Freyr - 01.11.2005, Blaðsíða 26
GARÐYRKJA
Vaxtarstýring
tómatplantna
IEftir Magnús
Ágústsson,
Bændasamtökum
íslands
Til að hámarka arðsemi í tómatráekt-
un er nauðsynlegt að halda frjósemi
(generative) og grænvexti (vegetati-
ve) í jafnvægi. Ef planta verður of
frjósöm eða of gróskumikil munu
aldinstærð og uppskera minnka. Það
þarf þekkingu og reynslu til að
stjórna plöntunni þannig að hvorug-
ur þátturinn verði ráðandi. Þær að-
gerðir sem beitt er til stýringar snú-
ast að miklu leyti um að minnka eða
auka rótarþrýsting og að auka eða
minnka eftirspurn einstakra plöntu-
hluta eftir sykrum með því að
stjórna hitastigi þeirra. Þannig veld-
ur hratt hitafall því að blöðin og
topparnir kólna hratt en aldinin sem
eru massameiri kólna hægar og
þannig draga þau að sér sykrur á
kostnað blaða og toppa. í byrjun
ræktunar er lítil sem engin eftir-
spurn frá aldinum og því hætt við að
plönturnar verði gróskumiklar og
því þarf að efla frjósemi þeirra af
kappi.
VAXTARSTJÓRNUN
Sykrurnar sem myndast við Ijóstillífun eru
hráefni í framleiðslu alls Kfræns efnis í
plöntunni (aldin, rót, ný blöð o.s.frv.). í
ræktun í gróðurhúsum er birtan sá þáttur
sem oftast takmarkar sykrumyndunina.
Sykrurnar sem myndast í blöðunum dreifast
til aldina, róta og topps. Þegar plönturnar
eru mjög hlaðnar (mörg aldin í örum vexti)
krefjast þau mikils hluta sykranna og þar
sem þau eru í forgangi verður lítið eftir fyrir
rót og topp. Þegar sykrumyndun er lítil
miðað við hleðslu eða hleðslan er mikil er
hætt við stöðvun í vexti róta og topps
(sykruskortur). Stýring vaxtar plöntunnar er
fólgin í þvi að koma sem mestu af sykrun-
um til þeirra plöntuhluta sem eiga að seljast
án þess að það bitni á framtíðaruppskeru.
Of lítið af sykrum til topps og róta getur leitt
FREYR 11 2005
til þess að setningin bregðist og rótarkerfið
verði lélegt, meðan að mikið af sykrum til
topps og róta leiðir til framleiðslu óseljan-
legra plöntuhluta. Hvort tveggja gefur
minni uppskeru.
ORKUSKORTUR
Þegar of lítið framboð er af sykrum, bitnar
það fyrst og fremst á rótarvexti, síðan þynn-
ist toppurinn og við mikinn skort bregst
setningin (aldinmyndun). Þegar rótarvöxtur-
inn stöðvast verður upptaka næringarefn-
anna kalsíum, magnesíum, járns og bórs
erfiðari. Ræturnar verða viðkvæmari fyrir
ofvökvun og breytingum á hita og leiðni.
Afleiðingarnar geta orðið drukknaðar ræt-
ur, sjúkdómar, stílrot og blaðskemmdir.
Plantan er viðkvæmust frá blómgun á 5.-6.
klasa að blómgun á 10. klasa. Þunnirtopp-
ar leiða til þess að plantan endist skemur
sem þýðir lélegri vöxt, minni uppskeru og
minni gæði síðar á ræktunartímanum.
Orkuskortur leiðir Itka til lausari blaðvaxtar
sem getur leitt til blaðskemmda og sjúk-
dóma. Þegar blöðin sviðna f toppinn
minnkar það blaðflatarmálið sem aftur
minnkar útgufun og kælingu og getur leitt
til þess að setning bregðist. Orku-
(sykru)skortur getur orðið það mikill að
heilu klasarnir missa blómin. Samkeppni er
um sykrurnar sem myndast við Ijóstillífun
plantnanna; ef mest af þeim berst til græn-
vaxtarins, s.s. blaða, topps og róta, verður
plantan gróskumikil (vegetative) en þegar
mikið berst til aldina og blóma verður hún
frjósöm (generative).
Plönturnar hafa innbyggða forgangsröð-
un á það hvert sykrurnar fara: Aldinin fyrst,
síðan toppurinn og síðast rótin. Þessu get-
um við að vissu marki stýrt með stjórnun
loftslags og öðrum aðgerðum. Ef við viljum
efla frjósemi plantnanna þá getum við auk-
ið eftirspurn aldina eftir sykrum eða með
því að stuðla að aukinni útgufun eða
minnkuðum rótarþrýstingi.
HITASTIG
Hitastigið er ráðandi hvað varðar vöxt og
þroska plöntunnar. Því hærra innan vissra
marka, því hraðar þroskast hún. Almennt
má segja að góð birta og mikið C02 geri
kröfur um hærra hitastig en léleg birta og
lítið C02 . Algengast er að skipta sólar-
hringnum í 5 tímabil: D1 sem er fyrsti hluti
dagsins, D2 sem tekur við af D1, D3 ersíð-
an síðasta tímabil dagsins, FN er fyrsti hluti
næturinnar og SN, eða síðnótt, tekur við og
nær til D1. Ef hitastigið á D1 er 0,5-1 °C
lægra en hitastigið yfir SN styrkir það klasa-
stilkana og gefur styttri blöð. Hitastigið yfir