Freyr - 01.11.2005, Side 10
Síðar á samband fyrirtækjanna ef til vill
eftir að breytast.
Stórir kaupendur hafa orðað það við Erb að
Owensboro Grain ætti að bæta lífrænni dísil-
olíuframleiðslu við mölunina og hreinsunina
og hann segir að stjórn fyrirtækisins hafi rætt
við Sprague um samstarf í slíkri starfsemi.
Ekki verður það á hinn veginn. Sprague
viðurkennir að hann geti ekki malað baunir
eins og Owensboro Grain og það vill hann
heldur ekki. Ein skeppa af sojabaunum inni-
heldur 5,3 lítra af olíu, sem er minna en
fimmtungur af afurð baunaskeppunnar (inn-
skot: Skeppa er mælieining fyrir rúmmál. Eln
skeppa jafngildir 1/8 úr tunnu eða 18pottum
sem eru rúmir 17 lítrar).
Rúm 70 af hundraði hverrar baunar eru
mjöl og oft fer það í skepnufóður.
Sprague segir líka að starfsemin hjá sér
væri ekki merkileg ef ekki væri sojavinnsla í
grenndinni því of dýrt sé að keyra langar
vegalengdir eftir hrárri oliunni.
„ Maður gengur ekki bara inn á sojaakur og
skipar mönnum að afhenda sér olíuna," segir
hann í gamansömum tón. „Þetta gengur hjá
okkur einmitt vegna þess að Owensboro Gra-
in er hérna í nágrenninu."
Fyritæki Sprague gæti ef til vill aðeins
gengið í Miðvesturríkjunum, því eins og Erb
bendir á eru Indiana, lllinois og lowa helstu
sojavinnsluríki Bandaríkjanna.
Owensboro Grain kaupir sfnar baunir aðal-
lega frá búum í innan við 500 kílómetra fjar-
lægð en þarf stundum að leita alla leið til
Mississippi og Minnesota.
VINNSLA
Union County Biodiesel notar olíu úr um 73
þúsund sojabaunaskeppum á ári hverju.
Það virðist há tala en í samanburði má
nefna að hún er langt undir einu prósenti af
áætlaðri uppskeru í Kentucky árið 2005,
sem er um 50 milljón skeppur.
Sprague nýtir sér nýja „estermyndunar-
tækni" sem ECR Biodiesel Atlanta í Georg-
íu þróaði. Til skýringar fyrir leikmenn fer
hefðbundin „estermyndun" þannig fram
að vatn er notað til að fjarlægja sýrur og
ætiefni úr sojaolíunni. Þannig rofna efna-
tengslin og hitinn og hristingurinn breyta
efninu í lífæna dísilolíu.
Hjá ECR nota menn rafhvata í stað vatns
og Sprague segir að þess vegna þurfi fyrir-
tækið ekki að sía úrgangsvatn úr olíunni.
Annað sem er erfitt við að nota vatn er að
ná því öllu út eftir á. Fyrst vatn er ekki notað
við vinnsluna verður ekkert vatn eftir (
olíunni og þess vegna frýs hún ekki í mikl-
um kulda - sem er auðvitað mikill kostur fyr-
ir hugsanlega kaupendur í ríkjum þar sem
veðurfar er kalt. Sprague gerir ekki lítið úr
vatnsaðferðinni en segist hafa viljað prófa
eitthvað annað:
„Við beitum einföldum aðferðum," segir
hann um samvinnuna við ECR. „Að okkar
mati er þetta tækniframför."
Eric Brown, deildarstjóri lífrænnar olíu og
smurningar hjá Karbowski Oil, segir að fyrir-
tæki sitt hafi átt viðskipti við Sprague frá árs-
byrjun og vonast hann til að samstarfið haldi
áfram um langa hríð. Það sem heillar hvað
mest við olíuna hjá Kentucky-bóndanum er
að hann notar ekki vatn í estervinnslunni.
„Við erum nú í Michigan," bendir Brown
á. „Það er kalt hérna norðurfrá. Við viljum
ekki að leiðslurnar frjósi eða springi á
veturna."
LÍKAN
Ástæða þess að Union County Biodiesel er
ekki stórt og áberandi fyrirtæki á besta
stað er sú að Sprague ætlar þvf ekki að
verða það. Hann sér fyrir sér samstarfs-
keðju bænda, sem ekki megi þó ná of
langt frá Sturgis.
Hann vinnur reyndar að því að koma
fjórum vinnslustöðvum í gagnið sem allra
fyrst, og allar verða þær í innan við 200
kílómetra fjarlægð frá höfuðstöðvunum.
Hann hefur einnig rætt við menn í
Missouri og Texas um möguleika þar.
Aðalmálið segir hann vera að ganga úr
skugga um að líkanið gangi upp áður en
hann býður fram sérfræðiþekkingu sína
annars staðar eða þiggur greiðslur frá fjár-
festum.
„Ég er logandi hræddur við að sitja við
Þakkargjörðarveisluborð andspænis
manni sem ég veit að hefur tapað 1,6
milljónum dala á mér," var haft eftir
honum fyrr á árinu.
Nú þegar framleiðslan er komin í sex
milljónir iítra og kostnaður við hreina hrá-
olíu vex, virðist slíkt tap ólíklegra en áður.
Ekki spillir fyrir að samkvæmt Sprague var
stofnkostnaðurinn undir 200 þúsund
dölum, sem nemur um 12,6 milljónum fs-
lenskra króna. „Hefðbundin verksmiðja,
sem framleiddi lífræna dísilolíu, væri fimm
til tíu sinnum meiri, bæði að stærð og af-
köstum - en kostnaðurinn yrði líka hærri í
samræmi við það," segir Sprague. Ef
reksturinn er minni og þar að auki í
heimabyggð, hefur meðalbóndi Ifklega
efni á að fjárfesta í hluta hans.
„Þetta er hjarta landbúnaðarins," segir
hann. „Þetta var hið upphaflega hlutverk
landbúnaðarins, að þjóna heimabyggð
sinni."
Andy Sprague tekur sýni af sojaolíunni,
meðan á vinnslunni stendur, til nánari
skoðunar. Hann eða einhver af starfsmönn-
unum fimm eru á staðnum allan sólarhring-
inn, alla daga vikunnar. (Ljósm. Ann Hinch)
Sprague áætlar að minnst 95% rekstrarkostnaðarins fari í að kaupa sojaolíuna. Á hverjum
degi fær hann olíu frá fyrirtæki sem framleiðir 700 þúsund lítra af sojaolíu dag hvern.
(Ljósm. ISB Communications)
10
FREYR 11 2005