Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2007, Side 18

Freyr - 01.04.2007, Side 18
BÚNAÐARÞING tók undir spurningar Egils um hvernig leysa eigi vanda sem upp kann að koma þegar útflutningsskylda dilkakjöts verður afnum- inn. Búið er að leyfa innflutning á svínakjöti sem svarar til mánaðarneyslu þess, þessu til viðbótar. Þegar síðast kom upp kreppu- ástand á markaði var gripið til markvissra aðgerða til að draga úr framboði. Hann taldi 1.000 tonn geta tapast á innlendum kjötmarkaði ef innflutningur gengi eftir og ef erlendu vinnuafli fækkar hér á landi. Eldsneytisframleiðsla úr korni er vaxandi og veldur hækkandi kornverði. Hann ræddi skýrslu landbúnaðarráðherra um endur- skoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum. Hann sagði frá eigin baráttu gegn salmo- nellusýkingu. Þessu fylgdi erfið sýnataka. Hann ræddi hæstaréttardóm ( máli sem hann höfðaði vegna gjaldtöku fyrir eftirlit og í Ijósi hans (trekaði hann að passa þarf hvar öll gjöld sem bændur greiða lenda og skýrt sé fyrir hvað eru þau greidd. JÓN GÍSLASON taldi stjórn B( hafa staðið sig óvenju vel á síðasta ári og þakkaði henni fyrir það. Vandi væri því á höndum að velja nýtt fólk í stjórn til að halda þessu gengi uppi. Hann ræddi síðan fjarskiptamál sem brenna á öllum og mæltist til þess að fulltrúar fjarskiptasjóðs flyttu mál sitt fyrir allt þingið. Fyrir nokkru hefur verið ákveðið að hluti af hagnaði af sölu Símans yrði notaður til að bæta þessa stöðu úti um land, þar sem einkaframtakið haslar sér ekki völl. Sums staðar á landinu koma þessi fyrirtæki af fúsum vilja. Annars staðar hafa sveitarfélög komi fram með fjármuni til að greiða fyrir þessu. Þau taldi hann eiga siðferðislega rétt á framlagi úr Fjarskiptasjóði. Hann ræddi síðan úttekt á kúasæðingum og mæltist til þess að hún verði kynnt á þinginu og að nefndin sem um þetta fjallar gerði tillögur um jöfnun þeirra yfir landið m.a. í Ijósi þess að verið er að jafna ýmsan annan kostnað s.s. flutn- ing á afurðum bænda yfir landið. Mikil mis- munun væri milli bænda eftir landshlutum hvað þetta snertir. Þrjú búnaðarsambönd við Húnaflóa sam- einuðust um sl. áramót. Hann óskaði eftir að þingfulltrúar styddu tillögu um óbreytt- an fjölda þingfulltrúa frá þessu svæði. Hugmynd Sigurgeirs varðandi olíugjald taldi hann líkt og fleiri fulltrúar, góðra gjalda verða. Varðandi sauðfjársamning taldi hann að mörgu leyti góðan en lýsti óánægju með 43 milljónir króna í byggðastyrk sem eru nú teknar inn í samninginn en stóð utan hans áður. Þar með eru samtök bænda farin að bera ábyrgð á úthlutun opinberra fjármuna til byggðamála. Sveitarfélagamörk eru sífellt að breytast en sú viðmiðun, sem þarna var notuð, eru gömul og löngu úrelt. GUNNAR JÓNSSON þakkaði fyrir ágæta setningu búnaðarþings og sérstaklega ræðu formanns við hana, sem var hrein og bein og ekkert undan dregið. Hann ræddi síðan verðstöðvun sem kúa- bændur tóku á sig á síðasta ári. Ekki hefði verið margra kosta völ en steininn tók þó ekki úr fyrr en á fundi SAM sl. föstudag þar sem Pálmi Vilhjálmsson sýndi hvað gerst hafði í smásöluversluninni yfir sl. áramót. Kúabændur gáfu eftir 800 milljónir króna á ársgrundvelli og voru þær einfaldlega færðar yfir til verslunarinnar. Hann taldi verðugt verkefni fyrir BÍ að skoða þetta mjög nákvæmlega. Pálmi sýndi fram á hvernig verslunin hefði með þessu und- irbúið verðbreytingar nú 1. mars. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Baugur er kominn í mjólkuriðnað. Hvaða hlutverk er þarna verið að spila. Ekkert annað en að brjóta upp samstöðu bænda, á sama tíma og mjólkuriðnaðurinn hefur verið að sam- einast til að ná fram kostnaðarlækkunum og ávinningi fyrir bænda. Hann tók undir áhyggjur manna af þróun kjötmarkaðarins á komandi misserum. Staðan væri ágæt eins og er en blikur eru á lofti m.a. vegna afnáms útflutningsskyldu. Nauðsynlegt er að hyggja að viðbrögðum ( tíma og slát- urleyfishafar mega ekki láta verslunina ná að spila á þetta. Þetta er verðugt verkefni fyrir samtökin að takast á við. Síðan ræddi hann viðhorfskönnunina sem niðurstöð- ur voru kynntar úr, hún á að vera okkur veruleg hvatning og við eigum að nýta okkur hana. Þjóðin hlýtur að vera að segja okkur að hún vilji íslenskar vörur. Þá þarf að tryggja henni að hún fái íslenskar vörur þegar hún telur sig vera að kaupa hana. Þetta þing verður því að fjalla um og taka á upprunamerkingu matvæla. Hann sagðist t.d. alltaf horfa eftir hvort gulrætur væru íslenskar því að þær væru miklu betri en innfluttar. SIGRÍÐUR BRAGADÓTTIR tók undir með Gunnari Jónssyni með völd sláturleyfishafa á kjötmarkaði. Hún kynnti síðan könnun sem send var út á vegum Jafnréttisnefndar BÍ og landbún- aðarráðuneytisins sem heitir "Staða karla og kvenna í dreifbýli". Ekki er búið að vinna endanlega úr svörum en hún fór yfir nokkur atriði. Sent var út til 2.132 manna á öll lögbýli. ( endanlegu úrtaki voru 2034 en svarhlutfall var rúm 52%. Hún fór yfir nokkrar niðurstöður til kynningar en nið- urstöður verða birtar í skýrslu sem kemur fljótlega út. Hún tók undir með Sindra að karlmaður ætti að vera í Jafnréttisnefnd. Hún lýsti ánægju með hlut kvenna á bún- aðarþingi og hvatti þingfulltrúa til að kjósa konur í þau þrjú sæti sem eru laus í stjórn B(. FANNEY ÓLÖF LÁRUSDÓTTIR lýsti ánægju með að vera komin til að taka þátt í störfum búnaðarþings. Setningarathöfn var glæsileg. Niðurstaða skoðanakönnunar var athyglisverð og kjark hefði þurft til að gera hana. Hún lagði til að sendur verði góður fulltrúi landbúnaðar- ins í framhaldsskóla landsins með áhuga- vert efni til að kynna landbúnaðinn. Hvað er síðan hægt að gera til að fá unga fólkið aftur í sveitirnar þegar það hefur mennt- að sig? Hún spurði Harald Benediktsson hvort stjórn BÍ hefði sett niður fyrir sér eftir fundaferðina í haust, hvað hægt sé að gera til að tryggja að áfram verði stundaður landbúnaður á (slandi. JÓN BENEDIKTSSON tók undir þakkir til forystu BÍ fyrir viðbrögð við matvælaverðsumræðunni. Hann ræddi stöðu kvenna í landbúnaði og taldi okkur geta verið ánægð með stöðuna í sam- anburði við frændur okkar Dani. Hann bar síðan blak af formanni Svínaræktarfélags (slands varðandi gagnrýni á sauðfjársamn- ing. ( upphafi virtist sem svo að þær upp- hæðir sem þarna sáust myndu vekja mikla gagnrýni. Fyrir fáum árum tóku framleið- endur I nokkrum kjötgreinum á sig að endurfjármagna Norðlenska. Því miður hefur ekki tekist að fá útflutningskvóta á ESB fyrir svínakjöt sem grípa mætti til ef offramleiðsla yrði. Það hefur valdið sár- indum og leiðindum að ekki hefur tekist að skapa þarna öryggisventil. Hann ræddi mál nr. 6 um skattlagningu veiðihlunn- inda. Málið hefur áður verið til umfjöllunar en ekki fundist pólitískur vilji til að breyta skattalögum í þessu efni. Þetta hefur áhrif á möguleika manna sem ætla að stunda búrekstur til að keppa um hlunnindajarðir. Endurskoðun Hagþjónustu landbúnaðarins, mál nr. 15-1, taldi hann þarft mál sem og forritunarmál BÍ nr. 17. Varðandi mál nr. 20, framkvæmd landbótaáætlana taldi hann nauðsynlegt að búnaðarþing legði línurn- ar varðandi reglugerð um gæðastýringu í sauðfé þannig að landbótaáætlanir gætu gengið hnökralaust. Landnýtingu hér taldi hann hafa verið mjög skipulagslitla og gera þarf tillögur um það til sveitarfélaga hvers konar aðgát þarf að hafa, óskemmtilegt er að sjá ræktunarland fara undir mannvirkja- gerð í miklum mæli. SVEINN INGVARSSON taldi engan efast um gildi setningarathafnar og hún hefði verið glæsileg og íburðarlaus. Hann sagði að innst inni hefðum við vonast til að niðurstöður skoðanakönnunar yrði á þann veg sem hún varð. Máttur fjölmiðla hefði hins vegar verið langt kominn með að sannfæra okkur um að við værum ekki að standa okkur jafn vel og raun ber vitni. Niðurstaða stjórnar var að fá kynningarfyr- irtæki til samstarfs og það hefði, ásamt formanni, framkvæmdastjóra og starfs- mönnum staðið vel að verki. Við þurfum síðan að vera stöðugt vakandi og á verð- 18 FREYR 2007

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.