Freyr - 01.11.2005, Side 9
Lífdísil er hægt að nota á velflestar dísilvélar án verulegra breytinga. Orkan sem fæst úr lífdísilnum er sambærileg við hefðbundna dísiloliu
en einnig er hægt að nota afurðina sem íblöndunarefni í bensín. Fyrirtæki Sprague framleiðir um 350 þúsund lítra á viku en kaupendurnir
eru m.a. nokkrir tugir bænda, endursöluaðilar og dreifingarfyrirtæki.
(Ljósm. National Biodiesel Board).
út frá höfuðstöðvunum. Hann selur Kar-
bowski Oil í Bay City í Michigan og Tri Citi-
es Petroleum í Weber City í Virginíu eitt
hlass á mánuði (olíudreifingarfyrirtækin
senda sjálf bíla eftir olíunni).
Dreifingarfyrirtækin fá einn dal í skatta-
afslátt fyrir hvert gallon (3,78 lítrar) þegar
þeir blanda B-100 við venjulega dísilolíu,
oftast í hlutfallinu 20/80 (B-20), en þetta
skattahagræði var nýlega framlengt á þing-
inu til ársloka 2008.
Sjálfur þynnir Sprague eigin framleiðslu
með um fimm hundraðshlutum af jarðolíu,
sem er algjört lágmark. Úr þvi verður svo-
kölluð B-99 blanda sem Sprague selur
áfram og fær aukinn skattaafslátt fyrir
þessa tilteknu blöndu.
Afganginn reynir hann að selja undir
markaðsverði hefðbundinnar dísilolíu.
Þannig geta kaupendur blandað og verð-
lagt vöruna svo hún verði samkeppnishæf
eftir að hafa fengið skattaafsláttinn. Svona
heldur hann fyrirtækinu gangandi.
GILDI
Hugtakið tífræn dísilolía hefur síast nógu vel
inn í þjóðarsál Bandaríkjanna til þess að
margir landsmenn skilja að hún er hreinni en
dísilolía sem eingöngu er unnin úr hráolíu.
Áhrif þessa eldsneytis á vélar og útblástur
eru í stöðugri rannsókn og skoðun en í
skýrslu bandarísku umhverfisverndarstofn-
unarinnar frá því í október 2002 kemur fram
að lífræna dísilolían gefur frá sér færri
mengandi efni - einkum kolvatnsefni, kol-
mónoxíð og aðrar efnisagnir.
Þessi þriggja ára gamla skýrsla er svo sem
ekki mjög lofandi fyrir þá sem vilja draga úr
losun nituroxíðs (NOx) eða auka sparneytni
lífrænu dísilolíunnar en þó nokkurt vatn
hefur runnið til sjávar síðan skýrslan var sam-
in og nituroxiðslosunin hefur eitthvað dreg-
ist saman og sparneytnin aukist síðan 2002.
Allir bændur kunna að meta sparneytni á
eldsneyti enda þurfa þeir að reka fjölmörg
ökutæki og vinnuvélar í búskapnum.
Tómatræktun og kryddframleiðsla eru
ágætar aukabúgreinar en lífræna dísilolían
gæti þó verið ábatasamari en hinar fjöl-
mörgu tegundir heimatilbúinnar sósu sem
framleiddar eru á ýmsum búum, að mati
Sprague.
Eins og Sprague hefur sagt snerta elds-
neytismál alla - einkum núna þegar verð á
hefðbundinni dísilolíu hefur aldrei verið
hærra.
„Þessa tækni er hægt að nýta á litlum
búum í heimahéraði," segir hann til nánari
skýringar.
Sprague áætlar að minnst 95% rekstrar-
kostnaðarins fari I að kaupa sojaolíuna (um
250 þúsund dalir á viku, sem jafngilda tæp-
lega 16 milljónum íslenskra króna), og því
verslar hann í heimabyggð, við Owensboro
Grain í Kentucky. Þangað sendir hann tvo til
þrjá bíla á hverjum degi, en fyrirtækið er í
um 65 kílómetra fjarlægð frá olíuvinnslunni.
Fjármálastjóri Owensboro Grain, Jeff Erb,
segir að hvað fjarlægðina varði hefði
Sprague allt eins getað stofnað til viðskipta
við CBG I Mt. Vernon í Indiana.
„Einhverra hluta vegna náðum við strax
vel saman og við höfum útvegað honum
olíu allar götur síðan," segir Erb.
í samanburði við Union County Biodiesel
er Owensboro Grain tröllaukið fyrirtæki,
með 150 starfsmenn, stóra myllu, hreinsun-
arstöð og fjórar kornlyftur. Erb segir fyrir-
tækið framleiða um 700 þúsund lítra af
sojaolíu á dag og Sprague kaupir minna en
átta prósent dagsframleiðslunnar. Afgang-
urinn er aðallega seldur sem matvæli.
„Þetta er lítill hluti af framleiðslu okk-
ar," segir hann um hlutinn sem Union Co-
unty Biodiesel kaupir. „Samt eru þessi við-
skipti okkur mikils virði. Sprague hagnast
á þessu og borgar okkur fljótt og vel."
Sprague ekur um á Volkswagen TDI sem
gengur fyrir lífrænni dísilolíu. Sumir svipað-
ir bílar geta gengið fyrir hreinni, lífrænni
dísilolíu - B-100 - en flestir eru þó knúnir
blöndu af lífrænum dísil og hefðbundnum
dísil unnum úr hráolíu. (Ljósm. Ann Hinch).
Freyr 11 2005