Freyr - 01.11.2005, Qupperneq 11
Er framtíð í framleiðslu lífrænnar
dísilolíu eða etanóls á (slandi?
Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort það
sé raunhæfur kostur að framleiða líf-
ræna dísilolíu eða etanól á Islandi.
Orðsnjallir menn hafa nefnt það
„græna gullið" þegar átt hefur verið
við orkugjafa sem eiga uppruna sinn
að rekja til landbúnaðarins og hægt
er að nota til að knýja vélknúin öku-
tæki. Einkum hefur verið horft til
framleiðslu etanóls, sem unnið er
með gerjun á plöntuleifum, og svo til
dísilolíu, sem unnin hefur verið úr
jurtaolíu eða dýrafeiti. Aðferðin, sem
bandaríski bóndinn í viðtalinu hér að
framan notar, er að pressa olíu úr
sojabaunum en til þess nýtir hann
ákveðna tækni sem þróuð hefur
verið. Hérlendis hafa menn einkum
velt fyrir sér þeim kosti að framleiða
svokallaðan lífdísil úr dýra- og jurta-
fitu, sem fengin er úr úrgangi, t.d.
sláturúrgangi. í Evrópu hefur úr-
gangsjurtafita, t.d. eins og notuð er
til steikingar á skyndibitastöðum,
verið notuð til framleiðslu á lífdísil og
hentað vel. Gerðar hafa verið tilraun-
ir á vegum Iðntæknistofnunar í sam-
vinnu við nokkur íslensk fyrirtæki og
m.a. hafa nokkrir dísilbílar gengið
fyrir lífdísilnum um nokkurn tíma,
m.a. sendibíll hjá MS á Selfossi.
LÍFMASSI NOTAÐUR
VIÐ FRAMLEIÐSLU ETANÓLS
Framleiðsla á etanóli hefur verið reynd hér-
lendis úr svokölluðum lífmassa. Aðferðin
byggir á því að nota gufu sem orkugjafa og
hráefnið er úrgangspappír, lúpína, gras,
kartöflugrös og jafnvel mysa. Framleiðslu-
varan nýtist síðan sem 5-10% íblöndunar-
efni í bensín og kemur í stað hættulegs
efnis sem nefnist ETBE sem hefur verið
bannað m.a. í Kaliforníu.
Á vegum íslenska lífmassafélagsins hf.
hefur verið unnið að stofnun tilraunaverk-
smiðju um nokkurt skeið og hafa Flúðir ver-
ið nefndar í því sambandi. Talið er að hægt
sé að útvega lífmassa m.a. úr úrgangi sem
til fellur í garðyrkju, úr kornræktinni og með
ræktun lúpínu í stórum stíl. Til þess að
framleiða 7 milljón lítra af etanóli þarf um
20 þúsund tonn af þurrum lífmassa en ís-
lenskir vísindamenn telja að verksmiðja af
þeirri stærðargráðu sé heppileg til þess að
byrja með. Lesendum til glöggvunar hefur
verið bent á að mögulegt sé að framleiða
50 þúsund tonn ár ári af lífmassa með
ræktun lúpínu á Mýrdalssandi og söndun-
um við Markarfljót. Áætlað söluverð á etan-
óli er sambærilegt við bensín. Raunhæft er
að selja lítrann á 45 kr. sem þýðir að 7 millj-
ón lítra framleiðsla gefur tekjur upp á um
315 milljónir króna. Islenski markaðurinn er
talinn þurfa þrisvar sinnum meira magn.
Nokkrir (slenskir fjárfestar standa að (s-
lenska lífmassafélaginu, m.a. Straumur og
Nýsköpunarsjóður.
HVAÐA PLÖNTUR HENTA HÉRLENDIS?
Sú planta sem einkum hefur verið horft til
hérlendis sem hráefnis, ef reynt væri að
nýta jurtafitu til framleiðslu á lífdísel, er
sumarrepja. Ekki hafa verið gerðar tilraunir
með repjuna en leitt hefur verið að því lík-
um að hún nái ekki viðunandi þroskastigi
hér á landi og e.t.v. sé hún ekki eins olíurík
og margar aðrar tegundir, t.d. maís eða
soja. Með hækkandi hitastigi eru þó meiri
líkur á að hægt sé að auka fjölbreytni í
ræktunarflórunni sem e.t.v. gæfi möguleika
á víðtækri framleiðslu.
KOSTIR OG GALLAR VIÐ LÍFDÍSIL
Helsti ávinningur þess að nota lífdísil er að
um sjálfbært eldsneyti er að ræða, það
eykur ekki losun gróðurhúsalofttegunda,
það brotnar niður í náttúrunni og dregur úr
útblástursmengun. Þá hefur verið bent á að
lífdísillinn hefur betri smurningseiginleika
en hefðbundin dísilolía. En Iffræn dísilolía er
ekki gallalaus og á það hefur verið bent að
hún hefur hærra seigjustig, getur myndað
kristalla og stíflað síur í vélum, getur mynd-
að hlaup við ákveðið hitastig og hætta er á
svokölluðum koxútfellingum í vélum.
Notkunareiginleikar Iffdísils eru miklir en
vísindamenn fullyrða að óhætt sé að nota
eldsneytið á dísilvélar án þess að gera á
þeim breytingar eða endurstilla að nokkru
leyti, hvort heldur sem olían er notuð hrein
eða til blöndunar. Svo gæti farið að eftir-
spurn aukist eftir etanóli sem íblöndunar-
efnis í bensín og þá er aldrei að vita nema
hagkvæmt reynist að framleiða það úr líf-
massa. Það er því greinilegt að um spenn-
andi viðfangsefni er að ræða og aldrei að
vita nema framleiðsla lífrænnar dísilolíu eða
etanóls á íslandi gæti haft jákvæð áhrif á
umhverfið og pyngju bænda! /TB
FREYR 11 2005
11