Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2005, Page 16

Freyr - 01.11.2005, Page 16
FERÐAÞJÓNUSTA Ánægðir gestir bera út gott orðspor fyrirtækisins og hafa áhrif á arðsemi þess til lengri tíma. Ljósm. Laufey Haraldsdóttir. mögulegt sé að auka framleiðni fyrirtækis- ins til lengri tíma litið. I þessu sambandi benda vafalaust margir á vandamál samfara þeirri staðreynd að oft á tíðum er starfstími hvers starfsmanns stuttur hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, gjarnan aðeins 2-3 mánuðir. Vissulega er það vandamál en samt sem áður er það ekki gild ástæða til að lágmarka þjálfun og fræðslu starfsmanna, þvert á móti er þörfin brýnni þegar lítill tími er til að læra af reynslunni. Á sama tíma og framleiðslufyrirtæki fjár- festa í góðum vélum og tækjum til fram- leiðslu vöru sinnar, þurfa ferðaþjónustufyrir- tæki að leggja fjármagn í að ná í og halda hæfu starfsfólki. Hæfur starfsmaður er ferðaþjónustufyrirtæki jafn mikilvægur og góður brennsluofn er hverri kaffibrennslu. Flestir gera sér grein fyrir hversu alvarlegt það er ef brennsluofn kaffibrennslunnar bilar, en færri virðast vera fyllilega meðvit- aðir um mikilvægi vel virkra starfsmanna í ferðaþjónustufyrirtækjum. AÐ LOKUM Hér hefur litillega verið tæpt é þáttum sem varða framleiðni ferðaþjónustufyrirtækja. Framleiðni slíkra fyrirtækja er þáttur sem lítið sem ekkert hefur verið rannsakaður hér á landi enn sem komið er. Svo virðist sem aðferðafræði til framleiðniútreikninga í ferðaþjónustu sé lítt þróuð á heimsvísu, að minnsta kosti á sviði afþreyingarrekstrar. Rétt er að lokum að érétta mikilvægi þess að rekstraraðilar í ferðaþjónustu leggi ríka áherslu á fræðslu og þjálfun starfsmanna sem og gæði þeirrar þjónustu sem við- skiptavinum er veitt. En eins og löngum hefur verið þekkt er ánægður viðskiptavin- ur besta auglýsing hvers fyrirtækis. HEIMILDIR Barros, C.P. og Mascarenhas, M.J. (2005). Techn- ical and allocative efficiency in a chain of small hotels. Hospitality Management. 24. p 415-436. Einar Kr. Guðfinnsson (2004). Setningarræða Ferðamálaráðstefnunnar á Kirkjubæjarklaustri http://www.ferdamalarad.is/ sótt 17. nóvemb- er 2005. Grönroos, C. og Ojasalo, K. (2004). Service productivity - Towards a conceptualization of the transformation of inputs into economic res- ults in services. Journai of Business Research. 57. p. 414 - 423. Guðrún Helgadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir (2005), Rekstrarkönnun meðal hestaleiga og hestaferðafyrirtækja á l'sland. http://www.holar.is/hestaferd/ritad.htm sótt 10. nóvember 2005. HRM rannsóknir og ráðgjöf (2005). Þarfagreining fyrir fræðslu og menntun í ferðaþjónustu. Reykjavík: Samtök ferðaþjónustunnar. Kang, I., Jeon, S., Lee, S. og Lee, C.K. (2005). In- vestigating structural relations affecting the ef- fectiveness of service management. Tourism Ma- nagement. 26. p. 301-310. Keh, H.T., Chu, S. og Xu, J. (2005). Efficiency, ef- fectiveness and productivity of marketing in services. European Journal of Operational Rese- arch. 170. p.265-276. Samgönguráðuneytið (2006). Ferðamálaáætlun 2006-2015. http://www.samgonguradu- neyti.is/utgefid-efni/ sótt 16. nóvember 2005. Smith, E. (2002). Training equals staff loyalty at Paramount. Training & Management Develop- ment Methods. 16,1. p. 401-403 Zeithaml, V.A., Bitner, M.J. og Gremler, D.D (2006). Services Marketing, Integrating Customer Focus Across the Firm. 4. úg. New York: Mc Graw Hill. 16 pREYR 11 2005

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.