Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2007, Page 5

Freyr - 01.04.2007, Page 5
efna á sína ábyrgð, eða til 1. júlí 2007. Landbúnaðarstofnun tekur hins vegar allar ákvarðanir og svarar fyrir framkvæmd- ina. í starfsskýrslu er ekki gerður grein- armunur á þessum verkefnum og öðrum nema það sé tekið fram. í stuttu máli þýðir þessi breyting í reynd að öll umfjöllun um álitaefni varðandi skráningu greiðslu- marks og réttindi til beingreiðslna fluttist til Landbúnaðarstofnunar en starfsmenn BÍ sinna áfram verklegri framkvæmd við viðhald og uppfærslu gagnagrunna varð- andi greiðslumark og söfnun og úrvinnslu búfjárskýrslna. Forstöðumaður félagssviðs er Erna Bjarnadóttir og stöðugildi á sviðinu eru fimm. RÁÐGJAFARSVIÐ Ráðgjafarþjónusta Bændasamtaka (slands mótast af ákvæðum ( búnaðarlögum nr. 70/1998 og búnaðarsamningi. í árslok 2006 skiptast áherslur og umfang á búgreinar og fagsvið sem hér segir: • Jarðrækt, landupplýsingakerfi og nýting hlunninda: 2 störf. • Ylræktog garðyrkja: 1 starf. • Búfjárrækt: Nautgriparækt(1,5), sauð- fjárrækt (0,5), hrossarækt (1), svínarækt (0,5), alifuglarækt (0,5) og loðdýrarækt (0,9) og kynbótamat I búfjárrækt: 4,9 störf. • Byggingar og bútækni: 0,5 störf. • Búrekstur og hagfræði: 2 störf. • Sviðsstjóri: 1 starf. • Atvinnuþróun og nýsköpun: 1 starf. • Byggingaþjónusta: 1 starf. • Nautauppeldis- og nautastöð: 4 störf. Landsráðunautar BÍ hafa umsjón með ráð- gjafarstarfi hver á sínu sviði, leiða stefnu- mótun, bera ábyrgð á ræktunarstarfi 1 búfjárrækt og eru ráðunautum búnaðar- sambandanna til aðstoðar og samstarfs. í búgreinum þar sem búnaðarsamböndin hafa ekki á að skipa sérhæfðum ráðgjöfum, svo sem í garðyrkju, svínarækt, alifugla- rækt og loðdýrarækt, veita landsráðunaut- ar Bændasamtakanna bændum í þessum greinum einstaklingsráðgjöf. • Einstaklingsmerkingar. • Gæðastýring í sauðfjárrækt. • Jarðabóta- og þróunarverkefni á bújörð- um. Innan ráðgjafarsviðs er starfrækt Byggingaþjónusta BÍ, sem sinnir hönnun landbúnaðarbygginga, svo og Nautastöð Bændasamtakanna í Þorleifskoti í Flóa og á Flvanneyri. Forstöðumaður ráðgjafarsviðs er Gunnar Guðmundsson og stöðugildi eru 17,4. ÚTGÁFU- OG KYNNINGARSVIÐ Bændasamtökin gefa út Bændablaðið, sem flytur fréttir, skilaboð og leiðbeinandi efni og er vettvangur skoðanaskipta um land- búnaðarmál. Upplag blaðsins var 17 þús- und eintök í árslok en því er dreift um allt land. Einnig gefa Bændasamtökin út Frey, sem er faglegt tímarit. Á árinu 2006 kom út 21 tölublað af Bændablaðinu og 8 tölublöð af Frey. Önnur útgáfa er m.a. Flandbók bænda, Hagtölur landbúnaðarins og ýmis sérrit um búrekstur og búfjárrækt. Útgáfu- og kynningarsvið hefur umsjón með vefsfðu Bændasamtakanna, bondi. is. Margvíslegt efni er að finna á vefsíð- unni sem nýtist jafnt bændum og öðrum. Stofnanaskrá landbúnaðarins er að finna á vefnum og Bændablaðið er þar birt í heild sinni. Deildin annast einnig fræðslu- og kynn- ingarstarf út á við, m.a. fyrir skólabörn. Þar eru helstu verkefnin „Dagur með bónda", sem felst í því að starfandi bóndi heimsækir nemendur í 7. bekk grunnskóla, sveitaheimsóknir barna í leikskólum og grunnskólum og heimsóknir 12 ára nem- enda á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirði sem tengist veru þeirra f skólabúðunum á Reykjum. Forstöðumaður útgáfu- og kynning- arsviðs er Tjörvi Bjarnason en hjá deild- inni eru alls 5,5 stöðugildi. TÖLVUDEILD Verkefnum tölvudeildar má skipta í eftirfar- andi fjóra verkþætti: Skráningu og upp- Áhersluþættir í starfseminni eru m. a.: • Atvinnuuppbygging og nýsköpun á bújörðum. • Búrekstrarráðgjöf og áætlanagerð í land- búnaði. • Efling bændabókhalds- og hagnýting rekstrarupplýsinga, - dkBúbót. • Þróun hjálpartækja í ráðgjöf, - uppbygg- ing gagnagrunna og skýrsluhald í búfjár- rækt. • Námskeiðahald fyrir bændur í notkun fagforrita B(. gjör skýrsluhalds og forðagæslu, hugbún- aðarþróun, rekstur tölvukerfis og þjónustu við notendur forrita. Hugbúnaðarþróun og þjónusta við notendur forrita verður fyr- irferðarmeiri með hverju árinu sem líður. Á árinu 2006 var mest áhersla lögð á hugbúnaðarþróun hins nýja sauðfjárkerfis, www.fjarvis.is. 12 sauðfjárbændur færðu skýrsluhald sitt vegna framleiðsluársins 2006 í kerfinu og síðan var opnað fyrir almennan aðgang sauðfjárbænda síðastlið- ið haust fyrir lesaðgang en aðgangsorð eru þau sömu og í MARK og www.huppa.is. Forstöðumaður tölvudeildar er Jón Baldur Lorange en ( deildinni starfa alls 14 manns. FJÁRMÁL OG SKRIFSTOFA Skrifstofan annast alla daglega fjármála- umsýslu og rekstrarstjórn, bókhald samtak- anna og starfsmannamál. Skrifstofan hefur umsjón með fjárreiðum samtakanna og gegnir því hlutverki að ávöxtun og varsla fjármuna skili hámarksárangri. Skrifstofan annast greiðslur samkvæmt búvörusamn- ingum í samræmi við fyrirmæli félagssviðs. Skrifstofustjóri er Gylfi Þór Orrason og stöðugildi voru átta um áramótin. REKSTUR Tekjur Bændasamtaka íslands eru einkum af þrennum toga: • Hluti búnaðargjalds, sem er veltutengt gjald og er lagt á afurðaverð til bænda. • Framlög úr ríkissjóði til reksturs leiðbein- inga- og fagþjónustu og kynbótastarf- semi. • Eigin tekjur af útgáfu, seldri þjónustu og eignum. Árið 2006 námu heildartekjur samtakanna 525,1 milljón kr. en rekstrargjöld voru 502,9 milljónir kr. Þar fyrir utan er rekstur nauta- stöðvanna sem skilaði 39,4 milljóna kr. tekjum en gjöldin voru 34,4 milljónir kr.. Skýr aðskilnaður er í bókhaldi milli félags- legrar starfsemi og leiðbeiningaþjónustu en samandregnar niðurstöður úr ársreikningi eru sýndar I meðfylgjandi yfirliti. REKSTRARYFIRLIT BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS 2006 Sundurliðun tekna þús. kr. Búnaðargjald 80.543 Framlag til ráðgjafarþjónustu 172.700 Framlag til skýrsluhalds 17.523 Þóknanir vegna umsýsluverkefna 12.435 Framlög sjóða 23.037 Tekjur af útgáfustarfsemi og vörusölu 66.636 Seld þjónusta, endurgreiddur kostnaður o.fl. 64.857 Útleiga húsnæðis 13.758 Fjármunatekjur - fjármagnsgjöld 73.620 Tekjur alls: 525.109 Gjöld alls: 502.939 FREYR 2007

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.