Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2007, Síða 7

Freyr - 01.04.2007, Síða 7
nóvember sé viss álagstími hjá sér því þá þarf að gera upp og borga gæðastýringará- lagið en einnig sé mikið að gera í kringum 1. október þegar mjólkuruppgjörið fer fram og nýtt verðlagsár tekur við. FORRITAR í ORACLE-GRUNNUM Á annarri hæð Bændahallarinnar er tölvu- deildin staðsett þar sem níu manns starfa en einnig eru þrír starfsmenn deildarinnar starf- andi fyrir norðan. Þar á meðal er Ingibjörg Pétursdóttir kerfisfræðingur. Ingibjörg, sem er líffræðingur að mennt, starfaði áður hjá Krabbameinsfélaginu þar sem hún vann mikið við erfða- og krabbameinsrannsóknir en einnig bætti hún tölvunarfræðinni við sig og færði sig smátt og smátt úr líffræðinni yfir í tölvurnar. Ingibjörg Pétursdóttir „Þegar ég vann hjá Krabbameinsfélaginu var ég byrjuð að smíða gagnagrunna. Það gerðist eiginlega ósjálfrátt að ég færi yfir í tölvurnar, það átti einfaldlega best við mig." Starf Ingibjargar hjá Bændasamtökunum felst aðallega í forritun í Oracle-grunnum og í umsýslu í grunninum. „Ég held utan um grunninn og gögn en ég hef mikið tekið gömul gögn sem hafa legið í skýrsluhaldinu og aðlagað þau Oracle-grunnunum. Einnig smíða ég leiðir inn og út úr grunni. Starf mitt felur ekki í sér samskipti við bændur heldur er ég meira í sambandi við ráðunauta og þá aðal- lega varðandi ýmis gögn," segir Ingibjörg. MIKIÐ FRAMKVÆMT í LANDBÚNAÐI Unnsteinn Snorri Snorrason er landsráðu- nautur í bútækni og hóf fullt starf fyrir Bændasamtökin í júnímánuði. Áður hafði hann verið í hlutastarfi á meðan hann lagði lokahönd á lokaritgerð sína við auðlinda- deild Landbúnaðarháskóla (slands en verk- efni hans nefndist; Samanburður á aðferð- um við fóðrun mjólkurkúa í lausagöngufjós- um sem hann varði í september. „( mínu námi lagði ég megináherslu á fög tengd bútækni og hönnun landbún- aðarbygginga og þess vegna hafði ég áhuga á þessu starfi. Ferlið í hönnuninni byrjar á heimsókn til bónda sem hefur sett sig í samband við Bændasamtökin eða sitt búnaðarsamband. Þá er bóndinn vanalega með fastmótaðar hugmyndir og ekki er óeðlilegt að hann sé búinn að velta upp ýmsum hugmyndum í ár eða svo. Síðan eru gerðar tillögur að teikningum sem tekur um einn til tvo mánuði og því næst lagt fyrir byggingarfulltrúa á hverjum stað," útskýrir Unnsteinn og segir jafnframt: Unnsteinn Snorri Snorrason „Það er mikið að gera þessa dagana og mikið framkvæmt í landbúnaði en það sem er sérstaklega áberandi núna eru þessi minni og einfaldari verkefni þar sem er til dæmis verið að smíða viðbyggingar við fjár- hús." „SKEMMTILEGT AÐ TAKAST Á VIÐ NÝ VERKEFNI" Sigurður Eyþórsson réð sig til starfa sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjár- bænda og markaðsráðs kindakjöts í júlí síðastliðnum. Þaðan kom hann af skrifstofu Framsóknarflokksins þar sem hann hafði unnið frá árinu 1994, þar af í fjögur ár sem framkvæmdastjóri flokksins. Sigurður er fæddur í Kaldaðarnesi í Flóa en flutti þaðan til Hveragerðis áður en leiðin lá á höf- uðborgarsvæðið. Hann býr nú í Hafnarfirði ásamt Sigríði Zoéga konu sinni. Sigurður Eyþórsson „Þetta er mjög ólíkt þvf að vera í pólitík- inni, hér hefur maður meiri tíma til að und- irbúa sig sem mér finnst gott. Mér líkar vel hér, þetta er góður staður og það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni," segir Sigurður. Verkefni Sigurðar eru aðallega þríþætt; fyrir landssamtökin, markaðsráðið og síðan fyrir Bændasamtökin. „Ég held utan um félagsstarf í Landssamtökum sauðfjárbænda, sé um fundi, gæti hagsmunamála og sé um heimasíðu samtakanna, www.saudfe. is. Markaðsráð kindakjöts er samráðs- verkefni sauðfjárbænda og sláturhúsa sem snýr að markaðssetningu lamba- kjöts hér innanlands. Við skipulögðum til dæmis kjötsúpudaginn sem haldinn var á Skólavörðustígnum í lok október. Síðan hef ég verið að sjá um nokkur einstök verkefni fyrir Bændasamtökin í heild, eins og að halda utan um viðhorfskönnun sem er nú í gangi og fara yfir mál er varða merking- ar á búvörum og svona ýmislegt. Þannig að það sem ég sé um er hvert úr sinni áttinni og allt mjög áhugavert á sinn hátt," segir Sigurður brosandi. SITUR EKKI AUÐUM HÖNDUM Þorberg Þ. Þorbergsson er annar starfs- manna Bændasamtakanna I tölvudeildinni sem hefur starfsstöð sfna á Akureyri. Hann er forritari hjá samtökunum og felst starfið aðallega í þróun á vefkerfum Bændasamtaka íslands þ.e. nýsmíði og viðhaldi bæði á vef- forritum og gagnagrunnum. Honum líkar starfið vel og segir ávallt nóg að gera svo hann situr ekki auðum höndum. Þorberg Þ. Þorbergsson „Ég hóf störf í tölvudeild B( í júní árið 2000 þannig að það eru rúm sjö ár síðan ég byrjaði. Árið 2002 flutti ég og fjölskylda mín til Akureyrar og bauðst mér að flytja vinnuna með mér. í dag er starfstöð mín sem sagt á Akureyri í húsnæði Stefnu ehf., Hafnarstræti 95 4. hæð," útskýrir Þorberg og segir jafnframt: „Áður starfaði ég hjá Landsbanka íslands, fyrst á Akureyri og síðan f Reykjavík en árið 1998 lá leið mín í Háskólann í Reykjavík. Þar lagði ég stund á nám við kerfisfræði og útskrifaðist ég þaðan árið 2000. (framhaldi af því bætti ég svo við mig einu ári og lauk B.Sc. við tölvunarfræði." /ehg FREYR 2007 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.