Freyr - 01.11.2005, Qupperneq 13
VÉLAR OG TÆKI
VÉLBÚNAÐUR
• 6,0 lítra Power Stroke, turbo
dísilvél, 8 strokka, 325 hestöfl.
• Dráttargeta: 5,4 tonn
• Tog: 772 Nm v/ 2000 sn.
• Eldsneytistankur: 110 Itr.
DRIFLfNA
• 4WD, 2WD, hátt og lágt drif.
• Rafstýring á drifi.
• 5 gíra sjálfskipting eða 6 gíra
beinskipting möguleg.
• Handvirkar/sjálfvirkar driflokur á
framdrifi.
HEMLAR OG FJÖÐRUN
• ABS-bremsukerfi á öllum hjól-
um.
• Blaðafjaðrir að aftan en gormar
að framan og gasdemparar.
ÞYNGD
• Eigin þyngd: 3,3 tonn
• Hleðsluþyngd: 1.820 kg
STÆRÐIR
• Lengd: 6240 mm
• Breidd: 2030 mm
• Hæð: 2070 mm
• Hjólhaf: 3960 mm
• Lengd palls: 2050 mm
• Breidd palls: 1600 mm
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
• Öryggispúðar
• Litað gler
• Halogen aðalljós
• Aðfellanlegir speglar
• 12 volta innstunga í mælaborði
• Ljós í vélarrúmi
• Rafstýrð framsæti
• Hraðastillir
• Veltistýri
• Opnanleg afturrúða
• Leðuráklæði á framsætum
• Talnalás á bílstjórahurð
• Málaðir stálstuðarar framan og
aftan
• Pallhleri með læsingu og losan-
legur
• Loftkæling
Amerískur dreki með
mikla dráttargetu
Það þótti bylting til sveita þegar Ford Bronco kom fram á
sjónarsviðið. Gömlu góðu Land Rover jepparnir urðu að
víkja fyrir kraftmeiri bílum og með fjöðrun sem áður var
nær óþekkt. Um tíma rénuðu vinsældir amerískra bíla á ís-
landi en á seinni árum, og ekki síst þegar dollarinn er jafn
hagstæður og nú, hefur þeim fjölgað mikið í bílaflota
landsmanna. Þó að sú tilhneiging hafi orðið að neytendur
kjósa sparneytnari bíla virðast amerísku drekarnir höfða vel til
þess hóps sem gerir kröfu um mikla dráttargetu og aflmikla vél.
Vinsældir Ford F-seríunnar eru
miklar og bílarnir hafa selst vel.
Frá því að Ford kynnti þé fyrst til
sögunnar á fimmta áratugnum
hafa verið seldir yfir 28 milljón bíl-
ar um allan heim en í Ameríku
einni er seldir tveir bílar á hverri
mínútu.
Ford pallbílarnir eru fáanlegir f
ýmsum útfærslum, bæði dísel og
bensín og með mismunandi vél-
arstærðum og hurðafjölda. Bíll-
inn, sem hér sést á myndum, er
Ford F350 Lariat með 6,0 lítra og
8 strokka, 325 hestafla vél, með
sjálfskiptingu. Óhætt er að segja
að jeppinn sé engin smásmíði. Til
þess að vera löglegur í umferð-
inni á svona vagni þurfa öku-
menn að hafa meirapróf eða
hafa tekið hefðbundið bílpróf frá
því fyrir árið 1993. Tilfinningin er
enda ósvikin þegar sest er upp í
Ford F350 - þetta er trukkur!
Dráttargeta á krók er rúmlega
5,6 tonn og eigin þyngd 3,3 tonn
og lengd er 6,24 metrar. Jeppinn
ætti ekki að vera í vandræðum
með að draga hestakerrur af
stærstu gerð.
Amerískir bílar eru þekktir fyrir
alls kyns aukabúnað og þægindi.
Við akstur F350 finnur maður
fljótlega fyrir því - skynjarar væla
úr öllum áttum ef bakkað er
ógætilega, beltið ekki spennt eða
hurðin ekki nógu vel lokuð. Á bíl-
stjórahurð er talnalás, stillingar í
sæti eru allar rafdrifnar, drifið er
rafmagnsskipt og hægt er að
stilla hvað pedalarnir í gólfinu
þurfa mikið ástig. Þá er vert að
minnast rýmis inni í bílnum, sem
er verulegt, og pallurinn er sér-
lega rúmgóður. Bíllinn á myndun-
um er með 35" dekkjabreytingu.
Sölu- og þjónustufyrirtæki Ford á
(slandi er Brimborg í Reykjavík.
NOKKUR ÁRTÖL í SÖGU FORD
Ford Motor Co. stofnað
og framleiðsla hefst á Ford A-
model í leiguhúsnæði í Detroit.
Hið fornfræga T-model
kynnt til sögunnar.
Fyrsta samsetningar-
verksmiðja Ford sett á laggirnar
á erlendri grundu í Manchester
á Englandi.
Heildarfjöldi Ford-bíla
kominn í fimm milljónir.
Fyrsti pallbíllinn fram-
leiddur.
mBB Framleiðslu á T-módeli
hætt eftir 15 milljón framleidd
eintök.
5 Átta strokka vél frá Ford
kemur á markað.
mm í seinni heimsstyrjöldinni
framleiddi Ford mikið af herbíl-
um fyrir bandaríska herinn. Bíla-
framleiðsa fyrir almenning situr
á hakanum þar til eftir stríð.
Ford Thunderbird kynnt-
ur til sögunnar.
50 milljón bílar fram-
leiddir hjá Ford frá upphafi.
Ford Bronco, árgerð
1966, kynntur í Bandaríkjunum.
( Evrópu kemur Ford Transit
sendibíllinn fyrst fram á sjónar-
sviðið.
Ford Escort settur á
markað og slær í gegn á heims-
vísu.
Ford Ranger kynntur.
Ford Mondeo settur á
markað.
250 milljón Ford-bílar
framleiddir frá upphafi.
3 Ford Focus kom á mark-
að og sló heimsmet í sölu.
| Ford F-150 endur-
hannaður.
FREYR 11 2005
13