem við áttum saman í öllum skátaferð- unum, í partýunum, á Stuð- mannaböllunum, í skólaferðalag- inu á Spáni og þegar við spjölluðum saman um heima og geima. Elsku Berglind og börn, Systa og Hermann, Árni, Tómas, Jó- hann og fjölskyldur. Við Halla sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um einstaklega góðan dreng styrkja ykkur í sorginni. Skúli Jóhannesson. Þegar vinur er hrifsaður úr þessu jarðlífi langt fyrir aldur fram fer ekki hjá því að við velt- um fyrir okkur tilgangi lífsins. Af hverju er tilveran stundum svona grimm og miskunnarlaus? Hvað er það sem við mennirnir skiljum eftir okkur þegar við förum? Það er erfitt að skilja af hverju hann Freddi vinur okkar þurfti að kljást við löng og ströng veikindi. Það er erfitt að meðtaka að hann Freddi hafi kvatt þetta líf, allt of fljótt. Hann skilur eftir sig risa- stórt skarð hjá fjölskyldu, ætt- ingjum og vinum. Kannski skilj- um við fyrst og fremst eftir okkur minningar þegar við hverfum á braut, minningar hjá þeim sem við göngum með í gegnum lífið. Þegar hugurinn byrjar að jafna sig eftir mesta áfallið við fráfall Fredda þá finnur maður svo vel að hann skildi eftir sig hafsjó góðra minninga. Með lífsgleði sinni, æðruleysi, hnyttni, ein- stakri frásagnargáfu og tónlist- arhæfileikum smitaði hann sífellt út frá sér gleði og ánægju. Við vorum svo heppin að kynn- ast Fredda og Berglindi fyrir 32 árum. Strax þá myndaðist mikil og einlæg vinátta. Vinátta sem hefur allar götur síðan lagt inn í minningabankann ótal ánægju- legar samverustundir. Upp í hug- ann koma ferðalög hér heima sem erlendis, matarboð og nota- legar kvöldstundir yfir glasi af Friðfinnur Hermannsson HINSTA KVEÐJA Við bræður viljum minn- ast kærs vinar og sam- starfsfélaga. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir Hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. (Hulda Ólafsdóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínir vinir, Gunnar Alexander og Ólafur Ólafssynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.