Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 góðu víni eða betra viskí, að ekki sé talað um fjölda mannfagnaða þar sem Freddi lék við hvern sinn fingur með gítarinn í hönd og leiddi söng langt fram á nótt. Freddi var í raun og sann hrókur alls fagnaðar. Þó að ævi hans hafi verið allt of stutt þá skilur hann eftir hjá okkur fleiri góðar og skemmtilegar minningar en mörgum endist löng ævi til að skapa. Hann glímdi við erfið veik- indi af einstöku æðruleysi og já- kvæðni, rétt eins og einkenndi allt hans líf. Kæri vinur, við kveðjum þig með söknuði og trega í hjarta. Elsku Berglind, Freyr, Ari og Sólveig Birna. Megi góður Guð og allar góðar vættir styrkja ykk- ur og styðja í sorginni. Minning- arnar eru grunnur að veginum fram á við. Margrét Vala og Sæmundur (Magga Vala og Sæmi). Veturinn er búinn að vera langur og dimmur. Nú þegar sumarið minnir á sig, er komið að kveðjustund. Allt of oft birtist dauðinn okk- ur óvænt, er miskunnarlaus og skilur eftir sig djúp og illlækn- anleg sár. En dauðinn á sér einn- ig aðra hlið, bjarta og líknandi. Þannig vil ég trúa að hann hafi birst Friðfinni eftir löng og erfið veikindi. „Ég hefði líka sektað þig fyrir of hraðan akstur,“ sagði hún snaggaralega fyrir 25 árum. Hún þá lögfræðingur hjá sýslumann- inum á Húsavík, ég laganemi. Í sekúndubrot velti ég fyrir mér hvort ég ætti að vera örlítið smeyk við hana, en sá strax að hún var snilldarmannvera. Þann- ig lágu leiðir okkar Berglindar saman og strax í kjölfarið fylgdi Freddi. Þau voru í mínum huga ein heild. Lífsglaður, hjartahlýr, sagna- maður, velviljaður, hreinskipt- inn, fróðleiksfús. Ávallt glaður og til í smá sprell. Mikill fjölskyldu- maður og endalaust stoltur af börnunum. Hann tók verkefni sín alvarlega og sinnti þeim af alúð en tók sjálfan sig ekki eins alvar- lega. En þrátt fyrir glettnina og hlýjuna þá var alltaf stutt í rök- ræður um allt milli himins og jarðar. Maður kom aldrei að tóm- um kofunum hjá Fredda. Sagna- maður mikill, gat endalaust sagt skemmtilegar sögur. Hann var sterkur persónuleiki, hreinskipt- inn og fylgdi hugsjónum sínum. Vel lesinn og krufði málin áður en hann felldi dóma. Freddi kom til dyranna eins og hann var klædd- ur, það var ekki hans stíll að koma aftan að fólki. Þrátt fyrir það var hann nærgætinn og tók oftar en ekki málstað þeirra sem minna máttu sín. Ég minnist Fredda með gítar- inn í hönd, alltaf miðdepillinn í stuðinu. Þannig var hann í 30 ára afmæli mínu og í afmæli pabba nokkrum árum síðar. Honum var einkar lagið að dreifa gleði í kringum sig. Freddi setti sann- arlega lit á bæjarlífið á Húsavík þau ár sem þau bjuggu þar. Auk þess að vera framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þá starfaði hann m.a. ötullega með leikfélaginu og var í bæjar- stjórn. Freddi var einn sá lífsglaðasti maður sem ég hef kynnst. Það er því sárara en ella að hann fái ekki að fylgja ungum börnum til full- orðinsára. Ég heimsótti þau hjónin skömmu fyrir andlát hans. Við ræddum hin ýmsu málefni og stutt var í sögur með gleðilegu ívafi. Hann hélt reisn og karakter fram á síðustu stundu. Það var í anda Fredda að gleðjast yfir lífinu og horfa fram á veginn. Þannig tel ég að hann vilji að sínir nánustu lifi og minn- ist hans. Því eiga þessi orð svo vel við nú þegar komið er að kveðju- stund. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (höf. óþekktur) Elsku Berglind, Freyr, Ari og Sólveig Birna. Vegur sorgarinnar er vissulega langur og strangur, en hvorki ófær né endalaus. Ég sendi ykkur, foreldrum, bræðr- um og öðrum ástvinum Friðfinns mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Heiðrún Jónsdóttir. Hvað er hægt að segja þegar kveðja á vin? Takk. Takk fyrir allt. Það var gaman að hlæja með þér, skemmtilegt að syngja með þér og gott að gráta með þér. Fredda kynntist ég fjórtán ára í skátun- um þegar ég flutti til Akureyrar og í minningunni tók Freddi syngjandi á móti mér. Berglind og Helgi þekktust frá Akureyri og það var því heppni þegar við Helgi fluttumst til Húsavíkur að þar voru þau. Við áttum þar frá- bær átta ár saman, sérstaklega síðustu árin þar sem við bjuggum hlið við hlið í Árholtinu, þar sem runnarnir á milli húsanna okkar voru klipptir niður til að við vær- um fljótari að komast á milli. Freddi var veislustjóri í fertugs- afmæli Helga og sagðist hann þá telja Helga til sinna bestu vina og það voruð þeir sannarlega. Skemmtilegar minningar frá þessum árum eru margar; mat- arboðin, Gísli Páll og Freyr sam- an í öskudagsliði, handbolta og fótbolta. Karen passaði Ara lítinn og við tókum hann í fóstur þegar þið skruppuð til Kína. Þið tókuð að ykkur að passa unglinginn Karen þegar við Helgi fórum til Ítalíu og Freddi tók því hlutverki mjög alvarlega. Sem betur fer, þar sem við vorum ekki komin nema rétt út fyrir bæjarmörkin þegar vinir Karenar voru mættir í partý og Freddi ekki lengi að snara sér yfir í næsta hús og óska eftir því að þeir myndu „vinsam- legast fara núna“. Sólveig Birna, lítil snúlla sem gaman var að fá lánaða. Frábærar utanlandsferðir; Kúba þar sem rúntað var um í ræfilslegum Ford 57, París þar sem frönskukunnátta Fredda kom að góðum notum við skoðun á Louvre-safninu og fræga við- skiptaferðin til Milano að heim- sækja Signore Lombardi. Fyrsta skíðaferðin til Madonna og skíða- ferðin til Arthurhaus þar sem Freddi skíðaði ekkert en hann var á hækjum og tók að sér að vera skemmtanastjóri ferðarinn- ar. Berglind og Freddi fluttu í Kópavoginn og við fylgdum á eft- ir fyrir tæpum þremur árum. Þá var ákveðið að miðvikudags- kvöldin yrðu okkar kvöld. Voru þau notuð í göngur, jógaæfingar undir stjórn Berglindar og var farið í pottinn, rifjaðar upp góðar sögur og betri stundir. Fyrir fimm árum fórum við sex saman í siglingu um Karabíska hafið sem var ógleymanleg. Freddi fór í kynnisferð með kokkum skipsins og keypti uppskriftarbók sem var eldað upp úr í árlegum cruise- matarveislum. Í ferðinni snorkl- uðum við í Hondúras og fögnuð- um 50 ára afmæli Helga. Núna fimm árum síðar á afmælisdegi Helga kvaddir þú. Okkur grunar að þú hafir viljað að við myndum líka skála fyrir þér þennan dag og gleðjast yfir öllum góðu stundun- um. Við vissum að þessi tími myndi koma en trúðum samt að þú myndir hafa betur gegn krabbanum. Við ræddum um lífið og dauðann og þú sagðir mér að þú værir ekki hræddur við að deyja, þú vildir bara aðeins meiri tíma. Það vildum við svo sann- arlega líka. Þín verður sárt sakn- að af öllum sem þig þekktu og þeir sem þekktu þig ekki voru óheppnir. Elsku Berglind mín, Freyr, Ari og Sólveig Birna, mestur er ykkar missir. Við huggum okkur við og hugsum um húmorinn, hlýjuna, sönginn og gleðina sem fylgdi einstökum dreng. Kveðja til þín, elsku Freddi. Þuríður Sigurðardóttir (Þura). Elsku vinur. Með þessu eina lagi sem ég get sungið nokkurn veginn skamm- laust mun ég alltaf hugsa til þín. Langar nætur, ljósa kalda daga hef ég leitað, það er mannsins saga. Fundið aðeins óma gleymdra laga en ekkert svar, ekkert svar. Ég hef efast, þegar einn ég reika, er þá lífið aðeins hismið veika? Hlusta á vindinn í visnu sefi leika en ekkert svar, ekkert svar. Ég vænti svara, vildi þekkja leiðir. Vita skil á því sem ferðir greiðir. Þrá lífið en ekki orð sem deyðir en ekkert svar, ekkert svar. Langar nætur, ljósa kalda daga hef ég leitað, það er mannsins saga. Fundið aðeins óma gleymdra laga en ekkert svar, ekkert svar. (Jónas Friðrik) Samúðarkveðjur til allra. Alltaf þinn vinur, Helgi Ómar Pálsson. Það er með miklum harmi í hjarta sem ég set á blað nokkrar línur um góðan vin sem er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við Friðfinnur tengdumst bæði fjöl- skyldu- og vinaböndum en leiðir okkar lágu saman fyrir alvöru 2007 þegar við vorum báðir í fjar- búð norðan úr landi að vinna sem ráðgjafar hjá Capacent í Reykja- vík og leigðum saman íbúð. Óhætt er að segja að þessir mán- uðir hafi verið skemmtilegasti tíminn í mínum fjarbúðarárum. Sambúð okkar félaganna gekk svo vel að við göntuðumst með það að nú skildum við betur sam- búð samkynhneigðra, þetta var eitthvað svo dramalaust! En merkilegt nokk þá vildi Freddi þó endilega flytja út þegar Berglind og börnin fluttust í Kópavoginn um sumarið. Freddi hafði góðan húmor, kunni að sjá spaugilegu hliðina á alvarlegustu málum og slíkur hæfileiki er sérlega mik- ilvægur í fari ráðgjafans. Húmor manna er mismunandi og allt of algengt er að menn sjái bara spaugilegar hliðar á kostnað ann- arra í napri kaldhæðni. Freddi var hins vegar sérfræðingur í að gera grín að sjálfum sér og á mínu heimili er oft vitnað til frá- sagna hans af tungumálahæfi- leikum sínum en hann komst meðal annars að því að hann væri mjög góður í dönsku en vanda- málið væri bara að „Danir kynnu hins vegar ekkert í dönsku!“ Freddi bjó líka yfir einstak- lega hvellum, dillandi og smitandi hlátri. Einhverju sinni í Capacent voru ráðgjafar að kvarta yfir miklum hávaða í opnu vinnurými frá hópi okkar stefnumótunar- og mannauðsráðgjafa. En það var nokkuð víst mál að ef Friðfinnur var kominn til vinnu var ekki langt í þennan kitlandi hlátur. Þegar svo fyrsta hláturhviða dagsins kom þá gat maður litið upp og séð hina alvarlegustu ráð- gjafa brosa upp úr hinum alvar- legustu verkefnum, svo smitandi var þessi einstaki hlátur. Freddi hafði alltaf einlægan áhuga á fólki í kringum sig. Það brást ekki þegar við heyrðumst, jafnvel undir það síðasta þegar hann stóð í hörðu stríði við sín ill- vígu mein, að hann vildi heyra fréttir úr vinnunni hjá mér, hvað væri að frétta af Eyrúnu og börn- unum og gaf sér góðan tíma til að hlusta á svörin. Þessir eiginleikar í fari Fredda gerðu hann að svo góðum vini. Ótímabært fráfall Friðfinns er okkur öllum harmafregn. Þótt við vissum í hvað stefndi þá hélt maður alltaf í von um kraftaverk sem aldrei kom. Það hljómar oft sem klisja en ég á bara ekki önn- ur orð yfir þetta en að minning um einstakan dreng mun lifa með okkur öllum sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þessum öðlingi. Ég, Eyrún og börnin okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til Berglindar, Freys, Ara og Sólveigar Birnu. Farvel kæri vinur. Hólmar Svansson. Friðfinnur vinur minn er horf- inn á braut eftir erfiða baráttu sem hann háði af æðruleysi eins og honum var lagið. Brotthvarfið er auðvitað allt of snemmt því við áttum eftir að gera svo margt í ellinni, en svona er víst lífið. Það eru mikil forréttindi að hafa getað kallað Friðfinn vin sinn öll þessi ár. Við ólumst upp saman, gengum í skóla saman og eyddum miklum tíma saman. Friðfinnur var maður sem gaf mikið af sér. Gáfaður, skemmti- legur og hrífandi dró hann fólk að sér með smitandi hlátri og sög- um. Minningarnar snúast um skólagöngur á Akureyri sem við gengum saman í stórum vinahóp. Síðustu árin eru það síðan fjölda- margar samverustundir, spjall um allt milli himins og stuðning- ur hvors við annan í erfiðleikum og gleði. Þetta var ómetanlegt og fyrir það er ég þakklátur. Það skipti engu máli hvað Friðfinnur tók sér fyrir hendur. Alltaf náði hann að leysa mál í sátt og samlyndi. Átti þetta bæði við félagsstörf og þau mikilvægu störf sem hann sinnti um ævina. Ekki það að hann gæti ekki verið ákveðinn, en honum tókst alltaf að klára mál þannig að menn báru virðingu fyrir honum. Sá fjöldi vina sem syrgja Friðfinn kemur því ekki á óvart. Allir vildu vera nálægt Friðfinni og eiga samskipti við hann og njóta gleð- innar og hlátursins. Ég og Birgitta vottum elsku Berglindi, Frey, Ara og Sólveigu Birnu ásamt bræðrum Friðfinns og öðrum ættingjum innilega samúð á þessum erfiðu tímum. Friðfinnur fann mikinn styrk og ró í því hversu góða konu og börn hann átti en þurfti því miður að yfirgefa. Sorgin er mikil en minn- ingarnar um þennan góða vin, föður og eiginmann lifa að eilífu. Laglína úr Traustur vinur eftir Jóhann G. er viðeigandi: Því segi ég það, ef þú átt vin í raun, fyrir þína hönd, Guði sé laun. Jón Þór Gunnarsson. Stundum eru örlögin í lífinu mjög ósanngjörn og óréttlát, það á við um andlát og brotthvarf Friðfinns Hermannssonar úr þessu lífi, aðeins 53 ára gamals. Friðfinnur, eða Freddi eins hann var yfirleitt kallaður, naut þess að lifa lífinu og hann var mjög næmur á að njóta augnabliksins. Freddi var alltaf mjög hress, ljúfur og skemmtilegur, en á sama tíma gat hann verið ákveð- inn og alvörugefinn. Sterkustu persónueinkenni Fredda voru bjartsýni og gleði, hann hafði sterka núvitund og sá sóknarfæri í flestum þeim viðfangsefnum sem voru til umræðu. Það var því alltaf mjög gott og áhugavert að vera með Fredda og ræða við hann um verkefni framtíðarinnar því hann sá eingöngu lausnir og hafði svo góða og heilbrigða sýn á marga hluti. Eftir að maður hafði hitt Fredda eða talað við hann í síma þá var maður alltaf mun já- kvæðari út í lífið og léttari á sér. Freddi starfaði um 13 ára skeið, frá 1994 til 2007, sem for- stjóri Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga á Húsavík og í því starfi sá maður vel hversu mikill leiðtogi hann var og hvernig hann fékk fólkið með sér í verkefnin. Á þessum árum var rannsóknar- hópur undir minni forystu að framkvæma fyrstu stóru barna- rannsóknina og hluti af okkar rannsóknarþýði voru ungmenni á Húsavík. Þegar Freddi vissi að við ætluðum að rannsaka unga Húsvíkinga þá lagði hann mikla áherslu á að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga kæmi myndarlega að þessu rannsóknarverkefni. Það var og er heldur ekki í dag venjan að heilbrigðisstofnanir komi að fjármögnun rannsóknarverk- efna. Freddi var á annarri skoð- un en þeir styrktu verkefnið um eina rannsóknarstöðu í eitt ár. Um ástæðu þessa svaraði hann því til að þetta myndi koma Hús- víkingum til góða í framtíðinni. Skemmst er frá því að segja að ungur Húsvíkingur var ráðinn í starfið, sá einstaklingur kláraði síðar doktorspróf við Háskóla Ís- lands og er í dag sveitarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, hvað sagði Freddi? Ógleymanlegar samveru- og gleðistundir með Fredda munu lifa í huga mínum um ókomin ár. Ég mun alltaf í framtíðinni hugsa til Fredda þegar ég heyri lögin „Í bláum skugga“ með Stuðmönn- um eða „Let it be“ með Bítlunum. Elsku Berglind, Freyr, Ari og Sólveig Birna, missir ykkar er mikill, megi góðar minningar um yndislegan, ljúfan og skemmti- legan eiginmann og föður styrkja ykkur í sorginni. Erlingur Jóhannsson. Við höfðum aldrei hist þegar hann bankaði upp á að heimili okkar í Kópavogi fyrir tæpum 20 árum til að láta okkur vita að það væri möguleiki að fá vinnu norð- ur í landi við heilbrigðisstofnun sem hann hefði með að gera. Þar væri framtíðin og tækifærin óteljandi – eins og hann sagði kankvíslega og með sannfæring- arkrafti. Auðvitað fluttum við norður, eignuðumst vináttu hans og Berglindar og urðum nágrannar á Húsavík. Hann var leiðtogi og stjórnandi sem skapaði gott and- rúmsloft í kringum sig og ekki skorti hugmyndaauðgi. Engin hugmynd var svo galin að ekki mætti íhuga hana og enginn draumur svo fjarlægur að það væri ekki ómaksins vert að reyna að uppfylla hann. Samstarfsfólk og nærstaddir smituðust af hon- um og ólíklegustu hugmyndir urðu að veruleika – að sjálfsögðu ekki allar, enda átti hann til raunsæi. Væri unnið að góðu mál- efni þá var hann fundvís á réttu leiðina og minnti þá um leið á sitt lífsmottó, óaflátanlega segjandi: „Bjartsýni er skylda“. Hann var einstaklega skemmtilegur, hrókur alls fagn- aðar, gjarnan með gítarinn á lofti í fjöldasöng og oft var hann veislustjóri – síðast á Húsavík á þorrablóti fyrir rúmu ári og þar var ekki leiðinlegt. Það var sjónarsviptir fyrir samfélagið á Húsavík þegar Frið- finnur og fjölskylda fluttu suður fyrir áratug, og þá í Kópavoginn. Við söknuðum þeirra, samveru- stundir urðu færri og lengra að fara en í næsta hús. Nú þegar Friðfinnur er fluttur enn lengra er sorg í hjarta en þakklæti fyrir minningar um góðan dreng. Úr Árholtinu sendum við Berglind, Frey, Ara og Sólveigu Birnu inni- legar samúðarkveðjur. Ásgeir og Ólöf. Það var vorið 2001 sem við hjónin áttum stefnumót við Frið- finn Hermannsson, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga, á Súfistanum í Hafnarfirði. Maðurinn minn hafði fengið þá hugdettu í kollinn að svara auglýsingu, þar sem auglýst var eftir sjúkraþjálfara á Húsavík. Ég var ekki á því, að fara að rífa sex manna fjölskyldu upp og flytja norður. En eftir klukkutíma spjall við Friðfinn var ég algjörlega sann- færð um að þetta væri málið og þannig fór það. Um haustið flutt- um við norður og verð ég honum Friðfinni mínum ævinlega þakk- lát. Það voru forréttindi að fá að vinna undir hans stjórn á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga. Bjartsýni var skylda og mikill söngur og gleði einkenndi þessi sex ár. Friðfinnur var einstakur gleðipinni og mannvinur. Á heil- brigðisstofnuninni var „Kvöldið er fagurt“ sungið við flest tæki- færi þegar fólk kom saman. Svo tók Friðfinnur „Mustang Sally“ ógleymanlega við öll betri tæki- færi. Sólveig Birna, yngsta dóttir Friðfinns og Berglindar, var ný- fædd þegar við fluttum norður og vorum við svo lánsöm að tengjast fjölskyldunni vináttuböndum. Við fórum í nokkrar ógleyman- legar ferðir saman, meðal annars í ferð til Kaupmannahafnar með þeim hjónum og fleira góðu fólki. Það var þá sem Friðfinnur talaði mikið um hvað Danir væru orðnir lélegir í dönsku, „þeir skildu ekki lengur sitt eigið tungumál!“ Þeg- ar ég hélt upp á fimmtugsafmæl- ið mitt var hann veislustjóri, af- mælinu var borgið undir hans stjórn. Við vorum líka svo heppin að vera tvisvar með þeim um ára- mót, þá lagði Friðfinnur sig fram við að setja stjörnuljós í kalkún- inn alveg eins og við vorum vön að gera. Friðfinnur var sannur „livskunstner“ og þau Berglind einstaklega dugleg að njóta lífs- ins og börnin þeirra þrjú bera þeim gott vitni. Saman voru þau yndisleg eining, hann svona að- eins á undan sér og hún akkerið sem hélt bátnum stöðugum. Heimurinn er svo sannarlega fá- tækari að hafa engan Friðfinn. Mikið sem við eigum eftir að sakna hans. Mestur er þó missirinn fyrir fjölskyldu hans og ástvini. Elsku Berglind, Freyr, Ari og Sólveg Birna, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsa og Sveinbjörn. Kveðja frá skólasystkinum í Menntaskólanum á Akureyri Í hópinn er höggvið skarð. Við kveðjum nú kæran vin og ein- stakan gleðigjafa sem með sinni hlýju nærveru og lífsgleði gerði hverja góða stund okkar skóla- systkinanna betri. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Minning um góðan dreng lifir með okkur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Berglindi, Frey, Ara, Sólveigu Birnu og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd útskriftarárgangs MA 1983, Fríða Pétursdóttir.  Fleiri minningargreinar um Friðfinn Hermannsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.