Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2005, Page 8

Freyr - 01.11.2005, Page 8
Lífrænn olíubóndi í Kentucky sannar að stærðin skiptir ekki öllu máli Andy Sprague bóndi í Kentucky í Bandaríkjunum og aðaleigandi Union County Biodiesel. (Ljósm. Ann Hinch). Höfuðstöðvar Union County Biodiesel samanstanda af nokkrum geymslutönkum og vinnsluskála, þar sem hitarinn og vinnslugeymarnir eru geymdir. Starfsemin er til húsa fyrir aftan íbúðarhús Andys Sprague skammt fyrir utan smábæinn Sturgis í Kentucky. (Ljósm. Ann Hinch). Víða um heim velta bændur fyrir sér þeim möguleikum sem felast í fram- leiðslu á lífrænni dísilolíu eða „líf- dísel". Eftirfarandi viðtal við bandarískan bónda í Kentucky birt- ist í októberhefti búnaðarblaðsins Marketplace. Texta og myndir gerði blaðamaðurinn Ann Hinch en Hilmar Ramos þýddi. Höfuðstöðvar Union County Biodiesel Co. eru við sveitaveg nálægt ríkjamörkum Indi- ana og lllinois en nafn þess gæti gefið ranga mynd af umfangi starfseminnar. Það er enginn stjórnarsalur, ekkert mal- bikað bílastæðaflæmi eða stór tölvuver. I raun er fátt annað hérna er miðlungsstór vinnsluskáli og þrír tæplega 40 þúsund Iftra tankar sem geyma mismikið af afurð- inni hverju sinni. Eigandinn, Andy Sprague, kæmi auðveldlega sjálfum sér og nær öllum starfsmönnum sínum í Volks- wagen-reynslubifreiðina sem stendur utan við vinnsluskálann. Nei, Union County Biodiesel - sem stað- sett er á milli íbúðarhúss Sprague og soja- baunaakurs hans, sem er rúmlega 1.600 hektarar - er heimilisiðnaður þar sem soja- baunaolíu er breytt í lifræna dísilolíu. Allt frá stofnun fyrirtækisins síðla árs 2004 hefur Sprague ætlað sér að sýna að þetta væri besta leiðin fyrir bændur til að ná sem mestri framleiðni og arði út úr búskap sín- um. „Við reynum að sýna þeim, sem hafa áhuga á þessari tækni, að hægt er að beita henni hvar sem er," segir hann til skýring- ar. „Ef við getum gert þetta hér er hægt að gera það hvar sem er." Áhugasamir viðskiptavinir vona það. Sprague segist að meðaltali fá eitt símtal á dag þar sem hann er spurður um þetta litla fyrirtæki sitt, sem afkastar rúmlega 50 þúsund lítrum á dag og um 350 þúsund lítrum á viku. Viðvera á staðnum er allan sólarhringinn alla vikuna en fyrir skömmu var aðeins vakt sex daga vikunnar. SAGAN Árið 2003 var Sprague einn 184 bænda sem landbúnaðarráðuneytið veitti vöruþró- unarstyrk. Styrkinn hlaut hann til að gera hagkvæmnikönnun á hugsanlegri starfsemi á þessu sviði. Hann hóf framleiðslu í janúar og þegar hann var farinn að afkasta rúmum 7.500 lítrum á dag áður en leið á löngu segist hann hafa verið hæstánægður. Um vorið skipti hann úr rafmagnshitara í própanhitara og það reyndist bæði hag- kvæmara og skilvirkara. Á einni nóttu jukust afköstin úr tæpum 23 þúsund lítrum á dag í rúma 45 þúsund lítra og voru kom- in yfir 52 þúsund lítra á dag í júlí, þegar fyr- irtækið dældi milljónasta galloninu af hreinni, lífrænni dísilolíu, sem kölluð er B- 100 í bransanum. Sprague selur megnið af B-100 olíunni til nokkurra tuga bænda, endursöluaðila og dreifingarfyrirtækja í 160 kílómetra radíus FREYR 11 2005

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.