Freyr - 01.11.2005, Síða 18
NAUTGRIPIR
Kynbótamat
nautanna
haustið 2005
IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Baldur Helga Benjamínsson, Ágúst Sigurðsson
og Þorvald Kristjánsson.
Hér verður gerð grein fyrir kynbóta-
mati nautanna samkvæmt þeim nið-
urstöðum sem liggja fyrir eftir
vinnslu þess haustið 2005. Þá voru af-
urðaupplýsingar kúnna úr skýrslu-
haldinu til loka septembermánaðar
komnar í þessa vinnslu. Vegna ófyrir-
séðra atvika reyndist ekki mögulegt
að þessu sinni að vinna nýtt mat fyr-
irfrumutölu þannig að kynbótamatið
fyrir þann eiginleika er það sama og
birtist á liðnu vori. Ræktunarhópur í
nautgriparækt ákvað í fyrravetur að
færa aðalvinnslu kynbótamatsins frá
því í febrúarlok yfir í októberlok. Það
er skýring þess að í ár eru aðal-
vinnslur þess tvær. í vetur verður að-
eins unnin uppfærsla á afurðahluta
þess líkt og áður var gert í október-
lok. Bent skal á að ný gögn gagnvart
úrvinnslu fyrir suma þætti koma að-
eins einu sinni á ári (útlitsmatið,
mjaltaathugun).
Að þessu sinni gera tvær breytingar á
þessari úrvinnslu það að verkum að niður-
stöðurnar í heild sinni breytast verulega. Því
er eðlilegt að fjalla nokkuð um þessar tvær
breytingar fyrst. Annars vegar er um að
ræða breytt ræktunarmarkmið en hins veg-
ar breytingu á viðmiðunargrunni einkunna.
BREYTT RÆKTUNARMARKMIÐ
Fagráð ( nautgriparækt samþykkti breytt
ræktunarmarkmið í nautgriparækt í vor í
samræmi við tillögu þar um frá ræktunar-
hópnum. Með þeirri breytingu er fram hald-
ið þeirri þróun, sem verið hefur ( þessum
efnum á undanförnum árum, að draga frem-
ur úr vægi afurðahlutans. Þannig var ákveð-
ið að lækka hlut afurðamatsins úr 55% í
44%. Afurðamatið er byggt upp á sama hátt
og áður. Markmiðið þar er að auka magn
mjólkurpróteins með þeirri viðbótarkröfu að
próteinhlutfall mjólkur haldist óbreytt. Þetta
Þrasi 98052 er með 109 í kynbótaeinkunn.
á að fást með því að gefa próteinmagninu
85% vægi en gefa siðan próteinhlutfallinu
að auki 15% vægi. Gagnvart öðrum eigin-
leikum sem eru með í ræktunarmarkmiðinu
er gerð ákveðin einföldun með því að þessir
sjö eiginleikar fá hver um sig 8% vægi. Þetta
þýðir að dregið er úr vægi mjalta um eina
prósenteiningu (til einföldunar), vægi frjó-
semi, spena og skaps hækkar um helming en
hinir eiginleikarnir, þ.e. júgur, frumutala og
ending, halda óbreyttu vægi.
Framangreindar breytingar koma þeim
nautum, sem eru sterk gagnvart þessum
eiginleikum, til tekna en draga að sjálfsögðu
hin niður. Heildarmynd breytinganna er að
gripir sem búa yfir alhliða kostum styrkja
stöðu sfna en þeir, sem hafa verulega veik-
leika f einhverjum eiginleikum, fá sfna refs-
ingu í heildareinkunninni.
Glanni 98026 er það naut sem mest styrkir
hlut sinn frá fyrra mati. Afurðamat hans
haekkar og dætur hans eru útmetnir kosta-
gripir með tilliti til fjölmargra eiginleika.
Breytt ræktunarmarkmið styrkir mynd hans
en kynbótaeinkunn hans er 109.
BREYTTUR VIÐMIÐUNARGRUNNUR
Allar einkunnir eru birtar sem hlutfallstölur
þar sem meðalgripurinn á að fá 100 í ein-
kunn. Þeir sem lakari eru fá lægri einkunn
en þeir sem hafa kosti til að bera í viðkom-
andi eiginleika fá einkunn yfir 100. Skil-
greiningin á meðalgripnum í BLUP- ein-
kunnunum hefur verið sú að meðalgripur í
einhverjum ákveðnum árgangi fyrir hvern
eiginleika er skilgreindur sem þessi meðal-
talsgripur sem fær 100 fyrir viðkomandi
eiginleika. Þessum viðmiðunargrunni hefur
18
FREYR 11 2005